Quarterly Report • Nov 23, 2023
Quarterly Report
Open in ViewerOpens in native device viewer
Samandreginn árshlutareikningur samstæðu 30. september 2023
Hampiðjan hf. kt. 590169-3079 Skarfagörðum 4 Reykjavík
Samandreginn árshlutareikningur Hampiðjunnar hf. fyrir tímabilið janúar til september 2023 er samstæðureikningur Hampiðjunnar hf. og dótturfélaga.
Samkvæmt rekstrarreikningi var hagnaður samstæðunnar á tímabilinu 11.367 þúsund evrur og eigið fé í lok þess 271.158 þúsund evrur en af þeirri upphæð eru 14.568 þúsund evrur hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga. Að öðru leyti vísast til samandregna árshlutareikningsins um rekstur samstæðunnar á tímabilinu og fjárhagsstöðu í lok þess.
Tekjur samstæðu Hampiðjunnar á tímabilinu jukust um 77,7% á milli tímabila og nema 247,1 m. evra samanborið við 139,1 m. evra á sama tímabili árið áður. Rekstrarhagnaður án afskrifta (EBITDA) félagsins hækkaði á milli tímabila um 44% og nemur 30,6 m. evra samanborið við 21,2 m. evra árið áður. Hagnaður samstæðunnar lækkaði á milli tímabila og nam 11,4 m. evra samanborið við 11,7 m. evra á sama tímabili árið 2022.
Í byrjun febrúar var gengið frá kaupum á 100% hlut í Holding Cage I sem er móðurfélag Mørenot samstæðunnar. Mørenot er alþjóðlegt fyrirtæki með starfstöðvar á um 30 stöðum víðs vegar um heiminn. Félagið veitir þjónustu og selur vörur til fyrirtækja í sjávarútvegi, fiskeldi og olíuiðnaði. Hjá Mørenot samstæðunni starfa um 750 starfsmenn. Kaupverðið var að mestu greitt með hlutabréfum í Hampiðjunni en seljendur fengu afhenta 50.981.049 hluti í Hampiðjunni. Mørenot kemur inn í samstæðu Hampiðjunnar frá og með 1. febrúar 2023. Áhrif Mørenot á samstæðu Hampiðjunnar má sjá í skýringu 4, starfsþáttaryfirlit, með árshlutareikningi þessum.
Þann 2. júní lauk almennu hlutafjárútboði Hampiðjunnar. Hlutafé var aukið um 85 milljón hluti og nam heildarsöluandvirði hlutafjárútboðsins um 10,9 ma.kr. Alls bárust um 3.700 áskriftir að andvirði um 32,3 ma.kr. sem samvarar ríflega þrefaldri eftirspurn. Í beinu framhaldi af útboðinu færði félagið viðskipti með hlutabréf félagsins yfir á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf. og voru bréf Hampiðjunnar tekin til viðskipta þar þann 9. júní.
Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu.
Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að samandreginn árshlutareikningur Hampiðjunnar hf. gefi glögga mynd af eignum, skuldum og fjárhagsstöðu samstæðunnar 30. september 2023, rekstrarafkomu og breytingu á handbæru fé á tímabilinu 1. janúar til 30. september 2023.
Það er jafnframt álit okkar að samandregni árshlutareikningurinn geymi glöggt yfirlit um þróun og árangur í rekstri samstæðunnar, stöðu hennar í lok tímabilsins og lýsi helstu áhættuþáttum sem samstæðan býr við.
Stjórn og forstjóri hafa í dag farið yfir samandreginn árshlutareikning samstæðunnar fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2023 og staðfesta hann með undirritun sinni.
Reykjavík 23. nóvember 2023
Stjórn:
Vilhjálmur Vilhjálmsson
Kristján Loftsson Auður Kristín Árnadóttir
Guðmundur Ásgeirsson Sigrún Þorleifsdóttir
Forstjóri:
Hjörtur Erlendsson
| Skýr. | 1.7. - 30.9 2023 |
1.7. - 30.9 2022 |
1.1. - 30.9 2023 |
1.1. - 30.9 2022 |
|---|---|---|---|---|
| Sala Beinn framleiðslukostnaður |
80.900 (59.641) |
44.304 (30.696) |
247.140 (180.959) |
139.105 (97.935) |
| Framlegð | 21.259 | 13.608 | 66.181 | 41.170 |
| Rekstrarkostnaður 5 |
(16.435) | (8.800) | (48.187) | (25.539) |
| Rekstrarhagnaður | 4.824 | 4.808 | 17.994 | 15.631 |
| Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld 6 Áhrif af rekstri hlutdeildarfélaga |
(171) 17 |
(788) 0 |
(3.840) 103 |
(1.544) 75 |
| (154) | (788) | (3.737) | (1.469) | |
| Hagnaður fyrir skatta | 4.670 | 4.020 | 14.257 | 14.162 |
| Tekjuskattur | (1.177) | (604) | (2.890) | (2.454) |
| Hagnaður tímabilsins | 3.493 | 3.416 | 11.367 | 11.708 |
| Skipting hagnaðar Hluti hluthafa móðurfélagsins Hluti minnihluta í afkomu dótturfélaga |
3.108 385 |
3.086 330 |
10.140 1.227 |
10.458 1.250 |
| 3.493 | 3.416 | 11.367 | 11.708 | |
| EBITDA | 9.217 | 6.657 | 30.552 | 21.213 |
| Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut (EUR cent á hlut) | 0,56 | 0,70 | 2,00 | 2,39 |
| Yfirlit um heildarafkomu samstæðu | ||||
| 1.7. - 30.9 2023 |
1.7. - 30.9 2022 |
1.1. - 30.9 2023 |
1.1. - 30.9 2022 |
|
| Hagnaður tímabilsins | 3.493 | 3.416 | 11.367 | 11.708 |
| Liðir sem síðar verða færðir í rekstrarreikning Þýðingarmunur vegna starfsemi erlendra dótturfélaga |
1.582 | 225 | 146 | 659 |
