Earnings Release • May 7, 2019
Earnings Release
Open in ViewerOpens in native device viewer

Heildarhagnaður á fyrsta ársfjórðungi var 213 mkr og EBITDA 237 mkr
REYKJAVÍK - 7. maí 2019 - Origo kynnti í dag uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2019
"Rekstur Origo á fyrsta ársfjórðungi gekk ágætlega miðað við aðstæður. Afkoma var betri en verið hefur mörg undanfarin ár. Tekjur jukust töluvert, að teknu tilliti til Tempo, og EBITDA batnaði mikið og nam tæplega 7% af veltu samanborið við tæp 3% í fyrra. Þessi niðurstaða er annars vegar til komin vegna styrkingar rekstrar á milli ára og hins vegar vegna breyttra aðferða við reikningsskil sem hafa áhrif á EBITDA.
Undanfarna mánuði hefur ríkt óvissuástand á vinnumarkaði og í íslensku efnahagslífi sem olli því að mörg fyrirtæki hafa haldið að sér höndum í fjárfestingum og nýjum verkefnum. Í því ljósi er árangur á fyrsta ársfjórðungi sérlega ánægjulegur og gefur vísbendingu um að stefnumótandi áherslur sem Origo markaði á síðasta ári séu farnar að skila sér í bættum rekstri. Við höfum hagrætt í skipulagi, aukið vægi hugbúnaðarlausna og lagt meiri áherslu á sjálfvirknivæðingu, bæði í eigin rekstri og fyrir viðskiptavini. Í febrúar sl. héldum við áfram með þessa vegferð með frekari einföldun á skipulagi, fækkun í hópi yfirstjórnenda og skarpari áherslu á sölustarf. Þessar breytingar hafa þegar átt þátt í að bæta þjónustu við viðskiptavini og styrkja afkomu. Áfram verður unnið að ýmsum verkefnum sem mun fela í sér hagræði bæði til skemmri og lengri tíma.

TIL BIRTINGAR ÞRIÐJUDAGINN 7. MAÍ 2019 origo.is/um-origo/fjarfestar/
Hugbúnaðareiningar Origo hafa að undanförnu skilað kröftugum tekjuvexti og sterkari afkomu af einingum félagsins. Þar hefur verið unnið markvisst starf, einkum í þróun nýrra lausna og eins í stöðugri vöruþróun á eldri vörum. Þá höfum við stóreflt lausnaframboð okkar í viðskiptalausnum og hefur það aldrei verið jafn fjölbreytt og öflugt og nú er. Við finnum fyrir miklum meðbyr með þessum lausnum hjá núverandi viðskiptavinum jafnt sem nýjum.
Ágætur vöxtur er áfram í sölu á notendabúnaði en samkeppni á því sviði er mikil, bæði hérlendis og við erlenda aðila, sem litar afkomu til hins lakara. Við höfum lagt sérstaka áherslu á að nýta stafrænar leiðir í að auka sjálfvirkni, m.a. með öflugri netverslun, netspjalli, afhendingu í gegnum snjallbox, o.fl. Með þessu höfum við náð fram auknu hagræði og betri þjónustu við viðskiptavini.
Origo er, samkvæmt nýrri könnun Gallup, áfram "efst í huga" Íslendinga þegar kemur að upplýsingatækni. Vörumerki Origo er því orðið ágætlega þekkt og markaðsstaðan góð. Nýtt skipulag hefur slípast vel til og skilað okkur árangri á mörgum sviðum og því til viðbótar búum við nú að nægilega breiðu lausnaframboði til að geta þjónað flestum íslenskum viðskiptavinum um helstu þarfir þeirra í upplýsingatækni. Fjárhagsleg staða félagsins hefur aldrei verið sterkari, sem gerir okkur kleift að fjárfesta í nýjum arðbærum verkefnum, hvort sem um innri þróun eða fjárfestingar er að ræða. Með nýjum kjarasamningum, þar sem samningsaðilum hefur borið gæfa til að semja um hóflegar launahækkanir til að tryggja kaupmátt og lífskjarabata fyrri ára, er lagður grunnur að ákveðnum stöðugleika til næstu þriggja ára.
Með öðrum orðum, þá eru auknar líkur á því að aðstæður í íslensku efnahagslífi verði áfram hagfelldar. Staða Origo hefur ekki áður verið eins góð til að takast á við skemmtilegar ögranir, styðja viðskiptavini til góðra verka og skila ábatasömum rekstri. Þegar litið er til næstu missera erum við þess fullviss að horfur í rekstri Origo séu góðar."

