AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Origo

Earnings Release Oct 21, 2020

2208_10-q_2020-10-21_5346683a-59e2-45da-a265-b530d5b4bcb1.pdf

Earnings Release

Open in Viewer

Opens in native device viewer

TIL BIRTINGAR MIÐVIKUDAGINN 21. OKTÓBER 2020 origo.is/um-origo/fjarfestar/

Uppgjör Origo hf. fyrstu níu mánaða ársins 2020

16% tekjuvöxtur fyrstu níu mánuði ársins 2020

Helstu fjárhagsupplýsingar: Helstu fréttir úr starfsemi:

  • Sala á vöru og þjónustu nam 3.983 mkr á þriðja ársfjórðungi 2020 (15,0% tekjuvöxtur frá F3 2019) og 12.156 mkr fyrstu níu mánuði ársins 2020 (15,7% tekjuvöxtur frá 9M 2019) [F3 2019: 3.463 mkr, 9M 2019: 10.509 mkr]
  • Framlegð nam 1.000 mkr (25,1%) á þriðja ársfjórðungi og 2.984 mkr (24,5%) á fyrstu níu mánuðum ársins [F3 2020: 747 mkr (21,6%), 9M 2019: 2.520 mkr (24,0%)]
  • EBITDA nam 338 mkr (8,5%) á þriðja ársfjórðungi og 698 mkr (5,7%) á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 [F3 2019: 254 mkr (7,3%), 9M 2019: 704 (6,7%)]
  • Þýðingarmunur vegna starfsemi dóttur- og hlutdeildarfélaga var óverulegur í fjórðungnum en var jákvæður um 411 mkr fyrstu níu mánuði ársins 2020 [F3 2019: -59 mkr, 9M 2019: 129 mkr]
  • Heildarhagnaður nam 90 mkr á þriðja ársfjórðungi en heildarhagnaður fyrstu níu mánuði ársins nam 461 mkr [F3 2019: 15 mkr, 9M 2019: 366 mkr]
  • Eiginfjárhlutfall er 58,2% en var 57,1% í lok árs 2019
  • Veltufjárhlutfall er 1,22 en var 1,34 í lok árs 219

  • Tekjur allra sviða hafa aukist og afkoma batnað.

  • Hagfelld skilyrði fyrir notendabúnað og tengda þjónustu og áherslubreytingar á því sviði farnar að skila bættri arðsemi.
  • Tvöföldun í netverslun Origo á tímum Covid-19
  • Origo endurnýjaði nýverið tvo stærstu þjónustusamninga sína í kerfisrekstri.
  • Hugbúnaðarsvið Origo hafa náð að aðlaga starfsemi sína vel að breyttum aðstæðum vegna Covid-19
  • Vel heppnuð innleiðing á SAP S/4HANA hjá SBAB bankanum í Svíþjóð.
  • Tekjuvöxtur Tempo er 17% á fyrstu 9 mánuðum. Áskriftartekjur aukast um 38% frá fyrra ári og eru 51% af heildartekjum fyrstu 9 mán ársins.

Jón Björnsson forstjóri Origo hf:

"Niðurstaðan á þriðja ársfjórðungi er yfir væntingum, bæði í sölu og afkomu, og sýnir að Origo hefur unnið vel úr sínum aðstæðum á síðasta fjórðungi. Styrkleiki fyrirtækisins í að leysa stór og flókin verkefni auk hagfelldra skilyrða fyrir hluta af starfsemi Origo hefur skilað þessum góða árangri. Umbreyting á starfsemi í notendabúnaði og tengdri þjónustu, aukin eftirspurn eftir rekstrarþjónustu og innviðum hjá Origo og góður rekstur Applicon eru lykilatriði í bættum rekstri. Niðurstaðan er einn af betri rekstrarfjórðungum í rekstri Origo, þegar horft er til hagnaðar fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta. Félagið telur sig eiga inni töluverð tækifæri til að þjóna viðskiptavinum betur og styrkja rekstur Origo enn frekar. Origo leggur metnað sinn í að vera framúrskarandi í þróun hugbúnaðarvara og hyggur á frekari fjárfestingar í eigin vörum. Samhliða því telur félagið ástæðu til að sækja fram og styrkja enn frekar hugbúnaðarteymi sín, bæði í þróun eigin hugbúnaðarvara ásamt styrkingu á því teymi sem kemur að stafrænum umbreytingarverkefnum.

