Interim / Quarterly Report • Aug 25, 2022
Interim / Quarterly Report
Open in ViewerOpens in native device viewer
Samandreginn árshlutareikningur samstæðu 30. júní 2022
Samandregið sjóðstreymi.............................................................................................. 7 Skýringar....................................................................................................................... 8 - 10
Hampiðjan hf. kt. 590169-3079 Skarfagörðum 4 Reykjavík
Samandreginn árshlutareikningur Hampiðjunnar hf. fyrir tímabilið janúar til júní 2022 er samstæðureikningur Hampiðjunnar hf. og dótturfélaga.
Samkvæmt rekstrarreikningi var hagnaður samstæðunnar á tímabilinu 8.292 þúsund evrur og eigið fé í lok þess 146.129 þúsund evrur en af þeirri upphæð eru 14.478 þúsund evrur hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga. Að öðru leyti vísast til samandregna árshlutareikningsins um rekstur samstæðunnar á tímabilinu og fjárhagsstöðu í lok þess.
Tekjur samstæðu Hampiðjunnar á tímabilinu jukust um 8,3% á milli ára og nema 94,8 m. evra samanborið við 87,6 m. evra á sama tímabili árið áður. Rekstrarhagnaður án afskrifta (EBITDA) félagsins lækkaði á milli tímabila um 7,5% og nemur 14,6 m. evra samanborið við 15,7 m. evra árið áður. Hagnaður félagsins lækkaði einnig á milli tímabila og nam 8,3 m. evra samanborið við 9,0 m. evra á sama tímabili árið 2021.
Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu.
Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að samandreginn árshlutareikningur Hampiðjunnar hf. gefi glögga mynd af eignum, skuldum og fjárhagsstöðu samstæðunnar 30. júní 2022, rekstrarafkomu og breytingu á handbæru fé á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2022.
Það er jafnframt álit okkar að samandregni árshlutareikningurinn geymi glöggt yfirlit um þróun og árangur í rekstri samstæðunnar, stöðu hennar í lok tímabilsins og lýsi helstu áhættuþáttum sem samstæðan býr við.
Stjórn og forstjóri hafa í dag farið yfir samandreginn árshlutareikning samstæðunnar fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og staðfesta hann með undirritun sinni.
Reykjavík 25. ágúst 2022
Stjórn:
Vilhjálmur Vilhjálmsson
Kristján Loftsson Auður Kristín Árnadóttir
Guðmundur Ásgeirsson Sigrún Þorleifsdóttir
Forstjóri:
Hjörtur Erlendsson
Við höfum kannað meðfylgjandi samandreginn árshlutareikning samstæðu Hampiðjunnar hf. og dótturfélaga fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2022. Samandregni árshlutareikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, yfirlit um heildarafkomu, efnahagsreikning, yfirlit um breytingu á eigin fé, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.
Stjórnendur eru ábyrgir fyrir gerð og framsetningu samandregna árshlutareikningsins í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga IAS 34. Ábyrgð okkar felst í ályktun okkar um árshlutareikninginn sem byggir á könnuninni.
Könnun okkar var unnin í samræmi við alþjóðlegan staðal ISRE 2410, sem fjallar um könnun óháðs endurskoðanda á árshlutareikningum. Slík könnun felur í sér fyrirspurnir, einkum til starfsmanna sem eru ábyrgir fyrir fjármálum og reikningsskilum félagsins ásamt greiningum á hinum ýmsu liðum reikningsskilanna og öðrum könnunaraðgerðum. Könnun felur ekki í sér jafn viðtækar aðgerðir og endurskoðun sem unnin er í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla og er því ekki víst að við fáum vitneskju um öll mikilvæg atriði sem gætu komið í ljós við endurskoðun. Þar af leiðandi látum við ekki í ljós álit um endurskoðun.
Við könnun okkar kom ekkert fram sem bendir til annars en að samandregni árshlutareikningurinn sé í öllum meginatriðum gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal IAS 34, eins og hann hefur verið samþykktur af Evrópusambandinu.
