Quarterly Report • Aug 16, 2023
Quarterly Report
Open in ViewerOpens in native device viewer
SAMANDREGINN ÁRSHLUTAREIKNINGUR 1. janúar - 30. júní 2023
Kalkofnsvegur 2 101 Reykjavík www.skel.is [email protected] /skel-fjárfestingafélag
| Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra | 2 |
|---|---|
| Rekstrarreikningur | 4 |
| Efnahagsreikningur | 5 |
| Eiginfjáryfirlit | 6 |
| Sjóðstreymisyfirlit | 7 |
| Skýringar | 8 |
SKEL fjárfestingafélag hf. (hér eftir"SKEL", "félagið") er hlutafélag skráð á Nasdaq - Iceland. SKEL starfar sem fjárfestingafélag, með þann tilgang að skapa verðmæti fyrir hluthafa og aðra haghafa með langtíma hugsun að leiðarljósi. Stefna SKEL er að vera umbreytingafjárfestir og þannig veita stuðning og aðstoð við þau félög, stjórnendateymi og frumkvöðla sem ákveðið er að fjárfesta í hverju sinni. Stjórnendur og starfsfólk SKEL styðji þannig samstarfsaðila sína við að fullnýta alla möguleika fyrirtækjanna sem þau stýra, hvort sem um er að ræða rótgróin rekstrarfélög eða góða viðskiptahugmynd.
Árshlutareikningur SKEL fjárfestingafélags hf. er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur í íslenskum lögum um ársreikninga. Samandreginn árshlutareikningur hefur hvorki verið endurskoðaður né kannaður af endurskoðendum félagsins.
Tekjur voru 2.424 millj.kr. á fyrri helmingi ársins 2023 og hagnaður nam 2.060 millj.kr. Samkvæmt efnahagsreikningi 30. júní 2023 námu eignir félagsins 42.074 millj.kr. og skuldir 7.127 millj.kr. Eigið fé nam 34.946 millj.kr og var eigið fé á hvern hlut 18,1 kr. Eiginfjárhlutfall var 83,1%.
Skráð hlutafé félagsins 30.6.2023 nam 1.936 millj. kr. Atkvæðisrétti í SKEL er þannig háttað að 1 kr. jafngildir 1 atkvæði. Hlutafé félagsins er í einum flokki sem skráður er á Nasdaq og njóta allir hlutir sömu réttinda. Hluthafar félagsins voru 1.044 í lok tímabils. Tíu stærstu hluthafar félagsins voru:
| Nafnverð hlutafjár | |||
|---|---|---|---|
| Hluthafi | m.kr. | Eignahlutur | |
| Strengur hf. | 969 | 50,1% | |
| Frjálsi lífeyrissjóðurinn | 167 | 8,6% | |
| RES 9 ehf. | 97 | 5,0% | |
| TCA ECDF III Holding S.á.r.l. | 97 | 5,0% | |
| Birta lífeyrissjóður | 86 | 4,4% | |
| Kvika banki hf. | 60 | 3,1% | |
| Stefnir - Innlend hlutabréf hs. | 26 | 1,3% | |
| Arion banki hf. | 25 | 1,3% | |
| Eftirlaunasjóður FÍA | 24 | 1,2% | |
| Stefnir - ÍS 5 hs. | 17 | 0,9% | |
| 10 stærstu hluthafar samtals | 1.568 | 81,0% | |
| Aðrir hluthafar (1.034 talsins) | 368 | 19,0% | |
| Samtals útistandandi hlutir | 1.936 | 100,0% | |
| Eigin hlutir | 0 | 0% | |
| Heildarhlutafé skv. samþykktum | 1.936 | 100,0% |
Á aðalfundi SKEL fjárfestingafélags þann 9. mars 2023 var stjórn félagsins veitt heimild til kaupa á eigin bréfum félagsins sem nemur allt að 10% af heildarhlutafé. Tilkynnt var um framkvæmd endurkaupáætlunar 12. júlí 2023 og er áætlað að kaupa að hámarki 18.518.518 eigin hluti í félaginu sem samsvarar 0,956%. Einnig var samþykkt á aðalfundi að veita stjórn heimild til að hækka hlutafé félagsins um 200 milljónir að nafnvirði, í eitt skipti eða oftar og að hluthafar falli frá forgangsrétti sínum til slíkrar hlutfjárhækkunar.
