Earnings Release • Jan 31, 2018
Earnings Release
Open in ViewerOpens in native device viewer
Origo hf. verður til við sameiningu Nýherja hf., TM Software ehf. og Applicon ehf.
REYKJAVÍK - 31. janúar 2018 - Origo kynnti í dag uppgjör fjórða ársfjórðungs og heildaruppgjör fyrir 2017
Hagnaður á síðasta rekstrarári nam 433 mkr sem er ágæt aukning frá 2016, þegar hann var 383 mkr. Á sama tíma dregst rekstrarhagnaður (EBITDA) saman, úr 1.021 mkr í 928 mkr. Reksturinn var um margt ögrandi, en tekjuvöxtur félagsins var 2% sem er nokkuð undir væntingum. Þennan dræma tekjuvöxt má annars vegar rekja til minni búnaðarsölu en á síðasta ári og hins vegar til styrkingar íslensku krónunnar á milli ára, þar sem stór hluti tekna félagsins er annaðhvort í erlendri mynt eða tengdur verði þeirra. Á gjaldahliðinni munar mestu um hækkun launakostnaðar vegna kjarasamningsbundinna hækkana og launaskriðs. Samanlagt skýrir þetta samdrátt í rekstrarhagnaði á milli ára. Þess ber þó að geta að félagið hefur að hluta til varist gengisáhættu með áhættuvörnum sem styrkja niðurstöðu ársuppgjörs að þessu sinni.
Tekjur á fjórða ársfjórðungi voru undir áætlun og drógust saman frá árinu á undan. Þar munar um að umfangsmiklar búnaðarsölur til stærri viðskiptavina voru færri en á metfjórðungi árið áður. Ágæt tekjuaukning var hins vegar á flestum öðrum sviðum, einkum í sölu á eigin hugbúnaðarlausnum. Það hefur verið gaman að sjá viðtökur við Kjarna, launa- og mannauðskerfi, þar sem áskriftartekjur hafa tvöfaldast á milli ára og gæðastýringarlausninni CCQ, sem nýtt er við innleiðingu gæðakerfa og GDPR. Mikil eftirspurn er eftir öryggislausnum á borð við QRadar og Guardium sem fyrirtæki nota til úttektar og vöktunar á eigin kerfum en einnig sem hluta af innleiðingu GDPR. Sala á PC búnaði er stöðug og verulegur vöxtur er í sölu á hljóð- og myndlausnum. Það er svo sérstaklega ánægjulegt að bjóða velkominn fjölda nýrra viðskiptavina sem hafa úthýst UT-rekstri til okkar á síðustu mánuðum.
TIL BIRTINGAR MIÐVIKUDAGINN 31. janúar 2018 origo.is/um-origo/fjarfestar/
Rekstur Tempo gekk mjög vel á árinu, einkum á síðari hluta þess. Eftir nokkuð ögrandi breytingarverkefni á fyrri helmingi árs hafa viðskiptavinir tekið vel í nýja útgáfu af Tempo Cloud for Jira, sem endurspeglast í sterkum tekjuvexti á síðasta ársfjórðungi og 38% aukningu tekna yfir árið í heild. Tempo Timesheets er vinsælasta varan á markaðstorgi Atlassian, en Planner og Budget vörurnar eru einnig á topp sölulistum. Með umbótum okkar á Tempo á síðasta ári er lagður grunnur að samþættingu Tempo við aðrar skýjaþjónustur til viðbótar við JIRA frá Atlassian. Tempo fyrir Slack kom út í lok árs og var vel tekið og við horfum nú ákveðið til vaxtartækifæra, bæði innan og utan Atlassian.
Söluferli á Tempo hófst í október síðastliðnum þar sem fjárfestingarbankinn AGC Partners er okkur til ráðgjafar í ferlinu. Markmiðið er að selja verulegan eignarhlut til aðila sem þekkir vel til uppbyggingar alþjóðlegra hugbúnaðarfyrirtækja og getur stutt við frekari tekjuvöxt og verðmætasköpun næstu 3-5 árin. Ferlið er á áætlun og miðað er við að því ljúki á fyrrihluta árs.
