Earnings Release • Oct 31, 2019
Earnings Release
Open in ViewerOpens in native device viewer

Ágætur tekjuvöxtur og heildarhagnaður 366 mkr á fyrstu 9 mánuðum ársins.
REYKJAVÍK - 31. október 2019 - Origo kynnti í dag uppgjör fyrstu níu mánuði 2019
"Við erum ánægð með ágæta tekjuaukningu hjá Origo á þriðja ársfjórðungi, um 9%, og almennt er ákveðinn stöðugleiki í rekstrinum. Tekjuvöxt má að hluta rekja til áframhaldandi aukinna umsvifa í hugbúnaðartengdri starfsemi eins og verið hefur undanfarin misseri. Að auki var töluverð aukning í sölu á notendabúnaði, m.a. vegna kaupa Origo á Strikamerki og Tölvuteki fyrr á árinu. EBITDA nam 254 mkr á þriðja ársfjórðungi og 704 mkr EBITDA fyrstu níu mánuði ársins, sem er svipað og var í fyrra. Hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins nam 366 mkr.
Afkoma Origo á fyrstu níu mánuðum ársins er viðunandi en nokkuð mismunandi á milli starfsþátta. Afkoma af hugbúnaðartengdri starfsemi var góð, en sala lausna í áskrift til viðskiptavina verður sífellt stærra hlutfall af heildartekjum. Fjárfesting í þróun og nýsköpun er áfram umtalsverð og hefur hugbúnaðarsérfræðingum fjölgað að undanförnu, bæði á Íslandi og erlendis. Origo rekur nú þróunarsetur í Serbíu þar sem nú starfa á annan tug hugbúnaðarsérfræðinga.
Lakari afkoma hefur verið af rekstrarþjónustu og sölu á notendabúnaði, en við höfum leitast við að auka hagræði í öllum rekstri, m.a. með útvistun afmarkaðra verkefna og aukinni sjálfvirknivæðingu í eigin starfsemi og fyrir viðskiptavini okkar. Þeirri vegferð verður haldið áfram.

TIL BIRTINGAR FIMMTUDAGINN 31. OKTÓBER 2019 origo.is/um-origo/fjarfestar/
Afkoma í þjónusturekstri Origo er í járnum og er sérstök áhersla lögð á að leita hagræðis í þessum rekstrarþáttum, með aukinni sjálfvirkni og útvistun einfaldari verkefna út fyrir landsteina. Sífellt fleiri viðskiptavinir sjá hag sínum betur borgið með útvistun og kaupum á skýjalausnum í áskrift, í stað þess að reka sína eigin tölvuinnviði. Þetta kemur eðlilega niður á sölu á miðlægum búnaði sem sögulega hefur verið þungamiðja í okkar starfsemi, en um leið felast í þessari þróun töluverð tækifæri í ráðgjöf og sölu á skýjalausnum af ýmsu tagi. Því tengt þá er eftirspurn eftir öryggislausnum að aukast verulega, í takt við vitundarvakningu íslenska fyrirtækja á mikilvægi slíkra verkfæra. Við höfum fjárfest sérstaklega í þekkingu og lausnum á þessu sviði og fer sá hópur sérfræðinga í öryggislausnum ört stækkandi hjá okkur, vel studdur af traustu baklandi erlendra samstarfsaðila.
Ágæt tekjuaukning er í sölu á notendabúnaði, PC tölvum, afgreiðslukerfum og hljóð- og myndlausnum. Hluti aukningarinnar er til kominn vegna Strikamerkis og Tölvuteks, sem víkka lausnaframboð Origo og stækka viðskiptamannahóp. Afkoma í sölu á notendabúnaði hjá Origo er þó heldur undir væntingum, en þess ber að geta að hagræðingaráhrif af kaupum á Tölvutek og Strikamerki eru enn ekki komin fram í rekstri. Unnið er að hagræðingu í rekstri, sjálfvirknivæðingu og stafrænum áherslum hjá Notendalausnum, sem miða að því að einfalda og fækka snertiflötum en auka um leið þjónustustig til viðskiptavina, m.a. með snjallboxum og sjálfsafgreiðslu í gegnum netverslun.
Hjá Origo erum við stolt af því að vera í 6. sæti Framúrskarandi fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo árið 2019. Þessi sterka staða Origo er afrakstur mikillar vinnu frábærs hóps starfsfólks á undanförnum árum, sem jafnframt verður nýtt í sókn sem er framundan. Við getum enn gert betur á öllum sviðum í okkar rekstri, hvort sem horft er til sölu á búnaði, rekstrarþjónustu eða í hugbúnaðartengdri starfsemi. Að auki horfa viðskiptavinir í auknum mæli til ávinnings af upplýsingatækni til að efla þeirra rekstur, og þar erum við hjá Origo í góðri stöðu til að hjálpa til. Horfur í rekstri Origo eru því góðar".