Hugbúnaðarsvið Origo hafa náð að aðlaga starfsemi sína vel að þeim breyttu aðstæðum sem COVID-19 hefur orsakað. Þær markaðsaðstæður sem faraldurinn hefur skapað hafa flýtt fyrir þróun í stafrænni tækni, sjálfvirkni og vinnslu alls kyns upplýsinga. Sterk staða Origo í heilbrigðislausnum hefur skilað lausnum fyrir sýnatöku og eflt samskipti almennings við heilbrigðisþjónustuna. Flest ferli eru orðin að fullu sjálfvirk, afgreidd án aðkomu starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar. Með þessu hefur heilbrigðiþjónustan náð að anna allt að 5 þúsund COVID-19 prófunum á dag.

Undir lok þriðja ársfjórðungs staðfesti Landshypotek bankinn í Svíþjóð kaup á SAP S/4HANA viðskiptahugbúnaði. Þá er unnið að áhugaverðum nýjungum í netbankalausn bankans, sem kemur frá Origo. Þessi viðskipti undirstrika ánægju bankans með SAP bankakerfin og samstarfið við Applicon, dótturfélag Origo í Svíþjóð. Í byrjun sumars var SAP innlánakerfi gangsett hjá SBAB bankanum í Svíþjóð með rúmlega 400.000 innlánareikninga. Samhliða því var Origo greiðslumiðlunarlausn tekin í notkun. Í lok september var skrifað undir samning sem snýr að áframhaldandi innleiðingu á SAP. Bæði Landshypotek og SBAB hafa vaxið í rekstrarþjónustu hjá Applicon og tækifæri til að útvíkka það samstarf enn frekar.

FRÉTTATILKYNNING NASDAQ OMX: ORIGO

TIL BIRTINGAR MIÐVIKUDAGINN 21. OKTÓBER 2020 origo.is/um-origo/fjarfestar/

Afkoma í rekstrarþjónustu og innviðum er ágæt, en sérstök áhersla er lögð á að leita hagræðis í þessum rekstrarþætti, með aukinni sjálfvirkni og stöðlun. Sífellt fleiri viðskiptavinir sjá hag sínum betur borgið með útvistun í stað þess að reka sína eigin tölvuinnviði. Félagið endurnýjaði á núverandi ársfjórðungi þjónustusamninga við tvo stærstu viðskiptavini sína.

Mikil aukning og tíðni netárása ásamt aukinni nýtingu samskiptalausna kallar á vel útfærðar öryggisvarnir og eftirlit. Origo hefur sérhæft sig undanfarin ár í að aðstoða fyrirtæki í að tryggja sig betur fyrir netárásum og við sjáum töluvert mikla eftirspurn eftir þekkingu okkar og reynslu í þeim málaflokki. Öryggislausnateymi Origo hefur kynnt verkefni sín og lausnir á Norðurlöndum. Vel útfærðar lausnir, reynsla og þekking á netöryggislausnum hjá Origo hafa vakið eftirtekt og er það eitt af markmiðum okkar að stækka viðskiptavinahópinn og sækja fram á erlenda markaði.

Skilyrði fyrir sölu á notendabúnaði hafa verið hagfelld s.l. mánuði og skilar það, ásamt breyttum áherslum í rekstri, mjög viðunandi arðsemi á því sviði. Flutningur sölu úr hefðbundinni verslun í netverslun er að skila tvöföldun á veltu netverslana Origo samhliða því að fjárfesting félagsins í Tölvutek á s.l. ári, og mikil þekking á hljóð- og myndlausnum er að skila Origo góðum árangri."

