AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Síldarvinnslan

Quarterly Report May 25, 2022

2205_10-q_2022-05-25_5f07c501-e52f-4d60-a36d-31e1b301e2db.pdf

Quarterly Report

Open in Viewer

Opens in native device viewer

Samandreginn árshlutareikningur samstæðu 1. janúar - 31. mars 2022

Efnisyfirlit bls.

Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og framkvæmdastjóra
Rekstrarreikningur samstæðu fyrir tímabilið 1. janúar til 31. mars 2022 4
Yfirlit um heildarafkomu samstæðu fyrir tímabilið 1. janúar til 31. mars 2022 5
Efnahagsreikningur samstæðu 31. mars 2022 6 - 7
Eiginfjáryfirlit samstæðu fyrir tímabilið 1. janúar til 31. mars 2022 8
Sjóðstreymi samstæðu fyrir tímabilið 1. janúar til 31. mars 2022 9
Skýringar 10 - 15

Síldarvinnslan hf. Kennitala 570269-7479 Hafnarbraut 6, Neskaupstað

Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og framkvæmdastjóra

Meginstarfsemi samstæðunnar

Samstæða Síldarvinnslunnar hf. er í dag með öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemin á yfir 60 ára reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Samstæðan er ein sú stærsta á Íslandi í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á Íslandi.

Samstæðan samanstendur af móðurfélaginu Síldarvinnslunni hf. og dótturfélögum sem eru í lok ársins Bergur-Huginn ehf., Bergur ehf., Fóðurverksmiðjan Laxá hf., Fjárfestingafélaginu Vör ehf. og Seley ehf.

Rekstur og fjárhagsleg staða

Samkvæmt rekstrarreikningi námu rekstrartekjur samstæðunnar 100,6 milljónum dollara á tímabilinu og hagnaður af rekstrinum nam 27,5 milljónum dollara. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 672,0 milljónum dollara í lok tímabilsins og eigið fé nam 450,6 milljónum dollara en þar af var hlutdeild minnihluta í eigin fé samstæðunnar 2,8 milljónir dollara. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 67,1%.

Allt hlutafé í hlutdeildarfélaginu Hafnarbraut 2 ehf. var selt í byrjun árs 2022. Síldavinnslan hf. festi kaup á jörðinni Fannardal í Norðfirði í byrjun árs 2022, en áformað er að nýta jörðina til skógræktar með kolefnisbindingu í huga. Sjá nánar í skýringu nr. 9.

Að mati stjórnenda er enginn óvissa um horfur á helstu mörkuðum samstæðunnar vegna Covid-19, en á heildina litið hafa fjárhagsleg áhrif heimsfaraldursins á samstæðuna ekki haft veruleg hingað til.

Samstæðan nýtti sér engar stuðningsaðgerðir stjórnvalda vegna Covid-19 heimsfaraldursins á tímabilinu.

Samkomulag hefur náðst við viðskiptaaðila Síldarvinnslunnar í Úkraínu um eftirgjöf á viðskiptakröfu Síldarvinnslunnar á hendur honum. Gengið var frá samkomulaginu í apríl 2022 og telst það vera fullnaðaruppgjör. Ástandið í Úkraínu hefur að öðru leyti ekki haft neikvæð áhrif á samstæðuna. Sjá nánar í skýringu 6.

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE 54 hélt til veiða í mars eftir fjögurra mánaða viðgerð en eldur kom upp í vélarúmi skipsins í október á síðasta ári. Fullnaðar uppgjör við tryggingafélag skipsins hefur ekki farið fram og telja stjórnendur félagsins að ekki verði um miklar viðbótar gjaldfærslur vegna þessa í reikningi félagsins.

Yfirlýsing stjórnar og framkvæmdastjóra

Samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar er gerður til samræmis við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af Evrópusambandinu .

Samkvæmt bestu vitneskju er það álit stjórnar og framkvæmdastjóra að samstæðureikningurinn gefi glögga mynd af rekstrarafkomu samstæðunnar fyrir tímabilið 1. janúar til 31. mars 2022, eignum, skuldum og fjárhagsstöðu hennar þann 31. mars 2022. Jafnframt er það álit stjórnar og framkvæmdastjóra að árshlutareikningurinn og skýrsla stjórnar geymi glöggt yfirlit um þróun og árangur í rekstri samstæðunnar, stöðu hennar og lýsi helstu áhættuþáttum sem samstæðan býr við.

