AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Síldarvinnslan

Environmental & Social Information Mar 21, 2024

2205_dva_2024-03-21_ecdd4813-1be6-48c2-96a2-32a1d7549d13.pdf

Environmental & Social Information

Open in Viewer

Opens in native device viewer

Síldarvinnslan hf. Samfélagsskýrsla 2023

Ávarp forstjóra 3
Um skýrsluna 6
Áfangar ársins 2023 7
Síldarvinnslan og stjórnarhættir 9
Samfélag 34
Umhverfi 55

Efnisyfirlit

Ávarp forstjóra

Árið 2023 var í senn gjöfult og krefjandi fyrir Síldarvinnsluna, hvort sem horft er til rekstrarlegra eða samfélagslegra þátta. Við þurftum að glíma við ýmsa óvænta atburði.

Loðnuvertíð í upphafi árs var góð þar sem veiðar og vinnsla gengu vel. Í fiskiðjuverinu var framleitt mikið magn afurða og var t.d. metframleiðsla á loðnuhrognum. Þessari miklu framleiðslu loðnuhrogna hafa fylgt áskoranir í sölustarfinu.

Almennt gengu uppsjávarveiðar og -vinnsla vel á árinu. Líkt og árið 2022 var mikil eftirspurn eftir mjöl- og lýsisafurðum og voru markaðir sterkir allt árið.

Bolfiskstarfsemi félagsins hefur styrkst mikið á árinu en þetta er fyrsta heila árið sem Vísir er hluti af okkar rekstri. Með kaupum á Vísi er Síldarvinnslan komin inn í sterkt bolfiskfélag með öflugar vinnslur í Grindavík.

Um mitt ár var tilkynnt um kaup Síldarvinnslunnar á helmingshlut í sölufélaginu Ice Fresh Seafood. Fjárfestingin er gerð í því skyni að styrkja sölu- og markaðsmál félagsins. Við höfum trú á því að sóknarfæri okkar Íslendinga sé að snúa bökum saman við markaðssetningu á afurðum á erlendum mörkuðum. Þar eigum við í samkeppni við fyrirtæki sem eru mun öflugri og stærri en þau sem er að finna í íslenskum sjávarútvegi.

Í lok mars vorum við minnt á styrk náttúruaflanna þegar snjóflóð féll á íbúðarhús í Neskaupstað. Hætta skapaðist í bænum og lokaðist athafnasvæði Síldarvinnslunnar um tíma. Blessunarlega urðu ekki alvarleg slys á fólki og kom enn og aftur í ljós mikilvægi þeirra öflugu viðbragðsaðila sem ætíð eru viðbúnir hér á landi. Eins kom í ljós hve mikill samhugur ríkir í okkar sterka samfélagi. Síldarvinnslan studdi við söfnun Rótaryklúbbsins í Neskaupstað sem safnaði fyrir þá sem urðu fyrir fjárhagslegu tjóni í flóðinu. Einnig var einu skipi lagt um áramótin þegar línuskipi Vísis, Fjölni GK, var lagt. Þar var leitast við að finna áhafnarmeðlimum pláss á öðrum skipum í samstæðunni. sem enn sér ekki fyrir endann á. Jarðskjálftar í nóvembermánuði

Náttúran minnti enn og aftur á sig með jarðhræringum á Reykjanesi ollu skemmdum í Grindarvík. Atburðirnir hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir alla íbúa og fyrirtæki í Grindavík og ríkir óvissa um framtíð byggðar og atvinnurekstrar í bænum. Áhersla stjórnenda hefur verið á að reyna að hlúa að starfsfólki. Ennfremur hefur verið brugðist við með því að koma upp bráðabirgðavinnslu í húsnæði Síldarvinnslunnar í Helguvík, ásamt því að auka saltfiskvinnslu í Þýskalandi.

Með kaupum okkar á Vísi lá fyrir að farið yrði í hagræðingaraðgerðir og breytingar á bolfiskhluta okkar. Á haustmánuðum var tilkynnt um lokun bolfiskvinnslu félagsins á Seyðisfirði. Ákvörðunin var þungbær en rekstrarumhverfi bolfiskvinnslunnar hefur breyst hratt á undanförnum árum. Síldarvinnslan hóf strax samráðsferli við starfsfólk og forystufólk sveitarfélagsins með það að leiðarljósi að milda áhrifin á nærsamfélagið og finna leiðir til að auðvelda fólki að vinna sem best úr erfiðum aðstæðum. Mun þessi vinna halda áfram. til verksmiðjanna á milli ára. Undir lok árs var tilkynnt að ekki yrði til raforka fyrir verksmiðjurnar fyrri hluta árs 2024. Þessi staða í orkubúskap þjóðarinnar er óverjandi og með öllu ólíðandi að horfa upp á þann veruleika að ekki sé unnt að fullnýta fjárfestingar okkar í raforkuvæðingu og orkuskiptum. Við hljótum að þurfa að horfa til þess að Íslendingar nýti þau orkuskipti sem nú þegar eru til staðar, áður en fjárfest er í misraunhæfum leiðum og settar fram óraunhæfar kröfur á atvinnulífið.

Nú sem endranær hefur félagið lagt sitt af mörkum í umhverfismálum. Samdráttur er í losun kolefnisígilda frá starfseminni milli ára og munar þar mest um samdrátt í olíunotkun í fiskimjölsverksmiðjum félagsins. Það skýrist að mestu leyti af minni skerðingum á raforku

Í ágúst 2023 varð slysaslepping í laxeldiskví hjá hlutdeildarfélagi Síldarvinnslunnar, Arctic Fish á Vestfjörðum. Þetta slys olli tjóni þar sem um kynþroska lax var að ræða sem leitaði upp í ár. Stjórnendur félagsins hafa tekið málið alvarlega og hefur félagið yfirfarið alla verkferla og aukið eftirlit með kvíum til að koma í veg fyrir að svona geti endurtekið sig. Arctic Fish rekur laxeldi á Vestfjörðum og hefur m.a. byggt upp stórt vinnsluhús í Bolungarvík. Fyrirtækið er orðið eitt af kjölfestufyrirtækjum í atvinnulífi á Vestfjörðum og teljum við fiskeldi verða einn af burðarstólpum íslenskrar verðmætasköpunar til framtíðar.

Síldarvinnslan hefur stækkað mikið á síðustu árum og erum við kjölfestufyrirtæki í þeim samfélögum sem fyrirtækið starfar í. Allt frá stofnun Síldarvinnslunnar árið 1957 hefur fyrirtækið verið einn af stærstu atvinnurekendum á Austurlandi og því fylgir mikil ábyrgð sem við ætlum okkur að standa undir. Hagsmunir samfélaga og fyrirtækja fara saman, þannig lítum við á það sem styrk að hafa öflug samfélög þar sem við störfum.

