Earnings Release • Feb 13, 2008
Earnings Release
Open in ViewerOpens in native device viewer
"Órói á erlendum fjármálamörkuðum á síðari hluta ársins 2007 hafði mikil og bein áhrif á okkar afkomu þar sem verðmæti allra okkar helstu eigna hefur lækkað umtalsvert. Við teljum hinsvegar að rekstur okkar kjarnaeigna standi vel og að FL Group geti staðið af sér frekari óróa á markaði og í framhaldinu skoðað áhugaverð tækifæri.
Við höfum brugðist hratt við breyttum aðstæðum á mörkuðum og markvisst minnkað markaðsáhættu félagsins í hlutabréfum, ásamt því að auka hlutafé félagsins. Jafnframt höfum við lokað skrifstofu okkar í Kaupmannahöfn og er það liður í lækkun rekstrarkostnaðar félagsins. Með endurfjármögnun undanfarinna vikna, ásamt framangreindum aðgerðum höfum við staðið vörð um fjárhagslegan styrk félagsins."
Fjárfestingatekjur FL Group koma frá þremur tekjusviðum: FIG, Private Equity og Capital Markets. FIG sér um stefnumarkandi fjárfestingar í bönkum, tryggingafélögum og öðrum fjármálafyrirtækjum og fellur eignarhlutur í Tryggingamiðstöðunni þar undir. Private Equity ber ábyrgð á safni skráðra og óskráðra fjárfestinga.. Capital Markets (Markaðsviðskipti) sér um fjárfestingar í skráðum félögum auk þess að stýra afleiðuviðskiptum og áhættustýringu félagsins meðal annars með kaupum á vörnum. Sviðið sér einnig um að byggja upp og losa um stöður í skráðum félögum fyrir hönd FIG og Private Equity.
| ISK milljarðar | 2007 | 2006 | 2005 | 2004 |
|---|---|---|---|---|
| Hagnaður af fjárfestingum og afleiðum | -73,8 | 17,5 | 19,6 | 2,3 |
| Rekstrarkostnaður | -6,2 | -2,8 | -13,4 | -10,9 |
| Nettó iðgjaldatekjur | 0,2 | 0,0 | 0,0 | 0,0 |
| Hagnaður fyrir tekjuskatt | -79,8 | 14,7 | 20,5 | 4,3 |
| Hagnaður tímabils | -67,2 | 44,6 | 17,3 | 3,6 |
| Hagnaður á hlut (ISK) | -8,2 | 6,7 | 5,9 | 1,6 |
| Heildar eignir | 422,3 | 262,9 | 132,2 | 43,5 |
Rekstrartap fyrir skatta nam 79,8 milljörðum á árinu 2007 (2006: 14,7 milljarða króna hagnaður) og var um 70,8 milljarðar á fjórða ársfjórðungi (4F 2006: 33,6 milljarða hagnaður). Eftir skatta nam tapið um 67,3 milljörðum króna á árinu 2007 (2006: 44,6 milljarða króna hagnaður) og var 63,2 milljarðar króna á fjórða ársfjórðungi 2007 (4F 2006: 33,6 milljarða króna hagnaður). Tap félagsins á tímabilinu má fyrst og fremst rekja til mikillra sveiflna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og hefur verðmæti allra helstu eigna félagsins lækkað umtalsvert á tímabilinu (sjá töflu á síðu 3). Þær lækkanir koma að fullu fram í reikningum félagsins, þar sem allar eignir félagsins eru færðar á markaðsvirði á hverjum tíma.
Á árinu átti félagið stóra hluti í fjárfestingum á fjármálamörkuðum og í flugrekstri, en virði félaga á þessum mörkuðum hefur lækkað umtalsvert vegna markaðsaðstæðna.
Tekjur vegna arðgreiðslna námu 4.297 milljónum árið 2007, samanborið við um 806 milljónir á árinu 2006. Stærsti hluti arðsgreiðslna ársins 2007 komu frá Glitni (2.479 milljónir króna) og Commerzbank (1.111 milljónir króna). Gert er skil á tekjum vegna arðgreiðslna í rekstrarreikningi undir liðnum afkoma af fjárfestingum og afleiðusamningum.
Hlutur Tryggingamiðstöðvarinnar í heildarafkomunni var neikvæð um 1,5 milljarð króna fyrir skatt á ársfjórðungnum og skýrist afkoman af því að fjórðungurinn var erfiður fyrir trygginga- og fjárfestingastarfsemi félgasins. Á fjórðungnum skilaði tryggingastarfsemi neikvæðri rekstrarafkomu upp á 10 milljónir króna en samsetta hlutfallið var 117%. Það voru engar stórar tjónakröfur á árinu en hinsvegar voru margar litlar, sérstaklega á sviði sjómannatrygginga. Fjáfestingastarfsemi félagsins skilaði neikvæðri rekstrarafkomu upp á 1,1 milljarð sem skýrist að mestu af erfiðum markaðsaðstæðum.
