Environmental & Social Information • Jun 14, 2024
Environmental & Social Information
Open in ViewerOpens in native device viewer

UST202001-218 Sjókvíaeldi Arnarlax ehf., Ísafjarðardjúpi Kt.: 580310-0600
Starfsleyfi þetta gildir fyrir Arnarlax ehf., kt. 580310-0600, fyrir sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Arnarlax ehf. er hér eftir nefndur rekstraraðili.
Komi nýr aðili að rekstrinum er hægt að sækja um að starfsleyfið verði fært yfir á hann án þess að gefið verði út nýtt starfsleyfi. Með umsókninni skulu fylgja gögn sem sýna fram á að rekstraraðilinn hafi tekið við rekstrinum. Verði gerð breyting á nafni rekstraraðila ber honum að tilkynna Umhverfisstofnun slíka breytingu.
Rekstraraðili getur falið verktaka að annast verk fyrir sig, enda hafi hann þá gengið úr skugga um að viðkomandi hafi öll tilskilin opinber leyfi. Rekstraraðili ábyrgist þó áfram að ákvæðum starfsleyfisins sé fylgt. Rekstraraðila ber að uppfylla gildandi lög og reglugerðir á starfssviði sínu og haga starfsemi í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir.
Starfsleyfið tekur til eldis á laxfiskum. Hámarkslífmassi á hverjum tíma má ekki fara yfir 10.000 tonn af ófrjóum laxi. Um er að ræða eldi í sjókvíum á og skal það vera staðsett innan þess svæðis sem tilgreint eru í viðauka 1 og skilgreindra nýtingareita. Starfsleyfið nær til þriggja eldissvæða í Ísafjarðardjúpi með eftirfarandi takmörkunum:
Eldisbúnaður skal vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis vegna Drangsvíkur. Jaðar sjókvíaeldisstöðvar á skal ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 50 m. Botnfestingar (ankeri og tóg) skulu vera á meira en 15 m dýpi þar sem þær eru innan þess svæðis sem hvítur vitageiri afmarkar.
Sjókvíaeldisstöð skal vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis vegna Eyjarhlíðar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvar á skal ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 50 m. Botnfestingar (ankeri og tóg) skulu vera á meira en 15 m dýpi þar sem þær eru innan þess svæðis sem hvítur vitageiri afmarkar.
1 Nýtingareitur í strandsvæðisskipulagi Vestfjarða – SN36 Snæfjallaströnd.
2 Nýtingareitur í strandsvæðisskipulagi Vestfjarða – SN35 Eyjahlíð.

Sjókvíaeldisstöð skal vera í samræmi við útgefið áhættumat siglingaöryggis vegna Óshlíðar. Jaðar sjókvíaeldisstöðvar á skal ekki vera nær mörkum hvíts ljósgeira vitaljósa en 100 m. Botnfestingar (ankeri og tóg) skulu vera á meira en 15 m dýpi þar sem þær eru innan þess svæðis sem hvítur vitageiri afmarkar.
Eldissvæðin skulu hvíld í samræmi við gr. 3.2 í starfsleyfi.
Umhverfisstofnun hefur eftirlit með starfsemi rekstraraðila í samræmi við XIV. kafla laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og X. kafla reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.
Tímabilið milli tveggja vettvangsheimsókna við eftirlit skal byggt á áhættumati, sbr. 54. gr. laga nr. 7/1998 og 57. gr. reglugerðar nr. 550/2018. Eftirlit felst í umsjón með lögbundnum skilum, yfirferð og mati á gögnum. Jafnframt felst eftirlit í yfirferð gagna og reglubundinni skoðun á vettvangi, móttöku athugasemda og fyrirspurna. Eftirlitsaðili tekur saman skýrslur um eftirlit. Skýrslan skal vera gerð aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar, á vefsvæði rekstraraðila, eftir að rekstraraðili hefur fengið tækifæri til að koma að athugasemdum og brugðist hefur verið við þeim. Athugasemdirnar skulu eftir atvikum birtar með skýrslunni.
Fylgi rekstraraðili ekki ákvæðum starfsleyfis, laga og reglugerða á sviði starfseminnar er eftirlitsaðila heimilt að beita úrræðum, skv. gr. 1.7, og gildandi laga og reglugerða.
Viðbótareftirlit getur farið fram m.a. vegna nýs búnaðar, til rannsóknar á alvarlegum ábendingum vegna umhverfisins, alvarlegum umhverfisslysum, óhöppum og tilvikum þar sem reglum er ekki fylgt eða sérstakra úttekta vegna áætlana sem rekstraraðili hefur gert um úrbætur.
Eftirlitsaðila skal heimill aðgangur til skoðunar og eftirlits, þar á meðal töku sýna og myndatöku, sbr. 62. gr. laga nr. 7/1998.
Rekstraraðili skal veita útgefanda starfsleyfis upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar á rekstri með góðum fyrirvara áður en ráðist verður í þær, sbr. 1. mgr. 14. gr. laga nr. 7/1998 og 1. mgr. 13. gr. reglugerðar nr. 550/2018. Á grundvelli þeirra metur stofnunin hvort nauðsynlegt sé að endurskoða starfsleyfið.
Verði rekstri hætt, tímabundið eða varanlega, eða reksturinn stöðvast óvænt skulu vera áætlanir til staðar til þess að m.a. úrgangi, efnum, búnaði, tækjum, rekstrarsvæði, olíugeymum, lögnum og menguðum jarðvegi verði ráðstafað á viðurkenndan hátt. Þar skal koma fram hvað gera skal annars vegar þegar um er að ræða tímabundna rekstrarstöðvun og hins vegar varanlega rekstrarstöðvun. Eftirlitsaðila er heimilt að krefja rekstraraðila um að tímasetja áætlanir um frágang ef hann telur þörf á. Í áætlunum skal gengið út frá því að lágmarka möguleg mengunaráhrif og tryggja að ekki sé skilið eftir á svæðinu hráefni sem tilheyrir rekstrinum. Rekstrarstöðvun skal tilkynnt eftirlitsaðila með a.m.k. þriggja mánaða fyrirvara eða þegar ákvörðun liggur fyrir. Þá skal tilkynna um það ef reksturinn hefur verið stórlega skertur, þó ekki sé talin þörf á að virkja áætlanirnar. Bilanir og viðhald telst ekki stórlega skertur rekstur. Gera skal brunavörnum viðvart um stöðvun starfseminnar um leið og eftirlitsaðila.
Síða 2 af 18 3 Nýtingareitur í strandsvæðisskipulagi Vestfjarða – SN23 Óshlíð.