Á árinu 2023 studdi Síldarvinnslan við fjölbreytt samfélagsverkefni og líkt og áður vegur þar þungt stuðningur við æskulýðs- og íþróttastarfsemi en auk þess erum við mikilvægur bakhjarl björgunarsveita á starfssvæðum okkar. Þessu til viðbótar er Síldarvinnslan þátttakandi í metnaðarfullum rannsókna- og nýsköpunarverkefnum í samvinnu við Matís, háskóla og ýmsa aðra aðila.

Síldarvinnslan vill með starfsemi sinni sýna samfélagslega ábyrgð og reynum við ávallt að gera betur og nálgast umhverfið af virðingu þar sem reynt er að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif.

Starfsfólk Síldarvinnslunnar er verðmætasta stoð fyrirtækisins og við erum þakklát fyrir að hafa á að skipa öflugum mannauði. Á árinu 2023 var mikil vinna og álag á öllu okkar fólki, en starfsemi okkar er vertíðarbundin. Á árinu var farið í svefnrannsóknir og boðið upp á ráðgjöf til handa starfsfólki, heilsuráðgjöf var í boði og fólki var boðið upp á stuðning á sviði líkamsræktar. Við teljum þetta mikilvæga þætti í okkar umhverfi þar sem starfsfólk til sjós og lands vinnur vaktavinnu og oft langan vinnudag.

Þessi samfélagsskýrsla er liður í að greina frá því sem vel er gert og benda á það sem betur má fara, því ávallt eru möguleikar til að gera betur.

Neskaupstaður, 21. mars 2024.

Gunnþór B. Ingvason, forstjóri.

Um skýrsluna

Samfélagsskýrsla Síldarvinnslunnar (hér eftir vísað til sem Síldarvinnslan, félagið eða SVN) er nú gefin út í fimmta sinn. Sem fyrr er meginumfjöllunarefni skýrslunnar ýmsir ófjárhagslegir þættir starfseminnar. Skýrslan fjallar um starfsemi Síldarvinnslunnar og íslenskra dótturfélaga árið 2023 auk fyrri ára og eru allar tölur og mælikvarðar settir fram samkvæmt bestu vitund. Markmiðið er að stuðla að auknu gagnsæi og bættum vinnubrögðum í rekstrinum. Kaflaskipting og skipulag skýrslunnar tekur mið af leiðbeiningum frá Nasdaq Ísland kauphöllinni um svokallaða ESG þætti. Í fyrsta kafla er fjallað um stjórnskipulag Síldarvinnslunnar, í öðrum kafla um samfélagslega þætti og í þriðja kafla er fjallað um umhverfisþætti.

Við gerð skýrslunnar er einnig horft til þeirra áhersluatriða sem felast í sjálfbærnistefnu SFS en Síldarvinnslan er þátttakandi í þeirri stefnu ásamt fleiri sjávarútvegsfyrirtækjum. Þess ber þó að geta að á árinu voru leidd í lög nýjar evrópskar reglur um sjálfbærni og flokkunarfræði og verður því skýrsla næsta árs með breyttu sniði. Innan Síldarvinnslunnar er hafin vinna við aðlögun skýrslunnar að nýjum kröfum. Skýrslan og gögn hafa ekki verið rýnd af þriðja aðila. Stjórn Síldarvinnslunnar hefur samþykkt útgáfu samfélagsskýrslunnar 2023 og veitir forstjóri félagsins frekari upplýsingar um gerð hennar.

Áfangar ársins 2022

Áfangar ársins 2023

Alda Öryggiskerfi sett í öll skip SVN

Á árinu var gengið til þróunarsamstarfs við Öldu Öryggisstjórnunarkerfi fyrir fiskiskip og sjómenn. Áhafnir skipa félagsins eru nú þegar byrjaðar að nota kerfið. Öldunni er ætlað að nútímavæða öryggisstjórnun til sjós.

SVN afhendir 8 mkr í snjóflóðasöfnun

Á aðalfundi Síldarvinnslunnar í apríl afhenti Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður, 8 milljóna króna styrk fyrir hönd SVN til söfnunar Rótarýklúbbs Neskaupstaðar. Markmið söfnunarinnar var að bæta fjárhagslegt tjón af völdum snjóflóða í Neskaupstað í mars 2023.

Góð loðnuvertíð 2023

Einhver besta loðnuvertíð í langan tíma. Skip SVN veiddu um 60.500 tonn. Framleidd voru um 15.800 tonn af frosnum loðnuafurðum. Tekið var á móti 85.200 tonnum af hráefni í fiskimjölsverksmiðjum félagsins.

Áfangar ársins 2023

Þjónustusamningur milli SVN og Austurbrúar

Skrifað var undir þriggja ára þjónustusamning við Austurbrú um menntun og fræðslu starfsfólks. Hákon Ernuson, starfsmannastjóri Síldarvinnslunnar, og Ásdís H. Bjarnadóttir, yfirverkefnastjóri fræðslumála hjá Austurbrú, undirrituðu samninginn.

Forsetaheimsókn í SVN

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson kynnti sér starfsemi Síldarvinnslunnar í maí. Heimsótti hann minningarreitinn sem er helgaður þeim er látið hafa lífið í störfum fyrir Síldarvinnsluna. Hann fór einnig um borð í uppsjávarskipið Beiti.

SVN kaupir 50% í Ice Fresh Seafood

Í september var tilkynnt um kaup Síldarvinnslunnar á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood. Fjárfestingin í Ice Fresh Seafood er gerð til að styrkja sölu- og markaðsmál félagsins. Ice Fresh Seafood hefur verið leiðandi í sölu- og markaðssetningu sjávarafurða erlendis.

Leiðarljós

Félagið hefur að leiðarljósi að hámarka sjálfbæra nýtingu sjávarauðlindarinnar og leggur áherslu á að minnka kolefnisspor. Til að ná því markmiði höfum við meðal annars fjárfest í hagkvæmum skipum og unnið að útskiptingu á mengandi orkumiðlum fyrir endurnýjanlega orkugjafa þar sem því verður við komið. Við leggjum áherslu á að vera virkur þátttakandi í uppbyggingu þeirra samfélaga sem við störfum í og er tenging okkar við nærsamfélögin mikilvæg. Í gegnum tíðina höfum við notið þeirrar gæfu að hafa öflugt og metnaðarfullt starfsfólk í vinnu hjá okkur. Starfsfólkið okkar hefur verið undirstaðan að traustum rekstri félagsins allt frá stofnun þess og mun verða það áfram.

Hver erum við?

Síldarvinnslan er alhliða sjávarútvegsfyrirtæki með umfangsmikla starfsemi á Íslandi. Við erum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í fremstu röð með fjölbreytta starfsemi og yfirgripsmikla þjónustu. Meginstarfsemi Síldarvinnslunnar og íslenskra dótturfélaga er í Neskaupstað, á Seyðisfirði, í Vestmannaeyjum og í Grindavík en einnig er eitt dótturfélag starfandi á Akureyri.