TIL BIRTINGAR ÞRIÐJUDAGINN 7. MAÍ 2019 origo.is/um-origo/fjarfestar/
| Rekstrarreikningur - Lykiltölur | ||
|---|---|---|
| I milljonum ISK | F1 2019 | F1 2018 |
| Seldar vörur og þjónusta | 3.553 | 3.781 |
| Vörunotkun og kostnaðarverð seldrar pjonustu |
(2.631) | (2.874) |
| Framlegð | 922 | 908 |
| Rekstrarkostnaður | (825) | (971) |
| Rekstrarhagnaður | ਰੇਦ | (63) |
| Hrein (fjarmagnsgjöld) fjarmunatekjur | (43) | 28 |
| Hlutdeild i afkomu hlutdeildarfelags | 21 | 0 |
| Hagnaður fyrir tekjuskatt | 75 | (32) |
| Tekjuskattur | (11) | 7 |
| Hagnaður timabilsins | 64 | (28) |
| Þyðingarmunur vegna starfsemi dóttur- og hlutdeildarfélaga |
149 | 2 |
| Heildarhagnaður timabilsins | 213 | (26) |
| EBITDA | 237 | 102 |

TIL BIRTINGAR ÞRIÐJUDAGINN 7. MAÍ 2019 origo.is/um-origo/fjarfestar/
| Efnahagsreikningur | ||
|---|---|---|
| 1 milljónum ISK | 31.03.2019 | 31.12.2018 |
| Fastafjarmunir | 6.899 | 5.724 |
| Veltufjarmunir | 4:482 | 6.625 |
| Eignir samtals | 11.381 | 12.349 |
| Eigið fé | 7.064 | 8.194 |
| Langtimaskuldir | 1.720 | 757 |
| Skammtimaskuldir | 2.596 | 3.397 |
| Eigið fé og skuldir samtals | 11.381 | 12.349 |
| Veltufjarhlutfall | 1,73 | 1.95 |
| Eiginfjarhlutfall | 62,1% | 66,4% |

TIL BIRTINGAR ÞRIÐJUDAGINN 7. MAÍ 2019 origo.is/um-origo/fjarfestar/
| Sjóðstreymi - Lykiltölur | ||
|---|---|---|
| l milljónum ISK | 19 31.03. 2019 |
1. 31.03 2018 |
| Handbært fe fra rekstri | (777) | 183 |
| Fjarfestingarhreyfingar | (19) | (190) |
| Fjarmögnunarhreyfingar | (1.193) | (23) |
| Lækkun á handbæru fe | (1.989) | (30) |
| Ahrif gengisbreytinga a handbært fé | 0 | (7) |
| Handbært fé í arsbyrjun | 3.175 | 297 |
| Handbært fé i lok timabilsins | 1.187 | 260 |
Tekjur af hugbúnaði og tengdri þjónustu námu 1.148 mkr á fyrsta ársfjórðungi.
Góður vöxtur var í lausnum og verkefnum fyrir heilbrigðisþjónustu, verkefnum fyrir þjónustusíður, sjálfvirknivæðingu og stafræn umbreytingarverkefni. Einnig jókst sala á ferðalausnum, svo sem til bílaleiga, hótela og annarra fyrirtækja í ferðaþjónustu.
Unnið var að þrónu nýrra lausna fyrir banka og fjármálafyrirtæki, svo sem fyrir audur.is, fjármálaþjónustu á vegum Kviku banka. Einnig má nefna innleiðingu á netbanka fyrir Kviku banka og netbanka og afgreiðslulausnir fyrir sparisjóðina.
SAP-ráðgjafateymi Origo var valið samstarfsaðili ársins 2018 á United VAR, sem er ráðstefna SAP samtarfsaðila og nær til 50 leiðandi fyrirtækja og 10 þúsund SAP ráðgjafa í 90 löndum.

TIL BIRTINGAR ÞRIÐJUDAGINN 7. MAÍ 2019 origo.is/um-origo/fjarfestar/
Mikil eftirspurn var eftir Kjarna, mannauðs- og launalausn og jukust fastar áskriftartekjur um 50%.
Tekjur Applicon í Svíþjóð, sem leggur áherslu á viðskiptalausnir fyrir banka og fjármálafyrirtæki, jukust um 15% miðað við sama tímabil í fyrra. EBITDA jókst að sama skapi um 35% miðað við sama tímabil. Megin áhersla var lögð á innleiðingu í kjarnastarfsemi fyrir viðskiptavini í Svíþjóð og hyggst fyrirtækið efla kynningarstarf til þess að fjölga viðskiptavinum enn frekar.
Tekjur af Rekstrarþjónustu og innviðum hjá Origo námu 1,21 ma.kr. á fyrsta ársfjórðungi. Nýtt skipulag tók gildi mánaðamótin febrúar og mars. Var það til þess fallið að skerpa á sjálfvirknivæðingu í þjónustu og við eftirlit með það að markmiði að sinna viðskiptavinum enn betur, hvort sem upplýsingakerfi þeirra eru hýst í hýsingarumhverfi Origo eða hjá þeim sjálfum.
Góð eftirspurn var eftir hugbúnaðarlausnum frá IBM en tekjur af sölu á stærri vélbúnaðarlausnum drógust töluvert saman, sem skýrist að einhverju leyti af óvissu í efnahagslífi landsins.
Sífellt fleiri fyrirtæki sjá ávinning í því að útvista upplýsingatæknirekstri sínum til Origo og var fyrsti ársfjórðungur engin undantekning í þeim efnum. Ennfremur var mikil eftirspurn eftir ráðgjöf öryggissérfræðinga, en markviss þekkingaruppbygging og markaðssetning hefur skilað sér í aukinni eftirspurn og áhuga viðskiptavina á skömmum tíma.
Sala á notendabúnaði nam 1,22 ma.kr og er ágætur vöxtur í tekjum. Sala í gegnum netverslun Origo, www.netverslun.is hefur aukist um 59% frá fyrsta ársfjórðungi 2018 og lögð er áhersla á að nýta stafrænar leiðir til auka skilvirkni og bæta upplifun viðskipavina.
Áfram verður unnið að sjálfvirknivæðingu og stafrænum áherslum, sem miða að því að einfalda snertifleti og auka um leið þjónustustig til viðskiptavina, m.a. með því að gera þeim kleift að sækja vörur utan hefðbundins opnunartíma.
Tempo kemur inn í reikninga Origo sem hlutdeildarfélag, en meiri hluti félagsins var seldur til Diversis Capital seint á síðasta ári. Rekstur Tempo gekk vel á fjórðungnum, tekjur jukust um 33% og var afkoma jákvæð og vel umfram áætlanir. Í síðasta mánuði var gengið frá ráðningu Gary Jackson í starf forstjóra Tempo, en hann hefur áralanga reynslu af uppbyggingu alþjóðlegra hugbúnaðarfyrirtækja, sem mun nýtast til að efla enn frekar vöxt og viðgang Tempo.