Afkoma af verðbréfa og afleiðuviðskiptum á árinu 2007 var neikvæð um 63,7 milljarða króna á árinu 2007 (2006: 24,0 milljarða króna hagnaður). Gengismunur vegna skráðra hlutabréfa var neikvæður um 43,1 milljarð króna og gengismunur vegna óskráðra félaga var neikvæður um 0,2 milljarða króna. Gjaldmiðlaáhrif vegna verðbréfa og framvirkra gjaldmiðlasamninga voru neikvæð um 10,3 milljarða króna, en á móti þeim gjaldmiðlaáhrifum er jákvæður gengismunur upp á 2,5 milljarða króna þannig að nettó gjaldmiðlaáhrif á rekstrarniðurstöðu ársins er neikvæð um 7,8 milljarða króna. Þá nemur hlutdeild vaxtakostnaðar vegna framvirkra samninga um 9,9 milljörðum króna af heildar afkomu vegna verðbréfa og afleiðuviðskipta.
Verðmæti óskráðra eigna var metið samkvæmt virðisrýrnunarprófi og í ljósi markaðsaðstæðna var ákveðið að færa varúðarniðurfærslu á eignasafninu sem samsvarar um 3,7 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi. FL Group færði verðmæti óskráðra eigna upp á þriðja ársfjórðungi sem skilar neikvæðri niðurstöðu um 166 milljónir fyrir árið 2007.
Fjármagnstekjur á fjórðungnum voru 2,0 milljarðar króna og fyrir árið 5,0 milljarðar króna samanborið við 0,9 milljarða króna fyrir árið 2006.
Fjármagnskostnaður nam 6,3 milljörðum króna á fjórða fjórðungi 2007 (þar af 428 milljónir sem tengjast rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar) og hækkaði í 17,6 milljarða króna fyrir árið í heild samanborið við 4,9 milljarða króna árið 2006. Hækkun fjármagnskostnaðar má rekja til aukinnar skuldsetningar, samhliða auknum umsvifum. Þá hafa vaxtakjör á markaði farið hækkandi á síðari hluta ársins 2007.
Afkoma fjárfestingastarfsemi TM var neikvæð um 900 milljónir á árinu. Vaxtatekjur og arðgreiðslur námu 900 milljónum, afkoma fjárhagslegra eigna nam 400 milljónum og breyting á gangvirði fjárhagslegra eigna var neikvæð um 1,6 milljarð króna.
Rekstrarkostnaður sem tengist fjárfestingastarfsemi á fjórðungnum nam 3,054 milljónum króna (4Q 2006: 1,067 milljónir króna) og rekstrarkostnaður samstæðunnar nam 6,2 milljörðum ár árinu. Starfsfólki félagsins var fjölgað á árinu og var því aukning á launa- og stjórnunarkostnaði en félagið flutti einnig í nýjar höfuðstöðvar á árinu. Þá er hluti af rekstrarkostnaðinum, eða um 739 milljónir króna vegna einskiptiskostnaðar, svo sem greiðslur vegna eftirlaunasamninga og hefur allur sá kostnaður verið gjaldfærður á árinu. Þá er gjaldfærður kostnaður upp á 566 milljónir króna sem tengist kaupréttum starfsmanna. Í desember var gengið frá starfslokasamningi við fyrrum forstjóra félagsins, Hannes Smárason, sem nemur um 90 milljónum króna og er sá kostnaður gjaldfærður á fjórða ársfjórðungi. Ekki verður um frekari gjaldfærslu að ræða vegna starfslokanna og Hannes er ekki með kauprétt í félaginu.
Helstu atriði sem falla undir rekstrarkostnað árið 2007 eru (rekstrarkostnaður Tryggingamiðstöðvarinnar innifalinn):
| Kostnaðarskipting | |
|---|---|
| Launakostnaður | 701 |
| Ráðninga og starfslokagreiðslur | 693 |
| Gjaldfærslur sem hreyfa ekki handbært fé (kaupréttir) | 566 |
| Fjárfestingatengdur kostnaður (ráðgjöf og lögfr. Kostn) | 1.325 |
| Annar kostnaður | 1.999 |
| Heildarkostnaður | 5.284 |
Rekstrarkostnaður af tryggingastarfsemi nam 841 milljón króna og þar af eru 100 milljónir tilkomnar vegna einskiptiskostnaðar.