| Liðir sem verða ekki færðir í rekstrarreikning | ||||
| Matsbreyting fjárfestingareigna | (156) | 422 | (172) | 420 |
| Heildarafkoma tímabilsins | 4.919 | 4.063 | 11.341 | 12.787 |
| Skipting heildarafkomu Hluti hluthafa móðurfélagsins Hluti minnihluta |
4.462 457 |
3.684 379 |
10.016 1.325 |
11.268 1.519 |
| Heildarafkoma tímabilsins | 4.919 | 4.063 | 11.341 | 12.787 |
Skýringar á bls. 7 - 14 eru óaðskiljanlegur hluti þessara samstæðureikningsskila
| Eignir | Skýr. | 30/09 2023 | 31/12 2022 |
|---|---|---|---|
| Fastafjármunir | |||
| Varanlegir rekstrarfjármunir | 7 | 167.195 | 108.172 |
| Óefnislegar eignir | 8 | 75.151 | 46.754 |
| Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum | 1.325 | 1.235 | |
| Fjárfestingareignir | 2.517 | 2.637 | |
| Skuldabréf og langtímakröfur | 1.600 | 86 | |
| Tekjuskattsinneign | 241 | 0 | |
| 248.029 | 158.884 | ||
| Veltufjármunir | |||
| Birgðir | 126.591 | 90.160 | |
| Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur | 63.495 | 33.921 | |
| Handbært fé | 58.626 | 12.503 | |
| 248.712 | 136.584 | ||
| Eignir samtals | 496.741 | 295.468 | |
| Eigið fé og skuldir | 30/09 2023 | 31/12 2022 | |
| Eigið fé | |||
| Hlutafé og yfirverðsreikningur | 123.559 | 6.455 | |
| Aðrir varasjóðir | (1.258) | (1.306) | |
| Matsbreyting fjárfestingareigna | 2.072 | 2.244 | |
| Annað bundið eigið fé | 60.715 | 54.066 | |
| Óráðstafað eigið fé | 71.502 | 73.880 | |
| 256.590 | 135.339 | ||
| Hlutdeild minnihluta | 14.568 | 14.168 | |
| Eigið fé samtals | 271.158 | 149.507 | |
| Skuldir | |||
| Langtímaskuldir | |||
| Langtímaskuldir | 9 | 108.615 | 83.738 |
| Tekjuskattsskuldbinding | 7.407 | 5.670 | |
| 116.022 | 89.408 | ||
| Skammtímaskuldir | |||
| Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir | 43.291 | 26.151 | |
| Ógreiddir skattar | 5.873 | 3.317 | |
| Skuldir við lánastofnanir | 9 | 60.397 | 27.085 |
| 109.561 | 56.553 | ||
| Skuldir samtals | 225.583 | 145.961 | |
| Eigið fé og skuldir samtals | 496.741 | 295.468 |
| Hlutafé og yfir- verðsreikn. |
Aðrir vara- sjóðir |
Matsbr. fjárf. eigna |
Annað bundið eigið fé |
Óráðst. eigið fé |
Hlutd. minnihl. |
Samtals | |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Staða 1. janúar 2022 Heildarafkoma: |
6.455 | 400 | 1.888 | 45.626 | 76.052 | 13.870 | 144.291 |
| Heildarafkoma jan. til sept. 2022 eftir skatta Hl. í afk. dótturfélaga umfram móttekinn arð |
390 | 420 | 0 4.896 |
10.458 (4.896) |
1.519 | 12.787 0 |
|
| 0 | 390 | 420 | 4.896 | 5.562 | 1.519 | 12.787 | |
| Eigendur: Úthlutaður arður til eigenda |
(6.354) | (583) | (6.937) | ||||
| 0 | 0 | 0 | 0 | (6.354) | (583) | (6.937) | |
| Staða 30. sept. 2022 / 1. okt. 2022 Heildarafkoma: |
6.455 | 790 | 2.308 | 50.522 | 75.260 | 14.806 | 150.141 |
| Heildarafkoma okt. til des. 2022 eftir skatta Minnihluti, breyting |
(2.096) | (64) | 0 | 2.164 | 124 (671) |
128 (671) |
|
| Hl. í afk. dótturfélaga umfr. móttekinn arð | 0 | (2.096) | (64) | 3.544 3.544 |
(3.544) (1.380) |
(547) | 0 (543) |
| Eigendur: | |||||||
| Arður til hluthafa | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 0 |
(91) (91) |
(91) (91) |
| Staða 31. desember 2022 / 1. janúar 2023 Heildarafkoma: |
6.455 | (1.306) | 2.244 | 54.066 | 73.880 | 14.168 | 149.507 |
| Heildarafkoma jan. til sept. 2023 eftir skatta Minnihluti, breyting |
48 | (172) | 0 | 10.140 | 1.325 (132) |
11.341 (132) |
|
| Hl. í afk. dótturfélaga umfram móttekinn arð | 0 | 48 | (172) | 6.649 6.649 |
(6.649) 3.491 |
1.193 | 0 11.209 |
| Eigendur: Úthlutaður arður til eigenda Aukning hlutafjár v. kaupa á dótturfélagi Aukning hlutafjár innborguð Kostnaður vegna hlutafjáraukningar |
45.428 72.776 (1.100) |
(5.869) | (793) | (6.662) 45.428 72.776 (1.100) |
|||
| 117.104 | 0 | 0 | 0 | (5.869) | (793) | 110.442 | |
| Staða 30. september 2023 | 123.559 | (1.258) | 2.072 | 60.715 | 71.502 | 14.568 | 271.158 |
Fjöldi hluta í byrjun árs var 500 milljónir. Á árinu var hlutafé aukið um 136 milljónir hluta og hlutafé í lok tímabilsins var því 636 milljónir hlutir og er hver hlutur að nafnverði 1. kr. Vegna kaupa á dótturfélaginu Mørenot var hlutafé aukið um 45,4 milljónir evra og Innborgað hlutafé á árinu var 72,8 milljón evrur. Beinn kostnaður, 1,1 milljónir evra, vegna innborgaðrar aukningar er færður til lækkunar á innborguðu hlutafé. Hlutafé í byrjun ársins var 6.455 þúsund evrur og eftir aukningu hlutafjár á tímabilinu er hlutafé í lok tímabilsins því 123,6 milljónir evra. Allt hlutafé er greitt. Félagið átti eigin hluti í lok tímabilsins að nafnverði 10,4 millj. kr (31/12 2022: 10,4 millj. kr.).