Á síðasta ári og í upphafi 2018 hefur sérstök áhersla verið lögð á að treysta stoðir samstæðunnar til framtíðar. Þetta höfum við m.a. gert með töluverðri fjárfestingu í lausnaþróun auk þess sem við höfum fest kaup á nýjum lausnum og þekkingu sem fellur vel að lausnaframboði okkar og þörfum viðskiptavina. Þarna má nefna bílaleigukerfið Caren, rafrænu innkaupalausnina Timian og frábæran hóp frá AGR sem bætir Dynamics NAV í annars öflugt mengi viðskiptalausna. Sameining Nýherja, Applicon og TM Software undir nýju nafni Origo, gefur okkur svo byr í seglin, bæði vegna hagræðis og öflugra þjónustuframboðs sem nýtt fyrirtæki getur útvegað viðskiptavinum.
Þegar horft er til krefjandi rekstraraðstæðna að undanförnu, þá er niðurstaða ársins viðunandi. Eins og komið hefur fram þá hefur verið unnið að því að draga úr kostnaði, annars vegar með aðhaldi í mönnun og launakostnaði og hins vegar með hagræðingu sem hlýst af sameiningu undir nafninu Origo. Þetta verður áfram verkefni stjórnenda í rekstri félagsins en staðan á vinnumarkaði er í senn mikið umhugsunarog áhyggjuefni. Þó innlendar kostnaðarhækkanir verði áfram ögrandi verkefni fyrir stjórnendur, þá horfum við ekki síður til uppbyggingar á starfsemi og frekari eflingar á tekjugrunni til framtíðar.
TIL BIRTINGAR MIÐVIKUDAGINN 31. janúar 2018 origo.is/um-origo/fjarfestar/
| Rekstrarreikningur - Lykiltölur | ||
|---|---|---|
| Í milljónum ISK | 1.1.-31.12 2017 |
$1.1.-31.12$ 2016 |
| Seldar vörur og þjónusta | 15.064 | 14.788 |
| Vörunotkun og kostnaðarverð seldrar bjónustu |
(11.282) | (11.004) |
| Framlegð | 3.783 | 3.784 |
| Rekstrarkostnaður | (3.444) | (3.278) |
| Hagnaður fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld |
339 | 505 |
| Hreinar fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) | 99 | (111) |
| Hagnaður fyrir tekjuskatt | 437 | 394 |
| Tekjuskattur | (4) | (22) |
| Hagnaður ársins | 433 | 372 |
| Þýðingarmunur dótturfélaga | 0 | 11 |
| Heildarhagnaður ársins | 433 | 383 |
| CDITDA | סרם | 1 กวา |
| Efnahagsreikningur 31.12.2017 | ||
|---|---|---|
| Í milljónum ISK | 31.12.2017 | 31.12.2016 |
| Fastafjármunir | 3.817 | 3.287 |
| Veltufjármunir | 3.218 | 3.624 |
| Eignir samtals | 7.035 | 6.911 |
| Eigið fé | 2.928 | 2.329 |
| Langtímaskuldir | 1.637 | 2.028 |
| Skammtímaskuldir | 2.470 | 2.553 |
| Eigið fé og skuldir samtals | 7.035 | 6.911 |
| Veltufjárhlutfall | 1,30 | 1,42 |
| Eiginfjárhlutfall | 41,6% | 33,7% |
| Sjóðstreymi - Lykiltölur | ||
|---|---|---|
| Í milljónum ISK | $1.1.-31.12.$ 2017 |
$1.1.-31.12.$ 2016 |
| Handbært fé frá rekstri | 688 | 1.267 |
| Fjárfestingarhreyfingar | (919) | (771) |
| Fjármögnunarhreyfingar | (344) | (402) |
| Lækkun á handbæru fé | (574) | 93 |
| Áhrif gengisbreytinga á handbært fé | (1) | (31) |
| Handbært fé í ársbyrjun | 872 | 809 |
| Handbært fé í árslok | 297 | 872 |
| Ársfjórðungsyfirlit - Lykiltölur | |||||
|---|---|---|---|---|---|
| Í milljónum ISK | F4 2017 |
F 3 2017 |
F 2 2017 |
F1 2017 |
F4 2016 |
| Seldar vörur og þjónusta | 3.944 | 3.515 | 3.608 | 3.996 | 4.233 |
| Vörunotkun og kostnaðarverð seldrar þjónustu |
(2.901) | (2.656) | (2.705) | (3.020) | (3.125) |
| Framlegð | 1.044 | 859 | 904 | 976 | 1.108 |
| Rekstrarkostnaður | (965) | (774) | (827) | (879) | (915) |
| Rekstrarhagnaður | 79 | 86 | 77 | 97 | 193 |
| Hrein fjármagnsgjöld | 76 | (83) | 133 | (28) | (13) |
| Hagnaður fyrir tekjuskatt | 155 | 3 | 210 | 70 | 180 |
| Tekjuskattur | 19 | 9 | (29) | (3) | 19 |
| Hagnaður tímabilsins | 174 | 12 | 181 | 67 | 199 |
| Þýðingarmunur dótturfélaga | (6) | 17 | (15) | 4 | (19) |
| Heildarhagnaður tímabilsins | 167 | 29 | 166 | 71 | 180 |
| EBITDA | 246 | 229 | 211 | 242 | 335 |
Um síðustu áramót voru dótturfélög Nýherja hf., Applicon ehf. og TM Software ehf., sameinuð móðurfélaginu sem heitir eftir það Origo hf. Markmiðið með sameiningunni var að einfalda skipulag og auka hagkvæmni, breikka lausnaframboðið, sækja ákveðnar fram á markaði og efla þannig þjónustu við viðskiptavini. Þessar breytingar voru undirbúnar á seinni hluta ársins, en þá var meðal annars unnið að skipulagsbreytingum, innleiðingum nýrra ferla og breytingu á nafni og vörumerki og tengdri markaðssetningu.