Útbúa skal og vinna eftir neyðaráætlun sem skal vera tiltæk á eldisstöðinni ef kemur til óvæntrar stöðvunar á rekstri eldisstöðvarinnar. Neyðaráætlunin skal innihalda tillögur um meðferð og förgun eldisfisksins þann tíma sem eldisstöðin er ekki í rekstri.
Tilkynna skal eftirlitsaðila án tafar um stöðvun rekstrar og ráðstafanir þar að lútandi þannig að taka megi út frágang. Tilkynna skal eftirlitsaðila um gangsetningu ef rekstur hefur legið niðri í meira en mánuð.
Endurskoða skal starfsleyfið reglulega, sbr. 15. gr. laga nr. 7/1998 og 14. gr. reglugerðar nr. 550/2018. Umhverfisstofnun er heimilt að endurskoða og breyta starfsleyfi áður en gildistími þess er liðinn vegna breyttra forsendna, sbr. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1998 og 2. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 550/2018, sbr. einnig 14. og 15. gr. laga nr. 7/1998.
Umhverfisstofnun er einnig skylt, eða eftir atvikum heimilt, að endurskoða starfsleyfið, meðal annars í eftirfarandi tilfellum:
Rekstraraðila er þó ætíð skylt að fara að gildandi lögum og reglugerðum, sbr. gr. 1.1, jafnvel þótt starfsleyfi hafi ekki verið endurskoðað.
Rekstraraðili skal, sé þess óskað af Umhverfisstofnun, leggja fram allar upplýsingar sem nauðsynlegar til að endurskoða starfsleyfisskilyrðin.
Rekstraraðili skal uppfylla skyldur þær er koma fram í 40. gr. laga nr. 7/1998. Ef frávik verða skal rekstraraðili upplýsa eftirlitsaðila tafarlaust um það og grípa tafarlaust til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að öllum kröfum vegna starfseminnar sé framfylgt eins fljótt og auðið er.
Fylgi rekstraraðili ekki ákvæðum starfsleyfis, laga og reglugerða á starfssviði sínu, eða fyrirmælum eftirlitsaðila um úrbætur, getur eftirlitsaðili beitt ákvæðum XVII. kafla laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, til að knýja fram úrbætur.

Stofnuninni er m.a. heimilt að veita áminningu og hæfilegan frest til úrbóta, ákveða rekstraraðila dagsektir og stöðva starfsemi eða takmarka hana til bráðabirgða, sé um alvarlega hættu, alvarleg tilvik eða ítrekað brot að ræða eða ef úrbótum ekki er sinnt innan tiltekins frests.
Umhverfisstofnun getur lagt á stjórnvaldssektir sbr. 67. gr. laga nr. 7/1998.
Almenningur á rétt á aðgengi að upplýsingum um starfsleyfi, starfsleyfisumsókn og mengunareftirlit í samræmi við reglugerð nr. 550/2018.
Umhverfisstofnun birtir eftirlitsniðurstöður samkvæmt gr. 1.3. og 1.7 opinberlega. Birtingin er á vefsíðu stofnunarinnar eða með öðrum aðgengilegum hætti. Að öðru leyti vísast til upplýsingastefnu stofnunarinnar.
Rekstraraðili ber ábyrgð á umhverfistjóni eða yfirvofandi hættu á slíku tjóni af völdum atvinnustarfsemi sbr. lög nr. 55/2012, um umhverfisábyrgð, og skal koma í veg fyrir tjón eða bæta úr tjóni ef það hefur orðið og bera kostnað af ráðstöfunum sem af því leiðir.
Rekstraraðili skal þegar í stað grípa til nauðsynlegra varnarráðstafana vegna yfirvofandi hættu á umhverfistjóni sem rekja má til starfsemi hans. Ef umhverfistjón verður skal rekstraraðili þegar í stað hefja aðgerðir til að takmarka tjón eða afstýra frekara tjóni.
Rekstraraðili skal þegar í stað tilkynna Umhverfisstofnun um umhverfistjón eða yfirvofandi hættu á umhverfistjóni sem rekja má til starfsemi hans og upplýsa um alla þætti sem máli skipta. Jafnframt skal rekstraraðili setja fram og senda Umhverfisstofnun áætlun um úrbætur vegna umhverfistjóns sem þegar er orðið.
Rekstraraðili skal beita góðum starfsreglum við rekstur stöðvarinnar. Í því felast aðgerðir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum eldisins, m.a. með góðum starfsaðferðum við samsetningu kvía, fóðrun og notkun efna og lyfja, með því að tryggja gott heilbrigðisástand eldisstofnsins, svo og að draga úr losun efna út í umhverfið. Gerðar skulu nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir mengunaróhöpp og draga úr afleiðingum þeirra. Rekstraraðili skal setja sér umhverfismarkmið og starfa samkvæmt þeim og skulu þau endurskoðuð á a.m.k. fjögurra ára fresti. Ef umhverfismarkmið eru hluti af umhverfisstjórnunarkerfi rekstraraðila er fullnægjandi að vísa til þeirra. Á öllu athafnasvæði stöðvarinnar skal gæta fyllsta hreinlætis í samræmi við kröfur eftirlitsaðila.
Athafnasvæði stöðvarinnar nær til þess svæðis sem tilgreint er í viðauka 1 og starfstöðva rekstraraðila í landi, hvort heldur sem um er að ræða varanlegar eða tímabundnar starfsstöðvar.
Sérstakur fulltrúi rekstraraðila skal vera tengiliður við eftirlitsaðila og ber hann ábyrgð á samskiptum rekstraraðila vegna eftirlits með mengunarvörnum fyrirtækisins og framkvæmd neyðaráætlunar vegna óvæntrar rekstrarstöðvunar. Eftirlitsaðili getur haft samband við þennan aðila utan hefðbundins starfstíma ef þörf krefur. Rekstraraðili skal tilkynna Umhverfisstofnun ef breyting verður á tengilið og/eða tengiliðsupplýsingum.

