AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Fly Play hf.

Earnings Release May 8, 2008

6604_er_2008-05-08_b2ac391b-127f-407a-a7df-d0ffd9bf5877.pdf

Earnings Release

Open in Viewer

Opens in native device viewer

Tap FL Group 47,8 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi

- Eignasafn endurskipulagt og rekstrarkostnaður lækkaður -

- Fjárhagsstaða félagsins áfram sterk en eigið fé nemur 115 milljörðum króna –

Helstu fjárhagsleg atriði:

  • Tap FL Group eftir skatta nam 47,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2008.
  • Stærstan hluta tapsins má rekja til 21,4% lækkunar á gengi hlutabréfa í Glitni (20,6 milljarða króna tap), lækkunar gengis í öðrum skráðum félögum (13,8 milljarða króna tap) og sölu á eftirstandandi hlutum í Commerzbank, Finnair og Aktiv Kapital (11,3 milljarða króna tap).
  • Heildareignir í lok fyrsta ársfjórðungs námu 401 milljarði króna.
  • Eigið fé nam 115.2 milljörðum að meðtöldum 7 milljarða þýðingarmun. Eiginfjárhlutfall á fyrsta ársfjórðungi var 29% og eiginfjárhlutfall fjárfestingastarfsemi var 33%.
  • Handbært fé nam 18,9 milljörðum króna. Eftirstandandi skuldir sem koma til gjalddaga á árinu 2008 nema um 7,0 milljörðum króna.
  • Rekstrarkostnaður á fyrsta ársfjórðungi 2008 vegna fjárfestingastarfsemi nam 588 milljónum króna sem er 33,5% lækkun á milli ára og 73,1% lækkun frá fjórða ársfjórðungi 2007.
  • Tap Tryggingamiðstöðvarinnar, sem tilheyrir samstæðureikningi FL Group, nam 3,3 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2008 sem skýrist að mestu af tapi á fjárfestingastarfsemi félagsins.

Helstu atriði úr rekstri félagsins:

  • Markaðsáhætta félagsins hefur verið minnkuð umtalsvert með sölu skráðra eigna sem ekki falla að endurskipulagðri fjárfestingastefnu félagsins. Félagið seldi á ársfjórðungnum eignarhluti í Commerzbank, Finnair og Aktiv Kapital fyrir um 60 milljarða króna.
  • Helstu hreyfingar á óskráðum eignum félagsins á fyrsta ársfjórðungi voru sala á 43,1% hlut í Geysi Green Energy fyrir 10,5 milljarða króna, 4,5 milljarða króna fjárfesting í Glacier Renewable Energy Fund, sala fasteignasjóða til Landic Property fyrir 20,6 milljarða króna ásamt endurfjármögnun og áframhaldandi uppbygging Refresco.
  • Ráðist var í umfangsmikla endurskipulagningu félagsins. Aðgerðir til að lækka rekstrarkostnað fyrir árið 2008 um helming miðað við 2007 eru á áætlun.
  • Í kjölfar endurskipulagningar á fjárfestingastefnu er áhersla í eignasafni félagsins lögð á banka-, trygginga- og fasteignamarkaði. Kjarnaeignir félagsins eru Glitnir, Tryggingamiðstöðin og Landic Property.
  • Félagið mun áfram styðja við eignasafn sitt í óskráðum félögum.

FL Group sækir um skráningu bréfa úr OMX Nordic Exhange á Íslandi:

  • Þann 1. maí 2008 tilkynnti stjórn félagsins að samþykkt hefði verið að boða til hluthafafundar þann 9. maí næstkomandi og leggja fyrir hluthafa félagsins tillögu stjórnar um skráningu félagsins úr kauphöll OMX Nordic Exchange á Íslandi.
  • Ef tillagan verður samþykkt á hluthafafundi verður hluthöfum boðið að halda hlutum sínum í FL Group sem óskráðu félagi eða skipta hlutum sínum fyrir hluti í Glitni.
  • 83% hluthafa hafa fallið frá rétti sínum til að selja hluti í FL Group og munu því verða áfram hluthafar í félaginu.

Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group:

"Undir lok síðasta árs voru kynntar aðgerðir til bregðast við óhagstæðu markaðsumhverfi og það er ánægjulegt að tilkynna að félagið hefur þegar náð umtalsverðum árangri í þessum efnum á fyrsta ársfjórðungi 2008. Við höfum endurskipulagt eignasafn félagsins, lagt áherslu á að viðhalda öflugri fjárhagsstöðu félagsins, breytt skipulagi og hagrætt í rekstri félagsins. Markaðsáhætta félagsins hefur verið minnkuð með sölu skráðra eigna sem ekki falla að fjárfestingastefnu félagsins, við höfum viðhaldið góðri fjárhagslegri stöðu og við erum á réttri leið með að lækka rekstrarkostnað félagsins umtalsvert.

Rekstrarniðurstaða fyrsta ársfjórðungs er samt sem áður óásættanleg, en þó ber að taka tillit til þess að félagið hefur lagst í erfiðar en jafnframt nauðsynlegar aðgerðir til að bregðast við mjög erfiðum aðstæðum á fjármálamörkuðum.

Undirstöður félagsins eru traustar og við höfum markað skýra stefnu um að styðja við okkar kjarnaeignir, Glitni, Tryggingamiðstöðina og Landic Property og munum áfram leggja áherslu á arðvænleg fjárfestingartækifæri í óskráðum félögum. Enn fremur er það mín skoðun að áform um afskráningu félagsins muni veita félaginu aukinn sveigjanleika og frekari tækifæri til uppbyggingar."

Afkoma FL Group á fyrsta ársfjórðungi 2008

Afkoma

Á fyrsta ársfjórðungi 2008 nam tap félagsins fyrir skatta 48,3 milljörðum króna í samanburði við 14,7 milljarða króna hagnað á fyrsta ársfjórðungi árið 2007. Tap félagsins eftir skatta nam 47,8 milljörðum króna í samanburði við 15,1 milljarða hagnað á fyrsta ársfjórðungi 2007. Tap félagsins má fyrst og fremst rekja til mikilla sveiflna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og hefur verðmæti helstu eigna félagsins lækkað umtalsvert á tímabilinu. Þær lækkanir koma að fullu fram í reikningum félagsins, þar sem allar eignir eru færðar á markaðsvirði á hverjum tíma.

Hlutur Tryggingamiðstöðvarinnar í heildarafkomunni var neikvæður um 3,3 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi en ársfjórðungurinn var erfiður fyrir bæði trygginga- og fjárfestingastarfsemi félagins. Rekstrartap af tryggingastarfsemi fyrir fjármagnsliði og skatta nam 318 milljónum króna. Eigin tjón voru mikil á ársfjórðungnum vegna óhagstæðra utanaðkomandi aðstæðna. Slæmt veður undanfarinna mánaða olli aukningu á smærri tjónum, sérstaklega vegna bílaog eignatrygginga. Rekstrartap af fjárfestingastarfsemi nam 3,1 milljarði króna sem skýrist helst af erfiðum hlutabréfamörkuðum.

Tekjur af fjárfestingastarfsemi

Afkoma af verðbréfa- og afleiðuviðskiptum á fyrsta ársfjórðungi 2008 var neikvæð um 22,9 milljarða króna (fyrsti ársfjórðungur 2007: 12,5 milljarða króna nettó hagnaður) og tekur til skráðra og óskráðra bréfa, vaxtagjalda, framvirkra samninga og gengismun framvirka samninga. Vaxtatekjur á fyrsta ársfjórðungi 2008 námu 2,6 milljörðum króna samanborið við 1,5 milljarða króna á sama tímabili í fyrra.

Vaxtagjöld námu 7,3 milljörðum króna (þar af 360 milljónir vegna Tryggingamiðstöðvarinnar) á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 3,0 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Aukningu vaxtagjalda má rekja til stækkunar á eignasafni félagsins á síðasta ári, fjármögnunar tengdri því og vegna hærri fjármagnskostnaðar. Gengistap af gjaldeyrisstöðu nam 19,0 milljörðum króna samanborið við jákvæðan gengismun upp á 4,6 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi 2007.