Stjórn og framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. staðfesta hér með árshlutareikning samstæðunnar fyrir tímabilið 1. janúar til 31. mars 2022 með undirritun sinni.

Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og framkvæmdastjóra

Neskaupstað, 25. maí 2022.

Þorsteinn Már Baldvinsson Stjórnarformaður

Meðstjórnandi Meðstjórnandi Anna Guðmundsdóttir

Baldur Már Helgason

Björk Þórarinsdóttir

Meðstjórnandi Meðstjórnandi Guðmundur Rafnkell Gíslason

Gunnþór Ingvason Forstjóri

Rekstrarreikningur samstæðu fyrir tímabilið 1. janúar til 31. mars 2022

2022 2021
Skýringar 1.1-31.3 1.1-31.3
Rekstrartekjur
Seldar vörur 100.567.036 52.377.325
100.567.036 52.377.325
Rekstrargjöld
Kostnaðarverð seldra vara 47.257.599 18.783.946
Laun, aflahlutir og annar starfsmannakostnaður 18.506.127 12.398.501
Annar rekstrarkostnaður 2.322.460 1.324.358
68.086.186 32.506.805
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) 32.480.850 19.870.520
Afskriftir fastafjármuna 4 3.060.509 2.541.974
Rekstrarhagnaður 29.420.341 17.328.546
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld)
Vaxtatekjur og verðbætur 100.540 202.363
Vaxtagjöld og verðbætur (1.040.986) (1.007.867)
Gengismunur 1.670.871 1.275.052
Tekjur af verðbréfum og afleiðusamningum 3.547.418 3.371.157
4.277.843 3.840.705
Áhrif af rekstri hlutdeildarfélaga 1.063.568 4.080.643
Hagnaður af sölu hlutdeildarfélags 183.254 0
Hagnaður fyrir skatta 34.945.006 25.249.894
Tekjuskattur (7.457.937) (4.186.090)
Hagnaður tímabilsins 27.487.069 21.063.804
Hagnaður skiptist á eftirfarandi hátt:
Eigendur félagsins 27.318.594 20.820.129
Hlutdeild minnihluta 168.475 243.675
27.487.069 21.063.804
Hagnaður á hlut
Hagnaður eigenda félagsins á útistandandi hlut 0,0161 0,0124

Starfsþáttayfirlit 3

Yfirlit um heildarafkomu samstæðu fyrir tímabilið 1. janúar til 31. mars 2022

2022
1.1-31.3
2021
1.1-31.3
Hagnaður tímabilsins 27.487.069 21.063.804
Önnur heildarafkoma
Liðir sem síðar munu verða endurflokkaðir yfir rekstur:
Þýðingarmunur vegna eignarhluta í félögum
Áhættuvarnir vegna langtímaskulda
592.186
0
231.319
736.812
Heildarafkoma tímabilsins 28.079.255 22.031.935
Heildarafkoma skiptist á eftirfarandi hátt:
Eigendur félagsins
Hlutdeild minnihluta
27.924.073
155.183
21.755.088
276.847
28.079.255 22.031.935

Efnahagsreikningur samstæðu 31. mars 2022

Eignir Skýringar 31.3.2022 31.12.2021
Fastafjármunir
Óefnislegar eignir:
Fiskveiðiheimildir 272.677.929 271.349.923
272.677.929 271.349.923
Rekstrarfjármunir: 4
Varanlegir rekstrarfjármunir 169.380.353 163.261.084
Fastafjármunir í smíðum 20.320.928 19.037.704
Leiguréttindi 1.242.781 1.089.809
190.944.062 183.388.597
Fjárfestingar:
Eignarhlutar í hlutdeildarfélögum 15.509.371 14.811.947
Eignarhlutar í öðrum félögum 2.970.827 2.801.006
Skuldabréfaeign 96.020 94.209
18.576.218 17.707.162
Fastafjármunir samtals 482.198.209 472.445.682
Veltufjármunir
Birgðir 5 54.560.525 32.388.354
Viðskiptakröfur 6 49.776.422 43.466.707
Aðrar skammtímakröfur 9.156.140 4.430.954
Handbært fé 74.775.214 79.856.239
188.268.301 160.142.254
Fastafjármunir sem haldið er til sölu 1.567.591 1.567.591
Veltufjármunir samtals 189.835.892 161.709.845
Eignir samtals 672.034.101 634.155.527

