Earnings Release • May 15, 2008
Earnings Release
Open in ViewerOpens in native device viewer
Fréttatilkynning Reykjavík 15. maí 2008
Icelandic Group hf. – 1. ársfjórðungur 2008:
Styrking evru felur í sér €7,5 milljóna gengistap.
Rekstur Icelandic Group hf. var samkvæmt áætlun á fyrsta ársfjórðungi. Það eru vissulega jákvæð teikn, en á móti kemur frávik sem eru fjármagnsliðirnir. Félagið er að vinna á mörgum mörkuðum og gengisþróun hefur mikil áhrif á félagið. Gengistap á ársfjórðungnum nam sjö og hálfri milljón evra en var á sama tíma í fyrra 55 þúsund evrur. Á móti kemur að vaxtaberandi skuldir samstæðunnar lækka um 37 milljónir evra sem er að hluta til vegna styrkingar evrunnar.
Við höfum náð að lækka rekstrarkostnað samsteypunnar umtalsvert eða um 17% þegar bornir eru saman fyrstu ársfjórðungar í fyrra og í ár.
Víkjandi lán sem félagið er að ganga frá gerir það að verkum að við getum óhikað tekist á við þau stóru verkefni sem framundan eru. Ég er þess fullviss að reksturinn mun skila aukinni framlegð þegar líður á árið.
| Ársfjórðungayfirlit - lykiltölur Fjárhæðir í € ´000 |
1F 2008 | 4F 2007 | 3F 2007 | 2F 2007 | 1F 2007 |
|---|---|---|---|---|---|
| Vörusala | 321.082 | 327.784 | 327.428 | 344.001 | 385.161 |
| Kostnaðarverð seldra vara | (287.009) | (299.355) | (293.661) | (312.604) | (342.927) |
| Framlegð | 34.073 | 28.429 | 33.767 | 31.397 | 42.234 |
| Aðrar rekstrartekjur | 1.417 | 4.318 | 1.934 | 1.230 | 1.656 |
| Rekstrarkostnaður | (28.060) | (47.439) | (31.712) | (33.136) | (34.334) |
| Áhrif hlutdeildarfélaga | (105) | (70) | (274) | (11) | (43) |
| Rekstrarhagnaður (-tap) | 7.325 | (14.762) | 3.715 | (520) | 9.513 |
| Hrein fjármagnsgjöld | (15.161) | (12.620) | (8.781) | (1.214) | (5.872) |
| (Tap) hagnaður fyrir tekjuskatt | (7.836) | (27.382) | (5.066) | (1.734) | 3.641 |
| Tekjuskattur | 583 | (1.609) | 2.517 | 1.650 | (1.354) |
| (Tap) hagnaður tímabilsins | (7.253) | (28.991) | (2.549) | (84) | 2.287 |
| EBITDA | 11.883 | 1.367 | 8.506 | 4.295 | 14.170 |
| EBITDA hlutfall | 3,7% | 0,4% | 2,6% | 1,2% | 3,7% |
| Fimm ára yfirlit - efnahagsreikningur | |||||
|---|---|---|---|---|---|
| Fjárhæðir í € ´000 | 31.3.2008 | 31.12.2007 | 31.12.2006 | 31.12.2005 | 31.12.2004 |
| Fastafjármunir | 348.146 | 366.146 | 407.282 | 275.231 | 142.400 |
| Veltufjármunir | 374.808 | 429.917 | 499.468 | 415.184 | 279.994 |
| Eignir samtals | 722.954 | 796.063 | 906.750 | 690.415 | 422.394 |
| Eigið fé | 116.282 | 132.330 | 176.241 | 116.741 | 35.759 |
| Langtímaskuldir | 182.535 | 195.442 | 228.182 | 142.837 | 112.860 |
| Skammtímaskuldir | 424.137 | 468.291 | 502.327 | 430.837 | 273.775 |
| Eigið fé og skuldir samtals | 722.954 | 796.063 | 906.750 | 690.415 | 422.394 |
Við gerð þessa árshlutareiknings er beitt sömu reikningsskilaaðferðum og við gerð ársreiknings 2007.