Tryggja skal að starfsfólk hafi fullnægjandi þekkingu á eitrunarhættu og eiginleikum þeirra efna sem það gæti komist í tæri við og skulu upplýsingar þar að lútandi ávallt vera tiltækar á vinnustað. Starfsfólk skal vera þjálfað til að bregðast við mengunaróhöppum og hafa viðeigandi þjálfun á tæki og öryggisbúnað stöðvarinnar.
Rekstraraðila er skylt að ganga vel um og skal hann halda rekstrarsvæði sínu snyrtilegu. Rekstraraðila skal sýna ýtrustu varúð þannig að jarðvegi verði ekki spillt með mengun, sbr. reglugerð nr. 1400/2020 um mengaðan jarðveg. Eftirlitsaðili getur krafist lagfæringa og viðgerða á lóð, girðingu eða öðrum mannvirkjum ef nauðsynlegt þykir til þrifnaðar, öryggis eða ef ástand þeirra er til lýta fyrir umhverfið.
Rekstraraðili getur valið að vinna eftir umhverfisstjórnunarkerfi, kjósi hann það. Velja má staðlað umhverfisstjórnunarkerfi, t.d. ISO 14001, eða þátttöku í umhverfisstjórnunarkerfi ESB, sbr. reglugerð nr. 344/2013 um frjálsa þátttöku fyrirtækja og stofnana í umhverfisstjórnunarkerfi Evrópusambandsins (EMAS).
Rekstraraðili skal vera með viðbragðsáætlun sem unnin er á grundvelli áhættumats sem að lágmarki felur í sér skilyrði í viðauka I.b. laga nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda. Viðbragðsáætlun skal vera tiltæk starfsmönnum á vinnustað og aðgengileg eftirlitsaðila.
Verði óhapp eða annað atvik sem getur haft í för með sér losun mengandi efna út í umhverfið skal þegar í stað grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu mengunarefna og til að fyrirbyggja að mengun valdi skaða á umhverfinu og heilsu manna. Rekstraraðila ber að hreinsa þá mengun sem kann að verða við óhöpp eða önnur atvik, á sinn kostnað. Tilkynna skal eftirlitsaðila um mengunaróhapp eins fljótt og mögulegt er. Jafnframt skal viðkomandi heilbrigðisnefnd upplýst um óhappið. Greina skal eftirlitsaðila frá því ef hætta er talin á neikvæðum afleiðingum fyrir umhverfið.
Rekstraraðili skal fara yfir öll óhöpp og önnur atvik sem geta haft í för með sér losun megnandi efna út í umhverfið og gera ráðstafanir sem miða að því að hindra að sambærileg atvik endurtaki sig. Eftirlitsaðili skal upplýstur um slíkar ráðstafanir.
Ef óhapp verður sem þarfnast tafarlausra aðgerða skal hafa samband við Neyðarlínuna 112.
Tilkynna skal eftirlitsaðila um mengunaróhapp eins fljótt og mögulegt er. Jafnframt skal heilbrigðisnefnd upplýst um óhappið. Greina skal eftirlitsaðila frá því ef hætta er talin á neikvæðum afleiðingum fyrir umhverfið og heilsu manna.
Rekstraraðili skal taka ábyrgðartryggingu eða leggja fram aðra fullnægjandi tryggingu sem Umhverfisstofnun metur gilda, sem jafngildir allt að 1 milljón SDR, sbr. 16. gr. laga nr. 33/2004. Rekstraraðili skal senda Umhverfisstofnun staðfestingu á tryggingunni þegar þess er óskað.
Eftirlitsaðili getur, telji hann ástæðu til, farið fram á tíðari mengunarmælingar eða efnagreiningar en starfsleyfið gerir ráð fyrir eða heimilað að dregið verði úr tíðni mælinga eftir því sem við á.
Ákvörðun um að draga úr tíðni mælinga skal þó ekki tekin nema eitthvert eftirfarandi skilyrða sé fyrir hendi:

Rekstraraðila ber að uppfylla gildandi lög og reglugerðir á starfssviði sínu og tryggja að starfsemi hans sé rekin í samræmi við meginreglur 38. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Rekstraraðili skal nota bestu aðgengilegu tækni (BAT) á hverjum tíma sem skilgreind hefur verið við mengunarvarnir og nýta vel orku og vatn. Þegar aðferðum er beitt við mengunarvarnir sem valda því að mengun færist á milli andrúmslofts, vatns og jarðvegs skal lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið (samþættar mengunarvarnir). Besta aðgengilega tækni hefur verið skilgreind í "Bat for fiskeopdræt i Norden", ©Nordisk Ministerråd, TemaNord 2013:529. Verði breytingar á bestu aðgengilegu tækni skulu þær taka gildi og innleiddar samkvæmt gr. 1.6.
Hvert eldissvæði skal hvíla í a.m.k. 90 daga á milli eldislota (frá lokum slátrunar).
Þrátt fyrir hvíld eldissvæða skv. 1. mgr. skal eldi ekki hefjast á ný að lokinni hvíld fyrr en hafsbotn á svæðinu hefur náð ásættanlegu ástandi. Umhverfisstofnun getur einhliða frestað útsetningu eftir 90 daga hvíldartíma, bendi niðurstöður vöktunar til þess að umhverfisaðstæður séu óhagstæðar á sjókvíaeldissvæði/eldissvæði að mati Umhverfisstofnunar. Matið byggir á niðurstöðum umhverfis- og vöktunarmælinga samkvæmt vöktunaráætlun, ástandi vatnshlots og myndatökum af botni.
Tilkynna þarf Umhverfisstofnun hvenær seiði verði sett út í kvíar, með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara. Þá þurfa einnig að liggja fyrir upplýsingar um vöktun eldissvæðanna.
Fóðurgjöf og vali á fóðri skal stýrt þannig að myndun úrgangs sé í lágmarki, t.d. með fóðrunarkerfi sem tekur tillit til vaxtarlíkana.
Losun fosfórs í viðtaka má ekki fara fram úr 10,0 kg/tonn af lífmassaukningu á ári. Rekstraraðila er ekki heimil önnur losun á þeim efnum sem talin eru upp í listum I og II í viðauka reglugerðar nr. 796/1999, um varnir gegn mengun vatns.
Til að hindra að uppsöfnun fóðurleifa hafi áhrif á heilbrigði eldisstofnsins og gæði umhverfis er rekstraraðila heimilt að flytja eldiskvíarnar til á innan skilgreinds eldissvæðis. Sama á við ef þörf krefur vegna hvers kyns yfirvofandi hættu fyrir búnað eða eldisfisk. Tilkynna skal eftirlitsaðila þegar kvíarnar eru fluttar til á eldissvæðinu. Halda skal starfseminni í hæfilegri fjarlægð frá annarri mengandi starfsemi, þannig að mengunaráhrif, svo sem næringarefni, úrgangur eða súrefnisþurrð, valdi ekki skaða í öðrum atvinnurekstri, t.d. öðru sjávareldi. Nota skal traustar og góðar botnfestingar en þó skal forðast að raska botni eftir því sem kostur er.