Stjórnendur félagsins hafa sett sett sér það markmið að lækka rekstrarkostnað félagsins verulega á árinu 2008 og meðal sparnaðaraðgerða sem gripið hefur verið til er lokun félagsins á skrifstofu í Kaupmannahöfn. Einnig hafa eldri starfslok og eftirlaunaskuldbindingar verið gjaldfærðar á árinu 2007 .
| Rekstrarreikningur (ISK milljarðar) | 4Q | 3Q 07 | 2Q 07 | 1Q 07 | 4Q 06 |
|---|---|---|---|---|---|
| Afkoma af fjárfestingum og afleiðusamningum | -60.161 | -23.651 | 7.658 | 12.472 | 11.047 |
| Vaxtatekjur | 2.038 | 973 | 473 | 1.498 | -85 |
| Vaxtagjöld | -6.314 | -4.972 | -3.263 | -3.017 | -503 |
| Gengismunur gjaldmiðla | -3.238 | -3.121 | 4.208 | 4.627 | -3.121 |
| -67.675 | -30.771 | 9.076 | 15.580 | 7.338 | |
| Iðgjaldatekjur | 2.769 | ||||
| Eigin tjónakostnaður | -2.598 | ||||
| -67.504 | -30.771 | 9.076 | 15.580 | 7.338 | |
| Rekstrarkosnaður | 3.054 | 1.193 | 1.022 | 884 | 1.067 |
| Hagnaður (tap) fyrir tekjuskatt | -70.558 | -31.964 | 8.054 | 14.696 | 6.271 |
| Tekjuskattur | 7.341 | 4.817 | -12 | 388 | 2.970 |
| Afkoma af aflagðri starfsemi | 0 | 0 | 0 | 0 | 24.353 |
| Hagnaður (tap) fyrir tímabilið | -63.217 | -27.147 | 8.042 | 15.084 | 33.594 |
Heildareignir samstæðunnar í árslok 2007 námu 422,3 milljörðum króna og jukust þær um 60,7% frá byrjun árs. Lausafjárstaða í formi handbærs fjár og ógreidds hlutafjárloforðs, var 28,6 milljarðar króna, sem undirstrikar getu félagsins til að viðhalda sterkri lausafjárstöðu þrátt fyrir óhagstæðar markaðsaðstæður. Til viðbótar handbæru fé félagsins er veðsett fé að fjárhæð 71,4 milljarðar króna, en lækkun milli ára nemur 7 milljörðum króna.
Fjárfestingum í efnahagsreikningi félagsins er skipt í þrjá flokka; fjárfestingar í hlutabréfum (287,0 milljarðar króna), lán tengd fjárfestingum í hlutabréfum (19,4 milljarður króna) og fjárfestingar í skuldabréfum (16,0 milljarðar króna). Eignir í skráðum félögum eru 197,1 milljarðar króna, sem samsvarar um 69% af hlutabréfasafninu. Fimm stærstu fjárfestingarnar í skráðum félögum við árslok eru Glitnir banki, Commerzbank, Finnair, Royal Unibrew og Nordicom. Verðmæti þeirra er alls 179 milljarðar króna í lok árs, sem nemur um 62% af heildar eignasafni félagsins. Eins og tilkynnt var þann 21. janúar, hefur hlutur FL Group í Commerzbank verið minnkaður og er hann nú 1,15%.
| Helstu fjárfestingar | ||||||
|---|---|---|---|---|---|---|
| ISK milljónir | Atvinnugeiri | Eignahlutur | Virði | Breyting 4Q | ||
| Glitnir | Bankastarfsemi | 32,0% | 104.430 | -23,0% | ||
| Commerzbank AG | Bankastarfsemi | 2,9% | 45.931 | -9,3% | ||
| Finnair Oyj | Flugrekstur | 12,7% | 12.091 | -30,6% | ||
| Royal Unibrew A/S | Drykkjarframleiðsla | 25,6% | 9.927 | -18,5% | ||
| Nordicom A/S | Fasteignafélag | 21,7% | 6.859 | -11,4% |
Safn óskráðra fjárfestinga samanstendur af fyrirtækjum sem aðallega eru starfrækt víðsvegar um Evrópu. Virði safnsins þann 31. desember er 90,0 milljarðar króna eða um 31% af fjárfestingum félagsins í hlutabréfum. Því til viðbótar eru 19,4 milljarða króna lánveitingar til óskráðra félaga. FL Group framkvæmdi endurmat á óskráðum eignum sem leiddi til nettó lækkunar á verðmæti safnsins um 3,7 milljarða króna eins og fjallað er um undir tekjur af fjárfestingastarfsemi.
Eignfærsla vegna afleiðusamninga nam samtals 6,6 milljörðum króna og endurspeglar jákvæða stöðu samninga þann 31. desember 2007. Þá er sömuleiðis færð til skuldar neikvæð staða samninga að fjárhæð 13,5 milljarðar króna. Samtals er því nettó staða afleiðusamninga neikvæð um 6,9 milljarða króna.
Samantekt um helstu eignir í eignasafni FL Group má finna í lok þessarar fréttatilkynningar.