Auk þess samþykktu hluthafar á aðalfundi SKEL að greiða arð til hluthafa að fjárhæð 600 milljónum króna. Greiðsla arðs fór fram þann 12. apríl 2023.
Samkvæmt bestu vitneskju stjórnar og forstjóra er það álit þeirra að árshlutareikningur félagsins gefi glögga mynd af afkomu félagsins á tímabilinu 1.1.2023-30.6.2023, eignum, skuldum og fjárhagsstöðu 30.6.2023 og breytingu á handbæru fé á tímabilinu. Samkvæmt bestu vitneskju stjórnar og forstjóra er árshlutareikningur félagsins í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur sem koma fram í íslenskum lögum og reglum um ársreikninga skráðra félaga.
Stjórn og forstjóri SKEL fjárfestingafélags hf. hafa í dag fjallað um árshlutareikning félagsins fyrir tímabilið 1.1.2023- 30.6.2023 og staðfesta hann með undirritun sinni.
Reykjavík, 16. ágúst 2023
Jón Ásgeir Jóhannesson, formaður
Birna Ósk Einarsdóttir
Guðni Rafn Eiríksson
Nanna Björk Ásgrímsdóttir
Sigurður Kristinn Egilsson
Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason
| Skýr. | 2023 1.1.-30.6. |
2022 1.1.-30.6. |
||
|---|---|---|---|---|
| Fjárfestingatekjur | ||||
| Gangvirðisbreyting fjáreigna | 4. | 2.065 | 496 | |
| Fjármunatekjur (-gjöld) | 5. | 287 | 302 | |
| Söluhagnaður og aðrar tekjur | 73 | 6.051 | ||
| 2.424 | 6.849 | |||
| Rekstrargjöld | ||||
| Laun og launatengd gjöld | 6. | ( 266) |
( | 406) |
| Önnur rekstrargjöld | ( 141) |
( | 230) | |
| ( 407) |
( | 636) | ||
| Hagnaður/(Tap) fyrir skatta | 2.017 | 6.213 | ||
| Tekjuskattur | 43 | ( | 1.274) | |
| Hagnaður tímabilsins | 2.060 | 4.939 | ||
| Hagnaður (tap) á hlut | 1,06 | 2,55 | ||
| Þynntur hagnaður (tap) á hlut | 1,06 | 2,55 |
| Skýr. | 30.6.2023 | 31.12.2022 | |
|---|---|---|---|
| Eignir | |||
| Handbært fé | 9. | 3.904 | 4.731 |
| Ríkisskuldabréf færð á gangvirði í gegnum rekstrarreikning | 4.,7. | 1.008 | 2.116 |
| Skráð verðbréf færð á gangvirði í gegnum rekstrarreikning | 4.,7. | 5.876 | 4.921 |
| Seldar fjáreignir á gangvirði | 7.,13. | 2.917 | 0 |
| Óskráðar fjáreignir færðar á gangvirði í gegnum rekstrarreikning | 4.,7. | 24.627 | 23.137 |
| Fjárfestingafasteignir | 4.,7. | 1.140 | 690 |
| Aðrar eignir | 8. | 2.603 | 2.910 |
| Eignir samtals | 42.074 | 38.505 |
| Eigið fé | 10. | ||
|---|---|---|---|
| Hlutafé | 1.936 | 1.936 | |
| Aðrir eiginfjárliðir | 19.473 | 4.196 | |
| Óráðstafað eigið fé | 13.537 | 27.298 | |
| Eigið fé samtals | 34.946 | 33.430 | |
| Skuldir | |||
| Skuldir við lánastofnanir | 11. | 2.806 | 2.473 |
| Tekjuskattsskuldbinding | 2.014 | 2.014 | |
| Aðrar skuldir | 12. | 2.308 | 589 |
| Skuldir samtals | 7.127 | 5.075 | |
| Eigið fé og skuldir samtals | 42.074 | 38.505 |
| Hlutafé | Yfirverðs- reikningur hlutafjár |
Lögbundinn varasjóður |
Varasjóður v. kauprétta- samninga |
Bundinn reikningur |
Óráðstafað eigið fé |
Samtals | |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 30.6.2023 | |||||||