Starfsemin er í vatnshloti nr. 101-1390-C Ísafjarðardjúp4 . Samkvæmt lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála skulu vatnshlot ná umhverfismarkmiðum sínum um að minnsta kosti gott ástand. Reksturinn má ekki valda því að vistfræðilegu og/eða efnafræðilegu ástandi strandsjávarhlotsins hraki. Gæðaþættir sem notaðir eru til að meta ástand vatnshlota eru settir fram í reglugerð nr. 535/2011 um flokkun vatnshlota, eiginleika þeirra, álagsgreiningu og vöktun, og eru útfærðir nánar m.t.t. ástandsflokka í vatnaáætlun. Útgefanda starfsleyfis er heimilt að endurskoða það, sbr. gr. 1.6 ef ástandi vatns fer hrakandi vegna rekstarins og hætta er á að það falli niður um flokk eða hafi fallið niður um flokk samkvæmt 9. og 10. gr. reglugerðar nr. 796/1999, um varnir gegn mengun vatns. Vöktun og mælingar skulu vera í samræmi við þær kröfur sem koma fram í gr. 5.1 og sbr. 2. mgr. 22. gr. laga nr. 36/2011.
Frárennsli frá starfsmannaaðstöðu skal uppfylla kröfur í reglugerð nr. 798/1999, um fráveitur og skólp.
Verði vart við meindýr skal sjá til þess að þau hafist ekki við eða taki sér bólfestu á athafnasvæðum rekstraraðila, að teknu tilliti til laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Rekstraraðili skal hindra aðgang villtra fugla og spendýra sem sækja að kvíum.
Rekstraraðili skal útbúa áætlun um meðhöndlun úrgangs og vinna samkvæmt henni. Áætlunin skal m.a. taka til endurnýtingu lífbrjótanlegs úrgangs (þ.m.t. fastefnis úr frárennsli) og innihalda tímasett skref þar sem endurnýting kemur í stað förgunar með urðun. Ef þörf er á skal áætlunin uppfærð. Spilliefnum og lyfjaafgöngum skal komið til viðurkenndrar spilliefnamóttöku. Draga skal skipulega úr myndun úrgangs.
Rekstraraðila er skylt að ganga þannig frá olíubirgðum, olíuúrgangi, eiturefnum og hættulegum efnum að ekki sé hætta á að þessi efni berist út í umhverfið, sjó, yfirborðsvatn eða grunnvatn. Fylgja skal ákvæðum reglugerðar nr. 884/2017, um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi.
Rekstraraðili skal hafa útbúnað sem fangar dauðfisk úr kvíunum. Um meðhöndlun fisksins gilda ákvæði gr. 3.9 um lífbrjótanlegan úrgang og reglugerð nr. 674/2017 um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis, eftir því sem við á.
Rekstraraðili skal vinna samkvæmt efnalögum nr. 61/2013 og reglugerð nr. 888/2015 um skráningu, mat, leyfisveitingu og takmarkanir að því er varðar efni (REACH), sem og öðrum reglugerðum sem gilda um efni og efnablöndur. Við alla efnameðferð skal gæta þess að öryggisblöð séu aðgengileg og uppfærð. Sé þess kostur skal skipta út efnum og efnablöndum sem geta haft í för með sér óæskileg áhrif á heilsu manna eða skaðað umhverfið fyrir efni sem eru minna skaðleg. Við geymslu og meðhöndlun efna skal takmarka aðgengi og mengunarhættu eins og kostur er. Við mengunaróhöpp skal fylgja viðbragðsáætlun skv. gr. 2.5.
4 Vatnshlotanúmer eru skilgreind skv. III. kafla laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála og er flokkunin aðgengileg á Vatnavefsjánni (vatnshlota vefsjá) Veðurstofu Íslands..

Rekstraraðila er skylt að ganga þannig frá mengandi efnum að ekki sé hætta á að þessi efni berist út í umhverfið, sjó, yfirborðsvatn eða grunnvatn.
Rekstraraðili skal hafa reglulegt eftirlit með umhverfis- og rekstrarþáttum sem geta haft áhrif á mengun eða losun efna út í umhverfið. Skrá skal upplýsingar um eftirfarandi atriði og skulu skráningar vera aðgengilegar eftirlitsaðila:
Rekstraraðili skal taka saman ársyfirlit og senda til eftirlitsaðila fyrir 1. maí ár hvert. Í yfirlitinu skulu koma fram niðurstöður vöktunarmælinga og skráninga, sbr. kröfur í 3. 4. og 5. kafla. Þá skulu koma fram þær upplýsingar sem liggja fyrir um flokkun vatns, sbr. gr. 3.6.
Vöktunarniðurstöðum skal skila árlega fyrir 1. maí í þar til gerða gagnagátt Umhverfisstofnunar undir stjórn vatnamála.
Rekstraraðili skal skila árlega til Umhverfisstofnunar upplýsingum um losun mengandi efna frá starfsstöðinni með rafrænum hætti, skv. 34. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Rekstraraðili ber ábyrgð á þeim upplýsingum sem hann skilar til Umhverfisstofnunar.
Eftirlitsaðili getur veitt rekstraraðila heimild til að skila umhverfisupplýsingum sameiginlega með ársyfirliti sbr. gr. 4.2 en skilafrestir framlengjast þó ekki við það.
Vöktunaráætlun skal liggja fyrir áður en starfsleyfi er veitt. Vöktunaráætlunin skal vera til afmarkaðs tíma hverju sinni og endurskoðuð reglulega og skal Umhverfisstofnun samþykkja breytingar á henni. Vöktunaráætlunin tilgreinir alla þá vöktun sem rekstraraðili á að framkvæma og er nákvæmari en lýsing í starfsleyfi.