Samhliða auknum fjárfestingum á árinu og kaupum á Tryggingamiðstöðinni hafa heildarskuldir aukist og nema þær um 266,5 milljörðum króna þann 31. desember 2007 og hafa aukist um 146,3 milljarða frá byrjun árs.
Eigið fé félagins var 155,8 milljarðar króna í lok fjórða ársfjórðungs og hækkaði um 13,2 milljarða króna frá síðustu áramótum. Á árinu gaf FL Group út nýtt hlutafé fyrir 5,6 milljarða króna að nafnvirði (94,8 milljarðar að markaðsvirði), aðallega í tengslum við kaup félagsins á hlutum í Tryggingamiðstöðinni og kaupum á fasteignafélögum frá Baugi Group. Þegar Tryggingamiðstöðin varð hluti af samstæðureikningi FL Group voru færðir 1,8 milljarðar króna til lækkunar á eigin fé þar sem fjárfestingin í félaginu átti sér stað yfir lengri tíma.
Á árinu var arðsemi eigin fjár neikvæð, um sem nemur 45,1% á ársgrundvelli, samanborið við jákvæða arðsemi eiginfjár 41% á árinu 2006.
Í ljósi mikilla sveiflna á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum hefur félagið lagt verulega áherslu á að viðhalda lausafjárstöðunni.
Á fjórða ársfjórðungi endurfjármagnaði félagið stóran hluta af skammtíma lánum félagsins með það að markmiði að lengja endurgreiðsluferil lánasafnsins með góðum árangri.
Frá lokum síðasta árs hefur félagið unnið stíft að frekari endurfjármögnun skammtímaskulda. Í lok ársins 2007 voru skuldir að fjárhæð 55,6 milljarðar króna á gjalddaga árið 2008, en fram til dagsins í dag hefur félagið endurfjármagnað 47,1 milljarð af skuldum á gjalddaga 2008 fram til 2009-2013. Í dag eru því einungis 8.5 milljarðar á gjalddaga 2008 sem enn á eftir að endurfjármagna. Þar af eru 3,5 milljarðar í formi REPO samninga sem eru í eðli sínu auðframlengjalegir.
Í dag á félagið því nægt laust fé til að mæta allri endurfjármögnunarþörf út árið 2008.
Hlutafé FL Group var aukið verulega á árinu eða um 94.9 milljarða að markaðsvirði. Þetta sýnir hæfi félagsins til að afla eigin fjár, jafnvel á erfiðum tímum, og sýnir ekki síður stuðning hluthafa við fjárfestingarstefnu félagsins. Eiginfjárhlutfall félagsins í árslok var 36,9% samanborið við 54,3% við lok árs 2006.
Með nægjanlegt laust fé til að mæta allri endurfjármögnunarþörf út árið 2008, sterkan eiginfjárgrunn og endurgreiðsluferil lánasafns sem endurspeglar vel samsetningu eignasafnsins er félagið vel í stakk búið til að mæta áframhaldandi erfiðum markaðsaðstæðum.
Árið 2007 einkenndist af áframhaldandi fjárfestingum í skráðum og óskráðum félögum, ásamt ókyrrð á fjármálamörkuðum um allan heim. Markaðsáhætta var minnkuð verulega með sölu á hlutum í Commerzbank, AMR og Finnair. Þá var eignasafn sem fellur undir Markaðsviðskipti einnig minnkað verulega og eignir seldar á fjórðungnum til að minnka markaðsáhættu enn frekar.
Hin mikla ókyrrð á alþjóðlegum fjármálamörkuðum á síðari hluta 2007 hafði mikil áhrif á eignasafn FL Group en skráðar og óskráðar eignir félagsins byggja þó á sterkum grunni og sýndu félögin viðunandi afkomu á árinu. FL Group mun halda áfram að taka virkan þátt í rekstri félaga sem fjárfest hefur verið í og mun, í samstarfi við stjórnendateymi þeirra, halda áfram að styðja framtíðarsýn félaganna og leita leiða til að ná fram rekstrarlegum markmiðum þeirra.
Helstu viðburðir hjá tekjusviðum FL Group á árinu 2007:
Á árinu 2007 hagnaðist Glitnir um 27,7 milljarða króna, sem samsvarar um 19,3% arðsemi eigin fjár. Afkoma bankans er góð, sérstaklega þegar tillit er tekið til mikilla breytinga á stjórnendateymi bankans, samþættingar við FIM, sem keypt var á fyrsta fjórðungi 2007, auk þess sem markaðsaðstæður voru erfiðar á síðari hluta ársins 2007.