Síldarvinnslan er eitt af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og stærsti framleiðandi uppsjávarafurða á Íslandi. Félagið leggur áherslu á sjálfbæra nýtingu sjávarauðlindarinnar, þar sem leitast er við að nota nýjustu tækni sem völ er á til veiða og vinnslu. Samstæða Síldarvinnslunnar samanstendur af móðurfélaginu, Síldarvinnslunni hf., og dótturfélögum þess; Bergi-Hugin ehf., Bergi ehf., Vísi ehf., Fóðurverksmiðjunni Laxá hf. og Fjárfestingafélaginu Vör ehf. Nánari umfjöllun um félög í samstæðu má finna á bls 18. Höfuðstöðvar Síldarvinnslunnar eru að Hafnarbraut 6 í Neskaupstað.

11 / 66

Saga Síldarvinnslunnar

Síldarvinnslan hf. var stofnuð 11. desember 1957. Aðalhluthafi í upphafi var Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) með 60% hlutafjár. SÚN er enn í dag einn af kjölfestuhluthöfum félagsins.

Félagið var skilgreint sem almenningshlutafélag og tilgangur þess var að reisa og reka síldar verksmiðju, síldarverkun og annan skyldan atvinnurekstur í Neskaupstað.

Hinn 20. desember 1974 féllu tvö snjóflóð innarlega í Neskaupstað og lögðu helstu framleiðslufyrirtæki bæjarbúa í rúst eða ollu á þeim stórskemmdum. Tólf manns týndu lífi í flóðunum.

Saga Síldarvinnslunnar

Í kjölfar snjólfóðanna 1974 var ákveðið var að reisa nýja fiskimjölsverksmiðju við nýtt hafnarsvæði fyrir botni Norðfjarðar. Árið 1975 hófust framkvæmdir við byggingu hennar og 12. febrúar 1976 tók hún á móti fyrstu loðnunni til vinnslu.

Síldarvinnslan og SRmjöl voru sameinuð í eitt félag 1. janúar 2003 undir nafni Síldarvinnslunnar og varð þá til stærsta fyrirtæki á Íslandi á sviði veiða og vinnslu á uppsjávarfiski.

Síldarvinnslan er í dag skráð á hlutabréfamarkaði og er eitt af öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Byggir fyrirtækið starfsemina á yfir 60 ára reynslu í fiskvinnslu og útgerð.

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður

Fyrst kjörinn árið 2003. Fæðingardagur, 7. október 1952. Þorsteinn er með skipstjórnarréttindi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og skipaverkfræðingur frá Norges Tekniske Högskole. Þorsteinn er stofnandi og forstjóri Samherja hf. og hefur gegnt því starfi frá 1983. Hann er jafnframt framkvæmdastjóri Samherja Íslands ehf., Seleyjar ehf., Sæbóls fjárfestingarfélags ehf., og Oddeyrartanga ehf. Þorsteinn situr í stjórnum eftirfarandi félaga: Samherji Fiskeldi ehf., 600 Eignarhaldsfélag ehf., Barðstún ehf., Eignarhaldsfélagið Steinn ehf., S2002 ehf., Ice Tech ehf., Krossanes ehf., Oddeyri ehf., Rif ehf., Samherjasjóðurinn ehf., Sigurafl ehf. og Snæfell ehf. Þorsteinn er auk þess með prókúruumboð fyrir Ice Fresh Seafood ehf. Fyrst kjörinn í stjórn 2016. Fæðingardagur, 19. febrúar 1970. Guðmundur er með B.ed. gráðu í kennsluvísindum. Hann starfar í dag sem framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað, Olíusamlags útvegsmanna í Neskaupstað og Múlans samvinnuhúss ehf. Hann var áður framkvæmdastjóri Egilsbúðar í Neskaupstað, mannauðsstjóri ESS á Íslandi og framkvæmdastjóri Sjónaráss ehf. Guðmundur situr jafnframt í stjórnum eftirtalinna félaga: Hrólfssker ehf., ÍS-TRAVEL AUSTURLAND ehf., Múlans samvinnuhús ehf., B.G. Bros ehf., Rekstrarfélagsins Molans, Krabbameinsfélags Austfjarða, Vina Ingvars, félagasamtaka og Bærinn okkar, félagasamtaka.

Þorsteinn er forstjóri Samherja hf. sem á 30,06% hlut í Síldarvinnslunni hf. Hann á í árslok 1.000.000 hluti eða 0,05% í eigin nafni í Síldarvinnslunni hf. Þorsteinn er óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess en telst háður stórum hluthafa samkvæmt leiðbeiningum um stjórnarhætti.

Guðmundur R. Gíslason, varaformaður

Guðmundur er, eins og áður hefur komið fram, framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað og Olíusamlags útvegsmanna í Neskaupstað sem eiga samtals í árslok 10,87% hlut í félaginu. Hann á ekki hluti í eigin nafni í Síldarvinnslunni hf. Guðmundur er óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess en telst háður stórum hluthafa samkvæmt leiðbeiningum um stjórnarhætti.

Stjórnskipulag

Stjórn Síldarvinnslunnar

Stjórnskipulag

Anna Guðmundsdóttir, meðstjórnandi

Fyrst kjörin í stjórn 2013. Fæðingardagur, 13. mars 1967. Anna er með Cand. Oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og starfar sem fjármálastjóri Gjögurs hf. Anna er jafnframt framkvæmdastjóri Þingstaða ehf.

og prókúruhafi í Hrólfsskeri ehf. Anna situr í stjórnum eftirfarandi félaga: Gjögurs hf., Kjálkaness ehf., Gjögurtáar ehf., StorMar ehf., Loftleiða Cabo Verde ehf., Lögmannsstofu Jörundar Gaukssonar ehf. og Kallnesings ehf.

Anna á 22,54% eignarhlut í Kjálkanesi ehf. sem á 16,06% hlut í Síldarvinnslunni hf. Hún á ekki hluti í eigin nafni í Síldarvinnslunni hf. Anna er óháð félaginu og daglegum stjórnendum þess en telst háð stórum hluthafa samkvæmt leiðbeiningum um stjórnarhætti.

Erla Ósk Pétursdóttir, meðstjórnandi

Fyrst kjörin í stjórn 2023. Fæðingardagur, 8. september 1980. Erla er með B.A. próf í hagfræði og tölvunarfræði frá Macalester College í Bandaríkjunum og MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfar í dag

sem framkvæmdastjóri Marine Collagen ehf. Áður var hún meðal annars mannauðsstjóri hjá Vísi hf. um fjögurra ára skeið. Erla Ósk situr jafnframt í stjórnum Fisktækniskólans, Codland, Fiskifélagsins, 55105 ehf. og Útvegsmannafélags Suðurnesja.