| Rekstrarreikningur - lykiltölur | |||
|---|---|---|---|
| Fjárhæðir í € ´000 | 1F 2008 | 1F 2007 | Breyting % |
| Vörusala | 321.082 | 385.161 | -16,6% |
| Kostnaðarverð seldra vara | (287.009) | (342.927) | -16,3% |
| Framlegð | 34.073 | 42.234 | -19,3% |
| Aðrar rekstrartekjur | 1.417 | 1.656 | -14,4% |
| Rekstrarkostnaður | (28.060) | (34.334) | -18,3% |
| Áhrif hlutdeildarfélaga | (105) | (43) | |
| Rekstrarhagnaður (-tap) (EBIT) | 7.325 | 9.513 | -23,0% |
| Hrein fjármagnsgjöld | (15.161) | (5.872) | 158,2% |
| (Tap) hagnaður fyrir tekjuskatt | (7.836) | 3.641 | -315,2% |
| Tekjuskattur | 583 | (1.354) | -143,1% |
| (Tap) hagnaður tímabilsins | (7.253) | 2.287 | -417,1% |
| EBITDA | 11.883 | 14.170 | -16,1% |
| EBITDA hlutfall | 3,7% | 3,7% | |
| (Tap) hagnaður á hlut | (0,0025) | 0,0008 |
Vörusala fjórðungsins nam € 321,1 milljónum samanborið við € 385,2 milljónir á sama tímabili síðasta árs. Lækkun nemur 16,6%. Helstu ástæður samdráttarins eru styrking evru gagnvart öðrum gjaldmiðlum, aflögð starfsemi í OTO, ásamt almennt minni sölu á mörkuðum félagsins vegna efnahagssamdráttar.
Sala eftir eðli rekstrar greinist þannig:
| Starfsþættir - skipting sölu eftir eðli rekstrar Fjárhæðir í € ´000 |
1F 2008 | 1F 2007 | Breyting% |
|---|---|---|---|
| Framleiðslufyrirtæki | 262.017 | 320.050 | -18,1% |
| Sölu- og markaðsfyrirtæki | 131.593 | 150.065 | -12,3% |
| Þjónustu og eignarhaldsfélög | 640 | 4.548 | -85,9% |
| 394.250 | 474.663 | -16,9% | |
| Jöfnunarfærslur | (73.168) | (89.502) | -18,2% |
| Sala samtals | 321.082 | 385.161 | -16,6% |
Rekstrarhagnaður (EBIT) nam € 7,3 milljónum samanborið við € 9,5 milljónir á sama tímabili síðasta árs.
Hagnaður fyrir vexti, skatta og afskriftir (EBITDA) á fjórðungnum nam € 11,9 milljónum samanborið við € 14,2 milljónir á sama tímabili síðasta árs.
Hrein fjármagnsgjöld í fjórðungnum námu € 15,2 milljónum samanborið við € 5,9 milljónir á sama tímabili ársins 2007. Gengistap í fjórðungnum nam € 7,5 milljónum samanborið við € 0,1 milljón á sama tímabili síðasta árs.
Tekjufærður tekjuskattur í rekstrarreikningi nemur € 0,6 milljónum sem samsvarar 7,4% tekjuskatti.
Tap fyrsta ársfjórðungs nam € 7,3 milljónum samanborið við € 2,3 milljón hagnað á sama tímabili síðasta árs.
| Efnahagsreikningur | |||
|---|---|---|---|
| Efnahagsreikningur samstæðunnar- lykiltölur | |||
| Fjárhæðir í € ´000 | 31.3.2008 | 31.12.2007 | Breyting % |
| Fastafjármunir | 348.146 | 366.146 | -4,9% |
| Veltufjámunir | 374.808 | 429.917 | -12,8% |
| Eignir samtals | 722.954 | 796.063 | -9,2% |
| Eigið fé | 116.282 | 132.330 | -12,1% |
| Langtímaskuldir | 182.535 | 195.442 | -6,6% |
| Skammtímaskuldir | 424.137 | 468.291 | -9,4% |
| Eigið fé og skuldir samtals | 722.954 | 796.063 | -9,2% |
Heildareignir Icelandic Group í lok fjórðungsins námu € 723 milljónum samanborið við €796 milljónir í lok árs 2007.