Reykjavík 25. ágúst 2022
Kristinn F. Kristinsson
| 1.1. - 30.6 2022 |
1.1. - 30.6 2021 |
|
|---|---|---|
| Sala Beinn framleiðslukostnaður |
94.801 (67.239) |
87.567 (61.196) |
| Framlegð | 27.562 | 26.371 |
| Rekstrarkostnaður | (16.739) | (14.091) |
| Rekstrarhagnaður | 10.823 | 12.280 |
| Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Áhrif af rekstri hlutdeildarfélaga |
(756) 75 (681) |
(1.120) 45 (1.075) |
| Hagnaður fyrir skatta | 10.142 | 11.205 |
| Tekjuskattur | (1.850) | (2.230) |
| Hagnaður tímabilsins | 8.292 | 8.975 |
| Skipting hagnaðar Hluti hluthafa móðurfélagsins Hluti minnihluta í afkomu dótturfélaga |
7.372 920 8.292 |
8.013 962 8.975 |
| EBITDA | 14.556 | 15.740 |
| Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut (EUR cent á hlut) | 1,69 | 1,83 |
| Yfirlit um heildarafkomu samstæðu |
| 1.1. - 30.6 2022 |
1.1. - 30.6 2021 |
|
|---|---|---|
| Hagnaður tímabilsins | 8.292 | 8.975 |
| Rekstrarliðir færðir á eigið fé | ||
| Þýðingarmunur vegna starfsemi erlendra dótturfélaga | 434 | 1.029 |
| Matsbreyting fjárfestingareigna | (2) | 1.101 |
| Heildarafkoma tímabilsins | 8.724 | 11.105 |
| Skipting heildarafkomu | ||
| Hluti hluthafa móðurfélagsins | 7.584 | 9.934 |
| Hluti minnihluta | 1.140 | 1.171 |
| Heildarafkoma tímabilsins | 8.724 | 11.105 |
Skýringar á bls. 8 - 10 eru óaðskiljanlegur hluti þessara samstæðureikningsskila
| Eignir | 30/06 2022 | 31/12 2021 |
|---|---|---|
| Fastafjármunir | ||
| Varanlegir rekstrarfjármunir | 106.886 | 100.270 |
| Óefnislegar eignir | 47.625 | 47.438 |
| Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum | 1.178 | 1.163 |
| Fjárfestingareignir | 2.275 | 2.278 |
| Skuldabréf og langtímakröfur | 93 | 96 |
| 158.057 | 151.245 | |
| Veltufjármunir | ||
| Birgðir | 84.430 | 72.888 |
| Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur | 36.529 | 34.104 |
| Handbært fé | 14.269 | 14.805 |
| 135.228 | 121.797 | |
| Eignir samtals | 293.285 | 273.042 |
| Eigið fé og skuldir | 2022 | 2021 |
| Eigið fé | ||
| Hlutafé og yfirverðsreikningur | 6.455 | 6.455 |
| Aðrir varasjóðir | 614 | 400 |
| Matsbreyting fjárfestingareigna | 1.886 | 1.888 |
| Annað bundið eigið fé | 47.337 | 45.626 |
| Óráðstafað eigið fé | 75.359 | 76.052 |
| 131.651 | 130.421 | |
| Hlutdeild minnihluta | 14.478 | 13.870 |
| Eigið fé samtals | 146.129 | 144.291 |
| Skuldir | ||
| Langtímaskuldir | ||
| Langtímaskuldir | 80.237 | 78.977 |
| Tekjuskattsskuldbinding | 5.496 | 5.673 |
| 85.733 | 84.650 | |
| Skammtímaskuldir | ||
| Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir | 27.106 | 24.668 |
| Ógreiddir skattar | 3.049 | 2.517 |