Erla Ósk á 100% eignarhlut í 55105 ehf. sem á 0,12% hlut í Síldarvinnslunni hf. Hún á ekki hluti í eigin nafni í Síldarvinnslunni hf. Erla telst óháð stórum hluthöfum félagsins en telst háð félaginu og daglegum stjórnendum samkvæmt "Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja" sem Viðskiptaráð Íslands, NASDAQ OMX Iceland og Samtök atvinnulífsins gáfu út 1. júlí 2021.

Baldur Már Helgason, meðstjórnandi

Fyrst kjörinn í stjórn 2021. Fæðingardagur, 6. mars 1976. Baldur er með Cand.sci. próf í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 2000, lauk Advanced Management Program (AMP) frá IMD háskólanum í

Sviss 2022 og er með löggilt próf í verðbréfaviðskiptum. Hann starfar í dag sem framkvæmdastjóri verslunar-, þjónustu- og viðskiptaþróunar hjá Reginn hf. Hann var áður framkvæmdastjóri Eyju fjárfestingarfélags á árunum 2017–2019, fjárfestinga- og sjóðsstjóri hjá Auði Capital árin 2009–2016 og fjárfestinga- og lánastjóri hjá Íslandsbanka, m.a. í Bandaríkjunum og Danmörku á árunum 2000–2009. Baldur er auk þess skráður framkvæmdastjóri eftirfarandi félaga: Smáralindar ehf. og Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf.

Baldur hefur setið í á þriðja tug stjórna m.a. hjá Skeljungi, Sýn, Securitas, Já, Íslenska Gámafélaginu og Domino's á Íslandi og í Noregi. Baldur situr ekki í stjórnum annarra félaga í dag. Baldur á í lok árs 17.241 hluti í Síldarvinnslunni hf. Baldur telst óháður félaginu og daglegum stjórnendum og stórum hluthöfum félagsins.

Stjórn Síldarvinnslunnar

Stjórnskipulag

Ingi Jóhann Guðmundsson, varamaður

Fyrst kjörinn í stjórn 2001. Fæðingardagur, 12. janúar 1969. Hann er með Cand. Oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og starfar sem framkvæmdastjóri Gjögurs hf., Kjálkaness ehf. og Gjögurtáar ehf. Ingi situr

jafnframt í stjórnum eftirfarandi félaga: K.R.- sports hf., Loftleiða Cabo Verde ehf., Hrólfsskers ehf., Sjóvá-Almennra trygginga hf., Jarðbaðanna ehf., Norðurbaða ehf., Pharmarctica ehf. og StorMar ehf.

Ingi á 22,54% eignarhlut í Kjálkanesi ehf. sem á 16,06% hlut í Síldarvinnslunni hf. Hann á ekki hluti í eigin nafni í Síldarvinnslunni hf. Ingi er óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess, en telst háður stórum hluthafa samkvæmt leiðbeiningum um stjórnarhætti.

Arna Bryndís Baldvins McClure, varamaður

Fyrst kjörin í stjórn 2013 og í endurskoðunarnefnd frá árinu 2021. Fæðingardagur, 2. júlí 1985. Hún er með ML-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og Executive MBA gráðu frá IESE háskólanum í Barcelona. Hún starfaði hjá LEX lögmannsstofu frá 2010–2013 og sem yfirlögfræðingur Samherja hf. frá 2013–2021. Arna var ráðin tímabundið til sex mánaða í vinnu hjá Síldarvinnslunni frá nóvember 2023. Arna situr jafnframt í stjórnum eftirfarandi félaga: Emerald Invest ehf., Omnia Invest ehf. og Flugskóla Íslands ehf.

Arna á í lok árs 32.100 hluti í eigin nafni í Síldarvinnslunni hf., eða 0,002%. Arna er háð félaginu og daglegum stjórnendum og telst háð stórum hluthafa samkvæmt leiðbeiningum um stjórnarhætti.

Varamenn í stjórn Síldarvinnslunnar

Endurskoðunarnefnd Síldarvinnslunar

Guðmundur Kjartansson, formaður Arna Bryndís Baldvins McClure Jakob Bjarnason

Stjórnskipulag

Gunnþór B. Ingvason, forstjóri

Fæðingardagur, 11. nóvember 1968. Gunnþór er iðnaðartæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands. Hann hóf árið 1996 störf hjá SR Mjöli hf. og annaðist þar innkaup á hráefni og gæðamál. Við sameiningu SR

Mjöls hf. og Síldarvinnslunnar hf. varð hann aðstoðarmaður forstjóra Síldarvinnslunnar, síðar útgerðarstjóri og hefur verið forstjóri frá 2007. Gunnþór er jafnframt framkvæmdastjóri Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf., Bergs-Hugins ehf. og Bergs ehf. Gunnþór situr jafnframt í stjórnum eftirfarandi félaga: Fóðurverksmiðjunnar Laxár ehf., Vísis ehf., Bergs ehf., Atlantic Coast Fisheries Corp., Fasteignafélagsins Miðhúss ehf., Bergs-Hugins ehf., Fjárfestingarfélagsins Varar ehf., Hraunlóns ehf., L1197 ehf., Polar Pelagic A.S., Arctic Fish Holding A.S., F.V. Holding LLC., Sjávarmála ehf., Daðeyjar ehf., MAR Guesthouse ehf. og Þorvís ehf.

Gunnþór á 60% hlut í L1197 ehf. sem á 100% hlut í Hraunlóni ehf. sem á 0,94% hlut í Síldarvinnslunni hf. Hann á í lok árs 100.206 hluti í eigin nafni í Síldarvinnslunni hf. Eða 0,01%.

Axel Ísaksson, fjármálastjóri

Fæðingardagur, 22. september 1964. Axel er með Cand. Oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann hóf störf á fjármálasviði Síldarvinnslunnar hf. Á árinu 1992 og varð fjármálastjóri félagsins 2007. Axel

er jafnframt skráður framkvæmdastjóri Fjárfestingafélagsins Varar ehf., hann situr jafnframt í stjórnum eftirfarandi félaga: Olíusamlags útvegsmanna í Neskaupstað svf., Hraunlóns ehf., L1197 ehf., Bergs-Hugins ehf., Bergs ehf., Fjárfestingarfélagsins Varar ehf., Vísis ehf. Og Atlantic Coast Fisheries.

Axel á 20% hlut í L1197 ehf. Sem á 100% hlut í Hraunalóni ehf. Sem á 0,94% hlut í Síldarvinnslunni hf. Hann á í lok árs 25.000 hluti í eigin nafni í Síldarvinnslunni hf. Eða tæp 0,0014%.