Í milljónum ISK $1.7.-30.9.$
2020
$1.7.-30.9.$
2019
$\%$ $1.1.-30.9.$
2020
$1.1.-30.9.$
2019
%
Seldar vörur og þjónusta 3.983 3.463 15,0% 12.156 10.509 15,7%
Vörunotkun og kostnaðarverð seldrar þjónustu (2.983) (2.716) 9,9% (9.172) (7.989) 14,8%
Framlegð 1.000 747 33,8% 2.984 2.520 18,4%
Framlegð/tekjur (%) 25,1% 21,6% 24,5% 24,0%
Rekstrarkostnaður (1.000) (648) 32,3% (2.818) (2.252) 25,2%
Rekstrarhagnaður 143 99 43,5% 166 268 $-38,3%$
Rekstrarhagnaður/tekjur (%) 3,6% 2,9% 1,4% 2,6%
Hrein fjármagnsgjöld (51) 3 (177) (54)
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélags 13 (2) 59 66
Tekjuskattur (15) (27) 3 (43)
Hagnaður tímabilsins 90 74 50 237
Þýðingarmunur vegna starfsemi dóttur- og
hlutdeildarfélaga
0 (59) 411 129
Heildarhagnaður tímabilsins 90 15 461 366
EBITDA 338 254 698 704
EBITDA% 8,5% 7,3% 5,7% 6,7%
EBITDA leiðrétt 338 254 876 704

Rekstrarreikningur

• Sala á vöru og þjónustu nam 12.156 mkr fyrstu níu mánuði ársins 2020 samanborið við 10.509 mkr á sama tímabili árið 2019 sem er 15,7% hækkun frá fyrra ári. Sala á vöru og þjónustu á þriðja ársfjórðungi 2020 var 3.983 og hækkaði um 15,0% frá fyrra ári.

• Framlegð nam 2.984 mkr (24,5%) á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 samanborið við 2.520 mkr (24,0%) á sama tímabili árið 2019

• Rekstrarkostnaður nam 2.818 mkr (23,2%) fyrstu níu mánuði ársins 2020 samanborið við 2.252 mkr (21,4%) á sama tímabili árið 2019

• EBITDA nam 698 mkr (5,7%) á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 samanborið við 704 mkr (6,7%) á sama tímabili árið 2019. EBITDA leiðrétt fyrir einskiptiskostnaði á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 var 876 mkr. EBITDA þriðja ársfjórðungs 2020 var 338 mkr eða 8,5% samanborið við 254 mkr og 7,3% á sama tímabili árið 2019

FRÉTTATILKYNNING NASDAQ OMX: ORIGO

TIL BIRTINGAR MIÐVIKUDAGINN 21. OKTÓBER 2020 origo.is/um-origo/fjarfestar/

  • Hrein fjármagnsgjöld námu 177 mkr á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 samanborið við 54 mkr á sama tímabili árið 2019. Munar þar mestu um 77 mkr meira gengistap á árinu 2020 en á árinu 2019
  • Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga Origo, var 59 mkr á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 en var 66 mkr á sama tímabili árið 2019
  • Þýðingarmunur vegna starfsemi dóttur- og hlutdeildarfélaga nam 411 mkr á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 en nam 129 mkr á sama tímabili árið 2019
  • Heildarhagnaður fyrstu níu mánuði ársins nam 461 mkr en nam 366 mkr á sama tímabili árið 2019. Heildarhagnaður á þriðja ársfjórðungi nam 90 mkr samanborið við 15 mkr á sama tímabili árið 2019.

Efnahagsreikningur

Í milljónum ISK 30.09.2020 31.12.2019
Fastafjármunir 8.357 7.738
Veltufjármunir 3.779 4.147
Eignir samtals 12.137 11.885
Eigið fé 7.066 6.817
Langtímaskuldir 1.982 1.972
Skammtímaskuldir 3.089 3.095
Eigið fé og skuldir samtals 12.137 11.885
Veltufjárhlutfall 1,22 1,34
Eiginfjárhlutfall 58,2% 57,1%