Eftir sameininguna er Origo hf. móðurfélag Tempo ehf. og Applicon AB í Svíþjóð. Starfsemi móðurfélagsins er nú skipt í fjögur tekjusvið auk stoðsviða, þ.e. Notendalausnir, Rekstrarþjónustu og innviði, Hugbúnaðarlausnir og Viðskiptalausnir.
Tekjur Origo móðurfélags á árinu námu 12.632 mkr sem er tekjuaukning um 1,2% frá fyrra ári.
Hjá Notendalausnum var stöðug eftirspurn eftir tölvubúnaði frá Lenovo sem hefur átt góðu gengi að fagna á íslenskum markaði undanfarin ár. Sala á hljóð og myndbúnaði frá framleiðendum á borð Bose, NEC, Sony og Canon var mjög góð, í beinni sölu til fyrirtækja, í gegnum endursöluaðila og einstaklinga í gegnum netverslun. Eftirspurn eftir skjálausnum og tengdri sérfræðiþjónustu hefur jafnframt aukist mikið undanfarin ár. Tekjur Notendalausna voru 4.244 mkr árið 2017.
Hjá Rekstrarþjónustu og innviðum varð umtalsverð aukning í þjónustutekjum en vörusala dróst saman milli ára. Tekjur Rekstrarþjónustu og innviða voru 4.756 mkr á árinu 2017. Meiri áhugi er hjá fyrirtækjum á útvistun grunnrekstrar í UT, sem leiddi til þess að gengið var frá fjölda nýrra þjónustusamninga á árinu, m.a. við stóra nýja viðskiptavini eins og Arion og endurnýjun samninga við eldri viðskiptavini.
Origo Viðskiptalausnir (áður Applicon ehf.) sérhæfa sig í ráðgjöf, þjónustu og þróun á sviði viðskiptahugbúnaðar. Rekstur viðskiptalausna gekk vel á árinu. Tekjur námu 1.229 mkr og gott jafnvægi í rekstri einingarinnar. Ágæt eftirspurn var eftir þjónustu ráðgjafa og nýting betri en um nokkurt skeið. Áskriftartekjur jukust hratt og hlutfall þeirra af heildartekjum hækkaði verulega, bæði vegna eigin lausna (t.d. Kjarna, mannauðs- og launakerfis) og lausna frá samstarfsaðilum (t.d. SAP). Verkefnastaða er mjög góð og horfur í sölu á hugbúnaðarleyfum einnig.
Á haustmánuðum síðasta árs festi Origo kaup á Timian Software ehf. sem þróar og innleiðir rafrænt beiðna- og innkaupakerfi sem tengir saman kaupendur og birgja og eykur þannig skilvirkni, gagnsæi og hagkvæmni við innkaup. Undir lok árs keypti Origo svo þann hluta starfsemi AGR Dynamics sem snýr að Microsoft Dynamics NAV og tengdum lausnum frá LS Retail og Cenium. Með þessum kaupum bættist öflugur hópur sérfræðinga í Origo teymið, en kaupin eru liður í því að efla framboð félagsins á sviði viðskiptalausna og tengja við aðrar lausnir (t.d. mannauðskerfi eða rekstrarþjónustu) til að ná fram meira hagræði og betri þjónustu í þágu viðskiptavina.