Jón Már Jónsson, yfirmaður landvinnslu

Fæðingardagur, 1. febrúar 1957. Jón er vélfræðingur frá Vélskóla Íslands. Hann hefur starfað sem yfirmaður landvinnslu Síldarvinnslunnar frá 2008. Jón situr jafnframt í stjórnum eftirfarandi félaga: Félags

íslenskra fiskmjölsframleiðenda, Rauðaþings ehf., G. Skúlasyni vélaverkstæðis ehf., L1197 ehf., Múlans samvinnuhúss ehf. og Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað.

Jón á 20% hlut í L1197 ehf. sem á 100% hlut í Hraunalóni ehf. sem á 0,94% hlut í Síldarvinnslunni hf. Hann á 23.482 hluti í eigin nafni í Síldarvinnslunni hf. eða tæp 0,0013%.

Framkvæmdastjórn Síldarvinnslunnar

Síldarvinnslan

og stjórnarhættir

Tíu stærstu hluthafar í árslok 2023 voru:*
-------------------------------------------- --
100%
Aðrir hluthafar 19,53%
Síldarvinnslan hf., (eigin bréf) 0,01%
Almenni lífeyrissjóðurinn 1,32%
Festa – lífeyrissjóður 1,48%
Brú Líf.sj. starfsm. Sveitarf. 1,55%
Stapi lífeyrissjóður 2,84%
Lífeyrissjóður verslunarmanna 3,00%
Eignarhaldsfélagið Snæfugl ehf. 3,49%
Samvinnufélag útgerðarmanna 10,10%
Gildi – lífeyrissjóður 10,56%
Kjálkanes hf. 16,06%
Samherji hf. 30,06%

Dótturfélög Síldarvinnslunnar

Bergur-Huginn ehf. (100%)
Bergur ehf. (100%)
Vísir ehf. (100%)
Samvís ehf. (100%)
DSFU (100%)
Þorvís ehf. (100%)
Pytheas Seafood P.C 66,7%
MAR Guesthouse (100%)
Sjávarmál ehf. (100%)
Daðey ehf. (100%)
Vísir GmbH (100%)
Fóðurverksmiðjan Laxá ehf. (67,68%)
Fjárfestingarfélagið Vör ehf. (60%)

Hlutdeildarfélög samstæðunnar

Atlantic Coast Fisheries Corp (100%)
SR-Vélaverkstæði ehf. (37,3%)
Polar Pelagic A.S. (33%)
G. Skúlason vélaverkstæði ehf. (24,95%)
Rauðaþing ehf. (24,95%)
Miðhús ehf. (46,7%)
Arctic Fish Holding A.S. (34,2%)
Cabo Norte 2014 S.A. (50%)
Haustak ehf. (50%)
Marine Collagen ehf. (25%)

Stærstu hluthafar og stjórnskipulag

*Í árslok 2023 voru hluthafar Síldarvinnslunnar 3.370 en 3.592 í upphafi árs.

Síldarvinnslan

og stjórnarhættir

Akureyri

Vestfirðir

Seyðisfjörður Neskaupstaður

Grindavík

Starfsemin

Síldarvinnslan er alhliða sjávarútvegsfyrirtæki með umfangsmikla og fjölbreytta starfsemi á Íslandi. Fyrirtækið er útgerðar og fiskvinnslufyrirtæki í fremstu röð. Meginstarfsemin er í Neskaupstað, á Seyðisfirði, í Vestmannaeyjum og í Grindavík en einnig er eitt dótturfélag starfandi á Akureyri.

19 / 66

Hefur upplifað byltingakenndar framfarir á starfsævinni

Líneik Haraldsdóttir hóf fyrst störf hjá Síldarvinnslunni árið 1985. Þá starfaði hún í saltfiskskemmunni undir verkstjórn Guðjóns Marteinssonar. Í saltfiskskemmunni vann hún í ein tvö eða þrjú ár en réðst þá til Kaupfélagsins Fram og síðar til fiskvinnslufyrirtækisins Saltfangs. Árið 1991 lá leiðin á ný til Síldarvinnslunnar. Þá hóf hún að starfa í gamla frystihúsinu en fljótlega færði hún sig yfir í saltfiskskemmuna. Líneik segir svo frá starfstímanum í saltfiskskemmunni. "Það var alltaf talað um saltfiskskemmuna en þar var alls ekki einungis unnin saltfiskur. Verkefnin voru býsna fjölbreytt, þarna var unnin skreið og einnig söltuð síld. Svo var einnig flokkuð loðna í skemmunni um tíma og loðnan var handflokkuð í karl og kerlingu og síðan var hún fryst í gamla frystihúsinu. Það er í reynd ótrúlegt að rifja þetta upp í ljósi þeirrar tækni sem nú er til staðar. Það var misjafnlega mikið að gera í saltfiskskemmunni."

"Yfir sumartímann fylltist þar allt af fólki og þar unnu krakkar allt niður í 14 ára aldur. Þegar mest var yfir sumartímann unnu vel yfir 100 manns í saltfiskskemmunni og það var svo sannarlega líf og fjör. Þarna fengu allir vinnu og lögð var áhersla á að kenna ungum krökkum að vinna.

Vinnuaðstæðurnar í skemmunni voru ekki til að hrópa húrra yfir. Yfir veturinn vorum við til dæmis með fötur með heitu vatni til að hlýja okkur á höndunum. Það breyttist svo sannarlega mikið þegar nýja fiskiðjuverið var tekið í notkun en ég hóf þar strax störf. Tilkoma fiskiðjuversins hafði í för með sér byltingarkenndar framfarir varðandi tækjabúnað, vinnuaðstöðu og starfsmannaaðstöðu. Í fiskiðjuverinu starfaði ég ávallt við gæðaeftirlit. Mér líkaði ávallt vel í vinnunni hjá Síldar vinnslunni og þar átti ég góða og eftir minnilega samstarfsmenn og verkstjóra.

Ég ætlaði að láta af störfum um síðustu áramót en vegna heilsubrests þurfti ég að hætta í ágúst síðastliðnum. Mér þótti ekki gott að þurfa að hætta fyrirvaralaust og fyrr en ég ætlaði mér. Vissulega var orðið erfitt fyrir mig að vinna á 12 tíma vöktum átta eða níu mánuði á ári þó svo að hlé væru á milli. Þetta er ekki létt vinna en ég sakna hennar mikið og ég sakna vinnufélaganna. Nú reyni ég að fylgjast með því sem er að gerast hjá fyrirtækinu og fá fréttir af gamla vinnustaðnum. Ég á ljúfar og góðar minningar frá þeim tíma sem ég starfaði hjá Síldarvinnslunni og það er gaman að rifja ýmislegt upp sem gerst hefur."