| Eigið fé hluthafa 31.12.2022 | 1.936 | 3.210 | 501 | 85 | 13.614 | 14.083 | 33.430 |
| Hagnaður tímabilsins | 2.060 | 2.060 | |||||
| Greiddur arður | ( 600 ) | ( 600 ) | |||||
| Innleystar gangvirðisbreytingar | ( 59 ) | 59 | 0 | ||||
| Bundið vegna gangvirðisbreytinga | 2.065 | ( 2.065 ) | 0 | ||||
| Bundið vegna kaupréttarsamninga | 56 | 56 | |||||
| Staða 30.06.2023 | 1.936 | 3.210 | 501 | 141 | 15.621 | 13.537 | 34.946 |
| 31.12.2022 | |||||||
| Eigið fé hluthafa 31.12.2021 | 1.936 | 3.210 | 501 | 1 | 400 | 10.281 | 16.329 |
| Hagnaður ársins | 17.517 | 17.517 | |||||
| Greiddur arður | ( 500 ) | ( 500 ) | |||||
| Innleystar gangvirðisbreytingar | ( 5.636 ) | 5.636 | 0 | ||||
| Bundið vegna gangvirðisbreytinga | 18.850 | ( 18.850 ) | 0 | ||||
| Innleystir kaupréttarsamningar | ( 1 ) | ( 1 ) | |||||
| Bundið vegna kaupréttarsamninga | 85 | 85 | |||||
| Staða 31.12.2022 | 1.936 | 3.210 | 501 | 85 | 13.614 | 14.083 | 33.430 |
| 2023 | 2022 | ||
|---|---|---|---|
| Rekstrarhreyfingar | 1.1.-30.6 | 1.1.-30.6 | |
| Hagnaður tímabilsins | 2.060 | 4.939 | |
| Leiðrétt fyrir: | |||
| Afskriftir | 3 | 0 | |
| Rekstrarliðir sem hreyfa ekki handbært fé | ( | 2.065) ( | 6.356) |
| Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld | ( | 287) | 0 |
| Tekjuskattur | ( | 43) | 1.291 |
| Veltufé (til) frá rekstri án vaxta og tekjuskatts | ( | 331) ( | 126) |
| Breyting á rekstrartengdum eignum og skuldum: | |||
| Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur, breyting | 128 | 9.265 | |
| Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir, breyting | 148 ( | 4.746) | |
| 276 | 4.519 | ||
| Handbært fé (til) frá rekstri án vaxta og skatta | ( | 55) | 4.394 |
| Innborgaðar vaxtatekjur | 86 | 188 | |
| Greidd vaxtagjöld | ( | 74) ( | 103) |
| Handbært fé (til) frá rekstri | (42) | 4.480 | |
| Fjárfestingahreyfingar | |||
| Fjárfesting í fjárfestingafasteignum | ( | 450) | 0 |
| Söluverð fjárfestingafasteigna | 0 | 7.898 | |
| Fjárfesting í dótturfélögum | ( | 2.221) | 0 |
| Fjárfesting í verðbréfum | ( | 1.963) ( | 4.305) |
| Sala verðbréfa | 1.997 | 0 | |
| Arður frá fjárfestingaeignum | 167 | 168 | |
| Kröfur á tengd félög og langtímakröfur, breyting | 317 ( | 1.500) | |
| Fjárfestingahreyfingar | ( | 2.154) | 2.261 |
| Fjármögnunarhreyfingar | |||
| Greiddur arður | ( | 600) ( | 500) |
| Afborganir langtímaskulda og leigusamninga | ( | 231) ( | 6.416) |
| Tekin ný langtímalán | 279 | 0 | |
| Skuld við tengd félög | 1.678 | 0 | |
| Skammtímalán, breyting | 243 | 0 | |
| Fjármögnunarhreyfingar | 1.369 ( | 6.916) | |
| (Lækkun) hækkun á handbæru fé | (827) ( | 175) | |
| Handbært fé í byrjun árs | 4.731 | 7.711 | |
| Handbært fé í lok tímabils | 3.904 | 7.535 | |
SKEL fjárfestingafélag hf. ("félagið") er íslenskt hlutafélag með lögheimili á Íslandi. Skráð heimilisfang félagsins var áður Borgartún 26 en félagið hefur flutt aðsetur sitt að Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík.