Fjárfestingareignir eru færðar á markaðsvirði m.v. matsdag í efnahagsreikningi, liggi það fyrir. Liggi markaðsvirði ekki fyrir þá er notast við kostnaðarverð að frádreginni niðurfærslu vegna virðisrýrnunar.
Samkvæmt 41. gr. ársreikningalaga ber félögum að færa hlutdeild í rekstri dótturfélaga og hlutdeildarfélaga umfram því sem nemur mótteknum arði eða þeim arði sem ákveðið hefur verið að úthluta, á bundinn reikning meðal eigin fjár.
| Skýr. | 1.1. - 30.9 2023 |
1.1. - 30.9 2022 |
|
|---|---|---|---|
| Rekstrarhreyfingar | |||
| Rekstrarhagnaður | 17.994 | 15.631 | |
| Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi: | |||
| Afskriftir | 12.558 | 5.582 | |
| EBITDA | 30.552 | 21.213 | |
| Söluhagnaður varanlegra rekstrarfjármuna | (83) | (116) | |
| Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum | (291) | (15.961) | |
| Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta | 30.178 | 5.136 | |
| Innborgaðir vextir | 1.038 | 147 | |
| Innborgaður arður | 38 | 44 | |
| Greiddir vextir | (8.662) | (2.272) | |
| Greiddir skattar | (2.432) | (2.989) | |
| Handbært fé frá rekstri | 20.160 | 66 | |
| Fjárfestingahreyfingar | |||
| Kaup og sala varanlegra rekstrarfjármuna | (10.249) | (8.766) | |
| Kaup og sala óefnislegra eigna | (440) | (356) | |
| Fjárfesting í dótturfélögum | (1.589) | (96) | |
| Fjárfesting og sala í öðrum félögum | 0 | 1 | |
| Skuldabréf og langtímakröfur, breyting | (1.879) | 0 | |
| Handbært fé frá fjárfestingum (til fjárfestinga) | (14.157) | (9.217) | |
| Fjármögnunarhreyfingar | |||
| Bankalán, breyting | (31.995) | 12.552 | |
| Innborguð aukning á hlutafé | 71.676 | 0 | |
| Arður greiddur til hluthafa | (5.869) | (6.354) | |
| Arður greiddur til minnihluta | (793) | (583) | |
| Handbært fé frá fjármögnun (til fjármögnunar) | 33.019 | 5.615 | |
| Hækkun (lækkun) á handbæru fé | 39.022 | (3.536) | |
| Handbært fé í byrjun tímabils | 12.503 | 14.805 | |
| Gengismunur vegna handbærs fjár | (38) | 236 | |
| Handbært fé frá keyptu dótturfélagi | 10 | 7.139 | 0 |
| Handbært fé í lok tímabilsins | 58.626 | 11.505 | |
| Fjárfestinga- og fjármögnunarhreyfingar án greiðsluáhrifa: | |||
| Útgefið nýtt hlutafé vegna kaupa á dótturfélagi | (45.428) | 0 |
Meginstarfsemi samstæðu Hampiðjunnar hf. og dótturfélaga er framleiðsla og sala á fullbúnum veiðarfærum og íhlutum þeirra. Félagið er hlutafélag og starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög.
Hampiðjan hf. er með heimilisfesti á Íslandi. Heimilisfang er skráð að Skarfagörðum 4 í Reykjavík.
Félagið er skráð á Aðalmarkað Nasdaq á Íslandi.
Stjórn félagsins samþykkti þessi reikningsskil 23. nóvember 2023.
Helstu reikningsskilaaðferðir sem beitt var við gerð þessara reikningsskila eru tilgreindar hér á eftir. Þessum aðferðum var beitt á samræmdan hátt á bæði árin sem sett eru fram, nema annað sé tekið fram.
Samandreginn árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar hf. fyrir tímabilið janúar til september 2023 er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga IAS 34 eins og hann hefur verið staðfestur af Evrópusambandiu og viðbótarkröfur í lögum um ársreikninga. Samandregni árshlutareikningurinn inniheldur ekki allar þær upplýsingar sem krafist er í fullbúnum ársreikningi og ætti því að lesa með hliðsjón af ársreikningi samstæðunnar fyrir árið 2022.
Skráning eigna og skulda með tilliti til næsta fjárhagsárs er byggð á mati samstæðunnar. Stöðugt er farið yfir slíkt mat með hliðsjón af reynslu og öðrum þáttum svo sem framtíðarvæntingum sem taldar eru eðlilegar miðað við aðstæður. Slíkt reikningshaldslegt mat er í eðli sínu sjaldan nákvæmlega í samræmi við raunverulega niðurstöðu.