| Skuldir við lánastofnanir | 31.268 | 16.916 |
| 61.423 | 44.101 | |
| Skuldir samtals | 147.156 | 128.751 |
| Eigið fé og skuldir samtals | 293.285 | 273.042 |
| Hlutafé og yfir- verðsreikn. |
Aðrir vara- sjóðir |
Matsbr. fjárf. eigna |
Annað bundið eigið fé |
Óráðst. eigið fé |
Hlutd. minnihl. |
Samtals | |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Staða 1. janúar 2021 Heildarafkoma: |
6.455 | (901) | 0 | 35.988 | 74.720 | 12.673 | 128.935 |
| Heildarafkoma janúar til júní 2021 eftir skatta Minnihluti, breyting |
820 | 1.101 | 8.013 | 1.171 (53) |
11.105 (53) |
||
| Hl. í afk. dótturfélaga umfram móttekinn arð | 0 | 820 | 1.101 | 3.159 3.159 |
(3.159) 4.854 |
1.118 | 0 11.052 |
| Eigendur: Úthlutaður arður til eigenda |
(4.167) | (591) | (4.758) | ||||
| 0 | 0 | 0 | 0 | (4.167) | (591) | (4.758) | |
| Staða 30. júní 2021 / 1. júlí 2021 Heildarafkoma: |
6.455 | (81) | 1.101 | 39.147 | 75.407 | 13.200 | 135.229 |
| Heildarafkoma júlí til des. 2021 eftir skatta Minnihluti, breyting |
481 | 787 | 0 | 7.124 | 917 (27) |
9.309 (27) |
|
| Hl. í afk. dótturfélaga umfr. móttekinn arð | 0 | 481 | 787 | 6.479 6.479 |
(6.479) 645 |
890 | 0 9.282 |
| Eigendur: Arður til hluthafa |
0 | (220) | (220) | ||||
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | (220) | (220) | |
| Staða 31. desember 2021 / 1. janúar 2022 Heildarafkoma: Heildarafkoma janúar til júní 2022 eftir skatta Hl. í afk. dótturfélaga umfram móttekinn arð Eigendur: |
6.455 | 400 | 1.888 | 45.626 | 76.052 | 13.870 | 144.291 |
| 214 | (2) | 0 1.711 |
7.372 (1.711) |
1.140 | 8.724 0 |
||
| 0 | 214 | (2) | 1.711 | 5.661 | 1.140 | 8.724 | |
| Úthlutaður arður til eigenda | 0 | 0 | 0 | 0 | (6.354) (6.354) |
(532) (532) |
(6.886) (6.886) |
| Staða 30. júní 2022 | 6.455 | 614 | 1.886 | 47.337 | 75.359 | 14.478 | 146.129 |
Innborgað hlutafé er samtals 6.455 þúsund evrur og greinist þannig að innborgað nafnverð er 5.498 þúsund evrur og innborgað yfirverð er 957 þúsund evrur. Fjöldi hluta eru 500 milljónir, hvert að nafnverði 1. kr, óbreytt frá 31/12 2021. Allt hlutafé er greitt. Félagið átti eigin hluti í lok tímabilsins að nafnverði 10,4 millj. kr (31/12 2021: 10,4 millj. kr.).
Fjárfestingareignir eru færðar á markaðsvirði m.v. matsdag í efnahagsreikningi, liggi það fyrir. Liggi markaðsvirði ekki fyrir þá er notast við kostnaðarverð að frádreginni niðurfærslu vegna virðisrýrnunar.
Samkvæmt 41. gr. ársreikningalaga ber félögum að færa hlutdeild í rekstri dótturfélaga og hlutdeildarfélaga umfram því sem nemur mótteknum arði eða þeim arði sem ákveðið hefur verið að úthluta, á bundinn reikning meðal eigin fjár.