Fastafjármunir námu € 348,1 milljónum í marslok samanborið við € 366,1 milljón í árslok 2007. Óefnislegar eignir námu € 217,0 milljónum samanborið við € 227,2 milljónir í lok árs 2007.
Veltufjármunir námu € 374,8 milljónum. Þar af eru birgðir € 198,8 milljónir samanborið við € 242,5 milljónir í árslok 2007.
Heildarskuldir í lok tímabilsins námu € 606,7 milljónum samanborið við € 663,7 milljónir í árslok 2007. Nettó skuldir (heildarskuldir að frádregnum veltufjármunum) námu € 231,9 milljón í marslok, samanborið við € 233,8 milljónir í árslok 2007. Vaxtaberandi skuldir námu € 477,6 milljónum samanborið við € 514,5 milljónir í árslok 2007.
Eigið fé í marslok nam € 116,3 milljónum samanborið við € 132,3 milljónir í árslok 2007. Eiginfjárhlutfallið er 16,1% samanborið við 16,6% í árslok 2007.
| Sjóðstreymi - lykiltölur | |||||
|---|---|---|---|---|---|
| Fjárhæðir í € ´000 | 2008 | 2007 | Breyting % | ||
| Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta | 32.926 | 10.722 | 207% | ||
| Handbært fé frá rekstri | 26.968 | 3.374 | 699% | ||
| Fjárfestingarhreyfingar | (7.644) | (2.381) | -221% | ||
| Fjármögnunarhreyfingar | (19.478) | 8.627 | -326% | ||
| Breyting handbærs fjár | (154) | 9.620 | -102% |
Handbært fé frá rekstri fyrir greiðslu skatta og vaxta nam € 32,9 milljónum samanborið við € 10,7 milljónir á sama tímabili síðasta árs. Að teknu tilliti til greiðslu vaxta og tekjuskatts nam handbært fé til rekstrar € 27,0 milljónum en á sama tímabili síðasta árs nam handbært fé frá rekstri € 3,4 milljónum. Hreinar fjárfestingar námu € 7,6 milljónum samanborið við € 2,4 milljónir á sama tímabili síðasta árs. Fjármögnunarhreyfingar námu € 19,5 milljónum en á fyrsta ársfjórðungi síðsta árs nam fjárhæðin € 8,6 milljónum. Handbært fé í marslok nam € 26,7 milljónum.
Í framhaldi af aðalfundi Icelandic Group hf. fór stjórn félagsins þess á leit við NASDAQ OMX Nordic Exchange á Íslandi að hlutir félagsins verði teknir úr viðskiptum af aðalmarkaði NASDAQ OMX ICE.
Coldwater Seafood hefur náð samkomulagi við starfsmenn Redditch verksmiðjunnar og verkalýðsfélög á svæðinu, um að loka verksmiðjunni eftir undangenginn 90 daga samningaferil sem hófst í byrjun mars. Náðst hefur samkomulag við starfsmenn um uppsaganarákvæði og verður verksmiðjunni lokað þann 6. júní 2008. Framleiðsla tilbúinna rétta verður flutt í verksmiðjur Coldwater í Grimsby. Áætlun um flutning á framleiðslunni er í vinnslu ásamt undirbúningi að lokun Redditch verksmiðjunnar.
Á aðalfundi félagsins var samþykkt tillaga stjórnar um að félagið taki lán með breytirétti, skv. VI. kafla hlutafélagalaga nr. 2/1995. Fjárhæð lánsins er í íslenskum krónum en samsvarar allt að € 41.000.000 á þeim degi sem lánið verður tekið. Lánstíminn er 4 ár. Lánsfjárhæðinni ásamt áföllnum vöxtum og kostnaði samkvæmt skilmálum lánsskjala má breyta í hluti í félaginu við gjalddaga lánsins og fá eigendur skuldaskjalanna einn hlut fyrir hverja krónu. Hlutafé félagsins verður hækkað sem nemur þeirri fjárhæð sem nauðsynlegt er til að mæta breytiréttinum, samanlagt allt að nafnverði kr. 15.000.000.000 og féllu hluthafar frá forgangsrétti.
