Earnings Release • Jan 31, 2023
Earnings Release
Open in ViewerOpens in native device viewer
Drög að ársuppgjöri SKEL fjárfestingafélags hf. (SKEL) fyrir árið 2022 liggja fyrir og samkvæmt þeim mun afkoma eftir skatta nema 14,5 – 15,0 ma.kr. Það er talsvert umfram afkomuspá fyrir árið 2022 sem birt var samhliða uppgjöri fyrsta ársfjórðungs 2022 en þar var hagnaður eftir skatta áætlaður á bilinu 7,6 – 8,3 ma.kr. Ástæðan fyrir þessari breytingu er fyrst og fremst hagnaður vegna uppfærðs verðmats á óskráðum fjárfestingaeignum félagsins sem nemur samtals 9,8 ma.kr. Áætlað eigið fé SKEL í árslok er 33,0 – 33,5 ma.kr.
SKEL uppfyllir skilyrði alþjóðlegra staðla um reikningsskil, IFRS 10, til að flokkast sem fjárfestingafélag. Samkvæmt þeim reglum gerir félagið ekki samstæðureikning heldur metur fjárfestingar á gangvirði í gegnum rekstrarreikning í samræmi við IFRS 9.
SKEL fékk utanaðkomandi aðila til að verðmeta óskráðar eignir sem bókfærðar eru á einn milljarð eða meira og var verðmatið unnið af Erlendi Davíðssyni, CFA. Upphaflegur verksamningur var gerður við Birtir Capital Partners, en fluttist svo til Kviku banka þegar Erlendur tók við starfi forstöðumanns fyrirtækjaráðgjafar bankans. Verðmötin miðast við drög að rekstrarniðurstöðu ársins 2022 sem og rekstrar- og fjárfestingaráætlun stjórnenda félaganna fyrir rekstrarárin 2023-2025, auk annarra gagna og viðmiðunarfélaga.
Í verðmötunum var stuðst við sjóðstreymisgreiningu (e. Discounted Cashflow, DCF) og bæði notað frjálst fjárstreymi til fyrirtækis (e. Free Cash Flow to Firm, FCFF) og arðgreiðslulíkan (e. Dividend Discount Model, DDM). Hafa ber í huga að verðmatið er í grunninn byggt á rekstraráætlunum stjórnenda. Sérstöku fyrirtækjaálagi var bætt við ávöxtunarkröfu eigin fjár, sem meðal annars tekur mið af seljanleika félaganna og óvissu um framgang rekstraráætlana og óvissuþáttum í rekstrarumhverfi. Órekstrartengdar eignir í eigu félaganna, þ.m.t. eignarhlutir í öðrum félögum, voru í flestum tilfellum metnar á bókfærðu virði sem talið er endurspegla raunvirði þeirra
| Orkan1 | Löður | Lyfjaval2 | Skeljungur | Gallon | Öll félögin | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Drög 2022 | Framlegð//Tekjur3 | 4.083 | 758 | 2.727 | 3.131 | 538 | - |
| EBITDA | 1.079 | 253 | 158 | 1.130 | 265 | 2.885 | |
| EBIT | 537 | 236 | 32 | 922 | 150 | 1.877 | |
| Áætlun 2023 |
Framlegð | 4.505 | 906 | 3.137 | 3.363 | 580 | - |
| EBITDA | 1.237 | 327 | 305 | 1.326 | 276 | 3.471 | |
| EBIT | 561 | 242 | 216 | 1.171 | 162 | 2.352 | |
| Fjárfestingar | 907 | 1.237 | 60 | 136 | 76 | 2.416 | |
| Virðismat | WACC | 11,7% | 13,8% | 13,1% | 13,3% | 11,4% | - |
| Rekstrarvirði (EV) | 7.358 | 1.730 | 3.353 | 9.807 | 2.556 | 24.804 | |
| Virði hlutafjár4 | 5.391 | 1.822 | 1.458 | 7.800 | 2.920 | 19.391 | |
| Verðlagning | EV/EBITDA 2022 | 6,8x | 6,8x | 21,2x | 8,7x | 9,4x | 8,6x |
| EV/EBITDA 2023S | 5,9x | 5,3x | 11,0x | 7,4x | 9,0x | 7,1x | |
| EV/EBIT 2022 | 13,7x | 7,3x | 103,5x | 10,6x | 16,6x | 13,2x | |
| EV/EBIT 2023S | 13,1x | 7,2x | 15,5x | 8,4x | 15,3x | 10,5x |
Í töflunni hér að neðan má sjá helstu forsendur verðmatanna fyrir hvert og eitt félag. Rekstrartölur eru án IFRS16.
Hafa ber í huga að upplýsingar sem fram koma í tilkynningu þessari eru bráðabirgðamat og ekki byggðar á endanlegu uppgjöri eða endurskoðuðum niðurstöðum. Forsendur og aðstæður geta tekið breytingum og þar af leiðandi getur afkoma félagsins orðið frábrugðin núverandi horfum.
1 Án Lyfjavals og Löðurs
2 Rekstrartölur fyrir 2022 eru án söluhagnaðar rekstrarfjármuna. Félagið er í uppbyggingu og áætlanir ársins 2023 endurspegla þá uppbyggingu að mati stjórnenda.
3 Framlegð og aðrar tekjur í tilfelli Skeljungs og Orkunnar, tekjur í tilfelli Gallons, Lyfjavals og Löðurs.
4 Virði hlutafjár í Lyfjavali samsvarar 58% hlut SKEL í félaginu. Í öðrum tilfellum er um 100% hlut að ræða.

Orkan IS ehf. er fyrirtæki á neytendamarkaði. Orkan rekur 70 eldsneytisstöðvar auk þess að selja vetni, metan og bjóða rafhleðslu. Verslunarrekstur Orkunnar telur 9 verslanir, undir merkjum Orkunnar, 10-11 og Extra. Orkan á að fullu Löður ehf. og Íslenska vetnisfélagið ehf. Orkan á eignarhlut í Lyfjavali ehf. (58%), Straumlind ehf. (34%), sem og eignarhlut í félögum í veitingarekstri undir vörumerkjunum Brauð og co., Gló og Sbarro.
Lyfjaval ehf. rekur 7 apótek undir eigin vörumerki sem og netverslun með lyf og tengdar vörur.
Löður ehf. rekur 15 bílaþvottastöðvar, 13 á höfuðborgarsvæðinu, eina á Akureyri og aðra í Reykjanesbæ. Allar stöðvarnar eru reknar undir eigin vörumerki.
Skeljungur ehf. sinnir sölu og þjónustu við fyrirtæki með eldsneyti, efnavöru og áburð. Félagið sinnir hluta af þjónustu sinni í gegnum eftirfarandi dóttur- og hlutdeildarfélög Barkur ehf. (67%), EAK ehf. (33%), Fjölver ehf. (33%) og Ecomar ehf. (67%).
Gallon ehf. á og rekur orkuinnviði, þ.e. sex birgðastöðvar í Reykjavík, á Akureyri, Eskifirði, Reyðarfirði og í Vestmannaeyjum. Birgðatankar félagsins eru 36 og geymslurými fyrir um 90m lítra af eldsneyti. Gallon ehf. á 25% eignarhlut í EBK ehf.
Félagið mun birta ársuppgjör 2022 eftir lokun markaða þann 7. febrúar 2023.
Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri: [email protected]
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.