AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Origo

Earnings Release Oct 31, 2018

2208_er_2018-10-31_89c2c819-91f9-4b85-95bb-6906ecb9ff6c.pdf

Earnings Release

Open in Viewer

Opens in native device viewer

Afkoma Origo á þriðja ársfjórðungi umfram væntingar

EBITDA 369 mkr á þriðja ársfjórðungi 2018 og heildarhagnaður 146 mkr

REYKJAVÍK - 31. október 2018 - Origo kynnti í dag uppgjör þriðja ársfjórðungs og fyrstu níu mánuði 2018

Helstu upplýsingar:

  • Sala á vöru og þjónustu nam 3.744 mkr á þriðja ársfjórðungi (6,5% tekjuaukning frá F3 2017) og 11.256 mkr á fyrstu níu mánuðum 2018 (1,2% tekjuaukning frá 9M 2017) [F3 2017: 3.515 mkr, 9M 2017: 11.112 mkr]
  • Framlegð nam 1.071 mkr (28,6%) á þriðja ársfjórðungi og 2.988 mkr (26,5%) á fyrstu níu mánuðum 2018 [F3 2017: 859 mkr (24,4%), 9M 2017: 2.739 mkr (24,6%)]
  • EBITDA nam 369 mkr (9,8%) á þriðja ársfjórðungi og 705 mkr (6,3%) á fyrstu níu mánuðum 2018 [F3 2017: 229 mkr (6,5%), 9M 2017: 682 mkr (6,1%)
  • EBIT nam 203 mkr (5,4%) á þriðja ársfjórðungi og 201 mkr (1,8%) á fyrstu níu mánuðum 2018 [F3 2017: 86 mkr (2,4%), 9M 2017: 260 mkr (2,3%)]
  • Heildarhagnaður á þriðja ársfjórðungi nam 146 mkr, en 135 mkr á fyrstu níu mánuðum 2018 [F3 2017: 135 mkr, 9M 2017: 266 mkr]
  • Heildarhagnaður án IFRS á þriðja ársfjórðungi nam 160 mkr, en 172 mkr heildarhagnaður án IFRS á fyrstu níu mánuðum ársins
  • Eiginfjárhlutfall var 40,4% í lok fyrstu níu mánaða ársins, en var 41,6% í árslok 2017
  • Samkomulag gert um einkaviðræður um kaup Diversis Capital á 55% hlut í Tempo ehf.

Finnur Oddsson, forstjóri:

"Niðurstaða á þriðja ársfjórðungi er yfir væntingum og staðfestir þann stíganda sem hefur verið í rekstri samstæðunnar eftir því sem liðið hefur á árið. Tekjur halda áfram að aukast og afkoma batnar frá öðrum ársfjórðungi. Niðurstaðan er einn besti rekstrarfjórðungur í sögu Origo samstæðunnar þegar horft er til hagnaðar fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta.

Þessa jákvæðu þróun má að hluta rekja til áherslubreytinga í rekstri félagsins að undanförnu. Breytt skipulag og endurmörkun vörumerkis eru smám saman að skila sér í auknu hagræði, meiri skilvirkni og sterkari markaðsstöðu. Tekjur vaxa hjá öllum einingum á fjórðungnum og samsetning tekna er að þróast í rétta átt, þ.e. hærra hlutfall er vegna reglulegra tekna af hugbúnaðarsölu og þjónustu en verið hefur. Nýju nafni og vörumerki samstæðu hefur svo verið afar vel tekið, en "efst í huga" mælingar sýna að Origo er þegar orðið leiðandi vörumerki á íslenskum upplýsingatæknimarkaði, eitthvað sem við finnum fyrir á hverjum degi í starfsemi okkar, hvort sem horft er til sölu á notendabúnaði eða viðskiptalausnum. Rekstur dótturfélaga gengur vel, einkum hjá Tempo, sem skilaði miklum tekjuvexti og góðri afkomu á fjórðungnum.

Í byrjun október var gert samkomulag um áreiðanleikakönnun og einkaviðræður um sölu á 55% hlut í Tempo til Diversis Capital, fjárfestingafélags frá Los Angeles. Við höfum miklar væntingar til samstarfsins við Diversis, sem búa að víðtækri reynslu í uppbyggingu ört vaxandi tæknifyrirtækja. Þó svo viðræðum og áreiðanleikakönnun miði vel, og í raun mjög hratt, mun endanlegur frágangur kaupsamnings hliðrast inn í nóvembermánuð. Fyrirhuguð kaup miða við að heildarvirði Tempo sé 62,5 mUSD og að Diversis greiði Origo um 34,4 mUSD fyrir hlutinn.