Samstæðan skiptist í fimm starfsþætti eftir félögum innan samstæðunnar:
| Starfsþáttur 1. | Starfsemi Hampiðjunnar sem er yfirstjórn samstæðunnar, endursala og fjárfestingar. Starfsemi Hampidjan Baltic í Litháen, sem er verksmiðjuframleiðsla á netum, köðlum og ofurtógi. |
|---|---|
| Starfsþáttur 2. | Starfsemi veiðarfærafélagana í Swan Net Gundry á Írlandi og tengdra félaga ásamt Jackson Trawls og Jackson Offshore Supply í Skotlandi. |
| Starfsþáttur 3. | Starfsemi veiðarfærafélagsins Cosmos Trawl og dótturfélaganna Nordsötrawl og Strandby Net. |
| Starfsþáttur 4. | Starfsemi veiðarfærafélaganna Hampidjan New Zealand, Hampidjan Canada, Hampidjan USA og dótturfélagsins Swan net USA, Hampidjan Australia, Hampiðjan Ísland, Voot, Fasteignafélagsins Miðhúsa, Hampiðjan TorNet og Hampiðjan Offshore. |
| Starfsþáttur 5. | Starfsemi veiðarfærafélagsins P/F Von og dótturfélaganna P/F Vónin, Vónin Refa, Qalut Vónin, Vónin Lithuania, Vónin Canada, Vónin Ísland og Volu Ventis. |
| Starfsþáttur 6. | Starfsemi eignarhaldsfélaganna Holding Cage I AS, Holding Cage II AS, Holding Cage AS og Mørenot Holding II AS. Fasteignafélaganna Mørenot Eiendom I AS, Mørenot Eiendom II AS og Mørenot Eiendom III AS. Starfsemi dóttur- og dótturdótturfélaganna Mørenot AS, Mørenot Aquaculture AS, Mørenot Denmark AS, Poldan Nets, Mørenot Fishery AS, Mørenot Baltic, Mørenot China, Mørenot China Trading, Mørenot Korea Co. Ltd, Hampidjan Advant AS, Mørenot Digital AS, Operations Support AS, Mørenot Canada, Mørenot Scotland, Mørenot Mediterranean, Mørenot Island, sem öll eru veiðarfærafélög. |
| Sta rfs þ. |
Sta rfs þ. |
Sta rfs þ. |
Sta rfs þ. |
Sta rfs þ. |
Sta rfs þ. |
Mi lli |
||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Ja nú til be r 2 02 3 tem ar se p |
( 1) |
( 2) |
( 3) |
( 4) |
( 5) |
( 6) |
við sk ip ti |
Sa als mt |
| Re kst tek jur rar |
34 .11 0 |
19 .29 7 |
13 .96 3 |
60 .85 6 |
66 .55 4 |
91 .44 0 |
( 39 .08 0) |
24 7.1 40 |
| Be inn fra ml .ko stn |
( 28 .38 5) |
( 13 .94 9) |
( 10 .43 1) |
( 47 .03 2) |
( 48 .26 5) |
( 70 .36 2) |
37 .46 5 |
( 18 0.9 59 ) |
| 5.7 25 |
5.3 48 |
3.5 32 |
13 .82 4 |
18 .28 9 |
21 .07 8 |
66 .18 1 |
||
| Re kst ko að stn rar ur |
( 6.9 08 ) |
( 2.9 83 ) |
( 1.9 59 ) |
( 8.2 58 ) |
( 9.7 79 ) |
( 19 .91 6) |
1.6 16 |
( 48 .18 7) |
| Re ks tra rha að (- tap ) gn ur |
( 1.1 83 ) |
2.3 65 |
1.5 73 |
5.5 66 |
8.5 10 |
1.1 62 |
17 .99 4 |
|
| Se m h lutf all af rek stra rte kju m |
-3% | 12% | 11% | 9% | 13% | 1% | 7% | |
| ( fj ) Fj árm at. árm j. un ag ns g |
( ) 84 |
( 4) 26 |
( 9) 14 |
( ) 1.2 97 |
( 8) 74 |
( ) 1.2 98 |
( ) 3.8 40 |
|
| Hlu tde ilda raf ko ma |
10 3 |
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 10 3 |
|
| Te kju ska ttu r |
17 8 |
( 49 3) |
( 31 1) |
( 65 4) |
( 1.5 72 ) |
( 38 ) |
( 2.8 90 ) |
|
| Ha að ( tap ) tím ab ils ins gn ur |
( 98 6) |
1.6 08 |
1.1 13 |
3.6 15 |
6.1 90 |
( 17 4) |
11 .36 7 |
|
| Afs krif tir fas taf j árm un a . |
1.6 43 |
36 2 |
49 9 |
1.2 92 |
2.2 25 |
6.5 37 |
12 .55 8 |
|
| /sa la f taf Ka j árm up as un a . |
( 6) 90 |
( 6) 30 |
( 1) 47 |
( ) 3.0 37 |
( ) 4.9 98 |
( 1) 97 |
( 9) 10 .68 |
|
| EB ITD A |
46 1 |
2.7 28 |
2.0 72 |
6.8 57 |
10 .73 5 |
7.6 99 |
30 2 .55 |
| Sta rfs þ. |
Sta rfs þ. |
Sta rfs þ. |
Sta rfs þ. |
Sta rfs þ. |
Sta rfs þ. |
Mi lli |
||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Ja nú til tem be r 2 02 2 ar se p |
( 1) |
( 2) |
( 3) |
( 4) |
( 5) |
( 6) |
við sk ip ti |
Sa mt als |
| Re kst tek jur rar |
36 .01 4 |
18 .89 4 |
13 .24 4 |
53 .99 4 |
60 .31 3 |
0 | ( 4) 43 .35 |
13 9.1 05 |
| Be inn fra ml .ko stn |
( 32 .22 9) |
( 13 .76 8) |
( 9.4 01 ) |
( 41 .47 4) |
( 43 .26 2) |
0 | 42 .19 9 |
( 97 .93 5) |
| 3.7 85 |
5.1 26 |
3.8 43 |
12 .52 0 |
17 .05 1 |
0 | 41 .17 0 |
||
| Re kst ko stn að rar ur |
( 4.4 00 ) |
( 2.7 15 ) |
( 2.2 26 ) |
( 8.4 71 ) |
( 8.8 83 ) |
0 | 1.1 56 |
( 25 .53 9) |
| (- ) Re ks tra rha að tap gn ur |
( 5) 61 |
2.4 11 |
1.6 17 |
4.0 49 |
8.1 68 |
0 | 15 .63 1 |
|
| Se m h lutf all af rek stra rte kju m |
-2% | 13% | 12% | 7% | 14% | 11% | ||
| Fj árm at. ( fj árm j. ) un ag ns g |
( 70 2) |
( 54 ) |
( 41 ) |
( 38 7) |
( 36 0) |
0 | ( 1.5 44 ) |