Glitnir banki er vel í stakk búinn til að skila góðri afkomu á árinu 2008, þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður. Það var góður stígandi í grunntekjum bankans á seinni helmingi ársins 2007, sem gefur fyrirheit um áframhaldandi sterkar grunntekjur á árinu 2008. Gæði eignasafnsins er gott og bankinn er mjög lítill hluti af heildareignum bankans í áhættumiklum eignaflokkum. Eitt af helstu viðfangsefnum ársins verður að lækka rekstrarkostnað sem var mjög hár á árinu 2007, en það skýrðist að einhverju leyti af einskiptiskostnaði og hafa stjórnendur bankans lýst því yfir að kostnaður verði lækkaður á árinu.
FL Group keypti Tryggingamiðstöðina á árinu 2007, sem er ein af kjarnafjárfestingum félagsins og er nú hluti af samstæðuuppgjöri félagsins á fjórða ársfjórðungi. Kaupin bíða enn samþykkis Fjármálaeftirlits en niðurstöðu má vænta á fyrsta ársfjórðungi 2008.
Hagnaður TM á fjórða ársfjórðungi nam 2,5 milljörðum króna, sem má að mestu skýra með jákvæðri skattaeignfærslu, þar sem TM skilaði tapi upp á 1,5 milljarð króna fyrir skatt. Tryggingastarfsemin skilaði áfram óviðundandi niðurstöðu en samsetta hlutfallið var 117% á fjórða ársfjórðungi. Það voru öðru fremur aðrar ökutækjatryggingar og slysatryggingar sjómanna sem skiluðu afleitri afkomu á árinu. Fjárfestingatekjur voru neikvæðar um 0,9 milljarða króna en það skýrist að mestu af lækkunum á hlutabréfasafni félagsins á fjórðungnum.
FL Group hefur þegar gert breytingar á stjórnendateymi TM auk þess sem gripið hefur verið til aðgerða sem eiga að skila sér í bættri afkomu af vátryggingarekstrinum á árinu 2008. Það er gert ráð fyrir að vátryggingastarfsemin á Íslandi muni skila töluvert betri afkomu og markmið félagsins er að ná samsetta hlutfallinu niður fyrir 100% á næstu tveimur árum. Þá er gert ráð fyrir mikilli aukningu í eigin iðgjöldum hjá Nemi, sem getur nú tekið stærri hluta af bókfærðum iðgjöldum þar sem félagið er hluti af stærri og fjárhagslega sterkari samstæðu. Áætlanir gera því ráð fyrir að rekstrarhagnaður af vátryggingastarfsemi aukist töluvert á milli ára.
Þróun á fjárfestingastarfsemi félagsins í óskráðum eignum miðaði vel á árinu. Í september var starfsemi á sviði óskráðra eigna formlega sett undir eitt svið, sem stýrt er af Örvari Kærnested. Þessi skipting leiddi til endurskoðunar á eignasafni óskráðra eigna og lokunar á skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn.
Starfsemi Private Equity sviðsins var árángursrík á árinu en áhersla var lögð á að þróa og styðja við fjárfestingar í eignasafninu. Umtalsverðum árángri var náð með Refresco, drykkjavöruframleiðanda sem FL Group eignaðist hlut í árið 2006. Stofnun Geysis Green Energy er annar þáttur í velgengni sviðsins en félagið, sem stofnað var af FL Group á árinu, er nú leiðandi félag á heimsmælikvarða í nýtingu jarðvarma og hefur fjárfest í fjölda félaga um allan heim.
Einnig var lögð áhersla á að kanna frekari fjárfestingatækifæri innan valinna kjarnamarkaða sem eru félög á sviði afþreyingar, smásölu, fasteigna og orkuiðnaði sem leiddu til frekari fjárfestinga í óskráðum og skráðum félögum.
Órói á fjármálamörkuðum á síðari hluta ársins hafði mikil áhrif á nokkra samninga sem sviðið vann að en aðgangur að lánsfé var takmarkaður á þessum tíma. Mestum áhrifum var að gæta á hugsanlega yfirtöku félagsins á Inspired Gaming Group. Á síðari hluta viðræðna þurfti að stöðva frekari aðgerðir til yfirtöku, en það hafði í för með sér umtalsverðan kostnað vegna þeirra vinnu sem félagið hafði lagst í. Þrátt fyrir að slíkur kostnaður sé áhættutengdur, ber þess að geta að kostnaðurinn varð óvenju hár vegna markaðsaðstæðna á árinu.
Nánari upplýsingar um helstu eignir Private Equity sviðs
Árið 2007 var erfitt fyrir drykkjavöruframleiðendur vegna óhagstæðs veðurs um sumarið og aukins hráefna- og orkukostnaðar. Þrátt fyrir þetta tókst Refresco að viðhalda arðsemi en félagið sýndi mjög góða afkoma samanborið við félög á sama markaði. Félagið lauk fjórum stefnumarkandi yfirtökum á árinu sem leiddu til tvöföldurnar á rekstri félagsins sem er nú stærsti drykkjavöruframleiðandi í Evrópu. Viðræður um frekari yfirtökutækifæri eru nú á frumstigi en horfur fyrir árið 2008 eru jákvæðar.