TIL BIRTINGAR MIÐVIKUDAGINN 31. janúar 2018 origo.is/um-origo/fjarfestar/
Hugbúnaðarlausnir Origo (áður TM Software ehf.) leggja áherslu á þróun á eigin hugbúnaðarvörum og veita þjónustu og ráðgjöf fyrir sérhæfðar lausnir á þremur sviðum, sem eru heilbrigðislausnir, ferðalausnir og rafrænar þjónustulausnir. Tekjur TM Software námu 1.193 mkr á árinu 2017 en samanlagðar tekjur nýs sviðs hugbúnaðarlausna námu 2.133 mkr.
Nokkrar breytingar hafa orðið í rekstri ferðalausnasviðs og rafrænum þjónustulausnum. Hjá ferðalausnum hefur aukinn þungi verið lagður í vöruþróun, m.a. með kaupum á hugbúnaðarlausn Dacoda fyrir bílaleigur og samþættingu við flotastýringar- og leiðsögukerfið Driver Guide sem þróað hefur verið af Origo. Samsett lausn sem er markaðssett undir nafninu Caren, heildarlausn fyrir bílaleigur af öllum stærðum, er í dag mest notaða bílaleigukerfi á Íslandi.
Eftir sameiningu TM Software ehf. og Nýherja hf. undir Origo bætist hugbúnaðarhópur Nýherja hf. við teymi rafrænna þjónustulausna sem áður tilheyrðu TM Software. Þannig samnýtist þekking og reynsla beggja hópa við þróun og þjónustu hugbúnaðarlausna, t.a.m. sjálfsafgreiðslulausnir fyrir hraðbanka og verslanir, öryggislausnir á borð við QRadar og CCQ sem er gæðastýringarlausn í skýinu. Góð eftirspurn var eftir þessum lausnum á síðastliðnu ári, enda leika öryggis- og gæðamál æ mikilvægara hlutverk í daglegum rekstri fyrirtækja, sérstaklega þegar kemur að upplýsingatækni.
Origo er leiðandi í þróun hugbúnaðarlausna á heilbrigðissviði, en þær byggja á traustum grunni frá 1993 þegar þróun Sögu sjúkrarskrár hófst. Saga og tengdar lausnir eru notaðar af þúsundum heilbrigðisstarfsmanna á öllum helstu heilbrigðisstofnunum og fyrirtækjum landsins, allt frá sjúkrahúsum til apóteka. Rekstur heilbrigðislausna gekk vel á síðasta ári.
Fjárfesting í þróun eigin hugbúnaðarlausna var óvenju mikil á árinu, en gert er ráð fyrir að hún muni skila sér í vexti reglulegra áskriftartekna strax á árinu 2018. Verkefnastaðan er góð og horfur í rekstri Hugbúnaðarlausna Origo eru ágætar.
Tempo þróar samnefnda tímaskráninga- og verkefnisstjórnunarlausn sem hefur átt vaxandi vinsældum að fagna undanfarin ár. Tekjur á árinu námu 17,9 mUSD og jukust þær um 38% (í USD) á milli ára.
Eins og fyrr vinnur Tempo náið með yfir 120 samstarfsaðilum að sölu og þjónustu á hugbúnaðinum, en um 60% af nýjum tekjum kemur fyrir tilstuðlan samstarfsaðila. Hjá Tempo vinna tæplega 100 starfsmenn, þar af 33 í Montreal og San Francisco.
Viðskiptavinir Tempo kaupa lausnir félagsins í gegnum markaðstorg Atlassian (e. Atlassian Marketplace) sem viðbót við JIRA og JIRA Service Desk. Tempo Timesheets var í desember mest selda lausnin á markaðstorginu og voru hinar lausnir Tempo, þ.e. Planner og Budget, einnig á lista yfir þær mest seldu. Viðskiptavinir telja nú yfir 11.300, af öllum stærðum og gerðum, í öllum atvinnugreinum og fleiri en 110 löndum.
Tempo kynnti í september Tempo Cloud for JIRA, sem og samtengingar við vinsælar skýjaþjónustu. Nýja lausnin byggir á eigin skýjaumhverfi Tempo á Amazon Web Services, sem felur annars vegar í sér nýjar
TIL BIRTINGAR MIÐVIKUDAGINN 31. janúar 2018 origo.is/um-origo/fjarfestar/
leiðir til vöruþróunar og hins vegar möguleika á auknum vexti með beinni sölu til viðskiptavina, óháð því hvort þeir nota JIRA frá Atlassian eða aðrar skýjalausnir. Undir lok árs kynnti Tempo vöru fyrir Slack, sem er ein vinsælasta samskiptalausn í heimi, en þannig geta notendur Slack jafnframt nýtt sér virkni Tempo Timesheets.