Stjórn Icelandic Group hf. samþykkti árshlutareikning fyrir fyrsta ársfjórðung 2008 á stjórnarfundi .15. maí 2008.
Föstudaginn 16. maí verður haldinn kynningarfundur fyrir markaðsaðila. Fundurinn fer fram í húsnæði félagsins að Borgartúni 27 (fyrstu hæð) Reykjavík og hefst kl. 8:30. Á fundinum munu stjórnendur félagsins kynna árshlutauppgjörið. Hægt verður að nálgast kynninguna á vefsvæði félagsins, www.icelandic.is, og á vefsvæði OMX Nordic Exchange á Íslandi (www.omxgroup.com/omxcorp/) að fundi loknum.
| Annar ársfjórðungur 2008 | vika 33 2008 |
|---|---|
| Þriðji ársfjórðungur 2008 | vika 46 2008 |
| Ársuppgjör 2008 | vika 10 2009 |
Birtingaráætlun er einnig að finna á vefsíðu Icelandic Group, www.icelandic.is.
Ef óskað er eftir að fá sendar fréttatilkynningar Icelandic Group í tölvupósti er hægt að skrá sig á eftirfarandi síðu: http://icelandic.is/index.aspx?GroupId=84
Nánari upplýsingar veitir:
Finnbogi Baldvinsson, forstjóri S: +49 1723 198 727
Reykjavík, 15. maí 2008 Icelandic Group
Icelandic Group (OMX Nordic Exchange: IG) er alþjóðlegt net fyrirtækja sem starfa hvert á sínum markaði við framleiðslu og sölu sjávarafurða á alþjóðlegum mörkuðum. Á mörgum mörkuðum er félagið þekkt fyrir vörumerki sitt ICELANDIC, sérstaklega innan veitingahúsa og mötuneyta. Félagið er einnig stór birgi smásöluverslana með framleiðslu undir eigin vörumerkjum eða undir vörumerkjum smásölukeðjanna. Starfsmenn Icelandic Group eru um 4.600. Hjá þeim stóra hópi liggur yfirgripsmikil þekking sem spannar allt frá veiðum og frumvinnslu sjávarfangs til vöruþróunar og framleiðslu tilbúinna rétta og þekking á markaði.
| Fimm ára yfirlit - rekstrarreikningur Fjárhæðir í € ´000 |
1F 2008 | 2007 | 2006 | 2005 | 2004 |
|---|---|---|---|---|---|
| Vörusala | 321.082 | 1.384.374 | 1.471.316 | 1.200.257 | 802.624 |
| Kostnaðarverð seldra vara | (287.009) | (1.248.547) | (1.316.606) | (1.084.702) | (719.586) |
| Framlegð | 34.073 | 135.827 | 154.710 | 115.555 | 83.038 |
| Aðrar rekstrartekjur | 1.417 | 9.138 | 10.587 | 4.761 | 5.811 |
| Annar rekstrarkostnaður | (28.060) | (146.621) | (160.533) | (118.057) | (66.156) |
| Áhrif hlutdeildarfélaga | (105) | (398) | 700 | 154 | (702) |
| (Rekstrartap) - hagnaður | 7.325 | (2.054) | 5.464 | 2.413 | 21.991 |
| Hrein fjármagnsgjöld | (15.161) | (28.487) | (24.005) | (21.740) | (10.449) |
| (Tap) hagnaður fyrir tekjuskatt | (7.836) | (30.541) | (18.541) | (19.327) | 11.542 |
| Tekjuskattur | 583 | 1.204 | 7.118 | 4.235 | (4.672) |
| (Tap) hagnaður | (7.253) | (29.337) | (11.423) | (15.092) | 6.870 |
| EBITDA | 11.883 | 28.338 | 36.946 | 16.222 | 28.941 |
| EBITDA hlutfall | 3,7% | 2,0% | 2,5% | 1,4% | 3,6% |
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.