Tilgangur félagsins er að eiga og stýra félögum sem eru m.a. á sviði smásölu og heildsölu, rekstur fasteigna, skipa og þjónustustöðva. Ennfremur lána- og fjárfestingastarfsemi og annar atvinnurekstur eða þátttaka í atvinnurekstri, samkvæmt ákvörðun stjórnar.
Stjórn SKEL fjárfestingafélags hf. samþykkti árshlutareikninginn 16. ágúst 2023.
Helstu reikningsskilaaðferðir sem notaðar eru við gerð þessa árshlutareiknings eru settar fram hér að neðan. Þeim hefur verið beitt fyrir öll ár sem sýnd eru, nema annað sé tekið fram.
Árshlutareikningur félagsins er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur um upplýsingar samkvæmt lögum og reglum um ársreikninga félaga með skráð hlutabréf. Reikningsskil félagsins byggja á gangvirði í gegnum rekstur.
Gerð árshlutareiknings í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla krefst þess að stjórnendur taki ákvarðanir, meti og gefi sér forsendur sem hafa áhrif á beitingu reikningsskilaaðferða og birtar fjárhæðir eigna, skulda, tekna og gjalda. Endanlegar niðurstöður kunna að vera frábrugðnar þessu mati.
Mat og forsendur þess eru í stöðugri endurskoðun. Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á því tímabili sem breytingin á sér stað og þeim framtíðartímabilum sem breytingarnar hafa áhrif á.
Árshlutareikningurinn er gerður og birtur í íslenskum krónum (ISK), sem er starfrækslugjaldmiðill félagsins. Fjárhæðir eru birtar í milljónum króna nema annað sé tekið fram.
Félagið flokkar fjárfestingar sínar út frá viðskiptamódeli félagsins til að stýra þessum fjáreignum og samningsbundnu sjóðstreymi fjáreignanna. Safni fjáreigna er stýrt og afkoma metin á gangvirðisgrunni. Félagið einbeitir sér fyrst og fremst að gangvirðisupplýsingum og notar þær upplýsingar til að meta afkomu eignanna og taka ákvarðanir. Félagið tilgreinir engin hlutabréf á gangvirði í gegnum aðra heildarafkomu.
Ríkisskuldabréfaeignir félagsins eru í öllum tilfellum seljanlegar og skráðar á verðbréfamörkuðum og geta verið keyptar og seldar eftir aðstæðum hverju sinni. Þær eru hugsaðar í þeim tilgangi að ávaxta lausafé og nýta tækifæri sem skapast geta á markaði og frekar en að innheimta samningsbundið greiðsluflæði. Þar af leiðandi eru allar fjárfestingar metnar á gangvirði í gegnum rekstrarreikning.
Regluleg kaup og sala fjárfestinga eru færð á viðskiptadegi – dagsetningin sem félagið skuldbindur sig til að kaupa eða selja fjárfestinguna. Fjáreignir, fjárskuldir og afleiður á gangvirði í gegnum rekstrarreikning eru upphaflega færðar á gangvirði. Viðskiptakostnaður er gjaldfærður um leið og til hans er stofnað.
Fjáreignir eru afskráðar þegar réttur til að taka á móti sjóðstreymi úr fjáreignunum er liðinn eða hefur verið fluttur og félagið hefur flutt frá sér í meginatriðum alla áhættu og ávinning af eignarhaldinu.
Eftir upphaflega skráningu eru allar fjáreignir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning metnar á gangvirði. Hagnaður og tap sem stafar af breytingum á gangvirði fjáreigna eða fjárskulda á gangvirði í gegnum rekstrarreikning eru settar fram í yfirliti yfir heildarafkomu undir liðnum Gangvirðisbreytingar fjáreigna á því tímabili sem áhrifin koma fram.