Sjóðstreymi

Í milljónum ISK $1.1.-30.09.$
2020
$1.1.-30.09.$
2019
Handbært fé frá rekstri 713 188
Fjárfestingarhreyfingar (420) (427)
Fjármögnunarhreyfingar (545) (1.770)
Lækkun á handbæru fé (252) (2.009)
Áhrif gengisbreytinga á handbært fé 16 0
Handbært fé í ársbyrjun 826 3.175
Handbært fé í lok tímabilsins 591 1.166
  • Fastafjármunir hækka um 619 mkr frá árslokum 2019. Mestu munar um hækkun í eignarhlut á Tempo um 440 mkr sem skýrist af gengishreyfingum. Einnig hækka óefnislegar eignir um 138 mkr.
  • Veltufjármunir lækka um 368 mkr á tímabilinu. Munar þar mestu um 182 mkr lækkun í Viðskiptakröfum og öðrum skammtímakröfum auk 235 mkr lækkunar í handbæru fé.
  • Eigið fé hækkar um 249 mkr á tímabilinu. Munar þar mestu um hækkun í liðnum Annað bundið eigið fé vegna mikils Þýðingarmuns á tímabilinu.
  • Langtímaskuldir hækka um 10 mkr í frá árslokum 2019.
  • Skammtímaskuldir lækka um 6 mkr frá árslokum 2019
  • Eiginfjárhlutfall er nú 58,2% en var 57,1% í lok árs 2019
  • Veltufjárhlutfall er nú 1,22 en var 1,34 í árslok 2019
  • Handbært fé frá rekstri var 713 mkr eftir fyrstu níu mánuði ársins 2020 samanborið við 188 mkr á sama tímabili árið 2019.
  • Fjárfestingahreyfingar voru 420 mkr fyrstu níu mánuði ársins 2020 samanborið við 427 mkr á sama tímabili árið 2019
  • Fjármögnunarhreyfingar voru 545 mkr fyrstu níu mánuði ársins 2020 samanborið við 1.770 mkr á sama tímabili árið 2019. Munar þar mestu um keypt eigin bréf fyrir 33 mkr árið 2020 en 475 mkr árið 2019 og einnig um greiðslu arðs árið 2020 fyrir 180 mkr en árið 2019 fyrir 1.000 mkr
  • Handbært fé lækkar um 252 mkr á tímabilinu og endar í 591 mkr eftir lok þriðja ársfjórðungs

FRÉTTATILKYNNING NASDAQ OMX: ORIGO

TIL BIRTINGAR MIÐVIKUDAGINN 21. OKTÓBER 2020 origo.is/um-origo/fjarfestar/

Hluthafar

Markaðsvirði fyrirtækisins í lok þriðja ársfjórðungs 2020 var 12.528 mkr., lokaverð hlutabréfa í ársfjórðungnum var kr. 28,8 á hlut. Fjöldi útgefinna hluta þann 30. júní 2020 voru 435 milljónir og voru hluthafar 521 talsins.

Kynningarfundur þann 22. október 2020

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn, fimmtudaginn 22. Október. Á fundinum kynna stjórnendur rekstur og afkomu félagsins og svara spurningum. Kynningin hefst kl. 08:30 og fer fram í gegnum fjarfundabúnað, en einnig verður hægt að fylgjast með netstreymi af fundinum.

Skráning fer fram hér: https://www.origo.is/fjarfestakynning

Fjárhagsdagatal

  • 28.01.2021 Fjórði ársfjórðungur og ársuppgjör 2020
  • 04.03.2021 Aðalfundur vegna 2020

Samþykkt árshlutareiknings

Árshlutareikningur var samþykktur á stjórnarfundi Origo hf. þann 21. október 2020. Uppgjör Origo hf. er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS-International Financial Reporting Standards).

Origo hf.

Origo er framsækið þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina. Hlutabréf Origo hf. eru skráð í NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöll Íslands) undir auðkenninu ORIGO.

Nánari upplýsingar

Gunnar Petersen, framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 825-9001 eða [email protected] og Jón Björnsson, forstjóri í síma 693-5000 eða [email protected]

Til athugunar fyrir fjárfesta

Origo vekur athygli á því að staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins, en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna af birtingu tilkynningarinnar. Eðli málsins samkvæmt fela slíkar staðhæfingar í sér óvissu. Athygli fjárfesta er vakin á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi félagsins og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í tilkynningunni. Þessi tilkynning verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar. Staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu gilda eingöngu á því tímamarki þegar fréttatilkynningin er birt og takmarkast gildi þeirra við það sem segir í fyrirvara þessum.

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.