Á grundvelli kaupréttarsamninga félagsins og starfsmanna innleystu starfsmenn kauprétti fyrir um 75 mkr að markaðsverði í lok fjórðungsins. Kaupréttir komu til greiðslu í byrjun apríl. Eftir þennan lokaáfanga eru engir kaupréttir útistandandi hjá félaginu.
Á Aðalfundi Origo hf. 7. mars 2019 var samþykkt að lækka hlutafé félagsins um 5.703.309 krónur til samsvarandi lækkunar á eigin hlutum félagsins. Samkvæmt því lækkaði hlutafé félagsins úr 465.303.309 krónum í 459.600.000 krónur að nafnverði á fjórðungnum.
Origo keypti eigin bréf í samræmi við endurkaupaáætlun og var fjöldi keyptra hluta 10.149 milljónir og kaupverð um 250 mkr á fyrsta ársfjórðungi.
Aðalfundur samþykkti greiðslu á arði sem nemur kr. 2,205 á hlut fyrir árið 2018. Heildarfjárhæð arðgreiðslunar er um kr. 1.000.000.000 og var arðurinn greiddur til hluthafa þann 19. mars 2019.
Horfur í rekstri Origo eru góðar. Gert er ráð fyrir áframhaldandi tekjuvexti og betri afkomu næstu misseri.
Markaðsvirði fyrirtækisins í lok fyrsta ársfjórðungs 2019 var 9.744 mkr., lokaverð hlutabréfa í ársfjórðungnum var kr. 21,2 á hlut. Fjöldi útgefinna hluta þann 31. mars 2019 voru 460 milljónir og voru hluthafar 569 talsins.
Kynningarfundur fyrir fjárfesta og markaðsaðila verður haldinn miðvikudaginn 8. maí 2019 í höfuðstöðvum félagsins að Borgartúni 37 í Reykjavík kl. 08:30. Finnur Oddsson, forstjóri mun kynna afkomu félagsins. Hægt er að nálgast streymi af fundinum á heimasíðu félagsins. Kynningarefni af fundinum verður hægt að nálgast á heimasíðu félagsins, origo.is, að honum loknum.
| 22.08.2019 | Annar ársfjórðungur 2019. |
|---|---|
| 31.10.2019 | Þriðji ársfjórðungur 2019. |
| 29.01.2020 | Fjórði ársfjórðungur og ársuppgjör 2019. |
| 05.03.2020 | Aðalfundur vegna 2019. |
Árshlutareikningur var samþykktur á stjórnarfundi Origo hf. þann 7. maí 2019. Uppgjör Origo hf. er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS-International Financial Reporting Standards).

TIL BIRTINGAR ÞRIÐJUDAGINN 7. MAÍ 2019 origo.is/um-origo/fjarfestar/
Origo er framsækið þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina. Hlutabréf Origo hf. eru skráð í NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöll Íslands) undir auðkenninu ORIGO.
Í stjórn Origo eru Ívar Kristjánsson, stjórnarformaður, Guðmundur Jóhann Jónsson, Hildur Dungal, Hjalti Þórarinsson og Svafa Grönfeldt. Varamenn í stjórn eru Elísabet Grétarsdóttir og Gunnar Zoëga. Finnur Oddsson er forstjóri Origo.
Finnur Oddsson forstjóri í síma 862-0310 eða [email protected] og Gunnar Petersen framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 825-9001 eða [email protected].
Origo vekur athygli á því að staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins, en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna af birtingu tilkynningarinnar. Eðli málsins samkvæmt fela slíkar staðhæfingar í sér óvissu. Athygli fjárfesta er vakin á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi félagsins og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í tilkynningunni. Þessi tilkynning verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar. Staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu gilda eingöngu á því tímamarki þegar fréttatilkynningin er birt og takmarkast gildi þeirra við það sem segir í fyrirvara þessum.
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.