FL Group eignaðist fyrst hlut í félaginu í febrúar en Inspired er leiðandi á sviði stafrænnar afþreyingar og tómstundaleikjavéla á Bretlandi. Í september var tilkynnt um að FL Group hefði hafið viðræður við stjórn félagsins um mögulega yfirtöku og afskráningu félagsins. Viðræður stöðvuðust vegna markaðsaðstæðna en FL Group mun áfram styðja félagið sem virkur hluthafi.
FL Group lagðist í stórar fjárfestingar á fasteignamarkaði í desember. Kaup á fasteignafélögum af Baugi Group voru metin á 53,7 milljarða króna en kaupin voru fjármögnuð með útgáfu nýs hlutafjár. Kaupin samanstóðu af auknum hlut í Landic Property um 36,9%, ásamt fjölda smærri fasteignafélaga og eignahlutum í alþjóðlegum fjárfestingasjóðum. Fjárfestingasjóðirnir voru seldir til Landic Property að kaupum loknum í skiptum fyrir víkjandi skuldabréf með breytirétti.
Þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður vegna hás olíuverðs, sýndu helstu eignir framför í rekstri á árinu. Sterling hélt áfram viðsnúningi í rekstri og Iceland Express átti metár þar sem afkoma jókst, farþegum fjölgaði og markaðshlutdeild jókst. Í september var Þorsteinn Örn Guðmundsson skipaður forstjóri Northern Travel Holding og mun leiða félagið í áframhaldandi vexti.
Markaðsáhættu í eignasafni FL Group á fjórðungnum var stýrt með virkri eignastýringu og með markaðsvörnum. Sala á hlutum í AMR, Commerzbank og Finnair, ásamt markaðsvörnum varð til þess að minnka áhættu félagsins vegna þessara fjárfestinga um 72 milljarða á fjórða ársfjórðungi.
Jafnframt var dregið úr annarri stöðutöku í veltubók um 29 milljarða króna til að bregðast við hugsanlegum verðlækkunum á hlutabréfamörkuðum. Þá voru fjárfestingar í íslenskum hlutabréfum í lágmarki á fjórðungnum til að takmarka sem mest fylgni í afkomu markaðsviðskipta við aðrar rekstrareiningar.
Á árinu 2007 hefur félagið lagt mikla áherslur á að efla eignasafn sitt með kaupum á nýjum félögum, eiginfjárgrunnur var efldur með útgáfu nýs hlutafjár, lausafjárstaða félagsins er góð og grunnrekstur helstu eigna félagsins er góður. Þá munu stjórnendur félagsins leggja áherslu á lækkun rekstrarkostnaðar í fjárfestingastarfsemi samstæðunnar á árinu 2008. Kjarnafjárfestingar félagsins eru áfram í Glitni banka, Tryggingamiðstöðinni og Landic Property og telur FL Group að áhugaverð tækifæri séu í rekstri þessarra félaga til framtíðar.
Reikningar félagsins eru færðir í íslenskum krónum. Allar skráðar eignir félagsins eru færðar til markaðsvirðis í bókum félagsins sem leiðir til þess að verðsveiflur á mörkuðum hafa bein áhrif á afkomu félagsins. Önnur leið er að færa afkomu af fjárfestingum samkvæmt hlutdeildaraðferð þar sem fjárfestingatekjurnar eru hlutdeild í hagnaði viðkomandi félaga í hlutfalli við eignarhlut. Safn óskráðra fjárfestinga er með reglulegum hætti fært til raunvirðis í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Frá og með 1 október 2007 var TM fært inn í samstæðureikning félagsins en það gerðist í framhaldi af kaupum FL Group á 99,1% hlut í félaginu. Samstæðureikningur FL Group er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) og hefur reikningurinn verið endurskoðaður og samþykktur af endurskoðendum félagins, KPMG.
Aðalfundur FL Group verður haldinn þriðjudaginn 11. mars 2008, kl. 17:00 og verðar frekari upplýsingar veittar viku fyrir fund.
Kynningarfundur á uppgjörinu verður haldinn fyrir fjárfesta, hluthafa og aðra markaðsaðila á Hótel Hilton Nordica, Reykjavík í dag 13. febrúar kl. 17:00. Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, mun kynna niðurstöður uppgjörsins og svara spurningum.
Kynningunni verður varpað beint á vefsvæði FL Group, www.flgroup.is og mun áhugasömum þar með gefast tækifæri til að fylgjast með kynningunni á vefnum. Tenglar á vefvarpið, fréttatilkynningu og kynninguna verður aðgengilegt á vef félagsins www.flgroup.is.