Samfélag

Jarðhræringar í Grindavík og áhrifin á Vísi

Jarðhræringarnar sem hófust í Grindavík þann 10. nóvember 2023 höfðu mikil áhrif á starfsemi og starfsfólk félagsins í Grindavík. Strax var brugðist við og allar neyðaráætlanir við náttúruhamförum yfirfarnar. Í kjölfarið funduðu stjórnendur með HS Orku, HS Veitum og Grindavíkurbæ um yfirvofandi hættu á eldgosi.

Eftir að bærinn var rýmdur hefur mikil áhersla verið lögð á að halda vel utan um starfsfólkið og strax þann 12. nóvember var til að mynda haldinn starfsmannafundur í Lindakirkju með áfallateymi frá Rauða krossinum. Stjórnendur hafa lagt áherslu á að hlúa vel að starfsfólki eftir þetta og upplýsa um stöðu mála í Grindavík.

Jarðhræringarnar hafa haft mikil áhrif á starfsemina. Landvinnslan hefur orðið fyrir mikilli röskun. Þrátt fyrir tilraunir til að hefja aftur starfsemi í vinnslum félagsins þá hefur vinnsla legið niðri í bænum meira og minna síðan í nóvember. Því hefur áhersla verið lögð á verðmætabjörgun og að gæta að eignum. Þar hefur starfsfólk unnið þrekvirki. Þá hefur verið komið upp tímabundnum landvinnslum á öðrum stöðum sem hefur gengið vel og hluti starfsfólks fengið þar vinnu. Útgerð skipa Vísis hefur haldið áfram en með breyttu útgerðarmynstri og áherslum í veiði.

Ljóst er að óvissuástandið er ekki eins skammvinnt og talið var í fyrstu og vinna stjórnendur að því um þessar mundir að gera áætlanir fyrir félagið til lengri tíma miðað við hugsanlegar sviðsmyndir. Það er ærið verkefni enda framhaldið háð mikilli óvissu.

Breytt samfélag

Eftir skyndilega rýmingu bæjarins þurftu bæjarbúar að koma sér fyrir á öðrum stöðum og bíða óvissuna af sér enda stóðu vonir til að lífið færi í samt lag aftur. Jarðhræringarnar hafa hins vegar haldið áfram og þegar myndir hófu að birtast í fjölmiðlum af skemmdum í bænum varð áfallið sýnilegra fyrir samfélagið og bærinn ekki lengur talinn öruggur fyrir börn. Ljóst er að finna þarf varanlegri lausnir en áður var talið og

þarf að huga að mörgu í þeim efnum. Stjórnvöld hafa komið til móts við íbúa í Grindavík með uppkaupum á húseignum þeirra auk þess að hafa útvegað leigu- og launastyrki. Enn ríkir hins vegar óvissa um framtíð bæjarfélagsins og ekki síður atvinnurekstur á svæðinu en til þessa hafa úrræði stjórnvalda ekki nema að litlu leyti tekið til atvinnulífsins.

Stjórnendur hafa frá upphafi gosviðburðanna lagt áherslu á að vera í stöðugu og góðu sambandi við starfsfólk félagsins sem og við Almannavarnir, lögreglu, Grindavíkurbæ og aðra hagaðila.

EITT OG ANNAÐ FRÁ 2023

Stjórnarhættir

Meginmarkmið stjórnarháttayfirlýsingar Síldarvinnslunnar hf. er að skýra með gagnsæjum hætti hlutverk og ábyrgð stjórnenda til að auðvelda þeim að rækja störf sín og um leið að treysta hag hluthafa og annarra hagaðila.

Stjórnarhættir félagsins byggja á lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, á samþykktum félagsins, starfsreglum stjórnar og taka auk þess mið af leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Stjórn Síldarvinnslunnar skipar jafnframt starfskjaranefnd félagsins. Stjórnarháttayfirlýsingu, samþykktir félagsins, siðareglur Síldarvinnslunnar, starfsreglur stjórnar, starfsreglur endurskoðunarnefndar og starfsreglur starfskjaranefndar er að finna á vefsvæði Síldarvinnslunnar, svn.is.

Áhættustýring og innra eftirlit eru samofin góðum stjórnarháttum. Stjórn og stjórnendur Síldarvinnslunnar leggja ríka áherslu á að byggja upp sterka áhættuvitund með því meðal annars að viðhalda góðu eftirlitsumhverfi með skjalfestri stefnu, reglum og ferlum sem styðja við rekstur félagsins. Áætlanagerð og uppgjör gegna mikilvægu hlutverki í innra eftirliti með rekstrarþáttum og er farið reglulega yfir rekstur einstakra deilda með stjórn félagsins.

Ársreikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Ársreikningurinn er settur fram í bandaríkjadollurum (USD) sem er starfrækslugjaldmiðill samstæðunnar.

Æðsta vald Síldarvinnslunnar er í höndum lögmætra hluthafafunda. Samkvæmt samþykktum er stjórn kosin á aðalfundi félagsins ár hvert. Stjórnin er skipuð fimm aðalmönnum og tveimur til vara, stjórnarkjör er skriflegt ef kosið er um fleiri en kjósa skal. Við kosningu stjórnar skal tryggt að hlutfall hvors kyns sé ekki lægra en 40%. Hluthafafundir eru haldnir að minnsta kosti einu sinni á ári eða oftar ef þurfa þykir.

Stjórn Síldarvinnslunnar fer með æðsta vald í málefnum Síldarvinnslunnar milli hluthafafunda. Henni ber að stuðla að viðgangi félagsins og hafa eftirlit með daglegum rekstri þess. Stjórnin hefur, ásamt forstjóra, forystu um að móta stefnu, setja markmið og skilgreina áhættuviðmið Síldarvinnslunnar. Hún sér um að gæta hagsmuna allra hluthafa og að gæta jafnræðis milli þeirra. Stjórnin hefur eftirfylgni með því að félagið starfi samkvæmt lögum og reglum.

23 / 66

Siðareglur Síldarvinnslunnar

Síldarvinnslan hefur samþykkt eigin siðareglur. Reglurnar gilda um starfsemi fyrirtækisins í heild og taka þær til vinnubragða stjórnar, stjórnenda og starfsfólks.

Siðareglurnar eru ítarlegar og eru í sjö liðum. Þar segir meðal annars í öðrum lið:

"Síldarvinnslan umgengst þau samfélög þar sem fyrirtækið starfar með virðingu og nærgætni, enda er það burðarstólpi í þeim. Það hvetur starfsfólk til þátttöku í samfélaginu, en ítrekar mikilvægi þess að slík þátttaka hafi hvorki neikvæð áhrif á starf viðkomandi né orðspor fyrirtækisins. Síldarvinnslan styrkir íþrótta og menningarstarfsemi í nærsamfélaginu með ýmsum hætti og leitast einnig við að versla í heimabyggð þegar hægt er."