Efnahagsreikningur samstæðu 31. mars 2022

Eigið fé og skuldir Skýringar 31.3.2022 31.12.2021
Eigið fé
Hlutafé 14.096.600 14.096.600
Yfirverðsreikningur hlutafjár 17.588.283 17.588.283
Annað bundið eigið fé 35.633.865 31.137.925
Óráðstafað eigið fé 380.465.152 357.037.020
447.783.900 419.859.828
Hlutdeild minnihluta 2.816.586 2.661.403
450.600.486 422.521.231
Skuldir
Langtímaskuldir og skuldbindingar:
Skuldir við lánastofnanir 7 108.987.265 113.654.475
Tekjuskattsskuldbinding 53.555.376 53.275.448
162.542.641 166.929.923
Skammtímaskuldir:
Skuldir við lánastofnanir 7 1.241.602 1.217.538
Næsta árs afborganir af langtímaskuldum 7 8.326.469 8.382.929
Reiknaðir skattar ársins 7.930.556 11.149.898
Viðskiptaskuldir 15.203.282 12.452.885
Aðrar skammtímaskuldir 18.688.231 9.047.557
Skuldir við tengd félög 8 7.500.834 2.453.566
58.890.974 44.704.373
Skuldir samtals 221.433.615 211.634.296
Eigið fé og skuldir samtals 672.034.101 634.155.527

Aðrar upplýsingar 9

Eiginfjáryfirlit samstæðu fyrir tímabilið 1. janúar til 31. mars 2022

Hlutafé Yfirverðs-
reikningur
Annað
eigið fé
Óráðstafað
eigið fé
Hlutdeild
minnihluta
Eigið fé
samtals
1. janúar - 31. mars 2022:
Staða í ársbyrjun
14.096.600 17.588.283 31.137.925 357.037.020 2.661.403 422.521.231
Heildarafkoma:
Hagnaður tímabilsins 27.318.594 168.475 27.487.069
Þýðingarmunur
Bundinn
605.478 (13.292) 592.186
- hlutdeildarreikningur 3.628.189 (3.628.189) 0
- gangvirðisreikningur 262.273 (262.273) 0
0 0 4.495.940 23.428.133 155.183 28.079.255
Staða í lok tímabils 14.096.600 17.588.283 35.633.865 380.465.152 2.816.586 450.600.486
Yfirverðs- Annað Óráðstafað Hlutdeild Eigið fé
Hlutafé reikningur eigið fé eigið fé minnihluta samtals
1. janúar - 31. mars 2021:
Staða í ársbyrjun 13.967.526 10.070.499 33.240.148 324.809.669 4.184.269 386.272.111
Heildarafkoma:
Hagnaður tímabilsins 20.820.129 243.675 21.063.804
Þýðingarmunur
Áhættuvörn
198.147 33.172 231.319
vaxtaskiptasamninga 921.015 921.015
Tekjuskattsáhrif (184.203) (184.203)
Bundinn
- hlutdeildarreikningur 7.216.155 (7.216.155) 0
- gangvirðisreikningur 235.635 (235.635) 0
0 0 8.386.749 13.368.339 276.847 22.031.935
Eigendur:
Ákvarðaður arður (52.251.764) (52.251.764)
Staða í lok tímabils 13.967.526 10.070.499 41.626.897 285.926.244 4.461.116 356.052.282

