Earnings Release • Jan 30, 2019
Earnings Release
Open in ViewerOpens in native device viewer
TIL BIRTINGAR MIÐVIKUDAGINN 30. janúar 2019 origo.is/um-origo/fjarfestar/
Metár í rekstrarhagnaði og heildarhagnaði. Heildarhagnaður ársins 5,4 milljarðar.
REYKJAVÍK - 30. janúar 2019 - Origo kynnti í dag uppgjör fjórða ársfjórðungs og heildaruppgjör fyrir 2018
"Afkoma Origo á árinu 2018 er sú besta í sögu félagsins. Sala á fjórða ársfjórðungi nam 4.461 mkr og var 13,1% hærri en sama tímabil í fyrra. Heildarhagnaður á fjórða ársfjórðungi árið 2018 var 5.285 mkr samanborið við 167 mkr á sama tímabili árið 2017, þar sem söluhagnaður vegna Tempo hefur veruleg áhrif á niðurstöðuna. Ef horft er til ársins í heild jókst sala á vöru og þjónustu um 4,3% og var í lok ársins 15.717 mkr. Heildarhagnaður félagsins á árinu jókst mikið og var 5.420 samanborðið við 433 mkr á árinu 2017. EBITDA nam 1.128 mkr (7,2%) á árinu 2018, en var 928 (6,2%) árið 2017. EBITDA félagsins jókst eftir því sem leið á árið og nam 423 mkr (9,5%) á fjórða ársfjórðungi og hefur ekki áður verið hærri í sögu félagsins.
Árið 2018 markar ákveðin þáttaskil í sögu Origo og forvera. Origo varð til í upphafi ársins með samruna þriggja félaga og hefur endurmörkun vörumerkis og sameining strax skilað sér ávinningi fyrir viðskiptavini og Origo, í formi aukinnar skilvirkni, hagkvæmni og betri afkomu. Starfsemi Origo hefur þróast töluvert á þessu eina ári. Til viðbótar við sterka sölu á nauðsynlegum tölvubúnaði til atvinnurekstrar, hefur Origo á undanförnum misserum eflt lausnaframboð sitt sérstaklega á sviði hugbúnaðar- og viðskiptalausna, bæði með þróun eigin lausna og eins með kaupum á fyrirtækjum og rekstareiningum. Tekjusamsetning félagsins hefur breyst samfara aukinni áherslu á þjónustu í áskrift, ráðgjöf og sölu á ýmsum hugbúnaðar- og viðskiptalausnum, bæði eigin þróun og í endursölu. Þessar breytingar hafa skilað okkur breiðara lausnaframboði, auknum tekjum og bættri afkomu.
TIL BIRTINGAR MIÐVIKUDAGINN 30. janúar 2019 origo.is/um-origo/fjarfestar/
Endurmörkun á Origo hefur tekist mjög vel og hefur félagið strax náð sterkri stöðu sem leiðandi þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni, meðal fyrirtækja og einstaklinga. Við finnum fyrir auknum áhuga á félaginu á mörgum sviðum og greinilegt að ítarleg undirbúningsvinna með ráðgjöfum og starfsfólki hefur skilað sér í afar sterku vörumerki og hárri vitund á eðli starfseminnar. Origo er meðal annars efst í huga fólks þegar kemur að vali á upplýsingatæknifyrirtæki, samkvæmt mælingu hjá Gallup síðla árs 2018. Origo hefur náð sterktri stöðu í flestum aldursflokkum og ánægjulegt að sjá aukna vitund og þekkingu á vörumerkingu meðal yngri hópa, t.d. 18-24 ára og 35-44 ára. Því til viðbótar þekkja 91% landsmanna vörumerkið Origo, samkvæmt nýlegri rannsókn hjá Gallup, sem er góður árangur á tæplega 12 mánuðum. Þessi árangur er í takt við tón vörumerkisins Origo, sem er léttur og hress en endurspeglar um leið auðmýkt, hjálpsemi og tæknilega færni. Þessar niðurstöður gefa okkur byr undir báða vængi og ljóst að í þeim felast verðmæti fyrir félagið til framtíðar.