Rekstraraðili skal vakta helstu umhverfisþætti í nágrenni kvíanna í samræmi við umfang losunar fyrirtækisins í þeim tilgangi að meta það álag á umhverfið sem starfsemin veldur. Slíkar mælingar skulu vera samkvæmt staðlinum ÍST ISO 12878.
Vakta skal gæðaþætti sem hafa verið samþykktir af Umhverfisstofnun, sbr. lög nr. 36/2011 um stjórn vatnamála, og skulu þeir tilgreindir í vöktunaráætlun. Vakta skal dreifingu á losun mengunarefna til viðtaka og vistfræðilegar afleiðingar hennar. Meta skal umhverfisástand sjávarbotns, t.d. með myndatökum af botninum og vakta súrefnisstyrk við botn. Nánari lýsingu á mælingum og tíðni má finna í vöktunaráætlun rekstraraðila. Komi í ljós að vatnshlotið uppfylli ekki umhverfismarkmið sín og falli um flokk skal starfsleyfishafi fara í aðgerðir til að draga úr álagi.
Taka skal mið af leiðbeiningum Umhverfisstofnunar, m.a. "Upplýsingar um vöktunaráætlanir fiskeldisstöðva" og síðari viðbótum um vöktun sjókvíaeldis, og útfæra áætlunina í samræmi við staðbundnar aðstæður. Endurskoða skal vöktunaráætlun óski Umhverfisstofnun eftir því.
Rekstraraðili skal greiða allan kostnað við rannsóknir á mengun í nágrenni kvíanna samkvæmt gr. 5.1 eða sinn hluta af kostnaði sameiginlegrar vöktunar ef önnur fyrirtæki á svæðinu valda samskonar mengun. Mælingar skulu vera í höndum rekstraraðila eða aðila sem rekstraraðili tilnefnir og Umhverfisstofnun samþykkir.
Starfsemi þessi fellur undir lið 2 í viðauka II laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og lið 2 í viðauka IX reglugerðar nr. 550/2018. er flokkuð í lögum nr. 7/1998 í viðauka II, lið 2. Starfsemin er flokkuð í reglugerð nr. 550/2018 í viðauka IX, lið 2. Rekstraraðili greiðir Umhverfisstofnun gjald fyrir starfsleyfið og greiðir eftirlitsaðila gjald vegna eftirlits skv. gjaldskrá Umhverfisstofnunar.
Gjald vegna viðbótareftirlits, svo sem vegna vanefnda, frávika eða kvartana, greiðist sérstaklega samkvæmt gjaldskrá.

Starfsleyfi þetta, sem er veitt samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerð nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. Starfsleyfið öðlast gildi við afhendingu Matvælastofnunar til rekstraraðila og gildir til 13. júní 2040.
Ákvörðun Umhverfisstofnunar um breytingu á starfsleyfinu er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfisog auðlindamála.
Reykjavík 13. júní 2024
Umhverfisstofnun
forstjóri sérfræðingur
Sigrún Ágústsdóttir Steinar Rafn Beck Baldursson


| Staðsetning eldissvæða Arnarlax ehf. Ísafjarðardjúpi á nýtingareytum SN23, SN35 og SN36 samkvæmt | |||||
|---|---|---|---|---|---|
| strandsvæðisskipulagi Vestfjarða. Sjá einnig gr. 1.2 í leyfi. | |||||
| Eldissvæði | Stöð | Staðsetning | |||
| A | Óshlíð | Hnit1 N 66°09.901' V 23°08.546' |
Hnit2 N 66°09.323' V 23°07.225' |
Hnit3 N 66°08.939' V 23°08.244' |
Hnit4 N 66°09.505' V 23°09.573' |
| B | Drangsvík | N 66°10.324' V 22°58.565' |
N 66°09.876' V 22°57.015' |
N 66°09.530' V 22°57.634' |
N 66°09.986' V 22°59.208' |
| C | Eyjahlíð | N 66°06.640' V 22°46.651' |
N 66°06.106' V 22°45.112' |
N 66°05.750' V 22°45.918' |
N 66°06.272' V 22°47.455' |
| Hnit eldissvæða Arnarlax ehf. í Ísafjarðardjúpi. |

Arnarlax ehf. sótti þann 21. maí 2019 um starfs- og rekstrarleyfi til Matvælastofnunar fyrir 10.000 tonn af frjóum og ófrjóum lax í Ísafjarðardjúpi. Matvælastofnun framsendi umsókn um starfsleyfi til Umhverfisstofnunar þann 22. maí 2019. Umsókninni fylgdu ekki gögn sem eiga að fylgja skv. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018. Þá lá ekki fyrir niðurstaða Skipulagsstofnunar um matsskyldu eða álit hennar. Frummatsskýrsla Arnarlax, dags. 8. júlí 2019 barst Skipulagsstofnun eftir að lög nr. 101/2019 um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi (áhættumat, úthlutun eldissvæða o.fl.) voru samþykkt á Alþingi 20. júní 2019 en áður en þau tóku gildi 19. júlí s.á. Álit Skipulagsstofnunar um framkvæmdina lá fyrir þann 19. febrúar 2021. Í kjölfar þess staðfesti Umhverfisstofnun móttöku umsóknar og innheimti grunngjald. Álit vegna mats á umhverfisáhrifum ASF í Ísafjarðardjúpi lá fyrir þann 28. janúar 2021.
Margt kom upp við meðferð málsins m.a. féll úrskurður þann 14. desember 2021 þar sem kveðinn upp úrskurður hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) í máli nr. 119/2020 sem varð til þess að burðarþolsmat og áhættumat erfðablöndunar þurfti að fara í umhverfismat áætlana. Þá fór vinna af stað við gerð strandsvæðisskipulag sem ráðherra staðfesti þann 6. mars 2023. Einnig féllu úrskurðir hjá ÚUA þar sem bent var áþörf fyrir mat á áhrifum á vatnshlot sem leiddi til vissra breytinga á verklagi. Þegar stofnunin taldi allt liggja fyrir í málinu auglýsti hún tillögu að starfsleyfinu, sbr. 8. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018, til eldis með 10.000 tonna hámarkslífmassa á hverjum tíma, á tímabilinu 29. febrúar 2024 til og með 2. apríl 2024. Auglýsingin var birt á vefsíðu Umhverfisstofnunar þann 29. febrúar sl. ásamt gögnum sem lágu til grundvallar tillögunni. Heimilt var að gera athugasemdir við tillöguna á sama tímabili. Tilkynning um opinbera auglýsingu var send til rekstraraðila, sveitarfélaga á svæðinu, heilbrigðisnefndar Vestfjarða, Matvælastofnunar, Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Landhelgisgæslunnar, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Orkustofnunar, Hafrannsóknastofnunar, Samgöngustofu, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og Landsambands veiðifélaga sama dag og hún var birt á vefsíðu Umhverfisstofnunar.
Unnið var í samráði við Matvælastofnun um samræmingu vegna tillagna starfsleyfis og rekstrarleyfis. Tillögur að báðum leyfum voru auglýstar samhliða á vefsíðum stofnananna.
Álit Skipulagsstofnunar um framkvæmdina lá fyrir þann 19. febrúar 2021.5 Umhverfismatsferli framkvæmdarinnar fór fram í gildistíð laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og lúta lögin því að leyfisveitingunni. Í ferli við gerð starfsleyfisins hefur Umhverfisstofnun farið ítarlega yfir matsskýrslu og álit Skipulagsstofnunar með tilliti 13. gr. laga nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum og m.t.t. þess hvort umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar hafi verið lýst með fullnægjandi hætti og hvort gerðar hafi veri verið viðeigandi ráðstafanir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.
Síða 12 af 18 5 https://www.skipulag.is/umhverfismat-framkvaemda/gagnagrunnur-umhverfismats/nr/904#alit

Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum er lagt til grundvallar þessu starfsleyfi ásamt matsferlinu í heild og umsókn rekstraraðila. Umhverfisstofnun veitti umsagnir til Skipulagsstofnunar í matsferlinu m.a. um matsáætlun 24. janúar 2017 og frummatsskýrslu þann 12. júní 2020.
Umfjöllun um valkosti er að mati Umhverfisstofnunar í samræmi við þá framkvæmd sem lagt er upp með. Í valkostagreiningu á að leggja fram raunhæfa valkosti við mat framkvæmdar. Miðað við þá aðra valkosti sem horft er til geta þeir ekki talist raunhæfir með tilliti til markmiða með framkvæmdinni. Aðallaga eru tveir kostir skoðaðir þ.e. annars vegar eldi á frjóum laxi og hins vegar ófrjóum.
Að mati Umhverfisstofnunar er umfjöllun um forsendurvarðandi aðra kosti sem ekki eru metnir fullnægjandi. Miðað við núverandi heimildir í Ísafjarðardjúpi er einungis möguleiki fyrir rekstraraðila að notast við ófrjóan lax eða þá mögulega regnbogasilung. Stofnunin fylgist með þróun sem er að eiga sér stað í sjókvíaeldi en stofnuninni er heimilt að endurskoða og breyta starfsleyfi vegna tækniþróunar.
Líkt og fjallað er um í matsskýrslu og áliti Skipulagsstofnunar þá liggur fyrir burðarþolsmat fyrir Ísafjarðardjúp fyrir allt að 30.000 tonna lífmassa. Hins vegar er heimild fyrir frjóan lax fullnýtt í Ísafjarðardjúpi við útgáfu leyfis fyrir Arctic Sea Farm hf. í Ísafjarðardjúpi. Áhrif á ástand sjávar og botndýralíf eru þau sömu hvor sem um er að ræða frjóan- eða ófrjóan eða jafnvel regnbogasilung.
Mikilvægt er að rekstraraðili vakti svæðið og telur stofnunin að sú vöktun verði fullnægjandi miðað þá vöktunaráætlun sem lögð hefur verið fram. Mikilvægt er að meta raunástand svæða með vöktun og verður útsetning eftir hvíld ekki heimil nema niðurstöður vöktunar fyrir svæði gefi þær niðurstöður að það sé hægt. Umhverfisstofnun metur það svo að áhrif á ástand sjávar getir orðið talsvert neikvæð en þau áhrif séu staðbundin og með vöktun og viðeigandi ráðstöfunum á grundvelli vöktunarniðurstaðna verði þau áhrif takmörkuð og svæðin nái góðu ástandi áður en heimilt verði að setja út á ný þrátt fyrir 90 daga hvíldartíma. Í gr. 3.2 er mælt fyrir um að Umhverfisstofnun sé heimilt að fresta útsetningu að loknum hvíldartíma hafi fullnægjandi upplýsingar vegna vöktunar ekki borist og gefið til kynna að hægt væri hefja eldi á ný. Einnig er krafa í leyfi um að vöktun fari fram í samræmi við lög um stjórn vatnamála og leiðbeiningar Hafrannsóknastofnunar þar um. Með því er vatnshlotið metið út frá ákveðnum viðmiðunarþáttum sem segja til um ástand vatnshlotsins og hvort bregðast þurfið við og mögulega endurskoða gildandi burðarþol fjarðarins. Umhverfisstofnun er heimilt að endurskoða starfsleyfi ef mengun er meiri en búist var við þegar starfsleyfi við gerð leyfis.
Umhverfisstofnun telur út frá matsskýrslu og áliti Skipulagsstofnunar að ástand á þeim svæðum sem verið er að heimila muni geta orðið neikvætt á meðan eldinu stendur en hægt verði að gera ráðstafanir bendi niðurstöður vöktunar til að þess þurfi líkt og lýst er hér að ofan.
Síða 13 af 18 Fjölmargar ár eru í Ísafjarðardjúpi líkt og fjallað eru um skýrslu Arnarlax ehf. og í áliti Skipulagsstofnunar þar sem finna má laxfiska sem geta orðið fyrir áhrifum vegna eldisins. Umhverfisstofnun tekur undir með Matvælastofnun og Skipulagsstofnun um að áhrif vegna sjúkdóma á villta fiski séu hverfandi en huga verði að notkun lúsalyfja vegna laxa- og fiskilúsar. Sérstaklega þurfi að fylgjast með lyfjanotkun vegna áhrifa á