|
| Hlu tde ilda raf ko ma |
75 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 75 | |
| Te kju ska ttu r |
45 2 |
( 39 6) |
( 32 5) |
( 62 5) |
( 1.5 60 ) |
0 | ( 2.4 54 ) |
|
| Ha að ( ) tím ab ils ins tap gn ur |
( 79 0) |
1.9 61 |
1.2 51 |
3.0 37 |
6.2 48 |
0 | 11 .70 8 |
|
| Afs krif tir fas taf j árm un a . |
1.3 87 |
35 2 |
49 9 |
1.1 07 |
2.2 37 |
0 | 5.5 82 |
|
| Ka /s. fa fj árm sta up un a . |
( 4.5 27 ) |
( 24 3) |
( 14 8) |
( 1.3 82 ) |
( 2.8 22 ) |
0 | ( 9.1 22 ) |
|
| EB ITD A |
77 5 |
2.7 63 |
2.1 16 |
5.1 55 |
10 .40 4 |
0 | 21 .21 3 |
| Sta rfs þ. |
Sta rfs þ. |
Sta rfs þ. |
Sta rfs þ. |
Sta rfs þ. |
Sta rfs þ. |
Mi lli- |
||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| ( 1) |
( 2) |
( 3) |
( 4) |
( 5) |
( 6) |
við sk ip ti |
Sa mt als |
|
| He ild ign ir s tar fsþ átt are ar |
||||||||
| 30 be r 2 02 3 . tem . se p |
16 9.4 06 |
31 .87 9 |
21 .10 9 |
76 .85 1 |
12 3.9 33 |
15 0.0 72 |
( 76 .50 9) |
49 6.7 41 |
| 31 . d be r 2 02 2 . es em |
93 .17 7 |
31 .12 8 |
20 .34 1 |
73 .21 0 |
11 6.7 99 |
0 | ( 39 .18 7) |
29 5.4 68 |
| He ild ku ldi fsþ átt tar ars r s ar |
||||||||
| 30 tem be r 2 02 3 . . se p |
10 1.0 22 |
3.1 90 |
9.4 42 |
43 .88 6 |
43 .05 9 |
10 1.4 93 |
( 76 .50 9) |
22 5.5 83 |
| 31 . d be r 2 02 2 . es em |
92 .77 7 |
3.0 98 |
9.3 08 |
42 .80 8 |
36 .96 1 |
0 | ( 38 .99 1) |
14 5.9 61 |
| 5. Rekstrarkostnaður | 1.1. - 30.9 2023 |
1.1. - 30.9 2022 |
|---|---|---|
| Keyptar vörur og þjónusta | 19.716 | 8.727 |
| Kostnaður vegna kaupanna á Mørenot, hlutafjáraukningar og skráningar á aðallista Nasdaq | 1.731 | 230 |
| Laun og launatengd gjöld | 23.431 | 14.813 |
| Afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna | 3.309 | 1.769 |
| 6. Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) | 1.1. - 30.9 2023 |
1.1. - 30.9 2022 |
|---|---|---|
| Vaxtatekjur | 1.307 | 311 |
| Vaxtagjöld | (8.950) | (3.001) |
| Gengismunur | 3.765 | 1.052 |
| Fenginn arður | 38 | 94 |
| (3.840) | (1.544) |
| Vélar, áhöld | |||
|---|---|---|---|
| Fasteignir | og tæki | Samtals | |
| Staða 1. janúar 2022 | |||
| Kostnaðarverð | 94.065 | 55.327 | 149.392 |
| Uppsafnaðar afskriftir | (21.654) | (27.468) | (49.122) |
| Bókfært verð | 72.411 | 27.859 | 100.270 |
| Hreyfingar janúar til september 2022 | |||
| Bókfært verð í byrjun árs 2022 | 72.411 | 27.859 | 100.270 |
| Gengismunir | (49) | (87) | (136) |
| Viðbætur | 5.599 | 6.768 | 12.367 |
| Selt og aflagt | 0 | (97) | (97) |
| Afskriftir | (2.568) | (2.693) | (5.261) |
| Bókfært verð 30. september 2022 | 75.393 | 31.750 | 107.143 |
| Hreyfingar október til desember 2022 | |||
| Bókfært verð 1. október 2022 | 75.393 | 31.750 | 107.143 |
| IFRS 16 | 2.807 | 314 | 3.121 |
| Gengismunir | 783 | (808) | (25) |
| Viðbætur | 1.776 | (164) | 1.612 |
| Selt og aflagt | (1.698) | (9) | (1.707) |
| Afskriftir | (670) | (1.302) | (1.972) |
| Bókfært verð í lok árs 2022 | 78.391 | 29.781 | 108.172 |
| Staða 1. janúar 2023 | |||
| Kostnaðarverð | 103.286 | 61.012 | 164.298 |
| Uppsafnaðar afskriftir | (24.895) | (31.231) | (56.126) |
| Bókfært verð | 78.391 | 29.781 | 108.172 |
| Hreyfingar janúar til september 2023 | |||
| Bókfært verð í byrjun árs 2023 | 78.391 | 29.781 | 108.172 |
| IFRS 16 | 2.800 | 993 | 3.793 |
| Gengismunir | (3.782) | 582 | (3.200) |
| Viðbætur vegna kaupa á dótturfélögum | 43.239 | 14.691 | 57.930 |
| Viðbætur | 7.855 | 6.362 | 14.217 |
| Selt og aflagt | (775) | (1.848) | (2.623) |
| Afskriftir | (5.240) | (5.854) | (11.094) |
| Bókfært verð í lok september 2023 | 122.488 | 44.707 | 167.195 |
| Staða 30. september 2023 | |||
|---|---|---|---|
| Kostnaðarverð | 170.636 | 110.946 | 281.582 |
| Uppsafnaðar afskriftir | (48.148) | (66.239) | (114.387) |
| Bókfært verð í lok september 2023 | 122.488 | 44.707 | 167.195 |
| Afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna greinast á eftirfarandi hátt í rekstrarreikningi: | 1.1. - 30.9 2023 |
1.1. - 30.9 2022 |
|
| Framleiðslukostnaður | 8.661 | 3.682 | |
| Annar rekstrarkostnaður | 2.433 | 1.579 | |
| 11.094 | 5.261 |
| Viðskipta | Hugb | |||
|---|---|---|---|---|
| vild | Einkaleyfi | þróunark. | Samtals | |
| Staða 1. janúar 2022 | ||||