Sjóðstreymi samstæðu fyrir tímabilið 1. janúar til 31. mars 2022

2022 2021
Skýringar 1.1-31.3 1.1-31.3
Rekstrarhreyfingar
Hreint veltufé frá rekstri
Hagnaður tímabilsins 27.487.069 21.063.804
Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi:
Afskriftir 4 3.060.509 2.541.974
Hagnaður af afhendingu hlutdeildarfélags (183.254) 0
Aðrir liðir (6.764.887) (4.402.184)
Hreint veltufé frá rekstri 23.599.437 19.203.594
Hækkun rekstrartengdra eigna:
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur (12.919.717) (9.465.524)
Birgðir (22.096.032) (7.283.941)
Hækkun rekstrartengdra skulda:
Skammtímaskuldir 19.627.062 6.811.317
(15.388.687) (9.938.148)
Handbært fé frá rekstri 8.210.750 9.265.446
Fjárfestingahreyfingar
Keyptir varanlegir rekstrarfjármunir 4 (3.333.884) (4.685.567)
Fjárfest í fastafjármunum í smíðum 4 (6.586.387) (12.880.640)
Langtímakröfur, breyting 4 (168.563) 0
Keyptir eignarhlutar í öðrum félögum 0 1.171
Fjárfesting í nýju dótturfélagi 0 (39.460.627)
Seldir eignarhlutar í hlutdeildarfélögum 326.361 0
Arður frá hlutdeildarfélögum 0 3.015.545
(9.762.473) (54.010.118)
Fjármögnunarhreyfingar
Nýjar langtímaskuldir 0 79.543.350
Afborganir langtímaskulda (3.684.206) (70.155.765)
Breyting á skammtímaskuldum við lánastofnanir 647 (478.001)
(3.683.559) 8.909.584
Lækkun á handbæru fé (5.235.282) (35.835.088)
Handbært fé í byrjun árs 79.856.239 90.119.415
Áhrif gengisumreiknings dótturfélaga 154.257 (85.971)
Handbært fé í lok tímabils 74.775.214 54.198.356
Aðrar upplýsingar
Innborgaðir vextir og arðstekjur 100.073 906.256
Greiddir vextir og gengismunur (1.440.807) (671.911)
Greiddir skattar (1.636.055) (901.271)

1. Almennar upplýsingar

Síldarvinnslan hf. (,,félagið") er íslenskt hlutafélag og er lögheimili þess að Hafnarbraut 6, Neskaupstað. Árshlutareikningur samstæðunnar hefur að geyma árshlutareikning félagsins og dótturfélaga þess, sem vísað er til í heild sinni sem ,,samstæðunnar" og til einstakra félaga sem ,,samstæðufélaga". Aðalstarfsemi félagsins er rekstur fiskvinnslu og útgerð.

Árshlutareikningur samstæðunnar var samþykktur á stjórnarfundi félagsins þann 25. maí 2022.

2. Yfirlit um helstu reikningsskilaaðferðir

2.1 Grundvöllur reikningsskila

Samandreginn árshlutareikningur samstæðu Síldarvinnslunnar hf. fyrir tímabilið janúar til mars 2022 er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga IAS 34. Samandregni árshlutareikningurinn inniheldur ekki allar þær upplýsingar sem krafist er í ársreikningi og ætti því að lesa með hliðsjón af ársreikningi félagsins fyrir árið 2021.

Helstu reikningsskilaaðferðir sem beitt var við gerð þessara reikningsskila eru þær sömu og beitt var við gerð ársreiknings samstæðunnar fyrir árið 2021. Þessum aðferðum var beitt á samræmdan hátt á bæði árin sem sett eru fram, nema annað sé tekið fram.

2.2 Mat og ákvarðanir

Við gerð árshlutareiknings samstæðu þurfa stjórnendur, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla, að taka ákvarðanir, meta og draga ályktanir sem hafa áhrif á eignir og skuldir á reikningsskiladegi, upplýsingar í skýringum og tekjur og gjöld. Við mat og ályktanir er byggt á reynslu og ýmsum öðrum þáttum sem taldir eru viðeigandi og mynda grundvöll þeirra ákvarðana sem teknar eru um bókfært verð eigna og skulda sem ekki liggur fyrir með öðrum hætti. Þó svo að matið sé samkvæmt bestu vitund stjórnenda geta raunveruleg verðmæti þeirra liða sem þannig eru metnir reynst önnur en niðurstaða samkvæmt matinu.

2.3 Breyting á samanburðarfjárhæðum

Til að gæta samræmis við núverandi framsetningu hefur samanburðartölum í árshlutareikningnum verið breytt. Tekjur, sem skilgreindar voru sem aðrar tekjur, hafa verið endurskilgreindar af stjórnendum samstæðunnar. Tekjurnar eru nú flokkaðar með tekjum af útgerð og tilgreindar meðal seldra vara. Til að gæta samræmis við núverandi skilgreiningu hefur samanburðartölum í árshlutareikningnum verið breytt. Þá hefur áður birt starfsþáttayfirlit fyrir samanburðar tímabilið tekið samsvarandi breytingum.