Í þriðja lið segir um umhverfismál:

"Síldarvinnslan leitast við að starfa með eins sjálfbærum og umhverfisvænum hætti og unnt er. Fyrirtækið metur frammistöðu sína í umhverfismálum með markvissum hætti og leitast við að draga stöðugt úr umhverfisáhrifum. Það stundar ábyrgar veiðar og fordæmir brottkast afla."

Siðareglurnar má sjá á vefsíðu félagsins.

Síldarvinnslan og heimsmarkmiðin

Síldarvinnslan hefur samfélagsábyrgð sína að leiðarljósi og hefur tengt einstaka þætti í starfseminni við ýmis heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), sem Síldarvinnslan er aðili að, hafa einnig markað sameiginlega stefnu í samfélagsábyrgð og tengt við heimsmarkmiðin. Þau heimsmarkmið sem Síldarvinnslan tengir sérstaklega við í rekstri sínum eru eftirfarandi:

25 / 66

Jafnrétti kynjanna

Síldarvinnslan hefur um árabil lagt áherslu á að tryggja jöfn tækifæri og jafnrétti kynja til ábyrgðar og launa, sbr. heimsmarkmið fimm um jafnrétti kynjanna. Mannréttindastefna okkar og jafnlaunavottun eru rammar sem við vinnum eftir. Við líðum ekki mismunun, tryggjum jöfn tækifæri og virðum fjölbreytileika. Mismunun vegna kyns, kynhneigðar eða ólíks uppruna er óheimil. Við virðum rétt starfsfólks til félagafrelsis og kjarasamninga. Síldarvinnslan var fyrst íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja til að hljóta jafnlaunavottun, árið 2018, en frá upphafi hefur ekki mælst kynbundinn launamunur hjá fyrirtækinu.

Nýsköpun og uppbygging

Nýsköpunar- og rannsóknarverkefni eru margvísleg innan félagsins. Markmiðið með þeim er meðal annars að stuðla að auknum verðmætum og einnig að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið. Verkefnin eru mörg unnin í samvinnu við háskóla og sum eru styrkt af rannsóknasjóðum. Mörg þeirra snúast um að nýta nýja tækni og ferla, bæta meðferð á hráefni og draga úr sóun.

Heilsa og vellíðan

Áherslur okkar í öryggis- og vinnuverndarmálum tengjast heimsmarkmiði þrjú um heilsu og vellíðan. Við leggjum áherslu á heilsu og öryggi starfsfólks og vinnum markvisst að því að draga úr hættu við vinnu og í starfsumhverfi. Unnið er að öryggis- og vinnuverndarmálum með öflugri öryggisfræðslu auk þess sem Síldarvinnslan hefur nýverið ráðið öryggisstjóra til að fylgja eftir að kröfum félagsins sé fylgt í allri starfsemi. Við leitumst við að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi þar sem einelti, ofbeldi og kynferðisleg áreitni eru með öllu óheimil og ekki umborin. Þá hefur Síldarvinnslan sett sér margvíslegar stefnur, s.s. um persónuvernd og hefur þar að auki verklagsreglur um meðferð uppljóstrara, allt til að stuðla að góðu starfsumhverfi starfsfólks.

Líf í vatni

Það er hagsmunamál Síldarvinnslunnar sem og sjávarútvegsins í heild að ástand fiskistofna sé gott og veiðar úr stofnum sjálfbærar. Þannig er tryggt að sjávarútvegur verði áfram öflug atvinnugrein með gott orðspor. Líf í vatni og virðing fyrir vistkerfi hafsins er grundvöllur fyrir því að við getum stundað veiðar til framtíðar, sbr. heimsmarkmið fjórtán.

Ábyrg neysla og framleiðsla

Síldarvinnslan framleiðir hágæða sjávarafurðir og er sífellt að þróa aðferðir til að bæta nýtingu hráefnis og ekki síst nýta enn betur það hráefni sem fellur til í vinnslum félagsins, sbr. heimsmarkmið tólf. Þá nýtur framleiðsla félagsins ýmissa vottana.

Aðgerðir í loftslagsmálum

Síldarvinnslan er stöðugt að leita leiða til að minnka notkun á jarðefnaeldsneyti í starfseminni. Við smíði á nýjum skipum leggur félagið áherslu á hagkvæma orkunýtingu og umhverfismál, allt frá hönnun skipa til fyrirkomulags veiða. Við reynum að koma auga á tækifæri til að draga úr notkun á jarðefnaeldsneyti og auka hlutdeild vistvænna orkugjafa, sem eru raunhæfir og samkeppnishæfir. Að sama skapi hefur Síldarvinnslan einnig reynt að auka hlutdeild endurnýtanlegra orkugjafa í landvinnslu eins og kostur er miðað við aðgengi að slíkum orkugjöfum.

Fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu

Goran Lukic er frá Belgrad í Serbíu og kom fyrst til Íslands árið 1997. Í Serbíu starfaði hann sem atvinnumaður í knattspyrnu auk þess sem hann rak lítið kaffi hús. Upphaflega kom hann til Íslands til að leika knatt spyrnu hjá Víði í Garði og þar var hann í þrjú keppnis tímabil. Að því kom að hann færði sig um set og hóf að leika með Grindavík árið 2000 og þá fór hann að vinna við saltfiskverkun hjá Vísi, hálfan daginn. Síðar lék Goran með Haukum, Stjörnunni, aftur með Víði og loks með Stál-Úlfi. Þá þjálfaði hann meistaraflokk kvenna hjá Grindavík og yngri flokka hjá Njarðvík og Haukum.

Þegar Goran er spurður að því hvort honum hafi strax liðið vel á Íslandi stendur ekki á svari. "Já, mér líkaði strax vel á Íslandi og kynntist strax mörgum í gegnum fótboltann. Þá var ég strax ánægður í vinnunni hjá Vísi. Ég hef nú unnið hjá Vísi í 24 ár og þar hef ég eignast marga góða vini. Hjá Vísi vinnur gott fólk og þar eru góðir stjórnendur. Það hefur aldrei hvarflað að mér að skipta um vinnustað. Árið 2018 keyptum við, ég og sambýliskona mín, hús í Grindavík og við höfðum búið í því í sex ár þegar ósköpin dundu yfir seint á síðasta ári. Sambýliskona mín er pólsk og við erum bæði óvön jarðskjálftum og eldgosum. Hamfarirnar hræddu marga og það var áfall að þurfa að yfirgefa bæinn í nóvember. Við fengum húsnæði á Selfossi tímabundið en erum nú að festa kaup á húsi í Garðinum. Vísir hefur flutt saltfiskverkunina til Helguvíkur og þá er hentugt að búa í Garði. Það gengur vel að vinna saltfiskinn í Helguvík. Við erum núna að vinna þar 35–40 tonn á dag og fólk er ánægt á vinnustaðnum. Ég stefni að því að vinna áfram hjá Vísi. Vísir er fyrirtæki sem hefur reynst mér afskaplega vel."

