AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Hampiðjan hf.

Interim / Quarterly Report Aug 28, 2014

6172_ir_2014-08-28_21a61fb7-face-4086-91e1-5b167bbf10cd.pdf

Interim / Quarterly Report

Open in Viewer

Opens in native device viewer

Hampiðjan hf.

Samandreginn árshlutareikningur samstæðu 30. júní 2014

Samandreginn árshlutareikningur samstæðu 30. júní 2014

Efnisyfirlit: Bls.

Skýrsla og áritun stjórnar og forstjóra 2
Könnunaráritun óháðs endurskoðanda 3
Samandreginn rekstrarreikningur 4
Yfirlit um heildarafkomu 4
Samandreginn efnahagsreikningur 5
Samandregið yfirlit um breytingar á eigin fé 6
Samandregið sjóðstreymi 7
Skýringar 8 - 10

Hampiðjan hf. kt. 590169-3079 Skarfagörðum 4 Reykjavík

Skýrsla og áritun stjórnar og forstjóra

Samandreginn árshlutareikningur Hampiðjunnar hf. fyrir tímabilið janúar til júní 2014 er samstæðureikningur Hampiðjunnar hf. og dótturfélaga.

Samkvæmt rekstrarreikningi var hagnaður félagsins á tímabilinu 2.615 þúsund evrur og eigið fé í lok þess 57.235 þúsund evrur en af þeirri upphæð eru 7.381 þúsund evrur hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga. Að öðru leyti vísast til árshlutareiknings um rekstur félagsins á tímabilinu og fjárhagsstöðu í lok þess.

Stjórn og forstjóri Hampiðjunnar hf. staðfesta hér með samandreginn árshlutareikning samstæðunnar fyrir tímabilið janúar til júní 2014 með undirritun sinni.

Reykjavík 28. ágúst 2014

Stjórn:

Vilhjálmur Vilhjálmsson

Guðmundur Ásgeirsson Sigrún Þorleifsdóttir

Kristján Loftsson Auður Krístín Árnadóttir

Forstjóri:

Hjörtur Erlendsson

Könnunaráritun óháðs endurskoðanda

Til stjórnar Hampiðjunnar hf.

Inngangur Við höfum kannað árshlutareikning þennan fyrir samstæðu Hampiðjunnar hf. sem nær yfir tímabilið 1. janúar til 30. júní

Við höfum kannað meðfylgjandi samandreginn árshlutareikning samstæðu Hampiðjunnar hf. og dótturfélaga fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2014. Samandregni árshlutareikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, yfirlit um heildarafkomu, efnahagsreikning, yfirlit um breytingu á eigin fé, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.

Stjórnendur eru ábyrgir fyrir gerð og framsetningu samandregna árshlutareikningsins í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga IAS 34. Ábyrgð okkar felst í ályktun okkar um árshlutareikninginn sem byggir á könnuninni.

Umfang könnunar

Könnun okkar var unnin í samræmi við alþjóðlegan staðal ISRE 2410, sem fjallar um könnun óháðs endurskoðanda á árshlutareikningum. Slík könnun felur í sér fyrirspurnir, einkum til starfsmanna sem eru ábyrgir fyrir fjármálum og reikningsskilum félagsins ásamt greiningum á hinum ýmsu liðum reikningsskilanna og öðrum könnunaraðgerðum. Könnun felur ekki í sér jafn viðtækar aðgerðir og endurskoðun sem unnin er í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla og er því ekki víst að við fáum vitneskju um öll mikilvæg atriði sem gætu komið í ljós við endurskoðun. Þar af leiðandi látum við ekki í ljós álit um endurskoðun.

Ályktun

Við könnun okkar kom ekkert fram sem bendir til annars en að samandregni árshlutareikningurinn sé í öllum meginatriðum gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal IAS 34, eins og hann hefur verið samþykktur af Evrópusambandinu.