3. Starfsþáttayfirlit

Rekstrarstarfsþættir eru skilgreindir í samræmi við eðli rekstrar og innri skýrslugjöf samstæðunnar. Samstæðan skilgreinir hjá sér tvo starfsþætti, Útgerð og Landvinnslu . Aðrir starfsþættir falla undir liðinn Annað .

Jöfnunar
1.1 - 31.3. 2022 Útgerð Landvinnsla Annað Eigin afli færslur Samtals
Seldar vörur 37.322.802 84.193.850 5.558.663 (23.418.252) (3.090.027) 100.567.036
Kostnaðarverð
seldra vara 8.982.268 59.906.872 4.876.738 (23.418.252) (3.090.027) 47.257.599
Laun 12.979.449 4.509.529 1.017.149 0 0 18.506.127
Annar rekstrarkostn. 363.343 1.298.681 660.436 0 0 2.322.460
Rekstrarhagnaður
fyrir afskriftir 14.997.742 18.478.768 (995.660) 0 0 32.480.850
Afskriftir fastafjármuna (2.061.789) (917.431) (81.289) 0 0 (3.060.509)
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 4.277.843
Áhrif af rekstri hlutdeildarfélaga 1.063.568
Hagnaður af sölu hlutdeildarfélags 183.254
Tekjuskattur (7.457.937)
Hagnaður tímabilsins 27.487.069
Fjárfestingar 0 (9.865.129) (55.142) 0 0 (9.920.271)
Rekstrarfjármunir
Óefnislegar eignir, óskiptar
Aðrar eignir, óskiptar
Skuldir, óskiptar
121.907.911 65.415.432 3.620.719 0 0 190.944.062
272.677.929
208.412.110
(221.433.615)

3. Starfsþáttayfirlit (framhald)

1.1. - 31.3. 2021 Útgerð Landvinnsla Annað Eigin afli Jöfnunar
færslur
Samtals
Seldar vörur 27.536.709 38.235.422 5.206.657 (15.431.663) (3.169.800) 52.377.325
Kostnaðarverð
seldra vara 7.672.980 25.184.008 4.528.420 (15.431.663) (3.169.800) 18.783.946
Laun 8.909.747 2.649.116 839.638 0 0 12.398.501
Annar rekstrarkostn. 396.050 190.727 737.581 0 0 1.324.358
Rekstrarhagnaður
fyrir afskriftir 10.557.932 10.211.571 (898.982) 0 0 19.870.520
Afskriftir fastafjármuna (1.455.159) (1.034.203) (52.612) 0 0 (2.541.974)
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 3.840.705
Áhrif af rekstri hlutdeildarfélaga 4.080.643
Tekjuskattur (4.186.090)
Hagnaður tímabilsins 21.063.804
Fjárfestingar (13.475.395) (3.679.225) (411.587) 0 0 (17.566.207)

Tekjuaukningu samstæðunnar á milli fyrsta ársfjórðungs árið 2022 og 2021, að fjárhæð um 48 milljónir dollara, má að langstærstum hluta rekja til aukningar á framleiðsluverðmætum vegna stærri loðnukvóta. Bæði var mun meiri framleiðsla á mjöli og lýsi og eins var meiri framleiðsla á frosnum uppsjávarafurðum en á sama tímabili árið áður.

4. Rekstrarfjármunir

Rekstrarfjármunir felast í varanlegum rekstrarfjármunum og fjárfestinga í smíðum. Leiguréttindi eru jafnframt flokkuð meðal rekstrarfjármuna. Varanlegir rekstrarfjármunir sundurliðast þannig:

Fasteignir Skip og Verksmiðju
og lóðir fylgihlutir vélar og tæki Samtals
Í lok tímabils 31.3. 2022:
Bókfært verð í ársbyrjun 22.428.099 122.772.113 18.060.872 163.261.084
Viðbót ársins 3.037.310 42.903 253.671 3.333.884
Flutt af fastafjármunum í smíðum 4.681.657 0 680.807 5.362.464
Áhrif gengisbreytinga 6.419 459.545 1.876 467.840
Afskriftir (366.501) (2.006.364) (672.054) (3.044.919)
Bókfært verð í lok tímabils 29.786.984 121.268.197 18.325.172 169.380.353
Fasteignir Skip og Verksmiðju
og lóðir fylgihlutir vélar og tæki Samtals
Bókfært verð í lok 31.3. 2022 greinist þannig:
Kostnaðarverð 68.071.177 166.282.944 96.673.948 331.028.069
Afskrifað samtals (38.284.193) (45.014.747) (78.348.777) (161.647.717)
Bókfært verð í lok tímabils 29.786.984 121.268.197 18.325.172 169.380.353
Afskriftahlutfall á ári 0-6% 4-10% 6-20%