Sala Origo á ríflega helmingshlut í Tempo seinni hlutann í nóvember síðastliðinn var mikilvægt skref fyrir bæði Origo og starfsemi Tempo. Eftir söluna er fjárhagstaða Origo afar sterk og félagið á þeim stað að geta stutt bæði við innri og ytri vöxt en jafnframt tekið á móti erfiðum ytri aðstæðum efsvo ber undir. Í sölunni á Tempo felst viðurkenning á frábæru starfi starfsfólks Tempo og Origo síðustu ár. Um leið eru verðmæti íslensks hugvits staðfest áþreifanlega, en síðustu misseri hefur slíkt þróunarstarf fengið aukna athygli og stuðning stjórnvalda, sem er vel.
Með stuðningi Diversis og Origo gerum við ráð fyrir að nú fari í hönd nýr kafli þróunar og tekjuvaxtar hjá Tempo og að virði félagsins geti aukist verulega á næstu misserum. Við höfum því lagt sérstaka áherslu á að Origo haldi áfram verulegum eignarhlut í félaginu og teljum það reyndar eitt af mikilvægari hagsmunamálum hluthafa Origo.
Afar gott ár er að baki og Origo hefur ekki áður verið í jafn sterkri stöðu til að sækja fram eða takast á við óvænt áföll ef þau eiga sér stað. Í því sambandi, þá eru augljóslega blikur á lofti á vinnumarkaði en sameiginlegt keppikefli allra hlutaðeigandi er að varðveita stöðugleika, halda niðri verðbólgu og verja annars vegar kaupmáttaraukningu undanfarinna ára og um leið samkeppnisfærni íslensks atvinnulífs. Við höfum trú á að það takist.".
TIL BIRTINGAR MIÐVIKUDAGINN 30. janúar 2019 origo.is/um-origo/fjarfestar/
| Rekstrarreikningur - Lykiltölurr | ||
|---|---|---|
| Í milljónum ISK | $1.1.-31.12.$ 2018 |
$1.1.-31.12.$ 2017 |
| Seldar vörur og þjónusta | 15.717 | 15.064 |
| Vörunotkun og kostnaðarverð seldrar þjónustu |
(11.543) | (11.282) |
| Framlegð | 4.173 | 3.783 |
| Rekstrarkostnaður | (3.682) | (3.444) |
| Rekstrarhagnaður | 491 | 339 |
| Hreinar fjármunatekjur | 5.064 | 99 |
| Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélags | (22) | 0 |
| Hagnaður fyrir tekjuskatt | 5.534 | 437 |
| Tekjuskattur | (94) | (4) |
| Hagnaður ársins | 5.440 | 433 |
| Rekstrarliðir færðir beint á eigið fé | (20) | (0,1) |
| Heildarhagnaður ársins | 5.420 | 433 |
TIL BIRTINGAR MIÐVIKUDAGINN 30. janúar 2019 origo.is/um-origo/fjarfestar/
| Efnahagsreikningur | ||
|---|---|---|
| Í milljónum ISK | 31.12.2018 | 31.12.2017 |
| Fastafjármunir | 5.724 | 3.817 |
| Veltufjármunir | 6.625 | 3.218 |
| Eignir samtals | 12.349 | 7.035 |
| Eigið fé | 8.194 | 2.928 |
| Langtímaskuldir | 757 | 1.637 |
| Skammtímaskuldir | 3.397 | 2.470 |
| Eigið fé og skuldir samtals | 12.349 | 7.035 |
| Veltufjárhlutfall | 1,95 | 1,30 |
| Eiginfjárhlutfall | 66,1% | 41,6% |
TIL BIRTINGAR MIÐVIKUDAGINN 30. janúar 2019 origo.is/um-origo/fjarfestar/
| Sjóðstreymi - Lykiltölur | ||
|---|---|---|
| Í milljónum ISK | $1.1.-31.12.$ 2018 |
$1.1.-31.12.$ 2017 |
| Handbært fé frá rekstri | 1.217 | 688 |
| Fjárfestingarhreyfingar | 2.453 | (919) |
| Fjármögnunarhreyfingar | (802) | (344) |
| Hækkun (lækkun) á handbæru fé | 2.867 | (574) |
| Áhrif gengisbreytinga á handbært fé | 11 | (0,9) |
| Handbært fé í ársbyrjun | 297 | 872 |
| Handbært fé í árslok | 3.175 | 297 |
6
TIL BIRTINGAR MIÐVIKUDAGINN 30. janúar 2019 origo.is/um-origo/fjarfestar/
| Rekstarreikningur - Ársfjórðungar |
|||
|---|---|---|---|
TIL BIRTINGAR MIÐVIKUDAGINN 30. janúar 2019 origo.is/um-origo/fjarfestar/
Afkoma Origo og dótturfélaga var töluvert yfir áætlunum á fjórða ársfjórðungi og síðasta ári. Tekjur á fjórðungnum námu 4.461 mkr sem er um 13% aukning á milli ára en tekjur á árinu jukust um 4,3% og voru 15.717 mkr. EBITDA nam 423mkr í fjórðungnum (9,5% af tekjum) og 1.128 mkr ár árinu öllu (7,2% af tekjum) og hefur ekki áður verið hærri hjá Origo. Að sama skapi jókst heildarhagnaður mikið, var 5.420 mkr samanborið við 433 mkr í fyrra, en um 5 milljarðar þess hagnaðar tengjast sölu á ríflega helmingshlut í Tempo í nóvember síðastliðnum. Fyrir utan sölu á Tempo, þá skýrir breytt tekjusamsetning bætta niðurstöður fjórðungs og árs, m.a. aukning í sölu á eigin hugbúnaði og útseldri vinnu sérfræðinga.