Mikil vinna var lögð í að flytja viðskiptavini sem nota skýlausn Tempo yfir á Tempo Cloud for JIRA og tryggja aukin gæði vörunnar við þá breytingu. Undir lok árs sá fyrir endann á öllum tæknilegum hindrunum og aukin áhersla þá lögð á sölustarf miðað við það sem var á fyrri hluta árs. Góður tekjuvöxtur á síðasta ársfjórðungi endurspeglar annars vegar árangur af þessu starfi og hins vegar góðar viðtökur við nýrri útgáfu af skýjalausn Tempo. Áfram er gert ráð fyrir kröftugum tekjuvexti af sölu á Tempo lausnum á markaðstorgi Atlassian, en þar að auki er stefnt að því að Tempo muni afla fyrstu tekna á nýjum mörkuðum, utan Atlassian Marketplace, á árinu 2018.
Síðastliðið ár hefur fjárfestingabankinn AGC Partners verið til ráðgjafar um mögulega sölu á félaginu til fjárfesta sem geta stutt við frekari tekjuvöxt og verðmætasköpun. Í október síðastliðnum var formlegt söluferli hafið og gert ráð fyrir að Origo selji verulegan eignarhlut til samstarfsaðila sem þekkja vel til uppbyggingar fyrirtækja í alþjóðlegri hugbúnaðarstarfsemi. Söluferlið gengur samkvæmt áætlun og miðað er við að því ljúki á fyrrihluta árs.
Applicon í Svíþjóð sérhæfir sig í ráðgjöf og innleiðingu viðskiptakerfa fyrir banka og fjármálafyrirtæki og vinnur m.a. að umfangsmiklum verkefnum fyrir sænsku bankana SBAB Bank og Landshypotek Bank. Heildartekjur Applicon Í Svíþjóð voru SEK 87 mkr og standa nokkurn vegin í stað á milli ára.
Applicon hefur skapað sér mikla sérstöðu með þekkingu á fjármálalausnum fyrir millistór fjármálafyrirtæki á Norðurlöndunum. Eftirspurn eftir ráðgjöf og þjónustu hefur verið umfram það sem fyrirtækið hefur getað annað og er gert ráð fyrir að svo verði áfram. Horfur eru góðar.
Gert er ráð fyrir áframhaldandi hóflegum vexti tekna Origo samstæðunnar og að afkoma verði sambærileg við það sem verið undanfarin misseri. Innlendar kostnaðarhækkanir verða áfram verkefni stjórnenda í rekstri félagsins en staðan á vinnumarkaði er í senn mikið umhugsunar- og áhyggjuefni.
Samstæðunni ber að innleiða reikningsskilastaðal IFRS 15 fyrir reikningsár sem hefjast 1. janúar 2018. Reikningsskilastaðallinn inniheldur nýja viðmiðun við skráningu tekna og kemur í stað reglna um tekjuskráningar sem áður var að finna í IAS 11 og IAS 18.
Stjórnendur hafa metið hver áhrif á upptöku staðalsins kunni að verða við gerð samstæðureikningsins. Áhrif á eigið fé samstæðunnar 1. janúar 2018 eru metin með hliðsjón af reglum staðalsins við skráningar tiltekinna tekna samstæðunnar og frestuðum tekjum og dreifingu þeirra tekna á síðari tímabil.
TIL BIRTINGAR MIÐVIKUDAGINN 31. janúar 2018 origo.is/um-origo/fjarfestar/
Frestaðar tekjur í árslok gætu numið 350-450 millj. kr. og eigið fé lækkað 210-270 millj. kr. við innleiðingu á staðlinum að teknu tilliti breytingar á meðhöndlun kostnaðar og tekjuskattsáhrifa. Ef staðalinn hefði tekið gildi 1. janúar 2017 þá eru áætluð áhrif sú að tekjur ársins 2017 hefðu verið um 80 til 110 millj. kr. lægri og hagnaður ársins um 50-70 millj. kr. lægri. Endanleg áhrif af upptöku staðalsins munu koma fram í fyrsta árshlutareikningi samstæðunnar á árinu 2018.