TIL BIRTINGAR FIMMTUDAGINN 31. OKTÓBER 2019 origo.is/um-origo/fjarfestar/
| Rekstrarreikningur - Lykiltolur | 1.1 .- 30.09. 2019 |
1.1 .- 30.09. 2018 |
|---|---|---|
| l milljónum ISK | ||
| Seldar vörur og þjónusta | 10.509 | 11.256 |
| Vörunotkun og kostnaðarverð seldrar pjonustu |
(7.989) | (8.268) |
| Framlegð | 2.520 | 2.988 |
| Rekstrarkostnaður | (2.252) | (2.787) |
| Rekstrarhagnadur | 268 | 201 |
| Hrein (fjarmagnsgjöld) fjarmunatekjur | (54) | (30) |
| Hlutdeild i afkomu hlutdeildarfélags | 66 | 0 |
| Hagnaður fyrir tekjuskatt | 280 | 172 |
| Tekjuskattur | (43) | (36) |
| Hagnadur arsins | 237 | 136 |
| Rekstrarliðir færðir beint á eigið fé | 129 | (1) |
| Heildarhagnaður (tap) arsins | 366 | 135 |
| EBITDA | 704 | 705 |

TIL BIRTINGAR FIMMTUDAGINN 31. OKTÓBER 2019 origo.is/um-origo/fjarfestar/

TIL BIRTINGAR FIMMTUDAGINN 31. OKTÓBER 2019 origo.is/um-origo/fjarfestar/
| Sjóðstreymi- Lykiltölur | ||
|---|---|---|
| l milljónum ISK | 1.1 -30.09. 20 G |
1.1 - 30.09. 2018 |
| Handbært fe fra rekstri | 188 | 40 |
| Fjarfestingarhreyfingar | (427) | (535) |
| Fjarmögnunarhreyfingar | (1.770) | 274 |
| Lækkun á handbæru fé | (2.009) | (221) |
| Ahrif gengisbreytinga á handbært fé | 0 | 0 |
| Handbært fe i arsbyrjun | 3.175 | 297 |
| Handbært fe i lok timabilsins | 1.166 | 75 |

TIL BIRTINGAR FIMMTUDAGINN 31. OKTÓBER 2019 origo.is/um-origo/fjarfestar/
| Rekstrarreikningur - Lykiltölur | ||
|---|---|---|
| l milljónum ISK | B 2019 | F3 2018 |
| Seldar vörur og þjónusta | 3.463 | 3.744 |
| Vörunotkun og kostnaðarverð seldrar pjonustu |
(2.716) | (2.672) |
| Framlegð | 747 | 1.071 |
| Rekstrarkostnaður | (648) | (868) |
| Rekstrarhagnaður | dd | 203 |
| Hrein (fjarmagnsgjöld) fjarmunatekjur | 3 | (23) |
| Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélags | (2) | 0 |
| Hagnaður fyrir tekjuskatt | 101 | 179 |
| Tekjuskattur | (27) | (36) |
| Hagnaður tímabilsins | 74 | 143 |
| Þýðingarmunur vegna starfsemi dóttur- og hlutdeildarfélaga |
(29) | 3 |
| Heildarhagnaður tímabilsins | 15 | 146 |
| EBITDA | 254 | ਤਵਰ |