| 1.1. - 30.6 2022 |
1.1. - 30.6 2021 |
|
|---|---|---|
| Rekstrarhreyfingar | ||
| Rekstrarhagnaður Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi: |
10.823 | 12.280 |
| Afskriftir | 3.733 | 3.460 |
| EBITDA | 14.556 | 15.740 |
| Sölutap (-hagnaður) varanlegra rekstrarfjármuna | (95) | (534) |
| Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum | (8.768) | (5.041) |
| Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta | 5.693 | 10.165 |
| Innborgaðir vextir | 76 | 166 |
| Innborgaður arður | 43 | 76 |
| Greiddir vextir | (1.281) | (1.571) |
| Greiddir skattar | (2.986) | (2.182) |
| Handbært fé frá rekstri | 1.545 | 6.654 |
| Fjárfestingahreyfingar | ||
| Kaup og sala varanlegra rekstrarfjármuna | (6.645) | (1.620) |
| Kaup og sala óefnislegra eigna | (328) | (458) |
| Fjárfesting í dótturfélögum að frádregnu handbæru fé | (96) | (698) |
| Fjárfesting og sala í öðrum félögum | 1 | (2) |
| Handbært fé frá fjárfestingum (til fjárfestinga) | (7.068) | (2.778) |
| Fjármögnunarhreyfingar | ||
| Bankalán, breyting | 11.710 | (497) |
| Arður greiddur til hluthafa | (6.354) | (4.167) |
| Arður greiddur til minnihluta | (532) | (591) |
| Handbært fé frá fjármögnun (til fjármögnunar) | 4.824 | (5.255) |
| Hækkun (lækkun) á handbæru fé | (699) | (1.379) |
| Handbært fé í byrjun árs | 14.805 | 17.531 |
| Gengismunur vegna handbærs fjár | 163 | 185 |
| Handbært fé í lok tímabilsins | 14.269 | 16.337 |
Meginstarfsemi samstæðu Hampiðjunnar hf. og dótturfélaga er framleiðsla og sala á fullbúnum veiðarfærum og íhlutum þeirra. Félagið er hlutafélag og starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög.
Hampiðjan hf. er með heimilisfesti á Íslandi. Heimilisfang er skráð að Skarfagörðum 4 í Reykjavík.
Félagið er skráð á First North hliðarmarkaði Kauphallar OMX á Íslandi.
Stjórn félagsins samþykkti þessi reikningsskil 25. ágúst 2022.
Helstu reikningsskilaaðferðir sem beitt var við gerð þessara reikningsskila eru tilgreindar hér á eftir. Þessum aðferðum var beitt á samræmdan hátt á bæði árin sem sett eru fram, nema annað sé tekið fram.
Samandreginn árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar hf. fyrir tímabilið janúar til júní 2022 er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga IAS 34 eins og hann hefur verið staðfestur af Evrópusambandiu og viðbótarkröfur í lögum um ársreikninga. Samandregni árshlutareikningurinn inniheldur ekki allar þær upplýsingar sem krafist er í fullbúnum ársreikningi og ætti því að lesa með hliðsjón af ársreikningi samstæðunnar fyrir árið 2021.
Skráning eigna og skulda með tilliti til næsta fjárhagsárs er byggð á mati samstæðunnar. Stöðugt er farið yfir slíkt mat með hliðsjón af reynslu og öðrum þáttum svo sem framtíðarvæntingum sem taldar eru eðlilegar miðað við aðstæður. Slíkt reikningshaldslegt mat er í eðli sínu sjaldan nákvæmlega í samræmi við raunverulega niðurstöðu.
Samstæðan skiptist í fimm starfsþætti eftir félögum innan samstæðunnar:
| Starfsþ. | Starfsþ. | Starfsþ. | Starfsþ. | Starfsþ. | Milli | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Janúar til júní 2022 | (1) | (2) | (3) | (4) | (5) | viðskipti | Samtals |
| Rekstrartekjur | 26.182 | 12.813 | 9.446 | 36.458 | 39.929 | (30.027) | 94.801 |
| Beinn framl.kostn | (23.150) | (9.405) | (6.826) | (28.417) | (28.627) | 29.186 | (67.239) |