Heilt yfir erum við mjög ánægð með hvert stefnir og væntum þess að tekjur vaxi áfram hóflega með viðunandi afkomu á næstu misserum. Enn hefur ekki náðst fram full samlegð í kjölfar sameiningar í upphafi árs, þar liggja heilmikil tækifæri til að þjóna viðskiptavinum betur og efla um leið rekstur félagsins. Félagið hefur sjaldan verið jafn vel í stakk búið til að ná til viðskiptavina og styðja þá í þeirri mikilvægu vegferð að nýta upplýsingatækni til að bæta árangur. Þar horfi ég sérstaklega til skilvirkara skipulags okkar og breiðara lausnaframboðs.

Þó að við séum almennt nokkuð bjartsýn á það sem er framundan hjá Origo, þá eru blikur eru á lofti í íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Fjölmargir kjarasamningar eru lausir á komandi mánuðum og mikilvægt að samið verði með þeim hætti að það ýti ekki undir verðbólgu og óstöðugleika í hagkerfinu. Þannig myndi samkeppnishæfi fyrirtækja eins og Origo aðeins hraka og nauðsynlegt yrði að fara í erfiðari hagræðingarvinnu en annars þyrfti.

Rekstrarreikningur - Lykiltölur
Í milljónum ISK $1.1.-30.9.$
2018
$1.1.-30.9.$
2017
Seldar vörur og þjónusta 11.256 11.120
Vörunotkun og kostnaðarverð seldrar
þjónustu
(8.268) (8.381)
Framlegð 2.988 2.739
Rekstrarkostnaður (2.787) (2.479)
Rekstrarhagnaður 201 260
Hrein (fjármagnsgjöld) fjármunatekjur (30) 22
Hagnaður fyrir tekjuskatt 172 282
Tekjuskattur (36) (23)
Hagnaður tímabilsins 136 259
Þýðingarmunur dótturfélaga (1) 6
Heildarhagnaður tímabilsins 135 266
EBITDA 705 682

Rekstrarreikningur – Níu mánuðir 2018

  • Sala á vöru og þjónustu nam 11.256 mkr á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 11.120 mkr á sama tímabili árið 2017, eða hækkun um 1,2%
  • Framlegð nam 2.988 mkr (26,5%) á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 2.739 mkr (24,6%) á sama tíma í fyrra
  • Rekstrarkostnaður var 2.787 mkr (24,8% af tekjum) samanborið við 2.479 mkr (22,3% af tekjum) á sama tímabili árið 2017

  • EBITDA nam 705 mkr (6,3%) á fyrstu níu mánuðum ársins en nam 682 mkr (6,1%) á sama tímabili árið 2017

  • Hrein fjármagnsgjöld voru 30 mkr á fyrstu níu mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra voru fjármunatekjur upp á 22 mkr. Í ár er minni gengishagnaður og vaxtatekjur samanborið við fyrra ár
  • Heildarhagnaður tímabilsins var 135 mkr samanborið við 266 mkr á sama tímabili árið 2017

Efnahagsreikningur 30.09.2018

Efnahagsreikningur 30.09.2018
Í milljónum ISK 30.09.2018 31.12.2017
Fastafjármunir 3.913 3.817
Veltufjármunir 3.344 3.218
Eignir samtals 7.256 7.035
Eigið fé 2.928 2.928
Langtímaskuldir 1.587 1.637
Skammtímaskuldir 2.741 2.470
Eigið fé og skuldir samtals 7.256 7.035
Veltufjárhlutfall 1,22 1,30
Eiginfjárhlutfall 40,4% 41,6%
  • Fastafjármunir hækka um 96 mkr á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 og er hækkunin fyrst og fremst í óefnislegum eignum
  • Veltufjármunir hækka um 126 mkr á fyrstu níu mánuðum ársins 2018, hækkunin kemur til vegna hærri birgðastöðu nú en var í lok árs 2017
  • Eiginfjárhlutfall er nú 40,4% en var 41,6% í lok árs 2017
  • Veltufjárhlutfall lækkar frá árslokum 2017 og er nú 1,22 en var 1,30 í lok árs 2017
  • Langtímaskuldir lækka um 50 mkr á tímabilinu úr 1.637 mkr í lok árs 2017 í 1.587 mkr eftir fyrstu níu mánuði ársins 2018
  • Skammtímaskuldir hækka um 271 mkr á tímabilinu sem stafar af hækkun í vaxtaberandi skammtímaskuldum