Tekjur hugbúnaðareininga Origo námu tæpum 1,1 miakr á þriðja ársfjórðungi og jukust um 9% á mill ára. Afkoma hefur verið góð og fer heldur vaxandi enda nýta stöðugt fleiri viðskiptavinir Origo nú sérhæfðar hugbúnaðarlausnir til að bæta árangur á öllum sviðum rekstrar, til að einfalda ferla og auka sjálfvirkni í snertiflötum við sína viðskiptavini. Hugbúnaðarlausnir eru nú almennt afhentar í gegnum tölvuský og í áskrift, en þróun og markaðsetning eigin lausna Origo hefur skilað sér í aukningu á áskriftartekjum. Gert er ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram næstu misserin, sem endurspeglar jafnframt hvernig vægi upplýsingatækni hefur verið að aukast almennt í rekstri fyrirtækja og stofnana.
Vel gengur að koma nýjum hugbúnaðarlausnum fyrir ferðaþjónustu á framfæri hérlendis en Origo hefur nú stigið fyrstu skref í markaðsetningu þeirra lausna erlendis, t.d. með PaxFlow og Caren. Þá eru Ferðalausnir Origo handhafi verðlauna Web Marketing Association fyrir uppsetningu á vef Cabo Verde Airlines, sem er í meiri hluta í eigu dótturfélags Icelandair.
Origo hefur síðastliðið ár unnið að uppbyggingu þróunarseturs í Belgrad í Serbíu þar sem nú starfa á annan tug hugbúnaðarsérfræðinga á vegum Origo og dótturfélaga. Gert er ráð fyrir að með aukinni áherslu á þróun eigin hugbúnaðarlausna Origo muni starfsfólki Origo í Belgrad fjölga á næstu mánuðum og misserum.
Afkoma Applicon í Svíþjóð, sem sérhæfir sig í viðskiptalausnum fyrir fjármálafyrirtæki, var viðunandi á þriðja ársfjórðungi og var 14% tekjuvöxtur frá þriðja ársfjórðungi 2018. Fjórðungurinn hefur markast af töluverðri fjárfestingar í þekkingu, lausnaþróun og innleiðingu á nýrri lausn sem tengist PSD2 tilskipun Evrópusambandsins um opna bankastarfsemi.
Horfur í rekstri Applicon í Svíþjóð eru góðar eins og almennt í hugbúnaðartengdri starfsemi á vegum Origo, þar sem er mjög bjart framundan.
Tekjur Þjónustulausna, þar sem lögð er áhersla á rekstrarþjónustu og sölu á miðlægum lausnum, á þriðja ársfjórðungi voru 948 mkr og er afkoman undir væntingum. Töluverður samdráttur var í sölu á miðlægum innviðum, t.d. gagnageymslu og netþjónum, sem skýrir m.a. lakari afkomu. Þessa breytingu má að hluta rekja til almenns hægagangs í atvinnulífi í kjölfar kjarasamninga og áfalla í ferðaþjónustu fyrr á árinu, en einnig er ljóst að viðskiptavinir Origo horfa í auknum mæli til útvistunar sem betri valkost en að hýsa og reka sín eigin tölvuumhverfi.
Sala á hugbúnaði og tengdri ráðgjöf hefur gengið vel og má merkja aukna eftirspurn í lausnum frá birgjum eins Microsoft og IBM. Vaxandi eftirspurn er eftir þjónustu- og áskriftarsamningum auk útseldrar vinnu. Mikil áhersla hefur verið lögð á að byggja upp þennan þátt starfsemi Origo og verður svo áfram.
Öryggis- og sjálfvirknilausnir, innleiðingar þeirra og ráðgjöf hefur verið vaxandi þáttur í starfsemi Þjónustulausna og er eftirspurn stöðugt að aukast. Samhliða því hefur Origo fjárfest verulega í innviðum og þekkingu til að mæta sífellt auknum áhuga viðskiptavina á að trygga sig fyrir öryggisbrestum af ýmsum toga.