Rekstrarkostnaður

Rekstrarkostnaður vegna fjárfestingastarfsemi á fyrsta ársfjórðungi nam 588 milljónum króna samanborið við 884 milljónir króna á sama tímabili í fyrra, en innifalið í því eru 198 milljón króna gjaldfærslur vegna kaupréttarsamninga og afskrifta. Þetta þýðir að rekstrarkostnaður vegna fjárfestingastarfsemi hefur lækkað um 33,5% milli ára. Markmið sem sett voru í fyrra um að lækka rekstrarkostnað ársins 2008 um helming eru vel á veg komin.

Rekstrarkostnaður vegna TM á fyrsta ársfjórðungi nam 873 milljónum króna samanborið við 841 milljón krónur á fjórða ársfjórðungi 2007. Rekstrarkostnaður samstæðunnar á fyrsta ársfjórðungi nam því 1.461 milljónum króna.

Rekstrarreikningur

ISK milljónir 1Q 08 4Q 07 3Q 07 2Q 07 1Q 07
Afkoma af fjárfestingum og afleiðusamningum -22.935 -60.161 -23.651 7.658 12.472
Vaxtatekjur 2.583 2.038 973 473 1.498
Vaxtagjöld -7.338 -6.314 -4.972 -3.263 -3.017
Gengismunur gjaldmiðla -18.965 -3.238 -3.121 4.208 4.627
Samtals -46.655 -67.675 -30.771 9.076 15.580
Iðgjaldatekjur 3.176 2.769
Eigin tjónakostnaður -3.327 -2.598
Samtals -46.806 -67.504 -30.771 9.076 15.580
Rekstrarkosnaður 1.461 3.054 1.193 1.022 884
Hagnaður (tap) fyrir tekjuskatt -48.267 -70.558 -31.964 8.054 14.696
Tekjuskattur 452 7.341 4.817 -12 388
Hagnaður (tap) fyrir tímabilið -47.815 -63.217 -27.147 8.042 15.084

Eignir

Á fyrsta ársfjórðungi voru seldar eignir fyrir meira en 70 milljarða króna. Heildareignir félagsins hafa lækkað minna, eða um 20,9 milljarða, frá 422 milljörðum króna í byrjun árs 2008. Þetta skýrist fyrst og fremst af: i) eignum sem stóðu utan efnahagsreiknings; ii) gengishreyfingum; og iii) Eikarhald ehf. er nú hluti af reikningum félagsins og frá og með 31. mars 2008, skráð sem eign í sölumeðferð.

Lausafjárstaða félagsins uppá 18,9 milljarða króna undirstrikar getu félagsins til að viðhalda sterkri lausafjárstöðu þrátt fyrir óhagstæðar markaðsaðstæður.

Fjárfestingum í efnahagsreikningi félagsins er skipt í þrjá flokka; fjárfestingar í hlutabréfum (197,4 milljarðar króna), lán tengd fjárfestingum í hlutabréfum (38,6 milljarðar króna, hluti af Lánum og viðskiptakröfum í efnahagsreikningi) og fjárfestingar í skuldabréfum (18,7 milljarðar króna).

Eignir í skráðum félögum við lok fyrsta ársfjórðungs eru 129,5 milljarðar króna, sem samsvarar 65,7% af hlutabréfasafninu.

Safn óskráðra fjárfestinga samanstendur af fyrirtækjum á fjölda markaða en meirihluti þeirra starfar í Evrópu. Virði safnsins við lok fyrsta ársfjórðungs var 67,7 milljarðar króna sem samsvarar 34,3% af fjárfestingum félagins í hlutabréfum.

Eignfærsla vegna afleiðusamninga nam samtals 6,5 milljörðum króna og endurspeglar jákvæða stöðu samninga í lok tímabils. Hinsvegar er sömuleiðis færð til skuldar neikvæð staða samninga að fjárhæð 13,8 milljarðar króna. Samtals er því nettó staða afleiðusamninga neikvæð um 7,3 milljarða króna.