Sjóðstreymi 1.1.2018 - 30.09.2018

Sjóðstreymi - Lykiltölur
Í milljónum ISK $1.1.-30.9.$
2018
$1.1.-30.9.$
2017
Handbært fé frá rekstri 40 196
Fjárfestingarhreyfingar (535) (521)
Fjármögnunarhreyfingar 274 (321)
Lækkun á handbæru fé (221) (646)
Áhrif gengisbreytinga á handbært fé (0) (0)
Handbært fé í ársbyrjun 297 872
Handbært fé í lok tímabilsins 75 226
  • Handbært fé frá rekstri nam 40 mkr eftir fyrstu níu mánuði ársins 2018 samanborið við 196 mkr á sama tímabili í fyrra. EBITDA var hærri fyrstu níu mánuðina árið 2018 en á sama tímabili árið 2017, hins vegar voru breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum neikvæðar um 595 mkr árið 2018 en voru neikvæðar um 423 mkr árið 2017
  • Fjárfestingahreyfingar eru nú 535 mkr en voru 521 mkr á sama tímabili í fyrra
  • Fjármögnunarhreyfingar eru nú jákvæðar um 274 mkr en voru neikvæðar um 321 mkr á sama tímabili í fyrra en þá greiddi félagið upp vaxtaberandi lán að upphæð 300 mkr
Ársfjórðungsyfirlit - Lykiltölur
Í milljónum ISK F 3
2018
F 2
2018
F 1
2018
F4
2017
F 3
2017
Seldar vörur og þjónusta 3.744 3.731 3.781 3.944 3.515
Vörunotkun og kostnaðarverð
seldrar þjónustu
(2.672) (2.722) (2.874) (2.901) (2.656)
Framlegð 1.071 1.010 908 1.044 859
Rekstrarkostnaður (868) (948) (971) (965) (774)
Rekstrarhagnaður (-tap) 203 61 (63) 79 86
Hrein (fjármagnsgjöld)
fjármunatekjur
(23) (35) 28 76 (83)
Hagnaður (tap) fyrir tekjuskatt 179 27 (35) 155 3
Tekjuskattur (36) (6) 7 19 9
Hagnaður (tap) tímabilsins 143 21 (28) 174 12
Þýðingarmunur dótturfélaga 3 (6) 2 (6) 17
Heildarhagnaður (-tap)
tímabilsins
146 15 (26) 167 29
EBITDA 369 235 102 246 229

Rekstrarniðurstaða á þriðja ársfjórðungi 2018

  • Sala á vöru og þjónustu á þriðja ársfjórðungi árið 2018 nam 3.744 mkr en nam 3.515 mkr á sama tímabili árið 2017, hækkun um 6,5% á milli ára
  • Framlegð nam 1.071 mkr (28,6%) á þriðja ársfjórðungi samanborið við 859 mkr (24,4%) á sama tíma í fyrra
  • Rekstrarkostnaður var 868 mkr (23,2% af tekjum) á þriðja ársfjórðungi samanborið við 774 mkr (22,0% af tekjum) á sama tímabili árið 2017
  • EBITDA nam 369 mkr (9,9%) á þriðja ársfjórðungi 2018 samanborið við 229 mkr (6,5%) á þriðja ársfjórðungi árið 2017
  • Hrein fjármagnsgjöld voru 23 mkr samanborið við 83 mkr á sama tímabili í fyrra
  • Heildarhagnaður á þriðja ársfjórðungi árið 2018 var 146 mkr samanborið við 29 mkr á sama tímabili árið 2017

Mikill afkomubati samstæðu Origo

Afkoma Origo og dótturfélaga var töluvert yfir áætlunum á þriðja ársfjórðungi. Tekjur á þriðja ársfjórðungi námu 3.744 mkr (6,5% tekjuaukning frá F3 2017) og 11.256 mkr á fyrstu níu mánuðum ársins (1,2% tekjuaukning frá sama tímabili árið 2017). Það sem skýrir bættan rekstur á fjórðungnum helst er veruleg aukning tekna vegna sölu á eigin hugbúnaði og útseldrar vinnu sérfræðinga. Þá gengur Tempo sérlega vel, tekjur jukust kröftuglega og afkoma var mjög góð.