Tekjur Hugbúnaðarlausna á fjórða ársfjórðungi námu 645 mkr og jukust um 28% á milli ára. Vegna breytinga á skipulagi er samanburður við fyrra ár ekki alveg sambærilegur. Heildartekjur ársins námu 2.129 mkr og jukust tekjur um 7,7% á milli ára. Heildarafkoman er góð.
Á fjórðungnum var áfram góð eftirspurn eftir þjónustu hugbúnaðarsérfræðinga og ráðgjafa. Góð eftirspurn var eftir öryggislausnum og tengdri ráðgjöf auk sölu á eigin lausnum og hugbúnaði frá samstarfsaðilum. Á fjórða ársfjórðungi var kynnt ný lausn fyrir ferðaþjónustuna, Cover, sem er hótelbókunarkerfi í skýinu. Lausninni hefur verið vel tekið og stefnt er að frekari kynningu hennar á fyrsta ársfjórðungi 2019.
Verkefnastaðan er góð og rekstrahorfur ágætar.
Tekjur Viðskiptalausna jukust verulega á fjórða ársfjórðungi miðað við árið í fyrra. Tekjurnar námu 420 mkr, sem er um 59% vöxtur. Tekjur Viðskiptalausna jukust ennfremur um 52% á árinu 2018 miðað við fyrra ár og námu alls 1.494 mkr.
Ástæður tekjuvaxtar hjá Viðskiptalausnum eru nokkrar. Þar má nefna aukið lausnaframboð með tilkomu Dynamics NAV, Timian innkaupakerfis og verkefna tengda vefverslunum. Umfangsmikil erlend verkefni skiluðu svo auknum tekjum með veikingu krónunnar. Góður vöxtur var í áskriftartekjum af eigin hugbúnaði.
Eftirspurn eftir Kjarna, mannauðs- og launalausn var einnig góð. Sjö nýir viðskiptavinir bættust í Kjarnahópinn á fjórðungnum, sem styrkir enn stöðu Origo sem leiðandi í lausnaframboði á sviði mannauðs- og launakerfa.
Unnið er að innleiðingu netbanka og annara lausna fyrir nokkur fjármálafyrirtæki, sem hefur verið vaxtarbroddur í starfsemi Viðskiptalausna.
Áfram var unnið að nýsköpun og vöruþróun á árinu að fjölbreyttu lausnamengi Origo, en afkoma Viðskiptalausna litast af gjaldfærðum kostnaði við fjárfestingu í lausnum, svipað og var árið 2017.
TIL BIRTINGAR MIÐVIKUDAGINN 30. janúar 2019 origo.is/um-origo/fjarfestar/
Til að auka enn frekar breidd í lausnaframboði Viðskiptalausna keypti Origo í fjórða ársfjórðungi 60% hlut í Sendli Unimaze ehf., sem sérhæfir sig rafrænum viðskiptum, svo sem miðlun rafrænna reikninga.
Verkefnastaðan er góð og rekstrahorfur ágætar.