Arðstekjur af fjáreignum á gangvirði í gegnum rekstrarreikning eru færðar í yfirlit yfir heildarafkomu innan Arðstekna þegar réttur félagsins til að taka við greiðslum er staðfestur, líklegt er að efnahagslegur ávinningur sem tengist arðinum renni til sjóðsins, og upphæð arðsins er hægt að mæla með áreiðanlegum hætti. Vextir af skuldabréfum á gangvirði í gegnum rekstrarreikning eru færðir í yfirliti yfir heildarafkomu.
Gangvirði er það verð sem fengist fyrir að selja eign eða eiga í viðskiptum með afleiður í skipulegum viðskiptum milli markaðsaðila á matsdegi. Gangvirði fjáreigna sem ekki er verslað með á virkum markaði er ákvarðað með matsaðferðum.
Tilfærslur á milli stiga gangvirðisstigveldisins telst hafa átt sér stað í upphafi reikningsskilatímabilsins.
Fjáreignum og -skuldum er jafnað saman og samanlögð fjárhæð færð í efnahagsreikningi þegar lagalegur réttur er til að jafna fjárhæðunum og ætlunin er að gera upp viðskiptin á jöfnuðum grunni (net basis) eða innleysa eignina og gera upp skuldina samtímis. Skuldajöfnunarrétturinn má ekki vera háður atburðum í framtíðinni og verður að vera til staðar í venjulegum rekstri og ef um vanskil eða gjaldþrot félagsins eða gagnaðila er að ræða.
Aðrar kröfur eru upphaflega færðar á gangvirði og eru síðan metnar á afskrifuðu kostnaðarverði. Önnur kröfustaða er geymd til innheimtu.
Á hverjum uppgjörsdegi skal félagið meta afskriftir af öðrum kröfum á fjárhæð sem jafngildir væntanlegu útlánatapi á líftíma kröfunnar ef útlánaáhætta hefur aukist verulega frá upphaflegri skráningu. Hafi útlánaáhættan ekki aukist verulega á uppgjörsdegi frá upphaflegri skráningu skal félagið meta afskriftareikning á fjárhæð sem nemur 12 mánaða væntu útlánatapi. Verulegir fjárhagserfiðleikar gagnaðila, líkur á að mótaðili fari í gjaldþrot eða fjárhagslega endurskipulagningu og vanskil á greiðslum eru allt taldar vera vísbendingar um möguleg útlánatöp. Ef útlánaáhættan eykst að því marki að færa þarf kröfu niður þá reiknast vaxtatekjur miðað við brúttó bókfært verð leiðrétt fyrir niðurfærslu. Veruleg aukning á útlánaáhættu er skilgreind af stjórnendum sem hvers kyns krafa sem er komin meira en 30 dögum framyfir gjalddaga. Sérhver krafa sem er komin meira en 90 dögum eftir gjalddaga er varúðarfærð.
Handbært fé nær yfir innlán í banka og aðrar skammtímafjárfestingar á virkum markaði með gjalddaga innan þriggja mánaða eða skemur.
Vextir eru færðir með aðferð virkra vaxta. Til vaxtatekna teljast vextir af handbæru fé. Vextir af fjáreignum á gangvirði í gegnum rekstrarreikning innihalda vexti af skuldabréfum.
Arðstekjur eru færðar þegar réttur til greiðslu er staðfestur, líklegt er að efnahagslegur ávinningur tengdur arðinum renni til félagsins og hægt er að meta fjárhæð arðsins með áreiðanlegum hætti.
Viðskiptakostnaður er kostnaður sem fellur til við að afla fjáreigna eða fjárskulda á gangvirði í gegnum rekstrarreikning. Þau fela í sér gjöld og þóknanir sem greiddar eru til umboðsmanna, ráðgjafa, miðlara og söluaðila. Viðskiptakostnaður er færður í rekstrarreikning sem kostnaður þegar til hans stofnast.
Reiðufé sem félagið leggur fram að veði er flokkað sem handbært fé og tilgreint sem bundið reiðufé í skýringu 9. Hvað varðar önnur veð en reiðufé, þar sem veðhafi á rétt samkvæmt samningi eða venju til að selja eða endurveðsetja eignina, þá eru þær tilgreindar í skýringu 9.