Góð eftirspurn eftir hýsingar- og rekstrarþjónustu

Rekstur Rekstrarþjónustu og Innviða (RoI) var ágætur í fjórðungnum. Tekjur RoI námu 993 mkr á þriðja ársfjórðungi (2,2% tekjuaukning frá F3 2017) og 3.078 mkr á fyrstu níu mánuðum ársins (7,9% tekjusamdráttur frá fyrstu níu mánuðum 2017). Tekjusamdráttur það sem af er ári skrifast fyrst og fremst á minni sölu á miðlægum tölvubúnaði, sem er í takt við breytingar á notkun atvinnulífs á upplýsingatækniinnviðum s.l. misseri. Tekjur á sviðinu eru því í auknum mæli að færast úr einskiptissölu yfir í áskriftartekjur, sem er í samræmi við markmið Origo. Á tímabilinu bættust við fyrirtæki í hýsingar- og rekstrarþjónustu auk þess sem góð eftirspurn var eftir ýmiss konar sérfræðiþjónustu. Verkefnastaða RoI fyrir komandi ársfjórðunga er góð.

Kröftugur tekjuvöxtur hjá hugbúnaðareiningum

Rekstur Hugbúnaðarlausna gekk mjög vel í fjórðungnum. Tekjur námu 571 mkr (16% tekjuaukning frá F3 2017) og 1.489 mkr fyrstu 9 mánuði ársins (1,4% tekjuaukning frá fyrstu 9 mánuðum 2017). Ágæt eftirspurn var eftir þjónustu hugbúnaðarsérfræðinga og ráðgjafa og sala eigin hugbúnaðarleyfa og frá þriðja aðila gekk vel. Verkefnastaðan er góð og rekstrarhorfur eru því ágætar.

Tekjur Viðskiptalausna hafa aukist verulega miðað við árið í fyrra, voru 360 mkr á fjórðungnum sem er um 48% vöxtur og 1.164 mkr á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er 43% vöxtur. Tekjuaukningin kemur m.a. til vegna þess að lausnaframboð Viðskiptalausna nær nú til mun breiðari markhóps en áður. Lausnir á borð við Dynamics NAV lausnir, Timian innkaupakerfi og Kjarni mannauðs- og launakerfi eru nú hluti af lausnaframboði. Tekjur vaxa á öllum sviðum, nýting ráðgjafa var mjög góð á tímabilinu og nokkur fjölbreytt langtímaverkefni hófust undir lok þess, m.a. stór innleiðing á SAP S/4HANA og spennandi verkefni á sviði bankalausna fyrir nokkrar fjármálastofnanir. Töluverð vinna hefur verið sett í þróun nýrra viðskiptalausna á sviðinu og jafnframt er unnið að áhugaverðum sölutækifærum og því útlit fyrir áframhaldandi sterkan vöxt og bætta afkomu.

Notendabúnaður frá Origo áfram vinsæll

Ágætur gangur var í sölu á notendabúnaði, PC tölvum og hljóð- og myndlausnum, á þriðja ársfjórðungi eins og verið hefur að undanförnu. Tekjur Notendalausna námu 1.033 mkr á fjórðungnum (0,1% tekjuaukning frá F3 2017) og 3.282 mkr á fyrstu níu mánuðum ársins (5,1% tekjuaukning frá sama tímabili 2017). Áfram er mikil eftirspurn eftir Lenovo tölvum til fyrirtækja og einstaklinga, eða tæplega 10% vöxtur milli tímabila. Sala á Sony mynd- og hljóðbúnaði náði einnig um 10% vexti milli ára. Mikil eftirspurn var áfram eftir hljóð- og myndlausnum til fyrirtækja. Viðskipti í gegnum netverslun rúmlega tvöfölduðust milli tímabila og má búast við viðlíka vexti áfram.

Tekjuvöxtur á ný hjá Applicon í Svíþjóð

Góð eftirspurn var eftir þjónustu Applicon í Svíþjóð, dótturfélags Origo á þriðja ársfjórðungi, en félagið leggur einkum áherslu á sölu viðskiptalausna fyrir meðalstór fjármálafyrirtæki á Norðurlöndum. Tekjur námu 19,8 mSEK (9,3% tekjuvöxtur frá F3 2017) og 64,7 mSEK á fyrstu níu mánuðum ársins (2,3% tekjusamdráttur frá fyrstu níu mánuðum 2017). Megin skýring á tekjusamdrætti það sem af er ári liggur í samdrætti í útseldri sérfræðiráðgjöf og minni sölu hugbúnaðarleyfa en í fyrra, en slíkar sölur dreifast óreglulega yfir árið.

Félagið hélt áfram þróun og fjárfestingu í nýjum lausnum á tímabilinu og fjölgaði starfsfólki. Afkoma var heldur undir væntingum og einnig undir afkomu þriðja ársfjórðungs í fyrra. Horfur á næsta ársfjórðungi eru góðar.