| 3.032 | 3.408 | 2.620 | 8.041 | 11.302 | 27.562 | ||
| Rekstrarkostnaður | (2.883) | (1.813) | (1.285) | (5.519) | (6.082) | 843 | (16.739) |
| Rekstrarhagnaður | 149 | 1.595 | 1.335 | 2.522 | 5.220 | 10.823 | |
| Sem hlutfall af rekstrartekjum | 1% | 12% | 14% | 7% | 13% | 11% | |
| Fjármunat. (fjármagnsgj.) | (255) | (40) | (12) | (289) | (160) | (756) | |
| Hlutdeildarafkoma | 75 | 0 | 0 | 0 | 0 | 75 | |
| Tekjuskattur | 138 | (265) | (272) | (440) | (1.011) | (1.850) | |
| Hagnaður tímabilsins | 107 | 1.290 | 1.051 | 1.793 | 4.049 | 8.292 | |
| Afskriftir fastafjármuna | 940 | 248 | 328 | 768 | 1.449 | 3.733 | |
| Kaup/sala fastafjármuna | (2.977) | (174) | (79) | (922) | (2.821) | (6.973) | |
| EBITDA | 1.092 | 1.843 | 1.663 | 3.289 | 6.669 | 14.556 |
| Starfsþ. | Starfsþ. | Starfsþ. | Starfsþ. | Starfsþ. | Milli | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Janúar til júní 2021 | (1) | (2) | (3) | (4) | (5) | viðskipti | Samtals |
| Rekstrartekjur | 22.654 | 11.596 | 8.910 | 32.176 | 36.162 | (23.931) | 87.567 |
| Beinn framl.kostn | (19.069) | (8.252) | (6.723) | (24.519) | (25.821) | 23.188 | (61.196) |
| 3.585 | 3.344 | 2.187 | 7.657 | 10.341 | 26.371 | ||
| Rekstrarkostnaður | (2.654) | (1.545) | (1.198) | (4.382) | (5.056) | 744 | (14.091) |
| Rekstrarhagnaður | 931 | 1.799 | 989 | 3.275 | 5.285 | 12.280 | |
| Sem hlutfall af rekstrartekjum | 4% | 16% | 11% | 10% | 15% | 14% | |
| Fjármunat. (fjármagnsgj.) | (556) | 29 | (33) | (248) | (312) | (1.120) | |
| Hlutdeildarafkoma | 45 | 0 | 0 | 0 | 0 | 45 | |
| Tekjuskattur | 21 | (391) | (193) | (690) | (977) | (2.230) | |
| Hagnaður tímabilsins | 441 | 1.437 | 763 | 2.337 | 3.996 | 8.975 | |
| Afskriftir fastafjármuna | 858 | 266 | 313 | 758 | 1.265 | 3.460 | |
| Kaup/s. fastafjármuna | (922) | 1.672 | 168 | (874) | (2.122) | (2.078) | |
| EBITDA | 1.791 | 2.065 | 1.302 | 4.032 | 6.550 | 15.740 | |
| Starfsþ. | Starfsþ. | Starfsþ. | Starfsþ. | Starfsþ. | Milli- | ||
| (1) | (2) | (3) | (4) | (5) | viðskipti | Samtals | |
| 2022 | |||||||
| Heildareignir starfsþáttar | |||||||
| 30. júní 2022 | 92.295 | 32.089 | 21.822 | 71.353 | 115.662 | (39.936) | 293.285 |
| 31. desember 2021 | 81.356 | 31.407 | 18.459 | 63.176 | 110.805 | (32.161) | 273.042 |
| 2021 | |||||||
| Heildarskuldir starfsþáttar | |||||||
| 30. júní 2022 | 90.850 | 4.381 | 10.318 | 41.892 | 39.559 | (39.844) | 147.156 |
| 31. desember 2021 | 78.420 | 3.980 | 7.325 | 35.635 | 35.274 | (31.883) | 128.751 |
Rekstur samstæðunnar greinist þannig á árshelminga:
| jan.-jún. 2022 |
júlí - des. 2021 |
jan.-jún. 2021 |
júlí - des. 2020 |
jan.-jún. 2020 |
júlí - des. 2019 |
|
|---|---|---|---|---|---|---|
| Rekstrartekjur | 94.801 | 85.152 | 87.567 | 81.184 | 80.651 | 76.515 |
| Rekstrargjöld án afskrifta | (80.245) | (70.909) | (71.827) | (67.711) | (66.629) | (64.421) |
| Rekstrarhagnaður án afskrifta (EBITDA) | 14.556 | 14.243 | 15.740 | 13.473 | 14.022 | 12.094 |
| Afskriftir | (3.733) | (3.434) | (3.460) | (2.892) | (3.153) | (2.604) |
| Rekstrarhagnaður (EBIT) | 10.823 | 10.809 | 12.280 | 10.581 | 10.869 | 9.490 |
| Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) | (681) | (1.198) | (1.075) | (1.378) | (1.128) | (1.066) |
| Hagnaður fyrir skatta | 10.142 | 9.611 | 11.205 | 9.203 | 9.741 | 8.424 |