4. Rekstrarfjármunir (framhald)

Afskriftir greinast þannig: 1.1.-31.3.2022 1.1.-31.3.2021
Afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna 3.044.919 2.530.135
Afskriftir leiguréttinda 15.591 11.839
3.060.509 2.541.974

Fastafjármunir í smíðum

Fiskimjölsverksmiðja í Neskaupstað

Á árinu 2021 hófust framkvæmdir við stækkun fiskimjölsverksmiðju og löndunarhúss Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Löndunarhúsið er stækkað um 300 fermetra og í því verður komið fyrir búnaði sem mun tvöfalda afköstin við vinnslu á loðnuhrognum. Hrognavinnslan hefur verið tekin í notkun og var fjárfesting vegna hennar flutt á varanlega rekstrarfjármuni, alls 5,4 milljónir USD. Stækkun fiskimjölsverksmiðjunnar er hins vegar skipt í tvo áfanga. Í fyrri áfanganum er reist 2000 fermetra verksmiðjuhús og komið upp lítilli verksmiðjueiningu sem á að geta afkastað 380 tonnum á sólarhring. Litlu verksmiðjueiningunni er fyrst og fremst ætlað að vinna afskurð frá fiskiðjuveri fyrirtækisins auk þess sem hún mun nýtast við þróunarverkefni og spara töluverða orku. Áætlað er að litla verksmiðjan verði komin í notkun í júlí 2022. Í síðari áfanganum verður komið upp búnaði sem eykur afkastagetu verksmiðjunnar úr 1.800 tonnum á sólarhring í 2.380 tonn. Áætlaður heildarkostnaður við þessar framkvæmdir er um 40 milljónir USD. Áætluð verklok þessara framkvæmda er á fyrri hluta ársins 2023. Heildarkostnaður verksins nemur 25,7 milljónir USD í lok tímabilsins.

Greiðslur og kostnaður vegna nýsmíða eru sem hér greinir:

Samtals
Breytingar á kostnaði vegna fastafjármuna í smíðum 1.1.-31.3.2022
Heildarverð í ársbyrjun 19.037.704
Fjárfesting tímabilsins 6.586.387
Flutt á varanlega rekstrarfjármuni (5.362.464)
Áhrif gengisbreytinga 59.301
Heildarverð í lok tímabils 20.320.928

Leiguréttindi

Félög innan samstæðunnar hafa gert langtímaleigusamninga um leigu á nótahólfum. Samingarnir eru til 25 ára en leigutaki hefur rétt til ótímabundinnar framlengingar á leigu að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Umsamin leigufjárhæð var öll greidd á árinu 2019 og færð sem langtímakrafa. Á árinu 2022 voru tvö nótahólf tekin til viðbótar á leigu og umsamin leigufjárhæð öll greidd í byrjun árs. Leiguréttindin eru afskrifuð á 25 árum. Þróun leigueignar greinist þannig á tímabilinu:

1.1.-31.3.2022 1.1.-31.3.2021
Leiguréttindi í upphafi árs 1.089.809 1.162.392
Viðbót 168.563 0
Afskrift leiguréttinda (15.591) (11.839)
Áhrif gengisbreytinga 0 1.816
1.242.781 1.152.369

5. Birgðir

Birgðir greinast þannig: 31.3.2022 31.12.2021
Hráefni 2.913.354 2.920.261
Fullunnar afurðabirgðir 42.750.753 20.089.805
Rekstrarvörur 3.376.986 3.864.905
Veiðarfæri 5.519.432 5.513.383
54.560.525 32.388.354

Fullunnar afurðabirgðir voru að kostnaðarverði 42,7 milljónir dollara þann 31.3.2022 samanborið við 20,1 milljónir dollara þann 31.12.2021. Að mati stjórnenda mun skilaverð fullunnina afurðabirgða í lok tímabilsins nema allt að 72,1 milljónum dollara í samanburði við 27,1 milljónir dollara í lok árs 2021.