Samstæðunni ber að innleiða reikningsskilastaðal IFRS 16 fyrir reikningsár sem hefjast 1. janúar 2019 eða síðar. Reikningsskilastaðallinn breytir skráningu leigusamninga verulega og kemur í stað reglna um leigusamninga sem áður var að finna í IAS 17. Áhrif staðalsins eru einkum þau að rekstrarleigusamninga skuli bóka í efnahagsreikning samstæðunnar, sem hækka mun fjárhæðir heildareigna og skulda samstæðunnar. Rekstrarleigusamningar eru nú gjaldfærðir eftir því sem þeir falla til, en eignir og skuldir vegna réttinda samstæðunnar og skuldbindinga samkvæmt slíkum samningum hafa ekki verið færðar í efnahagsreikning.
Stjórnendur telja að innleiðing á þessum staðli muni hafa talsverð áhrif á efnahagsreikning samstæðunnar. Ekki hefur verið lagt mat á möguleg áhrif af innleiðingu staðalsins, en vísað er í skýringu 25 þar sem fram kemur að leiguskuldbindingar samstæðunnar nema 1.902 millj. kr. í árslok 2017. Núvirt fjárhæð skuldbindingar í árslok 2018 verður færð í efnahagsreikninginn. Leigugreiðslur hafa í rekstrarreikningi verið gjaldfærðar sem rekstrarkostnaður til þessa, en í samræmi við breyttar reglur mun félagið gjaldfæra afskriftir af leiguréttindum annars vegar og fjármagnskostnað hins vegar. Gjaldfærður kostnaður mun að jafnaði verða hæstur í upphafi leigutíma en lækkar svo eftir því sem á líður þar sem fjármagnskostnaður í leigusamningunum er miðaður við fjárhæð leiguskuldar hverju sinni.
Markaðsvirði fyrirtækisins í lok árs 2017 var kr. 12.294 mkr. Lokaverð hlutabréfa á árinu var 26,8 á hlut. Fjöldi útgefinna hluta í lok árs voru 459 milljónir og voru hluthafar 587 talsins.
Kynningarfundur fyrir fjárfesta og markaðsaðila verður haldinn fimmtudaginn 1. febrúar 2018 í höfuðstöðvum félagsins að Borgartúni 37 í Reykjavík kl. 08:30. Finnur Oddsson, forstjóri mun kynna afkomu félagsins. Hægt er að nálgast streymi af fundinum á heimasíðu félagsins. Kynningarefni af fundinum verður hægt að nálgast á heimasíðu félagsins, origo.is, að honum loknum.
| 02.03.2018 | Aðalfundur |
|---|---|
25.04.2018 Fyrsti ársfjórðungur 2018 uppgjör
22.08.2018 Annar ársfjórðungur 2018 uppgjör
31.10.2018 Þriðji ársfjórðungur 2018 uppgjör
TIL BIRTINGAR MIÐVIKUDAGINN 31. janúar 2018 origo.is/um-origo/fjarfestar/
Árshlutareikningur var samþykktur á stjórnarfundi Origo hf. þann 31. janúar 2018. Uppgjör Origo hf. er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS-International Financial Reporting Standards).
Origo er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Við viljum vera fyrsta val viðskiptavina, skilja viðfangsefni þeirra, veita framúrskarandi þjónustu og bjóða snjallar lausnir. Dótturfélög Origo hf. eru Tempo ehf. og Applicon AB í Svíþjóð. Hlutabréf Origo eru skráð í NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöll Íslands) undir auðkenninu ORIGO.
Í stjórn Origo eru Ívar Kristjánsson, stjórnarformaður, Hildur Dungal, varaformaður, Emilía Þórðardóttir, Loftur Bjarni Gíslason og Guðmundur Jóhann Jónsson. Hjalti Þórarinsson situr í varastjórn. Finnur Oddsson er forstjóri Origo.
Finnur Oddsson forstjóri í síma 862-0310 eða [email protected] og Gunnar Petersen framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 825-9001 eða [email protected]
Til athugunar fyrir fjárfesta
Origo vekur athygli á því að staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins, en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna af birtingu tilkynningarinnar. Eðli málsins samkvæmt fela slíkar staðhæfingar í sér óvissu. Athygli fjárfesta er vakin á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi félagsins og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í tilkynningunni. Þessi tilkynning verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar. Staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu gilda eingöngu á því tímamarki þegar fréttatilkynningin er birt og takmarkast gildi þeirra við það sem segir í fyrirvara þessum.
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.