| Tekjuskattur | (1.850) | (1.719) | (2.230) | (2.027) | (1.795) | (1.400) |
| Hagnaður árshelminga | 8.292 | 7.892 | 8.975 | 7.176 | 7.946 | 7.024 |
*Fjárhæðir í árshelmingayfirlitum eru óendurskoðaðar
| Eignarhluti | Eignarhluti | |||
|---|---|---|---|---|
| í eigu | í eigu | |||
| Nafn félags | Staðsetning | Starfsemi | samstæðu | minnihluta |
| Hampidjan Baltic UAB | Litháen | Veiðarfæraefnisfrl. | 100% | |
| Hampidjan Australia Ltd | Ástralía | Veiðarfæragerð | 80% | 20% |
| Hampidjan New Zealand Ltd | Nýja Sjáland | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Hampidjan Canada Ltd | Kanada | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Hampidjan USA Inc | Bandaríkin | Eignarhaldsfélag | 75% | |
| Swan Net USA, dótturfélag Hampidjan USA Inc | Bandaríkin | Veiðarfæragerð | 75% | 25% |
| Cosmos Trawl A/S | Danmörk | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Nordsötrawl, dótturfélag Cosmos Trawl A/S | Danmörk | Veiðarfæragerð | 80% | 20% |
| Strandby Net A/S, dótturfélag Cosmos Trawl A/S | Danmörk | Veiðarfæragerð | 80% | 20% |
| Swan Net Gundry Ltd (SNG) | Írland | Veiðarfæragerð | 64% | 36% |
| Costal Cages, dótturf. SNG | Írland | Veiðarfæragerð | 64% | 36% |
| Swan Net East Coast Services, dótturfélag SNG | Bandaríkin | Veiðarfæragerð | 64% | 36% |
| SNG Aqua, dótturfélag SNG | Írland | Veiðarfæragerð | 64% | 36% |
| Hampiðjan Ísland ehf | Ísland | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Hampiðjan Russia Ltd | Rússland | Sölufélag | 60% | 40% |
| Voot ehf. | Ísland | Sölufélag | 68% | 32% |
| Fasteignafélagið Miðhús ehf | Ísland | Fasteignafélag | 53% | 47% |
| Hampidjan TorNet SA | Spánn | Veiðarfæragerð | 100% | |
| P/F Von | Færeyjar | Eignarhaldsfélag | 99% | 1% |
| P/F Vónin, dótturfélag P/F Von | Færeyjar | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Vonin Canada Ltd, dótturfélag P/F Vónin | Kanada | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Qalut Vonin, dótturfélag P/F Vónin | Grænland | Veiðarfæragerð | 75% | 25% |
| Vónin Ísland ehf, dótturfélag P/F Vónin | Ísland | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Volu Ventis ApS, dótturfélag P/F Vónin | Danmörk | Vöruþróun | 100% | |
| Vónin Refa AS, dótturfélag P/F Von | Noregur | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Heroy Terminal AS, dótturfélag Vónin Refa AS | Noregur | Fasteignafélag | 100% | |
| UAB Vónin Lithuania, dótturfélag P/F Von | Litháen | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Jackson Trawls Ltd | Skotland | Veiðarfæragerð | 80% | 20% |
| Jackson Offshore Supply Ltd | Skotland | Sölufélag | 80% | 20% |
| Hampiðjan Offshore ehf. | Ísland | Sölufélag | 100% |
Hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga í lok tímabilsins er 14,5 milljónir evra. Af þeirri fjárhæð er hluti minnihluta í Swan Net Gundry ltd. 6,5 milljónir evra. Aðrir hlutar minnihluta eru í Hampidjan USA, Cosmos Trawl A/S, P/F Von, Hampidjan Australia, Voot ehf, Fasteignafélaginu Miðhús ehf., Jackson Trawls Ltd og Jackson Offshore Supply Ltd.
Swan Net Gundry Ltd á Írlandi er eina félagið innan samstæðunnar sem telst vera með minnihluta sem er verulegur fyrir samstæðuna. Upplýsingar um efnahag og rekstur félagsins koma fram í skýringu nr. 4 um starfsþætti, starfsþáttur 2.
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.