Skuldir og eigið fé

Heildarskuldir nema 286,2 milljörðum króna við lok fyrsta ársfjórðungs og hafa aukist um 19,7 milljarða frá upphafi árs. Aukninguna má fyrst og fremst skýra vegna innkomu fasteignafélagsins Eikarhalds ehf. í reikninga félagsins sem eign í sölumeðferð og vegna hækkunar á vátryggingaskuld. Samtímis hafa vaxtaberandi skuldir minnkað um 16 milljarða króna og voru við lok fyrsta ársfjórðungs 189 milljarðar króna. Fjármögnun í framvirkum samningum utan efnahagsreiknings í lok fyrsta ársfjórðungs nam 24,9 milljörðum króna og lækkaði um 46,5 milljarða króna frá upphafi ársins.

Eigið fé félagsins nam 115,2 milljörðum króna við lok fyrsta ársfjórðungs og hefur því dregist saman um 40,6 milljarða króna frá upphafi árs sem skýrist fyrst og fremst af rekstrarapi upp á 47,8 milljarða króna og jákvæðum þýðingarmun upp á 7,1 milljarð króna á tímabilinu. Eiginfjárhlutfall í lok fyrsta ársfjórðungs var 29% samanborið við 37% við lok 2007. Eiginfjárhlutfall fjárfestingastarfsemi við lok fyrsta ársfjórðungs nam 33% samanborið við 41% við upphaf árs.

Fjármögnun og lausafjárstaða

Í ljósi mikilla sveiflna á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum hefur félagið lagt ríka áherslu á að viðhalda sterkri lausafjárstöðu. Á fyrsta ársfjórðungi vann félagið að því að lengja endurgreiðsluferil lána með því að endurfjármagna skammtímalán og breyta í langtímalán og tryggja þannig sterka lausafjárstöðu. Við upphaf apríl mánaðar voru útistandandi skuldir með gjalddaga á árinu að fjárhæð 7 milljarðar króna. Í dag á félagið því nægt laust fé til að mæta endurfjármögnunarþörf út árið 2008.

Fjárfestingayfirlit fyrsta ársfjórðungs

Fyrsti ársfjórðungur 2008 einkenndist af áframhaldandi ókyrrð á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem hafði töluverð áhrif á rekstur félagins og fjárhagslega afkomu. Á tímabilinu var eignasafn félagins endurskoðað samkvæmt áherslum framkvæmdastjórnar um endurskipulagningu á fjárfestingastefnu félagsins þar sem lögð var áhersla á að lágmarka skammtíma markaðsáhættu og styðja við langtímafjárfestingar félagsins á banka-, trygginga- og fasteignamörkuðum sem og óskráðar eignir.

Eignir sem ekki féllu að fjárfestingastefnu félagsins voru seldar og markaðsáhætta vegna fjárfestinga í flugrekstri minnkuð umtalsvert, ásamt því að safn óskráðra eigna var endurskipulagt. Meðal eigna sem FL Group seldi á tímabilinu voru hlutir félagsins í Commerzbank, Finnair og Aktiv Kapital sem seldir voru fyrir um 60 milljarða króna. Sala þessara eigna á tímabilinu olli því að félagið tók á sig umtalsvert tap á ársfjórðungnum, en í stað þess hefur stöðugleika verið komið á eignasafn félagsins og gera áætlanir ráð fyrir stöðugum rekstri út árið 2008.

Á fyrsta ársfjórðungi seldi FL Group 43,1% hlut sinn í Geysi Green Energy fyrir 10,5 milljarða króna og fjárfesti samhliða því fyrir 4,5 milljarða króna í Glacier Renewable Energy Fund, sem stýrt er af Glitni. Auk þess seldi FL Group hluti sína í alþjóðlegum fasteignasjóðum til Landic Property fyrir 20,6 milljarða króna. Þessi viðskipti voru hluti stefnumarkandi ákvarðana þar sem eignir voru fluttar til tengdra aðila sem hafa þekkingu og hæfni til að auka verðmæti þeirra enn frekar.

FL Group hélt áfram að taka virkan þátt í rekstri kjarnaeigna sinna, Glitni, Tryggingamiðstöðvarinnar og Landic Property, og vann náið með stjórnendateymum þessara félaga að framtíðarsýnum þeirra og leitaði leiða til að ná fram rekstrarlegum markmiðum.