Áhersla er nú lögð á lausnir og ráðgjöf í kerfisrekstri sem byggja á sjálfvirkni og tryggja viðskiptavinum aukið hagræði. Um leið hefur verið unnið að hagræðingu innan Þjónustulausna, m.a. að hluta til með fækkun starfsfólks og ráðningum í tengslum við breyttar áherslur í sjálfvirknivæðingu og sérfræðiráðgjöf.
Sala á notendabúnaði nam 1,36 miakr og jukust tekjur um 30% milli ára. Afkoma Notendalausna var þó undir áætlun. Mjög góð sala var á Lenovo tölvubúnaði, bæði til fyrirtækja og til einstaklinga og smærri fyrirtækja í gegnum Tölvutek, einkum fartölvur og leikjatölvur. Sala í netverslun Origo jókst um 60% miðað við þriðja ársfjórðung 2018, sem er í samræmi við aukna nýtingu stafrænna leiða til að bæta skilvirkni og upplifun viðskiptavina.
Næstu vikur og mánuði verður sérstök áhersla á að nýta betur nýjar söluleiðir fyrir notendabúnað hjá Tölvuteki og að samþætta vöruframboð Origo og Strikamerkis, einkum í afgreiðslulausnum. Áfram verður unnið að sjálfvirknivæðingu og stafrænum áherslum, sem miða að því að einfalda snertifleti og auka þjónustustig til viðskiptavina, m.a. með snjallboxum og sjálfsafgreiðslu í netverslun. Jafnframt verður unnið að hagræðingu í rekstri einingarinnar.
Gunnar Zoëga var ráðinn framkvæmdastjóri Notendalausna um miðjan október sl. og hefur hann þegar tekið við starfinu.
Rekstur Tempo á fyrstu níu mánuðum ársins gekk mjög vel. Tekjur jukust um ríflega 30% frá fyrra ári og er afkoma samkvæmt áætlun. Alpha og Beta prófunum á Tempo fyrir Zendesk er að ljúka og gert er ráð fyrir að lausnin verði kynnt í almennri sölu í nóvember. Mikill kraftur er áfram í þróun á Tempo lausnamenginu, bæði fyrir Atlassian og önnur vistkerfi, auk þess sem kauptækifæri í tengdri starfsemi eru í skoðun til að efla ytri vöxt. Horfur í rekstri Tempo eru mjög góðar.
Þann 4 október sl. lauk samþykktri endurkaupaáætlun félagsins. Origo hf. á nú um 13,2 milljónir hluta eða um 2,9% af hlutafé félagsins.
Horfur í rekstri Origo eru góðar. Gert er ráð fyrir áframhaldandi tekjuvexti og heldur betri afkomu næstu misseri.
Markaðsvirði fyrirtækisins í lok þriðja ársfjórðungs 2019 var 10.442 mkr., lokaverð hlutabréfa í ársfjórðungnum var kr. 22,70 á hlut. Fjöldi útgefinna hluta þann 30. september 2019 voru 460 milljónir og voru hluthafar 530 talsins.

Kynningarfundur fyrir fjárfesta og markaðsaðila verður haldinn föstudaginn 1. nóvember 2019 í höfuðstöðvum félagsins að Borgartúni 37 í Reykjavík kl. 08:30. Finnur Oddsson, forstjóri mun kynna afkomu félagsins. Hægt er að nálgast streymi af fundinum á heimasíðu félagsins. Kynningarefni af fundinum verður hægt að nálgast á heimasíðu félagsins, origo.is, að honum loknum.
29.01.2020 Fjórði ársfjórðungur og ársuppgjör 2019. 05.03.2020 Aðalfundur vegna 2019.
Árshlutareikningur var samþykktur á stjórnarfundi Origo hf. þann 31. október 2019. Uppgjör Origo hf. er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS-International Financial Reporting Standards).
Origo er framsækið þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina. Hlutabréf Origo hf. eru skráð í NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöll Íslands) undir auðkenninu ORIGO.
Í stjórn Origo eru Ívar Kristjánsson, stjórnarformaður, Guðmundur Jóhann Jónsson, Hildur Dungal, Hjalti Þórarinsson og Svafa Grönfeldt. Varamaður í stjórn er Elísabet Grétarsdóttir. Finnur Oddsson er forstjóri Origo.
Finnur Oddsson forstjóri í síma 862-0310 eða [email protected] og Gunnar Petersen framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 825-9001 eða [email protected].
Origo vekur athygli á því að staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins, en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna af birtingu tilkynningarinnar. Eðli málsins samkvæmt fela slíkar staðhæfingar í sér óvissu. Athygli fjárfesta er vakin á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi félagsins og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í tilkynningunni. Þessi tilkynning verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar. Staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu gilda eingöngu á því tímamarki þegar fréttatilkynningin er birt og takmarkast gildi þeirra við það sem segir í fyrirvara þessum.
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.