Tekjur Rekstrarþjónustu og Innviða á fjórða ársfjórðungi námu 1.351 mkr, sem er 10,5% aukning á milli ára. Vöxtur var bæði í sölu lausna og þjónustu. Heildartekjur ársins námu 4.431 mkr og drógust saman um 3% á milli ára. Þar vegur þyngst minni sala á miðlægum búnaði, en á móti jukust þjónustutekjur. Minni vörusala á árinu vóg þyngst á fyrri helmingi ársins, en góður stígandi var í vörusölu þegar líða tók á árið og jókst sala á miðlægum búnaði á seinni helming ársins samanborið við sama tíma árið 2017.
Fjöldi tíma sérfræðinga í útseld verkefni jókst um 40% á milli ára og verkefnastaða í upphafi árs er áfram mjög góð. Nýrri þjónustu var ýtt úr vör undir lok árs þegar Gagnaský Origo var opnað og eru fyrstu viðskiptavinir farnir að nýta sér þjónustuna, sem telst nýjung á markaði og sérlega hagkvæm. Fyrirhugað er að geymslurýmd Gagnaskýs Origo vaxi hratt á næstu misserum, eftir þörfum viðskiptavina.
Verkefnastaðan er góð og rekstrahorfur ágætar.
Tekjur Notendalausna námu 1.348 mkr á fjórða ársfjórðungi, sem er 6,2% vöxtur miðað við sama tímabil í fyrra. Heildartekjur ársins voru 4.630 mkr, sem er um 5,4% vöxtur milli ára.
Tekjuaukningin stafar meðal annars af stafrænum áherslum og sjálfvirknivæðingu í verslunarhlutanum. Aukin áhersla hefur verið lögð á netverslun Origo, sem hefur margfaldað tekjur sínar á einu ári, en þar geta viðskiptavinir afgreitt sig sjálfir hratt og örugglega. Tekjuaukningu má einnig rekja til aukinnar eftirspurnar eftir lausnum frá Sony, Bose og Lenovo. Mikil umsvif voru einnig í hljóð- og myndlausnum, einkum fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Notendalausnir hyggjast halda áfram stafrænni vegferð sinni og auka enn frekar samræmingu á sölugáttum og áherslu á sjálfsafgreiðslulausnir.
Verkefnastaða er góð og útlit fyrir tekjuvöxt og bætta afkomu.
Aukin umsvif voru hjá Applicon í Svíþjóð á árinu, en fyrirtækið er í eigu Origo og leggur áherslu á viðskiptalausnir fyrir banka og fjármálafyrirtæki þar í landi. Tekjur á fjórða ársfjórðungi námu SEK 24,8 mkr og jukust um 8,5% á milli ára. Heildartekjur ársins námu SEK 89 mkr og stóðu tekjur í stað frá fyrra ári.
TIL BIRTINGAR MIÐVIKUDAGINN 30. janúar 2019 origo.is/um-origo/fjarfestar/
Góð eftirspurn var eftir þjónustu ráðgjafa hjá Applicon á fjórða ársfjórungi og yfir árið og hefur ráðgjöfum verið fjölgað til að anna betur auknum umsvifum. Stærstu verkefni Applicon tengjast innleiðingu og viðhaldi á kjarnabankalausnum fyrir SBAB bankann og Landshypotek Bank og er fyrirtækið það eina í Svíþjóð sem státr ar tveimur af 10 stærstu bönkum landsins í viðskiptavinahópi um slíka þjónustu. Samstarf við fyrrnefnd fyrirtæki hefur reynst farsælt og þau valið Applicon til þess að vinna að mikilvægum viðbótarverkefnum sem tengjast kjarnastarfsemi þeirra.
Afkoma ársins var nokkuð lægri en árið á undan og heldur undir væntingum. Meðal skýringa eru gjaldfærð fjárfesting í vöruþróun og aukinn rekstrarkostnaður. Gert er ráð fyrir að tekjur verði með sambærilegum hætti á árinu 2019 og þær voru á árinu 2018. Áfram er búist við mikilli eftirspurn eftir þjónustu ráðgjafa og að aukin reynsla nýrra ráðgjafa muni skila bættri afkomu á nýju ári.
Horfur í rekstri Origo eru góðar og félagið í sterkri stöðu til að sækja fram eða kljást við áföll. Við gerum ráð fyrir hóflegri tekjuaukningu áfram og heldur bættri afkomu á milli ára.
Samstæðunni ber að innleiða IFRS 16, Leigusamningar frá og með 1. janúar 2019. Samstæðan hefur metið væntanleg áhrif IFRS 16 á samstæðureikninginn. Endanleg áhrif staðalsins kunna að breytast þegar fyrstu reikningsskil samstæðunnar þar sem honum er beitt verða birt.