annað lífríki en einnig áhrifa lúsarinnar á villta fiskistofna sérstaklega í ljósi þeirrar þróunar sem hefur verið í aukningu á notkun lyfja vegna lúsar. Í starfsleyfinu er gerð krafa um að rekstraraðili skrái lyfjanotkun m.a. vegna laxalúsar (umfang og áætluð áhrif). Með skráningunni getur Umhverfisstofnun haft eftirlit með lyfjanotkuninni og vaktað áhrifin. Að örðu leyti vísar Umhverfisstofnun í umfjöllun í greinargerð Matvælastofnunar vegna þessa þátta.
Í Ísafjarðardjúpi liggur fyrir áhættumat erfðablöndunar sem tekur til áhættu á mögulegri erfðablöndun milli náttúrulegra laxstofna. Áhættumat erfðablöndunar frá 2022 gerir ráð fyrir að heimilt sé að ala 12-14.000 tonna lífmassa í Ísafjarðardjúpi utan Æðeyjar. Þær heimildir eru þegar fullnýttar og er því aðeins veitt heimild til að ala ófrjóan lax eða regnbogasilung, sjá gr. 1.2 starfsleyfisins.
Áhættumati erfðablöndunar er ætlað að draga verulega úr þeim áhrifum sem eldislaxinn getur haft á íslenska laxastofna og líffræðilegan fjölbreytileika. Matið miðast við þekktar laxveiðiár en tekur ekki tillit til áa sem litlir laxastofnar eru í en þeir gætu orðið fyrir meiri áhrifum. Umhverfisstofnun gerir ráð fyrir miðað við fyrirliggjandi gögn að áhrif á laxveiðiár sem matið tekur tillit til gætu orðið talsvert neikvæð sérstaklega fyrir minni ár einnig m.t.t. samlegðaráhrifa frá öðru eldi sem þegar hefur verið heimilað í firðinum og notast yðri við frjóan lax. Hins vegar ættu áhrifin að vera óveruleg þar sem eingöngu yrði eldi á ófrjóum laxi. Umhverfisstofnun getur endurskoðað leyfið komi til breytinga á áhættumati erfðablöndunar skv. gr. 1.6.
Umhverfisstofnun tekur undir með Skipulagsstofnun og Hafrannsóknastofnun að áhrif á sjávardýr á svæðinu eru nokkuð óviss og þá sérstaklega vegna notkunar lúsalyfja. Slíkum lyfjum er eingöngu beitt í neyðartilvikum og þar sem aðrar lausnir hafa verið þaulreyndar til að hafa hemil á lúsinni. Stofnunin telur að áhrifin á fiskistofna í Ísafjarðadjúpi séu lítið þekkt og óljós en þau verði óveruleg ef lyfjanotkun er haldið í lágmarki.
Að mati Umhverfisstofnunar er nokkur óvissa um hvaða áhrif eldið kemur til með að hafa á fuglalíf og spendýr í firðinum. Áhrifin geti valdið fjölgun sumra fuglategunda vegna mögulegs aukins fæðuframboðs sem getur þá haft áhrif á aðrar tegundir og jafnvel búsvæði. Líkt og Umhverfisstofnun benti á í umsögn sinni þá er mikilvægt að fylgst verði með þróun fuglalífs í samvinnu við Náttúrustofu Vestfjarða. Áhrifin á spendýr á svæðinu verða að mati Umhverfisstofnunar óveruleg og helst þau að eldið dragi að spendýr. Í vöktunaráætlun rekstraraðila er gert ráð fyrir vöktun fuglalífs.
Umhverfisstofnun telur að sjónræn áhrif vegna eldis séu talsvert neikvæð en fer eftir svæðum og staðsetningu kvíanna Áhrifin eru einnig umfangsmeiri vegna samlegðaráhrifa við önnur eldi með leyfi í firðinum og heildar sýn breytist. Áhrifin verða væntanlega mest á Snæfjallaströndinni þar sem um er að ræða vinsælar gönguleiðir. Áhrifin ættu samt sem áður að öllu leyti að vera afturkræf verði eldi hætt og búnaður fjarlægður.
Síða 14 af 18 Áhrif á samfélagið geta að mati Umhverfisstofnunar orðið jákvæð hvað atvinnuuppbyggingu varðar en óljóst hvort leyfi þessa eina aðila hafi neikvæð áhrif er varðar fækkun ferðamanna. Þar verður að horfa í samlegðaráhrif vegna fiskeldis almennt á Vestfjörðum.

Umhverfisstofnun vísar í 3. kafla um strandsvæðisskipulag og 4. kafla greinargerðar um áhættumat siglinga hér að neðan varðandi haf- og strandnýtingu en áhrif starfseminnar á siglingar hafa verið metin í áhættumati siglinga. Þá er fjallað um áhrif eldisins í strandsvæðisskipulagi Vestfjarða.
Umhverfisstofnun telur að samlegðaráhrif starfsemi allra þeirra aðila sem nú þegar eru með leyfi og þeirra sem eru fyrirætlanir um geti orðið talsvert neikvæð. Um er að ræða burðarþol upp á 30.000 tonn sem þegar eru komnar umsóknir fyrir. Takmarkandi þáttur þar er áhættumat erfðablöndunar sem er fyrir 12.000 tonnum að frjóum laxi. Að auki er annar takmarkandi þáttur en það er nálægð eldissvæða óskyldra aðila, því er ljóst að aðilar verða að koma sér saman um útsetningu og nýtingu svæða til að geta alið það magn sem fyrirætlanir eru um. Umhverfisstofnun leggur áherslu á að gripið verði til mótvægisaðgerða vegna samlegðaráhrifa gerist þess þörf og vísar í skyldur rekstraraðila, skv. 40. gr. laga nr. 7/1998. Stofnunin vísar einnig til þeirrar vöktunar sem rekstraraðila ber að láta framkvæma og fram kemur m.a. í kafla 2.3.1 í greinargerð og gr. 5.1 í starfsleyfi og þess að stofnunin getur gripið inn í bendi niðurstöður til að áhrifin séu umfram það sem búist var við.
Skipulagsstofnun telur að í starfsleyfi þurfi að setja skilyrði um eftirfarandi:
Í gr. 5.1 er fjallað um þá vöktun sem krafist er að rekstraraðila. Vöktunin er nánar útfærð í vöktunaráætlun rekstraraðila enda er með þeim hætti einfaldara að breyta kröfum um vöktun án þess að breyta á starfsleyfi. Í vöktunaráætlun er vísað til staðla ISO 12878, NS 9410 og ASC staðal sem rekstraraðila ber að vakta í samræmi við starfsleyfi. Rekstraraðili mun einnig gera grunnsýnatökur á eldissvæðum áður en eldi hefst.
Í gr. 5.1 er vísað til vöktunaráætlunar og í henni kemur fram að mælingar fari fram við þær aðstæður sem vísað er til.
Í gr. 5.1 er vísað til vöktunaráætlunar, drög af henni voru auglýst með tillögunni og hefur hún verið samþykkt. Rekstraraðili hefur uppfært hana í millitíðinni og bætt inn m.a. vísun í vöktun samkvæmt vatnaáætlun. Að mati Umhverfisstofnunar er mikilvægt að öll vöktun sé tilgreind í vöktunaráætlun þar er hægt er að breyta tíðni vöktunar og bæta við vöktun án þess að taka upp starfsleyfið.
Í gr. 3.2 er vísað til þess að þrátt fyrir kveðið sé á um að hvíldartími sé að lágmarki 90 dagar þá getur Umhverfisstofnun frestað útsetningu ef umhverfisaðstæður eru óhagkvæmar. Það mat er m.a. byggt á staðlinum NS 9410 sem tekur til botndýra. Jafnframt kemur fram í henni að teknar verða grunnsýnatökur áður en svæðið verði notað til að fá fram grunnástand svæðisins sem nýtist við mat