Afleiðusamningar eru færðir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning.
Félagið greiðir iðgjöld vegna starfsmanna sinna til sjálfstæðra iðgjaldatengdra lífeyrissjóða. Félagið ber enga ábyrgð á skuldbindingum sjóðanna. Iðgjöldin eru gjaldfærð í rekstrarreikningi meðal launa og launatengdra gjalda eftir því sem þau falla til.
Gangvirði kaupréttarsamninga við starfsmenn er metið á samningsdegi og verður gjaldfært meðal launa og launatengdra gjalda á því tímabili sem starfsmennirnir ávinna sér kauprétti. Mótfærsla verður færð á sérstakan lið meðal eigin fjár. Árleg gjaldfærsla er leiðrétt með tilliti til fjölda áunninna kauprétta. Gangvirði kaupréttarsamninga er metið með Black-Scholes aðferðinni. Við matið eru notaðar forsendur um gengi hlutabréfa á matsdegi, gengi í kaupréttarsamningum, vænt flökt á gengi hlutabréfa, gildistíma samninganna, væntar arðgreiðslur og áhættulausa vexti (byggt á ríkisverðbréfum).
Stjórnendur gera áætlanir og gefa sér forsendur um framtíðina. Matið sem af þessu leiðir mun sjaldan jafngilda nákvæmlega raunverulegum niðurstöðum. Áætlanir og forsendur sem eru sérstaklega viðkvæmar fyrir breytingum og geta valdið verulegri leiðréttingu á bókfærðu verði eigna og skulda eru útlistuð hér að neðan.
Gangvirði verðbréfa sem ekki eru skráð á virkum markaði getur verið ákvarðað af félaginu með því að nota þekktar verðmatsaðferðir. Verð frá miðlurum eins og þær eru fengnar frá viðurkenndum verðmatsheimildum geta verið leiðbeinandi og ekki framkvæmanlegar eða bindandi. Félagið beitir mati á magni og gæðum verðmatsheimilda sem notaðar eru. Þar sem engin markaðsgögn eru tiltæk getur félagið metið stöður með eigin líkönum, sem eru byggð á verðmatsaðferðum og aðferðum sem almennt eru viðurkenndar sem staðlaðar í greininni. Líkönin sem notuð eru til að ákvarða gangvirði eru yfirfarin og endurskoðuð reglulega af starfsfólki hjá SKEL fjárfestingafélagi. Líkönin sem notuð eru fyrir skuldabréf eru byggð á hreinu núvirði áætlaðs framtíðarsjóðstreymis, leiðrétt eftir því sem við á fyrir lausafjárstöðu og lánsfjár- og markaðsáhættuþáttum.
Líkönin nota greinanleg gögn, að því marki sem unnt er. Stjórnendur þurfa þó að beita mati fyrir breytur sem ekki eru greinanlegar á markaði. Breytingar á forsendum um þessa þætti gætu haft áhrif á skráð gangvirði fjármálagerninga. Næmni fyrir ógreinanlegum gögnum byggist á væntingum stjórnenda um mögulegar breytingar á þessum gögnum, að teknu tilliti til sögulegra sveiflna og mats á framtíðarhreyfingum á markaði.
Ákvörðun um hvað teljist "greinanlegt" krefst verulegs mats félagsins. Félagið lítur svo á að greinanleg gögn séu markaðsgögn sem eru aðgengileg, dreift reglulega eða uppfærð, áreiðanleg og sannreynanleg, ekki séreign og veitt af óháðum aðilum sem taka virkan þátt í viðkomandi markaði.
Stjórnin telur íslensku krónuna vera þann gjaldmiðil sem best sýnir efnahagsleg áhrif undirliggjandi viðskipta, atburða og aðstæðna. Krónan er gjaldmiðillinn sem félagið mælir frammistöðu sína í og tilkynnir um afkomu sína.