Helstu atburðir í rekstri fjárfestinga FL Group á ársfjórðungnum:

Glitnir (32%)

FL Group hóf að fjárfesta í Glitni árið 2005 og hefur allt frá árinu 2006 verið stærsti hluthafi félagsins en Glitnir er stærsta fjárfesting FL Group.

Glitnir hagnaðist um 5,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2008, sem samsvarar um 15% arðsemi eigin fjár. Þessi afkoma er ásættanleg þegar tekið er tillit til ókyrrðar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Vaxtatekjur héldu áfram að aukast og fyrsti ársfjórðungur var sá næst besti í sögu félagsins hvað varðar þóknanatekjur, sem er góður árangur þegar litið er til núverandi markaðsaðstæðna. Góður hagnaður var af kjarnastarfsemi félagsins á fyrsta ársfjórðungi, sérstaklega þegar horft er til þess að virðirsrýrnun útlána var mikil. Heildareignir félagsins námu 3.865 milljörðum króna við lok fyrsta ársfjórðungs 2008 og var markaðsvirði félagsins 257 milljarðar króna.

Glitnir hefur sýnt sveigjanleika og styrk við erfiðar markaðsaðstæður með endurskipulagningu á rekstri félagsins og með því að styrkja eiginfjárgrunn. Glitnir hefur lokað útibúi sínu í Kaupmannahöfn og hefur tilkynnt að félagið muni draga sig út úr fasteignalánastarfsemi í Lúxemborg. Búist er við að þessar aðgerðir muni bæta lausafjárstöðu félagins, draga úr kostnaði og auka skilvirkni. Glitnir lauk sölu breytanlegs skuldabréfs á fyrsta ársfjórðungi sem styrkir eiginfjárhlutföll bankans.

Tekjur af kjarnastarfsemi Glintis voru stekar á fyrsta ársfjórðungi 2008 sem sýnir sveigjanleika í rekstri félagsins.

Tryggingamiðstöðin (99.1%)

FL Group keypti Tryggingamiðstöðina árið 2007, en félagið er ein af kjarnafjárfestingum FL Group og hefur verið hluti af samstæðuuppgjöri félagsins frá 1. október 2007. Kaupin bíða enn samþykkis Fjármálaeftirlitsins en niðurstöðu má vænta á öðrum ársfjórðungi.

Tap Tryggingamiðstöðvarinnar á fyrsta ársfjórðungi 2008 nam 3,3 milljörðum króna. Vátryggingastarfsemin skilaði slakri afkomu en lækkandi hlutabréfamarkaðir skýra þó stærstan hluta tapsins.

Eigin iðgjöld námu 3,2 milljörðum króna og jukust um 34% frá fyrsta ársfjórðungi 2007. Eigin tjón námu 3,3 milljörðum króna, sem samsvarar 104,8% tjónahlutfalli. Hátt tjónahlutfall skýrist af mikilli tjónatíðni innan einstakra tryggingaflokka, þá sérstaklega í frjálsum ökutækjatryggingum, eignatryggingum á Íslandi og sjótryggingum félagsins í Noregi. Kostnaðarhlutfallið nam 22,6% en hærri sölukostnaður og breyting á samningum við endurtryggjendur hafði neikvæð áhrif á fyrsta ársfjórðungi. Samsetta hlutfallið nam 127% á fyrsta ársfjórðungi 2008.

Fjárfestingatekjur voru neikvæðar um 2,1 milljarð króna. Vaxtatekjur og arðgreiðslur námu 0,7 milljörðum króna en gengistap af verðbréfum nam 2,9 milljörðum króna. Slæm afkoma af fjárfestingum félagsins skýrist fyrst og fremst af erfiðum aðstæðum á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Á fyrsta ársfjórðungi lækkaði íslenski hlutabréfamarkaðurinn um 20% og sá norski um 15%.

Á síðasta ári var ráðist í aðgerðir til að auka arðsemi af tryggingastarfsemi félagsins á Íslandi og hafa þær aðgerðir þegar skilað jákvæðum niðurstöðum í einstökum vátryggingagreinum, til að mynda í slysatryggingum sjómanna. Afkoma af vátryggingastarfsemi félagsins á fyrsta ársfjórðungi var hinsvegar óásættanleg, þrátt fyrir að hin laka afkoma skýrist að hluta til af einskiptiskostnaði. Horfur fyrir annan ársfjórðung eru áframhaldandi sterkur vöxtur á eigin iðgjöldum og töluvert lægra samsett hlutfall.