á áhrifum. Einnig eru komnar leiðbeiningar um ástandsmat í strandsjávarvatnshlotum í samræmi við vatnaáætlun sem fara þarf eftir.
Í gr. 3.2 er vísað til þess að þrátt fyrir að hvíldartími sé settur að lágmarki 90 dagar þá getur Umhverfisstofnun frestað útsetningu ef umhverfisaðstæður eru óhagkvæmar. Það mat er m.a. byggt á staðlinum NS 9410 sem tekur til botndýra og ástandsflokkun vatnshlota samkvæmt vatnamálum.
Í gr. 5.1 er fjallað um þá vöktun og sem krafist er að rekstraraðila. Vöktunin er nánar útfærð í vöktunaráætlun rekstraraðila enda er með þeim hætti einfaldara að breyta kröfum um vöktun án þess að breyta á starfsleyfi. Í vöktunaráætlun er vísað til staðla ISO 12878, NS 9410 ásamt þeim kröfum sem gerðar eru vegna vöktunar samkvæmt vatnaáætlun í vatnshlotinu.
Strandsvæðisskipulag Vestfjarða hefur verið staðfest og tók það gildi þann 7. mars 2023 með birtingu í Bdeild stjórnartíðinda.
"Skipulagssvæði strandsvæðisskipulags Vestfjarða nær yfir firði og flóa frá Bjargtöngum í suðri og að Straumnesi í norðri. Mörk skipulagssvæðisins til lands eru við netlög, 115 m út frá stórstraumsfjöruborði, en staðarmörk sveitarfélaga miðast við netlög. Til hafs nær skipulagssvæðið að viðmiðunarlínu sem skilgreind er í lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, en hún fylgir í öllum aðalatriðum grunnlínu landhelginnar. Að skipulagssvæðinu liggja sex sveitarfélög: Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður, Súðavíkurhreppur og Strandabyggð."
Í strandsvæðisskipulaginu eru almenn og sértæk skipulagsákvæði. Í almennum ákvæðum er gerð krafa um að unnið sé áhættumat siglinga vegna allra eldissvæða. Niðurstöður áhættumatsins þurfa að skila sér inn í leyfisskilmála. Staðsetningar eldissvæðanna fara eftir sértækum skipulagsákvæðum en eldissvæði rekstraraðila eru reitirnir SN36, SN35 og SN23.
Samkvæmt gr. 1.1 skal rekstraraðili haga starfsemi sinni í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir og vera innan þeirra reita sem vísað er til hér að ofan. Þá er Umhverfisstofnun heimilt að endurskoða skilyrði starfsleyfisins ef breyting verður á skipulagi, sbr. gr. 1.6.
Áhættumat siglingaöryggis var unnið af Samgöngustofu fyrir svæði þrjú sem um ræðir í þessu leyfi þ.e. Drangsvík/Sandeyri (SN36), Eyjahlíð (SN35) og Óshlíð (SN23). Samkvæmt matinu þá er svæðið Drangsvík ekki á siglingaleiðum og muni eldið því ekki hafa teljandi neikvæð áhrif á siglingaöryggi inn djúpið. Annað gildir um hin tvö svæðin þ.e. Eyjahlíð og Óshlíð en bæði svæðin eru alveg innan hvíts geisla. Þar sem svæðin eru innan þessa geisla er ekki hægt að nýta þau fyrr en unnið hefur verið að mótvægisaðgerðum. Slíkar aðgerðir hafa ekki verið lagðar fram né metnar.

Stofnunin hefur farið yfir mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar en til viðbótar óskaði stofnunin þann 10. janúar 2024 eftir mati rekstraraðila á áhrifum starfseminnar á vatnshlotið Ísafjarðardjúp (101-1390-C) skv. lögum um stjórn vatnamála. Þann 20. mars 2024 sendi rekstraraðili lagfært mat á áhrifum á vatnshlotið. Umhverfisstofnun hefur farið yfir mat rekstraraðila á áhrif á vatnshlotið Ísafjarðardjúp (101-1390-C) og gerir ekki athugasemdir við það mat en rekstraraðili vaktar þá gæðaþætti sem geta orðið fyrir áhrifum og Hafrannsóknastofnun hefur gefið út leiðbeiningar um. Fjallað er um þá vöktun í vöktunaráætlun rekstraraðila og telur stofnunina hana fullnægja þeim kröfum.
Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum á auglýsingatíma. Athugasemdir bárust frá Landhelgisgæslu Íslands og Cristian Gallo vistfræðing hjá Náttúrustofu Vestfjarða.
Hér á eftir fylgir útdráttur úr athugasemdum og viðbrögð Umhverfisstofnunar við þeim athugasemdum er snúa að auglýstri tillögu að starfsleyfi:

Ekki hafa verið gerðar efnislegar breytingar frá auglýstri tillögu aðrar en lagfæringar á stafsetningu, orðalagi og vísan í lög og reglugerðir.
Til starfrækslu fiskeldisstöðva þarf starfsleyfi Umhverfisstofnunar og rekstrarleyfi Matvælastofnunar. Unnið var að samræmingu starfsleyfis og rekstrarleyfis hjá stofnununum, sbr. lög nr. 71/2008 um fiskeldi og lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Þá þarf jafnframt byggingarleyfi fyrir kvíunum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sbr. lög nr. 160/2010 um mannvirki. Starfsemin gæti einnig verið háð leyfisveitingum frá öðrum stofnunum.
Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins að undangenginni ítarlegri yfirferð á gögnum og með tilliti til málsmeðferðargagna. Umhverfisstofnun telur að skilyrði og vöktun sem tilgreind eru í starfsleyfinu séu líkleg til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og feli í sér samþættar mengunarvarnir og stuðli að því að vel verði fylgst með áhrifunum og hægt sé að grípa inn í bendi niðurstöður vöktunar til slæmrar þróunar.
Stofnunin telur að þau umhverfisáhrif sem eldið muni valda ættu að vera mestu staðbundin og afturkræf verði eldi hætt og búnaður fjarlægður. Með þeim kröfum sem sett eru í starfsleyfi og vöktunaráætlun ásamt því að horfa til áhættumats erfðablöndunar er dregið úr mögulegum áhrifum á líffræðilegan fjölbreytileika vegna eldsins.
Umhverfisstofnun telur að umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar hafi verið lýst með fullnægjandi hætti og að matsferlið í heild sé traustur og lögmætur grundvöllur fyrir breytingu á starfsleyfinu.
Stofnunin hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi fyrir rekstraraðila. Umhverfisstofnun sendir Matvælastofnun starfsleyfið eftir ákvörðun um útgáfu, sbr. lög nr. 71/2008 um fiskeldi, sem afhendir það og birtir rekstraraðila.
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.