Afstemming á breytingum á gangvirði eigna
| 30.6.2023 | Ríkis skuldabréf |
Skráð verðbréf |
Óskráðar fjáreignir |
Fjárfestinga fasteignir |
Samtals |
|---|---|---|---|---|---|
| Staða 31.12.2022 | 2.116 | 5.122 | 22.936 | 690 | 30.864 |
| Gangvirðisbreyting færð í rekstrarreikning | 62 | ( 141) | 2.337 | 0 | 2.258 |
| Viðbætur | 351 | 1.066 | 2.767 | 450 | 4.634 |
| Sala | ( 1.522) | ( 172) | ( 3.220) | 0 | ( 4.914) |
| Staða 30.6.2023 | 1.008 | 5.876 | 24.627 | 1.140 | 32.843 |
| 31.12.2022 | Ríkis | Skráð | Óskráðar | Fjárfestinga | Samtals |
|---|---|---|---|---|---|
| skuldabréf | verðbréf | fjáreignir | fasteignir | ||
| Staða 31.12.2021 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
| Endurflokkun 1.1.2022 | 0 | 0 | 8.462 | 2.166 | 10.628 |
| Gangvirðisbreyting færð í rekstrarreikning | 42 | ( 855) | 13.717 | 5.947 | 18.850 |
| Viðbætur | 2.074 | 16.902 | 959 | 8 | 19.943 |
| Sala | 0 | ( 11.126) | 0 | ( 7.431) | ( 18.557) |
| Staða 31.12.2022 | 2.116 | 4.921 | 23.137 | 690 | 30.864 |
| 1.1.-30.6.23 | 1.1.-30.6.22 | ||
|---|---|---|---|
| Vaxtatekjur | 127 | 206 | |
| Arðstekjur | 167 | 168 | |
| Gengismunur | 85 | 32 | |
| 379 | 406 | ||
| Vaxtagjöld og önnur fjármagnsgjöld | ( 92) ( |
104) | |
| Fjármunatekjur og -gjöld samtals | 287 | 302 | |
| 6. | Laun og launatengd gjöld | ||
| 1.1.-30.6.23 | 1.1.-30.6.22 | ||
| Laun | 170 | 310 | |
| Mótframlag í lífeyrissjóð og launatengd gjöld | 39 | 68 |
Kaupréttir .....................................................................................................................
56 28 266 406
Félagið er fjárfestingafélag og eru því fjáreignir færðar á gangvirði í gegnum rekstur. Félagið gerir því ekki samstæðureikning með dótturfélögum né færir þau samkvæmt hlutdeildaraðferð.
| 30.6.2023 | 31.12.2022 | |
|---|---|---|
| Gangvirði | Gangvirði | |
| Ríkisskuldabréf færð á gangvirði í gegnum rekstrarreikning | ||
| RIKB 23 0515 | 0 | 1.487 |
| RIKS 26 0216 | 1.008 | 629 |
| 1.008 | 2.116 | |
| Skráð verðbréf færð á gangvirði í gegnum rekstrarreikning | ||
| Vátryggingafélag Íslands hf. (9,25%) | 2.747 | 2.636 |
| Kaldalón hf. (15,37%) | 2.464 | 2.285 |
| Aðrar skráðar fjáreignir | 665 | 0 |
| 5.876 | 4.921 | |
| Seldar fjáreignir á gangvirði | ||
| Sp/f Orkufélagið (48,3%) | 2.917 | 0 |
| Aðrar óskráðar fjáreignir færðar á gangvirði í gegnum rekstrarreikning | ||
| Orkan IS ehf. (100%), innifelur Löður ehf. (100%) | 7.462 | 7.212 |
| Heimkaup (81%), innifelur Lyfjaval ehf. (100%) | 4.095 | 1.485 |
| Styrkás ehf.(100%), innifelur Skeljung ehf.(100%) og Klettur sala og þjónusta ehf.(94%)* | 8.266 | 7.800 |
| Gallon ehf. (100%) | 2.873 | 2.920 |
| Klettagarðar 8-10 ehf (100%) | 1.023 | 0 |
| Aðrar óskráðar fjáreignir | 909 | 3.720 |
| 24.627 | 23.137 |
* Samkomulag er við eigendur 6% hlutafjár í Klett sölu og þjónustu ehf. um að skipta þeim hlutum fyrir hluti í Styrkás ehf.