Reykjavík 28. ágúst 2014

PricewaterhouseCoopers ehf

Kristinn F. Kristinsson

Rekstrarreikningur samstæðu

Skýringar 1.1. - 30.6
2014
1.1. - 30.6
2013
Sala
Beinn framleiðslukostnaður
26.356
(17.677)
26.579
(17.881)
Framlegð 8.679 8.698
Rekstrarkostnaður (4.875) (5.075)
Rekstrarhagnaður fyrir aðrar tekjur (-gjöld) 3.804 3.623
Aðrar tekjur (-gjöld) 7 (1.562) 0
Rekstrarhagnaður 2.242 3.623
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld
Áhrif af rekstri hlutdeildarfélags
(362)
917
555
(503)
1.536
1.033
Hagnaður fyrir skatta 2.797 4.656
Tekjuskattur (182) (489)
Hagnaður tímabilsins 2.615 4.167
Skipting hagnaðar
Hluti hluthafa móðurfélagsins
Hluti minnihluta í afkomu dótturfélaga
2.343
272
3.934
233
2.615 4.167
Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut (EUR cent á hlut) 0,54 0,86
Yfirlit um heildarafkomu
1.1. - 30.6
2014
1.1. - 30.6
2013
Hagnaður tímabilsins 2.615 4.167
Rekstrarliðir færðir á eigið fé
Þýðingarmunur vegna starfsemi erlendra dótturfélaga
Þýðingarmunur vegna hlutdeildarfélags
164
(82)
(53)
(66)
Heildarafkoma tímabilsins 2.697 4.048
Skipting heildarafkomu
Hluti hluthafa móðurfélagsins
Hluti minnihluta
2.404
293
3.801
247
Heildarafkoma tímabilsins 2.697 4.048

Skýringar á bls. 8 - 10 eru óaðskiljanlegur hluti þessara samstæðureikningsskila

Efnahagsreikningur samstæðu

Fastafjármunir
Varanlegir rekstrarfjármunir
32.779
32.778
Óefnislegar eignir
5.290
5.048
Eignarhlutur í hlutdeildarfélagi
16.991
17.700
Fjárfestingareignir
606
481
Tekjuskattsinneign
91
101
55.757
56.108
Veltufjármunir
Birgðir
19.477
16.573
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur
11.524
10.469
Handbært fé
4.783
5.575
35.784
32.617
Eignir samtals
91.541
88.725
Eigið fé
Hlutafé
5.474
5.474
Yfirverðsreikningur hlutafjár
57
57
Aðrir varasjóðir
(135)
(196)
Óráðstafað eigið fé
44.458
43.805
49.854
49.140
Hlutdeild minnihluta
7.381
6.374
Eigið fé samtals
57.235
55.514
Skuldir
Langtímaskuldir
Langtímaskuldir
15.013
15.365
Tekjuskattsskuldbinding
2.685
2.652
17.698
18.017
Skammtímaskuldir
Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir
7.331
6.403
Skuldir við lánastofnanir
9.277
8.791
16.608
15.194
Skuldir samtals
34.306
33.211
Eigið fé og skuldir samtals
91.541
88.725
Eignir Skýringar 30/06 2014 31/12 2013

Yfirlit um breytingar á eigin fé samstæðu

Hlutafé Yfir
verðs-
reikn
Aðrir
vara-
sjóðir
Óráðst.
eigið fé
Hlutd.
minnihl.
Samtals
Staða 1. janúar 2013
Heildarafkoma:
5.474 57 169 37.416 5.555 48.671
Heildarafkoma janúar til júní 2013
Minnihluti, breyting
(132) 3.933 247
455
4.048
455
Eigendur: 0 0 (132) 3.933 702 4.503
Úthlutaður arður til hluthafa (902) (902)
0 0 0 (902) 0 (902)
Staða 30. júní 2013 / 1. júlí 2013
Heildarafkoma:
5.474 57 37 40.447 6.257 52.272
Heildarafkoma júlí til desember 2013 (233) 3.358 117 3.242
Staða 31. desember 2013 / 1. janúar 2014
Heildarafkoma:
5.474 57 (196) 43.805 6.374 55.514
Heildarafkoma janúar til júní 2014
Minnihluti, breyting
61 2.343 293
714
2.697
714
Eigendur: 0 0 61 2.343 1.007 3.411
Greiddur arður til hluthafa (1.690) (1.690)
0 0 0 (1.690) 0 (1.690)
Staða 30. júní 2014 5.474 57 (135) 44.458 7.381 57.235