Vörubirgðir félagsins á reikningsskiladegi eru metnar á kostnaðarverði/framleiðsluverði í lok mars 2022 og byggir m.a. á útreikningum um framlegð og öðrum viðeigandi forsendum. Að mati stjórnenda er seljanleiki vörubirgða félagsins góður og ástandið í Úkraníu er ekki að hafa teljanleg áhrif á tekjur félagsins.

6. Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur

Viðskiptakröfur greinast þannig: 31.3.2022 31.12.2021
Almennar viðskiptakröfur 23.637.828 16.778.447
Viðskiptakröfur á tengd félög 29.726.215 29.334.843
Niðurfærsla vegna krafna sem kunna að tapast (3.587.622) (2.646.583)
49.776.422 43.466.707

Kröfur á tengda aðila eru tilgreindar með viðskiptakröfum en kröfurnar eru allar tilkomnar vegna reglubundinna viðskipta. Á meðal krafna á tengda aðila er krafa á sölufyrirtækið IceFresh Seafood ehf., sem er söluumboðsfyrirtæki Síldarvinnslunnar og telst vera tengdur aðili. Á bak við kröfuna eru fjölmargar kröfur sölufyrirtækisins á aðila í ýmsum löndum. Samkvæmt samningi milli samstæðunnar og sölufyrirtækisins ber Síldarvinnslan útlánaáhættuna verði greiðslufall hjá endanlegum skuldara að kröfunni.

Viðskiptakröfur eru færðar niður til að mæta almennri áhættu sem fylgir kröfueign félagsins. Hér er ekki um endanlega afskrift að ræða heldur er myndaður niðurfærslureikningur, sem mæta á þeim kröfum sem kunna að tapast og er hann dreginn frá eignfærðum viðskiptakröfum í efnahagsreikningi.

Breytingar á niðurfærslu viðskiptakrafna greinist þannig: 31.3.2022 31.12.2021
Staða í ársbyrjun (2.646.583) (558.565)
Breyting á niðurfærslu (938.058) (2.140.139)
Tapaðar viðskiptakröfur á árinu 0 49.085
Áhrif gengisbreytinga (2.981) 3.036
Staða í árslok (3.587.622) (2.646.583)

Samstæðan fylgir fyrirmælum alþjóðlegs reikningsskilastaðals IFRS 9 um niðurfærslu viðskiptakrafna. Viðskiptakröfur eru færðar niður með einfaldri aðferð og byggir matið á sögulegum gögnum um tapsreynslu ásamt því að horft er til efnahagslegra umhverfisþátta á reikningsskiladegi, og væntinga til framtíðar, að svo miklu leyti sem það er heimilt samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.

Samkomulag hefur náðst við viðskiptaaðila Síldarvinnslunnar í Úkraínu um eftirgjöf á viðskiptakröfu Síldarvinnslunnar á hendur honum. Gengið var frá samkomulaginu í apríl 2022 og telst það vera fullnaðaruppgjör. Samkvæmt uppgjörinu gefur Síldarvinnslan eftir 3.270.000 USD af viðskiptakröfu sinni en krafan hafði verið færð niður á árinu 2021, um 2.447.500 USD. Í árshlutareikningnum nú er því aukin niðurfærsla sem nemur 822.500 USD. Niðurfærslan er færð meðal annars rekstrarkostnaðar.

7. Skuldir við lánastofnanir

Langtímaskuldir við lánastofnanir: 31.3.2022 31.12.2021
Skuldir í USD 56.079.374 58.009.284
Skuldir í EUR 31.746.183 33.328.409
Skuldir í GBP 10.334.128 10.888.807
Skuldir í NOK 14.390.994 14.772.493
Skuldir í JPY 4.763.055 5.038.411
117.313.734 122.037.404
Afborganir næstu 12 mánaða (8.326.469) (8.382.929)
Langtímaskuldir í lok tímabils 108.987.265 113.654.475
Afborganir af langtímaskuldum greinast þannig:
Skuldir við
lánastofnanir
Afborganir næstu 12 mánaða 8.326.469
Afborganir á árinu 2023-2024 8.307.115
Afborganir á árinu 2024-2025 8.307.115
Afborganir á árinu 2025-2026 28.312.505
Afborganir á árinu 2026-2027 57.228.515
Afborganir síðar 6.832.015
117.313.734
Langtímaskuldir samtals USD 117.313.734, koma þannig fram í efnahagsreikningi: 31.3.2022
Afborganir næstu 12 mánaða , færðar meðal skammtímaskulda 8.326.469
Afborganir með gjalddaga eftir eitt ár eða síðar 108.987.265
117.313.734