Jón Sigurðsson Forstjóri FL Group Sími: 591 4400 Tel: (+354) 591 4400
Brunswick Group LLP London: Anita Scott / Elena Shalneva/ Leonora Pou - Tel. +44 (0)20 7404 5959
Birting uppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2008: 8. febrúar – 2. mars Birting uppgjörs annars ársfjórðungs 2008: 28. júlí – 1. ágúst Birting uppgjörs þriðja ársfjórðungs 2008: 27. október - 31. október Birting uppgjörs fjórða ársfjórðungs 2008: 2. febrúar – 6. febrúar
FL Group er alþjóðlegt fjárfestingafélag með áherslu á þrjú fjárfestingasvið, FIG, Private Equity og Capital Markets. FIG hefur umsjón með fjárfestingum félagsins í fjármálafyrirtækjum og tryggingafélögum. Private Equity heldur utan um óskráðar eignir ásamt skráðum eignum sem falla að fjárfestingarstefnu félagsins. Capital markets svið félagsins hefur umsjón með markaðsviðskiptum sem lúta að skammtíma fjárfestingum sem og framkvæmd afleiðu- og verðbréfaviðskipta tengdum eignasafni félagsins. Höfuðstöðvar FL Group eru í Reykjavík en félagið er einnig með skrifstofur í Lundúnum en FL Group fjárfestir í félögum um allan heim. FL Group er skráð á OMX Nordic Exchange í Reykjavík (OMX: FL) og hluthafar félagsins eru rúmlega 4.000 talsins.
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu FL Group, www.flgroup.is.
| Rekstrarreikningur | 2007 | 2006 |
|---|---|---|
| Afkoma af fjárfestingum og afleiðusamningum | -63,7 | 24,0 |
| Vaxtatekjur | 5,0 | 0,9 |
| Vaxtagjöld | -17,6 | -4,9 |
| Gengismunur gjaldmiðla | 2,5 | -2,4 |
| -73,8 | 17,5 | |
| Iðgjaldatekjur | 2,8 | 0,0 |
| Tjónakostnaður | -2,6 | 0,0 |
| -73,6 | 17,5 | |
| Rekstrarkostnaður | 6,2 | 2,8 |
| Hagnaður fyrir tekjuskatt | -79,8 | 14,7 |
| Tekjuskattur | 12,5 | 2,6 |
| Afkoma af aflagðri starfsemi | 0,0 | 27,2 |
| Afkoma tímabils | -67,3 | 44,6 |
| Eignir (ISK milljarðar) | 4Q 2007 | 4Q 2006 |
| Handbært fé | 21,1 | 47,0 |
| Ógreitt hlutafjárloforð | 7,5 | 0,0 |
| Fjárfestingar í hlutafé | 219,0 | 181,2 |
| Skuldabréfaeign | 16,0 | 0,0 |
| Afleiðusamningar | 6,6 | 4,3 |
| Bundnar bankainnistæður | 53,1 | 9,6 |
| Eignir tengdar fjárfestingum í sölumeðferð | 0,0 | 0,9 |
| Lán og viðskiptakröfur | 42,3 | 19,5 |
| Endurtrygginga eign | 13,9 | 0,0 |
| Skatteign | 8,6 | 0,0 |
| Rekstrarfjármunir | 2,2 | 0,4 |
| Óefnislegar eignir | 31,9 | 0,0 |
| Samtals eignir | 422,3 | 262,8 |
| Eigið fé (ISK milljarðar) | 4Q 2007 | 4Q 2006 |
| Hlutafé Yfirverðsreikningur hlutafjár |
13,5 161,0 |
7,8 70,5 |
| Annað bundið eigið fé | 1,6 | 0,9 |
| Óráðstafað eigið fé | -20,6 | 63,4 |
| Hlutdeild minnihluta | 0,3 | 0,0 |
| Samtals eigið fé | 155,8 | 142,7 |
| Skuldir (ISK milljarðar) | 4Q 2007 | 4Q 2006 |
| Afleiðusamningar | 13,5 | 7,0 |
| Skortstöður | 3,4 | 0,0 |
| Viðskiptaskuldir og aðrar skuldir | 14,5 | 5,9 |
| Lán tengd félögum í sölumeðferð | 0,0 | 0,6 |
| Vátryggingarskuld | 29,6 | 0,0 |
| Vaxtaberandi skuldir | 205,0 | 105,0 |
| Skattskuld | 0,6 | 1,7 |
| Samtals skuldir | 266,5 | 120,2 |
Glitnir er í hópi leiðandi banka á Norðurlöndunum en hann veitir alhliða bankaþjónustu, á borð við þjónustu við fjárfesta, miðlun og eignastýringu. Hlutabréf félagsins eru skráð í OMX Nordic Exchange Iceland og er auðkennið GLB. Heildareignir félagsins námu 2.949 milljörðum króna við lok fjórða ársfjórðungs 2007 og var markaðsvirði félagsins 323 milljarðar króna. FL Group hóf að fjárfesta í Glitni árið 2005 og hefur síðan þá aukið reglulega við hlut sinn. FL Group hefur þrjá menn í sjö manna stjórn Glitnis.
www.tm.is Tryggingamiðstöðin (TM) býður alhliða vátryggingarþjónustu og víðtæka fjármögnunarþjónustu, í eigin nafni eða í samstarfi við aðra. Fjárfestingarstarfsemi er ríkur þáttur í starfsemi félagsins. Höfuðstöðvar TM eru á Íslandi og félagið veitir þjónustu hérlendis og erlendis. TM er skrá í OMX Nordic Exchange Iceland og er auðkenni þess TM. FL Group hefur lagt fram valfrjálst yfirtökutilboð í alla hluti TM. Viðskiptin eru með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins.