| Kostnaðarverð | 46.073 | 1.114 | 3.157 | 50.344 |
| Uppsafnaðar afskriftir | (350) | (1.042) | (1.514) | (2.906) |
| Bókfært verð | 45.723 | 72 | 1.643 | 47.438 |
| Hreyfingar janúar til september 2022 | ||||
| Bókfært verð í byrjun árs 2022 | 45.723 | 72 | 1.643 | 47.438 |
| Gengismunir | 101 | 0 | 0 | 101 |
| Viðbætur | 0 | 0 | 356 | 356 |
| Afskriftir | 0 | (17) | (304) | (321) |
| Bókfært verð 30. september 2022 | 45.824 | 55 | 1.695 | 47.574 |
| Hreyfingar október til desember 2022 | ||||
| Bókfært verð 1. október 2022 | 45.824 | 55 | 1.695 | 47.574 |
| Gengismunir | (927) | (1) | 0 | (928) |
| Viðbætur | 0 | 0 | 216 | 216 |
| Afskriftir | 0 | (5) | (103) | (108) |
| Bókfært verð í lok árs 2022 | 44.897 | 49 | 1.808 | 46.754 |
| Staða 1. janúar 2023 | ||||
| Kostnaðarverð | 45.247 | 1.114 | 3.729 | 50.090 |
| Uppsafnaðar afskriftir | (350) | (1.065) | (1.921) | (3.336) |
| Bókfært verð | 44.897 | 49 | 1.808 | 46.754 |
| Hreyfingar janúar til september 2023 | ||||
| Bókfært verð í byrjun árs 2023 | 44.897 | 49 | 1.808 | 46.754 |
| Gengismunir | (295) | 0 | (178) | (473) |
| Viðbætur vegna kaupa á dótturfélögum | 17.468 | 0 | 11.496 | 28.964 |
| Viðbætur | 452 | 0 | 939 | 1.391 |
| Selt og aflagt | 0 | 0 | (21) | (21) |
| Afskriftir | 0 | (15) | (1.449) | (1.464) |
| Bókfært verð í lok september 2023 | 62.522 | 34 | 12.595 | 75.151 |
| Staða 30. september 2023 | ||||
| Kostnaðarverð | 62.872 | 1.114 | 23.530 | 87.516 |
| Uppsafnaðar afskriftir | (350) | (1.080) | (10.935) | (12.365) |
| Bókfært verð í lok september 2023 | 62.522 | 34 | 12.595 | 75.151 |
| Afskriftir óefnislegra eigna greinast á eftirfarandi hátt í rekstrarreikningi: | ||||
| 1.1. - 30.9 2023 |
1.1. - 30.9 2022 |
|||
| Framleiðslukostnaður | 588 | 131 | ||
| Annar rekstrarkostnaður | 876 | 190 | ||
| 1.464 | 321 |
Lántökur eru tryggðar með lóðum, fasteignum og birgðum í eigu samstæðunnar. Eignir sem keyptar hafa verið með kaupleigu eru veðsettar með viðkomandi eignum til tryggingar eftirstöðvum skulda.
| Langtímaskuldir greinast þannig eftir gengistryggingarákvæðum: | 30/9 2023 Hlutfall |
30/9 2023 Staða |
31/12 2022 Hlutfall |
31/12 2022 Staða |
|---|---|---|---|---|
| ISK | 0,3% | 378 | 0,0% | 7 |
| EUR | 59,8% | 70.689 | 77,2% | 71.192 |
| USD | 3,4% | 4.059 | 0,7% | 634 |
| AUS | 0,9% | 1.010 | 1,2% | 1.119 |
| NZD | 1,3% | 1.560 | 1,7% | 1.600 |
| DKK | 6,0% | 7.051 | 8,4% | 7.751 |
| NOK | 25,9% | 30.594 | 10,7% | 9.880 |
| GBP | 0,6% | 667 | 0,0% | 0 |
| Annað | 1,9% | 2.215 | 0,0% | 0 |
| 100% | 118.223 | 100% | 92.183 |
Samningsbundnar 12. mánaða afborganir af langtímaskuldum samstæðunnar í lok tímabilsins / ársins samkvæmt lánasamningum frá lánastofnunum, greinast þannig á næstu ár:
| 30/9 | 31/12 | |
|---|---|---|
| 2023 | 2022 | |
| Árið 2024 / 2023 | 9.608 | 8.445 |
| Árið 2025 / 2024 | 31.052 | 6.881 |
| Árið 2026 / 2025 | 8.068 | 6.237 |
| Árið 2027 / 2026 | 7.242 | 6.259 |
| Síðar | 62.253 | 64.361 |
| 118.223 | 92.183 | |
| Skuldir við lánastofnanir koma þannig fram í efnahagsreikningi: | ||
| 30/9 | 31/12 | |
| Langtímaskuldir: | 2023 | 2022 |
| Vaxtaberandi langtímaskuldir | 90.431 | 79.373 |
| Leiguskuldbinding, IFRS 16 | 27.792 | 12.810 |
| Næsta árs afborganir | (9.608) | (8.445) |
| 108.615 | 83.738 | |
| 30/9 | 31/12 | |
| Skammtímaskuldir: | 2023 | 2022 |
| Næsta árs afborganir langtímaskulda | 9.608 | 8.445 |
| Vaxtaberandi skammtímaskuldir | 50.789 | 18.640 |
| 60.397 | 27.085 |
Þann 17. nóvember 2022 undirritaði Hampiðjan samning um kaup á norska félaginu Holding Cage I AS sem er eignarhaldsfélag Mørenot samstæðunnar. Mørenot er alþjóðlegt fyrirtæki með starfsstöðvar á um 30 stöðum víðs vegar um heiminn. Félagið veitir þjónustu og selur vörur til fyrirtækja í sjávarútvegi, fiskeldi og olíuiðnaði. Undirritunin var gerð í kjölfar áreiðanleikakannanna. Kaupsamningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlita Íslands, Grænlands og Færeyja ásamt því að hluthafafundur Hampiðjunnar samþykkti heimild til stjórnar Hampiðjunnar um útgáfu nýrra hluta til greiðslu kaupverðsins. Öllum fyrirvörum var aflétt í byrjun febrúar 2023 og í framhaldinu var gengið frá kaupunum.