Skammtímaskuldir samstæðunnar við lánastofnanir eru tilkomnar vegna fjárfestinga í 12 nýjum fóðursílóum ásamt vélum og búnaði hjá Fóðurverksmiðjunni Laxá ehf. Framkvæmdum er lokið og unnið er að því að breyta skammtímaskuldum yfir í langtímalán, en því verður lokið í maí 2022. Skamtímaskuldir við lánastofnanir greinast þannig:

Skuldir í USD 1.241.602
--------------- -----------

8. Tengdir aðilar

Samstæðan er í dreifðri eignaraðild. Tengdir aðilar samstæðunnar eru hlutdeildarfélög, stjórnir félaga í samstæðunni, framkvæmdastjóri, nánir fjölskyldumeðlimir fyrrgreindra aðila og aðilar sem hafa veruleg áhrif sem stórir hluthafar í félaginu. Upplýsingar varðandi tengda aðila eru eftirfarandi:

Tímabilið 1. janúar - 31. mars 2022 Seldar vörur
og þjónusta
Keyptar vörur
og þjónusta
Viðskipta-
kröfur
Viðskipta
skuldir
Hlutdeildarfélög 1.195 9.574.947 164.564 4.314.821
Hluthafar félagsins og félög í þeirra eigu 22.581.408 14.511.798 29.561.651 3.186.013
22.582.603 24.086.745 29.726.215 7.500.834
Seldar vörur Keyptar vörur Viðskipta- Viðskipta
Árið 2021 og þjónusta og þjónusta kröfur skuldir
Hlutdeildarfélög 415.931 3.714.077 339.967 750.345
Hluthafar félagsins og félög í þeirra eigu 132.002.103 16.714.176 28.994.876 1.703.221
132.418.034 20.428.253 29.334.843 2.453.566

9. Önnur mál

Eignabreytingar

Allur eignarhluti Síldarvinnslunnar í hlutdeildarfélaginu Hafnarbraut 2 ehf. var seldur í byrjun árs 2022. Söluverðið nam um 21,1 milljónir króna (USD 161,4 þús.). Síldarvinnslan hf. keypti jörðina Fannardal í Norðfirði í byrjun árs 2022, þar sem áformað er að nýta jörðina til skógræktar með kolefnisbindingu í huga. Ennfremur verða skoðaðir möguleikar til virkjunar vatns sem rennur á jörðinni, auk þess eru til skýrslur sem sýna fram á möguleika á að finna heitt vatn á jörðinni og verða þeir skoðaðir. Unnið er að samningi við Skógræktarfélag Íslands varðandi uppgræðslu trjáa á jörðinni. Kaupverð jarðarinnar nam 95 milljónum króna (USD 732,5 þús.). Óbyggðanefnd hefur gert kröfu til landsins og eru lögfræðingar Síldarvinnslunnar að skoða málin. Óvíst er um niðurstöðu málsins, en viðauki við kaupsamning hefur verið gerður, sem gerir ráð fyrir að kaupverð verði endurmetið verði krafa Óbyggðarnefndar að veruleika. Dómskvaddir matsmenn verða fengnir til verksins.

Tjón

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE 54 hélt til veiða í mars eftir fjögra mánaða viðgerð en eldur kom upp í vélarúmi skipsins í október á síðasta ári. Fullnaðar uppgjör við tryggingafélag skipsins hefur ekki farið fram og telja stjórnendur félgsins að ekki verði um miklar viðbótar gjaldfærslur vegna þessa í reikningi samstæðunnar.

Síldarvinnslan hf. Samandreginn árshlutareikningur samstæðu 31. mars 2022 Fjárhæðir í bandarískum dollurum (USD) Baldur Már Helgason Kt. 0603763449 Dags. 25.5.2022 15:30:03 Ástæða: Undirritun

Guðmundur Rafnkell Gíslason Kt. 1902702979 Dags. 25.5.2022 15:30:26 Ástæða: Undirritun

Þorsteinn Már Baldvinsson Kt. 0710524359 Dags. 25.5.2022 15:31:13 Ástæða: Undirritun

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.