Fyrirtækið er eitt þriggja stærstu fasteignafélaga á Norðurlöndum en félagið hefur umstalsverð umsvif í Svíþjóð og Danmörku ásamt því að vera í leiðandi markaðsstöðu á Íslandi en félagið opnaði nýlega skrifstofu í Finnlandi. Félagið var stofnað í júlí árið 2007 þegar Stoðir (sem var stofnað árið 1999 af Baugi Group og Kaupþing) eignaðist Keops A/S, danskt fasteignafélag sem var skráð frá árinu 1998 til 2007. Stoðir áttu fyrir Atlas Ejendomme sem félagið eignaðist í janúar 2006. Landic á og stýrir meira en fimm hundruð fasteignum sem telja um 2,7 milljónir fermetra.
www.royalunibrew.com Royal Unibrew er annar stærsti drykkjarvöruframleiðandi í Skandinavíu. Félagið hefur sterka markaðsstöðu á ýmsum svæðum og mörkuðum en viðskiptamódel félagsins er sérlega áhugavert. Félagið hefur sýnt bæði öflugan innri vöxt og vaxið með yfirtökum. Á síðustu fimm árum hefur félagið lokið yfirtökum á 10 félögum utan Skandinavíu. Félagið er skráð á OMX í Kaupmannahöfn. Uppgjör fjórða ársfjórðungs 2007 verður kynnt 3. mars 2008.
Inspired Gaming Group er leiðandi á sviði stafrænnar afþreyingar og tómstundaleikjavéla á Bretlandi. Félagið rekur um 100.000 leikjavélar víðsvegar um heim, en 22.000 þeirra nýta opnu miðlægu netkerfisþjónustu félagsins. Helstu viðskiptavinir félagsins eru Gala Bingo, William Hill og Coca Cola Company. Inspired Gaming Group er skráð í London Stock Exchange. Árið 2007 var hagnaður félagsins fyrir skatta 15,4 milljónir punda og EBITDA félagsins var 26.8 milljónir punda.
Árið 2007 stofnaði FL Group til samstarfs með hinu bandaríska fasteignaþróunarfélagi Bayrock Group. Félagið hefur fjárfest í fjórum fasteignaverkefnum með Bayrock Group: Trump Soho (46 hæða fimm stjörnu íbúðahótel í Soho, New York); Trump Ft. Lauderdale (fimm stjörnu íbúðahótel á strönd Fort Lauderdale); Whitestone New York (þróun á landi sem samsvarar um 13 ekrum, staðsett meðfram East River í Whitestone, Queens; Camelback (fimm stjörnu hótel og íbúðir í Phoenix). FL Group hefur einnig stofnað til samstarfs um byggingu á Midtown Miami, sem er þróun á 500.000 fermetra landsvæði í miðborg Miami, en verkefnið felur í sér byggingu á háhýsum, skrifstofubyggingum og verslanarými.
House of Fraser er eitt þekktasta vöruhús Bretlands og rekur yfir 60 vöruhús víðsvegar um Bretland og Írland, ýmist undir eigin nafni eða öðrum, svo sem House of Fraser, Fraser, Howells, Dickins & Jones, Rackhams, Army & Navy, Jenners og Beatties. Markmið með fjárfestingunni í House of Fraser er að fjárfesta í smásölufélögum og búa þannig til eitt öflugasta félag á sviði smásölu í Bretlandi og Írlandi. Þetta hefur verið gert með því að fjárfesta í endurskipulagningu vörumerkisins og uppfærslu verslana félagsins, ásamt því að byggja á sama tíma upp tengsl við helstu vörumerki. Hluti af þessari endurskipulagningu var uppsetning netverslunar sem nú er búið að opna.
Undir markaðsviðskipti falla ýmsar eignir sem eru ýmist skammtímastöður eða ekki kjarnafjárfestingar. Frá og með fyrsta ársfjórðungi 2008 mun FL Group aðeins greina frá heildareignabreytingum á því eignasafni en ekki brjóta niður einstaka eignir eða breytingar þeirra, nema þær séu tilkynningarskyldar til Kauphallar vegna stærðar sinnar.
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.