Landic Property (39.8%)

FL Group eignaðist stóran hluta í Landic Property í desember árið 2007 en hluturinn var keyptur af Baugi Group. Félagið er eitt stærsta fasteignafélagið á Norðurlöndunum en innan félagsins starfa sjö rekstrarsvið: staðbundin fasteignaþróun í Svíþjóð, Danmörku, Íslandi og Finnlandi, Keops Investments, fasteignsjóðstýring og Keops Developments. Félagið á nú um 500 eignir sem telja um 2,7 milljónir fermetra og eru vel dreifðar á lykilmörkuðum félagsins á Norðurlöndunum.

Þann 3. september 2007 sameinaðist Landic Property við Keops A/S, danskt fasteignafélag sem þá var skráð á markað. Samþætting Keops og Landic Property hefur gengið vel en þær rekstrareiningar sem í dag mynda Landic Property starfa nú sem ein heild.

Við lok mars tilkynnti Landic Property ársuppgjör félagsins fyrir árið 2007. Heildareignir félagsins við lok árs 2007 námu 5 milljörðum evra og eigið fé nam 773 milljónum evra. Heildartekjur námu 182 milljónum evra en hagnaður fyrir skatta að frátöldum einskiptiskostnaði nam 59 milljónum evra. Keops kemur inn í rekstrarreikning Landic Property frá og með 3. september 2007 og ætti samlegðaráhrifa að gæta árið 2008.

Á fyrsta ársfjórðungi opnaði Landic Property útibú í Helsinki í Finnlandi, keypti fasteignasjóði fyrir 200 milljónir evra og seldi 11 skrifstofuhúsnæði í Svíþjóð fyrir 900 milljónir sænskra króna.

Refresco (49%)

Refresco er stærsti drykkjarvöruframleiðandi í Evrópu og leiðandi á sviði pökkunar og framleiðslu drykkjavara undir eigin vörumerkjum viðskiptavina (e. private label) í Evrópu. FL Group leiddi hóp fjárfesta í yfirtöku á Refresco árið 2006, en saman vinna þeir að því að styðja stefnu framkvæmdastjórnar Refresco um frekari vöxt félagsins með yfirtökum og innri vexti. Markmið FL Group er að styðja enn frekar við rekstur Refresco og tvöfalda stærð rekstursins á næstu árum og gera félagið leiðandi á heimsmælikvarða á sviði pökkunar og framleiðslu drykkjarvara undir eigin vörumerkjum viðskiptavina.

Á fyrsta ársfjórðungi 2008 lauk FL Group endurfjármögnun á Refresco. Endurfjármögnunin var gerð með stuðningi allra núverandi lánveitenda Refresco en framboð á nýju lánsfé var meiri en þörf var á sem undirstrikar það traust sem fjármálastofnanir hafa á Refresco, stjórnendateymi félagsins og uppbyggingarstefnu FL Group. Samhliða endurfjármögnuninni juku FL Group og aðrir eigendur Refresco við eigið fé í hlutfalli við eignaraðild. Endurfjármögnun lána og sterk eiginfjárstaða gerir Refresco kleift að viðhalda stefnu sinni um vöxt, með yfirtökum og innri uppbyggingu félagsins á árinu.

Northern Travel Holding (34.8%)

FL Group átti þátt í stofnun félagsins árið 2006, en Northern Travel Holding (NTH) er leiðandi félag á sviði ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Helstu eignir NTH eru Sterling Airlines, Iceland Express og Astraeus ásamt stöðu í Ticket. Að auki rekur NTH dönsku ferðaþjónustuna Hekla Rejser.

Þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður vegna hækkandi olíuverðs hafa helstu eignir Northern Travel Holding sýnt góða rekstrarafkomu á fyrsta ársfjórðungi 2008. Afkoma Astraeus og Ticket eru í samræmi við áætlanir og farþegafjöldi Iceland Express hefur aukist umtalsvert samhliða aukinni markshlutdeild samanborið við fyrsta ársfjórðung 2007. Í febrúar 2008 var Reza Taleghani ráðinn forstjóri Sterling og Christian Gormsen ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Sterling. Félagið hefur kynnt nýtt merki og ráðist í frekari vinnu við markaðssetningu. Tekjur Sterling árið 2007 námu um DKK 4 milljörðum og EBITDA var DKK 15 milljónir samanborið við DKK -119 milljónir árið 2006.

Aðrar fjárfestingar

Inspired Gaming Group (19,3%) er leiðandi á sviði stafrænnar afþreyingar og tómstundaleikjavéla á Bretlandi. Inspired Gaming Group er skráð í London Stock Exchange. Á fyrsta ársfjórðungi tilkynnti Inspired að rekstrarhagnaður félagins árið 2007 væri 11,4 milljónir punda og heildarvelta var félagsins 166,3 milljónir punda. Rekstarsvið Inspired Gaming Group sem tengist spilavélum á veitingahúsum hefur verið sett á sölu en aðrar deildir sem byggja á netþjónakerfi félagsins, sem miðar að leikjavélum, sýna fram á góða rekstrarafkomu og er búist við enn betri afkomu á árinu 2008

Royal Unibrew (26,2%) er annar stærsti drykkjarvöruframleiðandi í Skandinavíu. Á fyrsta ársfjórðungi 2008 jukust tekjur Royal Unibrew um 19% miðað við sama tímabil í fyrra. Hinsvegar nam tap samstæðunnar 68,3 milljónum danskra króna sem er þó minna tap en áætlanir gerðu ráð fyrir. Áætlaður hagnaður fyrir árið 2008 er á bilinu 230-270 milljónir danskra króna, að meðtöldum kostnaði upp á 50 milljónir danskra króna vegna lokunar á verksmiðju félagsins í Árósum og endurskipulagningar dreifingakerfis félagsins í Danmörku.

Árið 2007 stofnaði FL Group til samstarfs með hinu bandaríska fasteignaþróunarfélagi Bayrock Group. Félagið hefur fjárfest í fjórum fasteignaverkefnum með Bayrock Group í New York, Ft. Lauderdale og Phoenix. FL Group hefur einnig stofnað til samstarfs við Bayrock Group um kaup á 40% hlut í Midtown Miami, sem er þróun á 500.000 fermetra landsvæði í miðborg Miami, en verkefnið felur í sér byggingu á háhýsum, skrifstofubyggingum og verslanarými.

House of Fraser (13,9%) er eitt þekktasta vöruhús Bretlands og rekur yfir 60 vöruhús víðsvegar um Bretland og Írland, ýmist undir eigin nafni eða öðrum. Markmið með fjárfestingunni í House of Fraser er að fjárfesta í smásölufélögum og búa þannig til eitt öflugasta félag á sviði smásölu í Bretlandi og Írlandi. Þetta hefur verið gert með því að fjárfesta í endurskipulagninu vörumerkisins með endurbótum á verslunum félagsins, ásamt því að mynda tengsl við helstu vörumerki.

Framtíðarhorfur

Á fyrsta ársfjórðungi 2008 hefur FL Group lagt ríka áherslu á að minnka markaðsáhættu, styrkja efnahagsreikninginn, endurskipuleggja eignasafn og innleiða aðhaldsaðgerðir í rekstri. Framkvæmdastjórn félagsins og hluthafar þess hafa tekist á við erfiðar markaðsaðstæður og ráðist í nauðsynlegar aðgerðir til að koma á stöðugleika á ný. Áætlanir um skráningu félagsins úr OMX Nordic Exchange á Íslandi, sem nýverið voru kynntar, eru mikilvægt skref í endurskipulagningarferli félagsins.

Reikningsskil og endurskoðun

Reikningar félagsins eru færðir í íslenskum krónum. Allar skráðar eignir félagsins eru færðar til markaðsvirðis í bókum félagsins sem leiðir til þess að verðsveiflur á mörkuðum hafa bein áhrif á afkomu félagsins. Safn óskráðra fjárfestinga er fært til raunvirðis í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Samstæðureikningur FL Group er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) og hefur reikningurinn verið kannaður af endurskoðendum félagins, KPMG.