Samstæðan mun beita IFRS 16 frá og með 1. janúar 2019 og beita honum afturvirkt með samlegðaráhrifum. Það þýðir að uppsöfnuð áhrif IFRS 16 færast sem breyting á opnunarstöðu óráðstafaðs eigin fjár 1. janúar 2019, en samanburðarfjárhæðir verða óbreyttar. Byggt á tiltækum gögnum er talið að leiguskuld sem færð verður 1. janúar 2019 muni nema 1.501 millj. kr. og á móti skuldinni verður færður nýtingarréttur að fjárhæð 1.304 millj. kr. og leigukrafa að fjárhæð 197 millj. kr. Innleiðingin mun ekki hafa áhrif á bókfært eigið fé. Ekki er talið að innleiðing á IFRS 16 hafi áhrif á fjárhagsskilyrði lánasamninga. Nánari upplýsingar má finna í skýringu 35. á bls. 41 í ársreikningi félagsins.
Markaðsvirði fyrirtækisins í lok árs 2018 var kr. 11.740 mkr. Lokaverð hlutabréfa á árinu var 25,35 á hlut. Fjöldi útgefinna hluta í lok árs voru 463 milljónir og voru hluthafar 577 talsins.
Stjórn félagsins leggur til að félagið greiði hluthöfum arð sem nemur um 1.000 milljónir króna eða um 2,16 kr. á hlut. Félagið sér vaxtartækifæri á markaðnum og telur arðstillöguna ekki skerða möguleika til nýtingar þeirra.
TIL BIRTINGAR MIÐVIKUDAGINN 30. janúar 2019 origo.is/um-origo/fjarfestar/
Kynningarfundur fyrir fjárfesta og markaðsaðila verður haldinn fimmtudaginn 31. janúar 2019 í höfuðstöðvum félagsins að Borgartúni 37 í Reykjavík kl. 08:30. Finnur Oddsson, forstjóri mun kynna afkomu félagsins. Hægt er að nálgast streymi af fundinum á heimasíðu félagsins. Kynningarefni af fundinum verður hægt að nálgast á heimasíðu félagsins, origo.is, að honum loknum.
| 30.01 2019 | Fjórði ársfjórðungur og ársuppgjör ársins 2018. |
|---|---|
| 07.03.2019 | Aðalfundur vegna 2018. |
| 07.05.2019 | Fyrsti ársfjórðungur 2019 uppgjör. |
| 22.08.2019 | Annar ársfjórðungur 2019 uppgjör. |
| 31.10.2019 | Þriðji ársfjórðungur 2019 uppgjör. |
| 29.01.2020 | Fjórði ársfjórðungur og ársuppgjör 2019. |
| 05.03.2020 | Aðalfundur vegna 2019. |
Árshlutareikningur var samþykktur á stjórnarfundi Origo hf. þann 30. janúar 2019. Uppgjör Origo hf. er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS-International Financial Reporting Standards).
Origo er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Við viljum vera fyrsta val viðskiptavina, skilja viðfangsefni þeirra, veita framúrskarandi þjónustu og bjóða snjallar lausnir. Dótturfélag Origo hf. er Applicon AB í Svíþjóð. Hlutabréf Origo eru skráð í NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöll Íslands) undir auðkenninu ORIGO.
Í stjórn Origo eru Ívar Kristjánsson, stjórnarformaður, Hildur Dungal, varaformaður, Emilía Þórðardóttir, Loftur Bjarni Gíslason og Guðmundur Jóhann Jónsson. Hjalti Þórarinsson situr í varastjórn. Finnur Oddsson er forstjóri Origo.
Finnur Oddsson forstjóri í síma 862-0310 eða [email protected] og Gunnar Petersen framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 825-9001 eða [email protected]
Til athugunar fyrir fjárfesta
Origo vekur athygli á því að staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins, en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna af birtingu tilkynningarinnar. Eðli málsins samkvæmt fela slíkar staðhæfingar í sér óvissu. Athygli fjárfesta er vakin á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi félagsins og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í tilkynningunni. Þessi tilkynning verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar. Staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu gilda eingöngu á því tímamarki þegar fréttatilkynningin er birt og takmarkast gildi þeirra við það sem segir í fyrirvara þessum.
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.