Kaupverðið var að mestu greitt með hlutabréfum í Hampiðjunni en seljendur fengu afhenta 50.981.049 nýja hluti í Hampiðjunni og var miðað við gengið 112 ISK á hlut í þeim útreikningi en það var 20,4% yfir því markaðsgengi við lokun markaða á þeim degi sem tilkynnt var um viðskiptin. Samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilareglum ber að færa viðskiptin á gengi hlutabréfanna á þeim degi sem bréfin eru afhent óháð því hvernig þau voru metin í útreikningi á viðskiptunum. Bréfin voru afhent þann 7. febrúar 2023 og var gengið á þeim degi 135 ISK á hlut og færast viðskiptin því í bækur Hampiðjunnar á því gengi.
| Kaupverð |
|---|
| ---------- |
| 100% eignarhlutur Hampiðjunar hf. greiddur með peningum | 1.589 |
|---|---|
| 100% eignarhlutur Hampiðjunar hf. greiddur með útgefnu hlutafé í Hampiðjunni | 45.428 |
| 47.017 |
| Eignir og skuldir keyptar, á gangvirði | Gangvirði |
|---|---|
| Varanlegir rekstrarfjármunir | 57.930 |
| Óefnislegar eignir | 28.964 |
| Skuldabréf og langtímakröfur | 1.737 |
| Vörubirgðir | 42.790 |
| Viðskiptakröfur | 18.304 |
| Handbært fé | 7.139 |
| Aðrir veltufjármunir | 10.029 |
| Tekjuskattsskuldbinding | (1.364) |
| Langtímaskuldir | (50.923) |
| Skammtímaskuldir | (35.840) |
| Skammtímaskuldir við lánastofnanir | (32.201) |
| Nettó eignir keyptar | 46.565 |
| Viðskiptavild, mismunur á kaupverði og gangvirði eigna og skulda | 452 |
| Eignir keyptar | 47.017 |
Mat eigna á kaupdegi var byggt á bókfærðu virði eignanna þann 1.2.2023. Yfirverðið er tilkomið vegna tekjuhæfis eignanna og möguleika á samlegð milli félaganna tveggja. Vegna viðskiptanna er viðskiptavild að fjárhæð 452 þúsund evra færð í samstæðunni. Félagið hefur heimild til að taka allt að 12 mánuði í kaupverðsútdeilingu og mun félagið klára þá vinnu á seinnihluta ársins.
Í samandregna árshlutareikninginn koma á tímbilinu sölutekjur frá félaginu að fjárhæð um 91,4 milljónir evra, EBITDA að fjárhæð 7,7 milljónir evra og tap að fjárhæð um 174 þúsundir evra. Upplýsingar um efnahag og rekstur félagsins eru í skýringu nr. 4 um starfsþætti. Kostnaður sem féll til vegna kaupanna um 1,7 milljónir evra sem hefur verið gjaldfærður á árinu og er færður meðal rekstrarkostnaðar. Bókfært verð viðskiptakrafna félagsins, 18,3 milljónir evra, er jafnt gangvirði þeirra.
| Greiðslur vegna kaupa á Mørenot, færðar meðal fjárfestingahreyfinga í sjóðstreymi | (1.589) |
|---|---|
| Handbært fé til staðar í Mørenot við kaup | 7.139 |
Rekstur samstæðunnar greinist þannig á árshluta:
| júl. -sept. 2023 |
jan. - jún. 2023 |
okt. - des. 2022 |
júl. -sept. 2022 |
jan. - jún. 2022 |
|
|---|---|---|---|---|---|
| Rekstrartekjur | 80.900 | 166.240 | 54.654 | 44.304 | 94.801 |
| Rekstrargjöld án afskrifta | (71.683) | (144.905) | (47.141) | (37.647) | (80.245) |
| Rekstrarhagnaður án afskrifta (EBITDA) | 9.217 | 21.335 | 7.513 | 6.657 | 14.556 |
| Afskriftir | (4.393) | (8.165) | (2.080) | (1.849) | (3.733) |
| Rekstrarhagnaður (EBIT) | 4.824 | 13.170 | 5.433 | 4.808 | 10.823 |
| Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) | (154) | (3.583) | (2.092) | (788) | (681) |
| Hagnaður fyrir skatta | 4.670 | 9.587 | 3.341 | 4.020 | 10.142 |
| Tekjuskattur | (1.177) | (1.713) | (724) | (604) | (1.850) |
| Hagnaður árshluta | 3.493 | 7.874 | 2.617 | 3.416 | 8.292 |
*Fjárhæðir í árshlutayfirlitum eru óendurskoðaðar.