Kynning á uppgjöri

Kynningarfundur á uppgjörinu verður haldinn fyrir fjárfesta, hluthafa og aðra markaðsaðila á Hótel Hilton Nordica, Reykjavík í dag, 8. maí 2008 kl. 16:30. Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, mun kynna niðurstöður uppgjörsins og svara spurningum. Tenglar á fréttatilkynningu og kynninguna verða aðgengilegir á vef félagsins, www.flgroup.is, fyrir fundinn. Fundinum verður varpað beint á vefsvæði félagsins, www.flgroup.is.

Frekari upplýsingar

Júlíus Þorfinnsson Forstöðumaður Samskiptasviðs Sími: 591 4400 [email protected]

Um FL Group

FL Group er alþjóðlegt fjárfestingafélag með áherslu á þrjú fjárfestingasvið, FIG, Private Equity og Capital Markets. FIG hefur umsjón með fjárfestingum félagsins í fjármálafyrirtækjum og tryggingafélögum. Private Equity heldur utan um óskráðar eignir ásamt skráðum eignum sem falla að fjárfestingarstefnu félagsins. Capital markets svið félagsins hefur umsjón með markaðsviðskiptum sem lúta að skammtíma fjárfestingum sem og framkvæmd afleiðu- og verðbréfaviðskipta tengdum eignasafni félagsins.

Höfuðstöðvar FL Group eru í Reykjavík en félagið er einnig með skrifstofur í Lundúnum en FL Group fjárfestir í félögum um allan heim. FL Group er skráð á OMX Nordic Exchange í Reykjavík (OMX: FL) og hluthafar félagsins eru rúmlega 4.000 talsins.

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu FL Group, www.flgroup.is

Rekstrarreikningur (ISK milljarðar 1Q 08 1Q 07
Afkoma af fjárfestingum og afleiðusamningum -22,9 12,5
Vaxtatekjur 2,6 1,5
Vaxtagjöld -7,3 -3,0
Gengismunur gjaldmiðla -19,0 4,6
Samtals -46,7 15,6
Iðgjaldatekjur 3,2 0,0
Tjónakostnaður -3,3 0,0
Samtals -46,8 15,6
Rekstrarkostnaður 1,5 0,9
Hagnaður fyrir tekjuskatt -48,3 14,7
Tekjuskattur 0,5 0,4
Afkoma tímabils -47,8 15,1

Rekstrar- og efnahagsreikningur fyrir fyrsta ársfjórðung 2008

Eignir (ISK milljarðar) 1Q 08 4Q 07
Handbært fé 18,9 21,1
Ógreitt hlutafjárloforð 0,0 7,5
Fjárfestingar í hlutafé 177,3 219,0
Skuldabréfaeign 18,7 16,0
Afleiðusamningar 6,5 6,6
Bundnar bankainnistæður 26,0 53,1
Eignir tengdar fjárfestingum í sölumeðferð 19,9
Lán og viðskiptakröfur 69,2 42,3
Endurtrygginga eign 19,8 13,9
Skatteign 9,0 8,6
Rekstrarfjármunir 2,3 2,2
Óefnislegar eignir 33,9 31,9
Samtals eignir 401,4 422,3
Eigið fé (ISK milljarðar) 1Q 08 4Q 07
Hlutafé 13,4 13,5
Yfirverðsreikningur hlutafjár 160,1 161,0
Annað bundið eigið fé 8,9 1,6
Óráðstafað eigið fé -68,4 -20,6
Hlutdeild minnihluta 1,2 0,3
Samtals eigið fé 115,2 155,8
Skuldir (ISK milljarðar) 1Q 08 4Q 07
Afleiðusamningar 13,8 13,5
Skortstöður 4,9 3,4
Viðskiptaskuldir og aðrar skuldir 20,6 14,5
Lán tengd félögum í sölumeðferð 17,0
Vátryggingarskuld 40,1 29,6
Vaxtaberandi skuldir 189,0 205,0
Skattskuld 0,7 0,6
Samtals skuldir 286,2 266,5
Samtals eigið fé og skuldir 401,4 422,3

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.