Sjóðstreymi samstæðu

1.1. - 30.6 1.1. - 30.6
Skýringar 2014 2013
Rekstrarhreyfingar
Rekstrarhagnaður 2.242 3.623
Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi:
Afskriftir 969 968
Hagnaður fyrir fjárliði (EBITDA) 3.211 4.591
Söluhagnaður varanlegra rekstrarfjármuna (12) (23)
Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum (496) (1.267)
Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta 2.703 3.301
Innborgaðir vextir og arður 1.638 1.131
Greiddir vextir (383) (547)
Greiddir skattar (459) (278)
Handbært fé frá rekstri 3.499 3.607
Fjárfestingahreyfingar
Kaup og sala varanlegra rekstrarfjármuna (538) (977)
Kaup óefnislegra eigna (77) (65)
Kaup og sala eignarhluta í öðrum félögum (1.791) (1.831)
Handbært fé til fjárfestinga (2.406) (2.873)
Fjármögnunarhreyfingar
Bankalán, breyting (195) (55)
Arður greiddur til hluthafa (1.690) 0
Handbært fé frá fjármögnun (til fjármögnunar) (1.885) (55)
Hækkun (lækkun) á handbæru fé (792) 679
Handbært fé í byrjun árs 5.575 4.780
Handbært fé í lok tímabils 4.783 5.459

Skýringar

1. Almennar upplýsingar

Meginstarfsemi samstæðu Hampiðjunnar hf. og dótturfélaga er framleiðsla og sala á fullbúnum veiðarfærum og íhlutum þeirra. Félagið er hlutafélag og starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög.

Hampiðjan hf. er með heimilisfesti á Íslandi. Heimilisfang er skráð að Skarfagörðum 4 í Reykjavík.

Félagið er skráð á First North hliðarmarkaði Kauphallar OMX á Íslandi.

Stjórn félagsins samþykkti þessi reikningsskil 28. ágúst 2014.

2. Reikningsskilaaðferðir

Helstu reikningsskilaaðferðir sem beitt var við gerð þessara reikningsskila eru tilgreindar hér á eftir. Þessum aðferðum var beitt á samræmdan hátt á bæði árin sem sett eru fram, nema annað sé tekið fram.

2.1 Grundvöllur reikningsskila

Samandreginn árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar hf. fyrir tímabilið janúar til júní 2014 er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga IAS 34. Samandregni árshlutareikningurinn inniheldur ekki allar þær upplýsingar sem krafist er í ársreikningi og ætti því að lesa með hliðsjón af ársreikningi félagsins fyrir árið 2013.

Gerð árshlutareikninga í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla krefst þess að notaðar séu tilteknar aðferðir við reikningshaldslegt mat. Stjórnendur félagsins þurfa jafnframt að ákvarða notkun tiltekinna reikningsskilaaðferða. Sérstaklega er greint frá þessum aðferðum í skýringu nr. 3.

3. Mikilvæg atriði sem varða reikningshaldslegt mat

Skráning eigna og skulda með tilliti til næsta fjárhagsárs er byggð á mati samstæðunnar. Stöðugt er farið yfir slíkt mat með hliðsjón af reynslu og öðrum þáttum svo sem framtíðarvæntingum sem taldar eru eðlilegar miðað við aðstæður. Slíkt reikningshaldslegt mat er í eðli sínu sjaldan nákvæmlega í samræmi við raunverulega niðurstöðu.

Skýringar

4. Starfsþáttayfirlit

Rekstrarstarfsþættir

Samstæðan skiptist í fjóra starfsþætti eftir félögum innan samstæðunnar:

Starfsþáttur 1. Starfsemi Hampiðjunnar sem er veiðarfæragerð, endursala og fjárfestingar. Starfsemi Hampidjan Baltic í Litháen, sem er verksmiðjuframleiðsla á netum, köðlum og ofurtógi. Starfsemi Otter sem er eignarhald á einkaleyfum.

Starfsþáttur 2. Starfsemi veiðarfærafélagsins Swan Net Gundry.

Starfsþáttur 3. Starfsemi veiðarfærafélagsins Cosmos Trawl.

Starfsþáttur 4. Starfsemi veiðarfærafélaganna Hampidjan New Zealand, Hampidjan Canada, Hampidjan USA og Fjarðaneta.

Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ.
Janúar til júní 2014 (1) (2) (3) (4) Milliviðskipti Samtals
Rekstrartekjur 21.539 5.283 4.667 5.821 (10.954) 26.356
Beinn framl.kostn (16.663) (3.835) (3.756) (4.377) 10.954 (17.677)
4.876 1.448 911 1.444 8.679
Rekstrarkostnaður (3.632) (979) (619) (1.207) (6.437)
1.244 469 292 237 2.242
6% 9% 6% 4% 9%
Fjármunat. (fjármagnsgj.) (303) (7) (60) 8 (362)
Hlutdeildarafkoma 917 0 0 0 917
Tekjuskattur (87) 0 (49) (46) (182)
Hagnaður tímabilsins 1.771 462 183 199 2.615
Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ.
(1) (2) (3) (4) Milliviðskipti Samtals
22.885 4.971 6.664 4.375 (12.316) 26.579
(18.037) (3.691) (5.149) (3.320) 12.316 (17.881)
4.848 1.280 1.515 1.055 8.698
(2.556) (922) (753) (844) (5.075)
2.292 358 762 211 3.623
10% 7% 11% 5% 14%
(441) (23) (50) 11 (503)
1.536 0 0 0 1.536
(256) 0 (173) (60) (489)
3.131 335 539 162 4.167

5. Árshelmingayfirlit

Rekstur samstæðunnar greinist þannig á árshelminga:

jan.-jún.
2014
júlí - des.
2013
jan.-jún.
2013
júlí - des.
2012
jan.-jún.
2012
Rekstrartekjur 26.356 23.862 26.579 21.271 23.888
Rekstrargjöld án afskrifta
Rekstrarhagnaður án afskrifta (EBITDA)
(23.145)
3.211
(20.620)
3.242
(21.988)
4.591
(17.716)
3.555
(19.686)
4.202
Afskriftir (969) (963) (968) (790) (867)
Rekstrarhagnaður (EBIT) 2.242 2.279 3.623 2.765 3.335
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 555 1.198 1.033 1.030 (622)
Hagnaður fyrir skatta 2.797 3.477 4.656 3.795 2.713
Tekjuskattur (182) (4) (489) (482) (509)
Hagnaður árshelminga 2.615 3.473 4.167 3.313 2.204

Tölur í árshelmingayfirliti eru óendurskoðaðar

Skýringar

6. Yfirlit yfir dótturfélög

Hluti í afk. Eignarhluti Eignarhluti Staðsetning
Hampidjan Baltic UAB 771 9.640 100% Litháen
Hampidjan New Zealand LTD 92 1.635 100% Nýja Sjálandi
Hampidjan Canada LTD 80 1.005 100% Kanada
Hampidjan USA Inc (70) 1.401 100% Bandaríkjunum
OTTER Ultra Low Drag LTD 4 1.255 100% Cayman Island
Cosmos Trawl A/S 185 3.537 100% Danmörku
Swan Net Gundry LTD 261 7.166 56,4% Írlandi
Fjarðanet hf. 23 565 51,0% Íslandi
1.347 26.203

Á árinu 2014 keypti Hampidjan USA í Seattle, sem er dóttufélag í 100% eigu Hampiðjunnar, 65% hlut í netaverkstæðinu Swan Net L.L.C í Seattle USA.

Eftirfarandi tafla sýnir kaupverð Hampidjan USA á rekstri Swan Net USA og gangvirði þeirra eigna og skulda sem voru keyptar.

Swan net L.L.C í Seattle USA:

65% eignarhlutur, Hampidjan USA, greitt með peningum 1.651
Ráðstöfun:
Varanlegir rekstrarfjármunir 228
Veltufjármunir 2.398
Viðskiptavild, mismunur á kaupverði og gangvirði eigna og skulda 326
Skammtímaskuld (587)
35% eignarhlutur minnihluta (714)
1.651

Mat eigna á kaupdegi var byggt á bókfærðu virði eignanna þann 31.12.2013. Viðskiptavild var samningsbundin greiðsla fyrir rekstur fyrirtækisins og tók mið af umfangi og verðmæti hans. Meðeigandi Hampidjan USA er framkvæmdastjóri Swan net USA og einn af stofnendum.

Í samstæðureikninginn koma á árinu tekjur frá Swan net USA að fjárhæð 2.052 þús. evrur og hagnaður að fjárhæð 143 þús. evrur.

7. Aðrar tekjur (-gjöld) 2014 2013
Aðrar tekjur (-gjöld) greinast þannig:
Uppgjör við forstjóra vegna starfsloka (bónusar, starfslokagr. og tengd gjöld) (1.562) 0
(1.562) 0

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.