| Fjárfestingafasteignir færðar á gangvirði í gegnum rekstrarreikning | |
|---|---|
| --------------------------------------------------------------------- | -- |
| 305 | 305 |
|---|---|
| 385 | 385 |
| 450 | 0 |
| 1.140 | 690 |
| Litlatún 1, Garðabær Austurströnd 7, Seltjarnarnesi |
Barónstígur 2 - 4, 101 Reykjavík |
Fjárfestingarfasteignir félagsins voru metnar af óháðum þriðja aðila og byggði verðmatið annarsvegar á nýlegum viðskiptaverðum með sambærilegar eignir og hins vegar sjóðstreymismati.
| Heildareignir færðar á gangvirði í gegnum rekstur | 35.567 | 30.864 | |
|---|---|---|---|
| 8. | Aðrar eignir | ||
| Langtímakröfur greinast þannig: | 30.6.2023 | 31.12.2022 | |
| Lán og kröfur á tengd félög | 1.765 | 2.129 | |
| Vaxtaberandi langtímakröfur | 460 | 428 | |
| Annað | 378 | 353 | |
| 2.603 | 2.910 | ||
| 9. | Handbært fé og ígildi handbærs fjár | ||
| 30.6.2023 | 31.12.2022 | ||
| Handbært fé á bankareikningum | 3.686 | 4.656 | |
| Bundið reiðufé | 218 | 75 |
3.904 4.731
Hlutafé félagsins þann 30.6.2023 nam 1.936 milljónum króna samkvæmt samþykktum þess (2022: 1.936 milljónir króna). Eitt atkvæði fylgir hverjum einnar krónu hlut í félaginu.
Yfirverðsreikningur hlutafjár sýnir það sem hluthafar félagsins hafa greitt umfram nafnverð hlutafjár sem félagið hefur selt.
Samkvæmt lögum um hlutafélög skal félagið binda 25% af nafnverði hlutafjár í varasjóði, sem ekki má nota til að greiða hluthöfum arð. Við færslu í lögbundinn varasjóð skal ráðstafa 10% af hagnaði ársins þar til 10% af nafnverði hlutafjár er náð og eftir það 5% af hagnaði ársins þar til 25% af nafnvirði hlutafjár er náð. Eftir það er ekki krafist frekari færslu í lögbundinn varasjóð.
Færa skal sömu fjárhæð vegna matsbreytingar á fjáreignum tilgreindum á gangvirði af óráðstöfuðu eigin fé á gangvirðisreikning á meðal eigin fjár sem óheimilt er að úthluta arði af að teknu tilliti til skattáhrifa eftir því sem við á.
Leysa skal gangvirðisreikning upp til jafns við framkomnar breytingar á viðkomandi eign eða skuldbindingu þegar hún er seld eða innleyst eða forsendur fyrir matsbreytingu eru ekki fyrir hendi.
Óráðstafað eigið fé sýnir uppsafnaðan hagnað félagsins að frádregnu framlagi í lögbundinn varasjóð og arðgreiðslum. Óráðstöfuðu eigin fé er unnt að ráðstafa til hluthafa í formi arðgreiðslna.
| 30.6.2023 | 31.12.2022 | |
|---|---|---|
| Vaxtaberandi langtímaskuldir | 319 | 42 |
| Skammtímaskuldir við lánastofnanir | 2.487 | 2.431 |
| Skuldir við lánastofnanir samtals | 2.806 | 2.473 |
| 30.6.2023 | 31.12.2022 | |
|---|---|---|
| Skuldir við tengd félög | 1.675 | 0 |
| Aðrar skammtímaskuldir | 633 | 589 |
| Aðrar skuldir samtals | 2.308 | 589 |
Þann 25. júlí 2023 samþykkti samkeppniseftirlitið í Færeyjum formlega sölu SKEL á öllum hlut sínum (48,3%) í Sp/f Orkufelagið til Sp/f frá 27. júní 2007 að andvirði DKK 146.054.899. Kaupverðið var svo að fullu greitt þann 3. ágúst 2023.
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.