Þar sem félagið var skráð á aðalmarkað í júní liggur niðurbrot á fyrsta og öðrum árshluta ekki fyrir.
| Eignarhluti | Eignarhluti | |||
|---|---|---|---|---|
| í eigu | í eigu | |||
| Nafn félags | Staðsetning | Starfsemi | samstæðu | minnihluta |
| Hampidjan Baltic UAB | Litháen | Veiðarfæraefnisfrl. | 100% | |
| Hampidjan Australia Ltd | Ástralía | Veiðarfæragerð | 80% | 20% |
| Hampidjan New Zealand Ltd | Nýja Sjáland | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Hampidjan Canada Ltd | Kanada | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Hampidjan USA Inc | Bandaríkin | Eignarhaldsfélag | 100% | |
| Swan Net USA, dótturfélag Hampidjan USA Inc | Bandaríkin | Veiðarfæragerð | 75% | 25% |
| Cosmos Trawl A/S | Danmörk | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Nordsötrawl, dótturfélag Cosmos Trawl A/S | Danmörk | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Strandby Net A/S, dótturfélag Cosmos Trawl A/S | Danmörk | Veiðarfæragerð | 80% | 20% |
| Swan Net Gundry Ltd (SNG) | Írland | Veiðarfæragerð | 65% | 35% |
| Costal Cages, dótturf. SNG | Írland | Veiðarfæragerð | 65% | 35% |
| Swan Net East Coast Services, dótturfélag SNG | Bandaríkin | Veiðarfæragerð | 65% | 35% |
| SNG Aqua, dótturfélag SNG | Írland | Veiðarfæragerð | 65% | 35% |
| Hampiðjan Ísland ehf | Ísland | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Hampiðjan Russia Ltd | Rússland | Sölufélag | 60% | 40% |
| Voot ehf. | Ísland | Sölufélag | 68% | 32% |
| Fasteignafélagið Miðhús ehf | Ísland | Fasteignafélag | 53% | 47% |
| Hampidjan TorNet SA | Spánn | Veiðarfæragerð | 100% | |
| P/F Von | Færeyjar | Eignarhaldsfélag | 99% | 1% |
| P/F Vónin, dótturfélag P/F Von | Færeyjar | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Vonin Canada Ltd, dótturfélag P/F Vónin | Kanada | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Qalut Vonin, dótturfélag P/F Vónin | Grænland | Veiðarfæragerð | 75% | 25% |
| Vónin Ísland ehf, dótturfélag P/F Vónin | Ísland | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Volu Ventis ApS, dótturfélag P/F Vónin | Danmörk | Vöruþróun | 100% | |
| Vónin Refa AS, dótturfélag P/F Von | Noregur | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Heroy Terminal AS, dótturfélag Vónin Refa AS | Noregur | Fasteignafélag | 100% | |
| UAB Vónin Lithuania, dótturfélag P/F Von | Litháen | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Jackson Trawls Ltd | Skotland | Veiðarfæragerð | 80% | 20% |
| Jackson Offshore Supply Ltd | Skotland | Sölufélag | 80% | 20% |
| Hampiðjan Offshore ehf. | Ísland | Sölufélag | 100% | |
| Holding Cage I AS | Noregur | Eignarhaldsfélag | 100% | |
| Holding Cage II AS | Noregur | Eignarhaldsfélag | 100% | |
| Holding Cage AS | Noregur | Eignarhaldsfélag | 100% | |
| Mørenot Eiendom I AS, Dótturfélag Holding Cage AS | Noregur | Fasteignafélag | 100% | |
| Mørenot Eiendom II AS, Dótturfélag Holding Cage AS | Noregur | Fasteignafélag | 100% | |
| Mørenot Eiendom III AS, Dótturf, Holding Cage AS | Noregur | Fasteignafélag | 100% | |
| Mørenot Holding II AS, Dótturfélag Holding Cage AS | Noregur | Eignarhaldsfélag | 100% | |
| Mørenot AS, dótturfélag Mørenot Holding II AS | Noregur | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Mørenot Aquaculture AS, dótturf. Mørenot Holding II AS | Noregur | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Mørenot Denmark AS, dótturf. Mørenot Aquaculture AS | Danmörk | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Poldan nets, dótturfélag Mørenot Denmark AS | Pólland | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Mørenot Fishery AS, dótturf. Mørenot Holding II AS | Noregur | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Mørenot Baltic, dótturf. Mørenot Fishery AS | Litháen | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Mørenot China, dótturf. Mørenot Fishery AS | Kína | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Mørenot China Trading, dótturf. Mørenot Fishery AS | Kína | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Morenot Korea Co. Ltd., dótturf. Mørenot Fishery AS | S Kórea | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Hampidjan Advant AS, dótturf. Mørenot Holding II AS | Noregur | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Mørenot Digital AS, dótturf. Mørenot Holding II AS | Noregur | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Operations Support AS, dótturf. Mørenot Holding II AS | Noregur | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Mørenot Canada, dótturf. Mørenot Holding II AS | Kanada | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Mørenot Scotland, dótturf. Mørenot Holding II AS | Skotland | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Mørenot Mediterranean, dótturf. Mørenot Holding II AS | Spánn | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Mørenot Island, dótturf. Mørenot Holding II AS | Ísland | Veiðarfæragerð | 90% | 10% |
Hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga í lok tímabilsins er 14,6 milljónir evra. Af þeirri fjárhæð er hluti minnihluta í Swan Net Gundry ltd. 6,7 milljónir evra. Aðrir hlutar minnihluta eru í Hampidjan USA, Cosmos Trawl A/S, P/F Von, Hampidjan Australia, Voot ehf, Fasteignafélaginu Miðhús ehf., Jackson Trawls Ltd og Jackson Offshore Supply Ltd.
Swan Net Gundry Ltd á Írlandi er eina félagið innan samstæðunnar sem telst vera með minnihluta sem er verulegur fyrir samstæðuna. Upplýsingar um efnahag og rekstur félagsins koma fram í skýringu nr. 4 um starfsþætti, starfsþáttur 2.
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.