Heildartekjur Tempo ehf. námu USD 5,6 milljónum

Rekstur Tempo, dótturfélags Origo, gekk mjög vel á þriðja ársfjórðungi ársins 2018. Heildartekjur (án IFRS) Tempo námu 5,6 mUSD á fjórðungnum, sem er 34% vöxtur, og 15,3 mUSD á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er 22% vöxtur.

Áskriftartekjur vegna Tempo Cloud jukust um 39% í þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Hlutfall tekna vegna skýjalausna hefur vaxið úr 36% af heildartekjum í sölu hugbúnaðar í 40% á þessum ársfjórðungi, en núna í september voru seld 259 ný "cloud" leyfi.

Sala til "Enterprise" viðskiptavina jókst áfram og samanstendur af 40% af heildartekjum. Í þriðja ársfjórðungi jukust árlegar áskriftartekjur (ARR - Annual Recurring Revenue) um 34% á milli ára. Tempo tilkynnti um fjórar nýjar vörur á ársfjórðungum, þ.e. Premium Success Program, Jira Data Center Support, Tempo Connect og Tempo Cloud fyrir 5.000 notendur. Allar þessar vörur verða aðgengilegar viðskiptavinum í fjórða ársfjórðungi en væntingar eru að þær muni ýta enn frekar undir tekjuvöxt á næstu ársfjórðungum.

Stjórn Origo gerði samkomulag um einkaviðræður við Diversis Capital um sölu á 55% hlut í Tempo til Diversis. Diversissérhæfir sig meðal annars í fjárfestingum í ört vaxandi hugbúnaðar- og tæknifyrirtækjum. Fyrirhuguð kaup miða við að heildarvirði Tempo (EV) sé USD 62,5 milljónir og að Diversis greiði Origo um USD 34,4 milljónir. Félögin munu leggja Tempo til vaxtarfjármagn, USD 2 milljónir sem greiðist af Diversis og Origo í hlutfalli við eignarhlut. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki í nóvember.

Horfur í rekstri Tempo eru mjög góðar og gert er ráð fyrir áframhaldandi tekjuvexti næstu ársfjórðunga.

Horfur

Horfur í rekstri Origo eru góðar. Gert er ráð fyrir hóflegum vexti tekna og að afkoma verði betri en hún var í byrjun árs.

Hluthafar

Markaðsvirði fyrirtækisins fyrstu níu mánuði ársins 2018 nam 9.539 mkr., lokaverð hlutabréfa á fyrri árshelmingi var kr. 20,5 á hlut. Fjöldi útgefinna hluta þann 30. september 2018 voru 465 milljónir og voru hluthafar 615 talsins.

Kynningarfundur þann 1. nóvember 2018

Kynningarfundur fyrir fjárfesta og markaðsaðila verður haldinn fimmtudaginn 1. nóvember 2018 í höfuðstöðvum félagsins að Borgartúni 37 í Reykjavík kl. 08:30. Finnur Oddsson, forstjóri mun kynna afkomu félagsins. Hægt er að nálgast streymi af fundinum á heimasíðu félagsins. Kynningarefni af fundinum verður hægt að nálgast á heimasíðu félagsins, origo.is að honum loknum.

Fjárhagsdagatal

30.01.2019 Fjórði ársfjórðungur og ársuppgjör 2018 01.03.2019 Aðalfundur

Samþykkt árshlutareiknings

Árshlutareikningur var samþykktur á stjórnarfundi Origo hf. þann 31. október 2018. Uppgjör Origo hf. er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS-International Financial Reporting Standards).

Origo hf.

Origo er framsækið þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni sem varð til við sameiningu Nýherja, Applicon og TM Software. Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina. Hlutabréf Origo hf. eru skráð í NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöll Íslands) undir auðkenninu ORIGO.

Í stjórn Origo eru Ívar Kristjánsson, stjórnarformaður, Hildur Dungal, Emilía Þórðardóttir, Loftur Bjarni Gíslason, Guðmundur Jóhann Jónsson og Hjalti Þórarinsson er varamaður stjórnar. Finnur Oddsson er forstjóri Origo.

Nánari upplýsingar

Finnur Oddsson forstjóri í síma 862-0310 eða [email protected] og Gunnar Petersen framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 825-9001 eða [email protected].

Til athugunar fyrir fjárfesta

Origo vekur athygli á því að staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins, en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna af birtingu tilkynningarinnar. Eðli málsins samkvæmt fela slíkar staðhæfingar í sér óvissu. Athygli fjárfesta er vakin á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi félagsins og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í tilkynningunni. Þessi tilkynning verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar. Staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu gilda eingöngu á því tímamarki þegar fréttatilkynningin er birt og takmarkast gildi þeirra við það sem segir í fyrirvara þessum.

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.