Innkaup og birgjar

Síldarvinnslan leggur áherslu á að kaupa vörur og þjónustu af birgjum í nærsamfélaginu eins og kostur er. Nærsamfélagið er skilgreint sem þau sveitarfélög sem Síldarvinnslan er með starf semi í. Af innkaupum fyrirtækisins koma 43% frá birgjum í nærsamfélaginu, 37% frá öðrum innlendum birgjum og 20% frá erlendum birgjum.

Síldarvinnslan hefur ekki sett ákvæði um samfélagslega ábyrgð í samninga við birgja.

Síldarvinnslan starfar á alþjóðlegum mörkuðum og selur afurðir sínar í gegnum utanaðkomandi sölufyrirtæki og eigin félög á helstu mörkuðum. Afurðir félagsins í uppsjávarfiski eru frosinn uppsjávarfiskur og mjöl og lýsi.

Í bolfiski eru afurðir félagsins bæði landfrystar, sjófrystar, saltaðar og þurrkaðar. Frá landvinnslu eru einnig seldar ferskar afurðir og þá er ferskur fiskur frá ísfisktogurum félagsins að hluta til seldur á mörkuðum erlendis og innanlands. Í einstaka tilfellum er afli uppsjávarskipa félagsins seldur ferskur til vinnslu erlendis. Síldarvinnslan framleiðir afurðir sínar eftir viðurkenndum stöðlum sem tryggja eiga sjálfbærni, rekjanleika og heilnæmi afurðanna. Allar starfsstöðvar félagsins eru undir eftirliti Matvælastofnunar (MAST). Félagið er með vottuð gæðastjórnunar kerfi sem styðja við þessi markmið.

Allar þessar vottanir eru teknar út reglulega af þar til bærum aðilum. Vottuð gæðastjórnunarkerfi eru

eftirfarandi:

-

-

-

-

MarinTrust (IFFO Global Standard for Responsible Supply)MSC (Marine Stewardship Council)Iceland Responsible FisheriesHACCP (Hazard Analysis and Critical Control Points)FEMAS (Feed Material Assurance Scheme)TÚN, vottun um lífræna framleiðsluNaturaland, vottun um lífræna framleiðsluBRCGS (British Retail Consortium Global Food Safety Standard)

Helstu vottanir

Veiðar og vinnsla

Uppsjávarfiskur

Samstæðan gerir út fjögur uppsjávarskip, Börk NK, Beiti NK, Barða NK og Bjarna Ólafsson AK. Bjarni Ólafsson var bundinn við bryggju bróðurpart ársins og voru því meira og minna þrjú uppsjávarskip gerð út á árinu. Skipin veiddu í heildina um 195.200 tonn á árinu 2023. Uppsjávarfiski er nær undantekningarlaust ráðstafað til eigin vinnslu. Í Neskaupstað starfrækir Síldarvinnslan öflugt fiskiðjuver og stórar frystigeymslur. Þar eru loðna, síld og makríll unnin til manneldis, og er fiskurinn ýmist heilfrystur, flakaður eða hausskorinn. Tæknistig er hátt og afkastageta frystihússins í heilfrystingu er um 720 tonn á sólarhring. Á árinu 2023 tók fiskiðjuverið á móti rúmlega 61.000 tonnum. Móttekin loðna var 17.334 tonn, 27.489 tonn af síld og 16.870 tonn af makríl. Félagið starfrækir tvær fiskimjölsverksmiðjur, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Afkastageta verksmiðjunnar í Neskaupstað er 1.800 tonn á sólarhring en unnið er að stækkun verksmiðjunnar upp í 2.400 tonn. Verksmiðjan í Neskaupstað er rafvædd að fullu. Verksmiðjan tekur á móti hráefni beint til vinnslu

ásamt því að taka á móti afskurði frá fiskiðjuveri félagsins og frystiskipum. Fiskmjölsverksmiðjan í Neskaupstað tók á móti 172.458 tonnum á árinu 2023. 64.306 tonnum af kolmunna, 53.570 tonnum af loðnu, tæplega 33.000 tonnum af síld og tæplega 22.000 tonnum af makríl. Afkastageta verksmiðjunnar á Seyðisfirði er 1.200 tonn á sólarhring. Hún er rafvædd að hluta. Á árinu 2023 tók hún á móti 88.809 tonnum. 56.663 tonnum af kolmunna og tæplega 32.000 tonnum af loðnu.

Mjöl og lýsi sem félagið framleiðir fer að stærstum hluta til fóðurframleiðslu fyrir fiskeldi erlendis. Mjöl og lýsi sem selt er á innlendan markað er unnið í dótturfélagi félagsins, Fóðurverksmiðjunni Laxá ehf. á Akureyri, og er nýtt til framleiðslu á fóðri fyrir innlendan markað.

Bolfiskur

Samstæðan gerir út fjóra ísfisktogara, Gullver NS, Berg VE, Vestmannaey VE og Jóhönnu Gísladóttir GK sem veiddu 17.916 tonn af bolfiski á árinu 2023. Frystitogarinn Blængur NK veiddi 7.366 tonn á árinu en á honum eru framleiddar sjófrystar afurðir. Þrjú línuskip, Páll Jónsson GK, Sighvatur GK, Fjölnir GK eru einnig orðin hluti af samstæðunni ásamt tveimur dagróðrabátum, Sævík GK og Daðey GK. Línuskipin og dagróðrabátarnir veiddu 13.795 tonn á árinu 2023.

Bolfiskafurðir Síldarvinnslunnar skiptast annars vegar í sjófrystar afurðir, sem framleiddar eru um borð í Blængi, og hins vegar í landfrystar og ferskar afurðir sem framleiddar eru í frystihúsum á Seyðisfirði og í Grindavík. Einnig er unninn saltfiskur í vinnslu Vísis í Grindavík. Í byrjun árs 2024 var brugðist við breyttum aðstæðum í Grindavík vegna jarðhræringanna og hefur bráðabirgðavinnsla verið sett upp í húsakynnum Síldarvinnslunnar í Helguvík auk þess sem hluti hráefnis er unninn í fiskvinnslu DSFU í Þýskalandi. Á árinu 2023 tók vinnslan í Grindavík á móti 16.450 tonnum af hráefni, þar af fóru 9.116 tonn í frystihúsið en 7.334 tonn í saltfiskvinnsluna. Vinnslan á Seyðisfirði tók á móti 2.164 tonnum af hráefni.

32 / 66

Lýkur vinnudögunum í sundlauginni í Neskaupstað

Wojciech Blaszkowski hefur starfað lengi í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Áður en hann kom til Íslands bjó hann í bænum Tczew sem er 60 þúsund manna bær um 30 kílómetra frá borginni Gdansk í Póllandi. Í Tczew starfaði Wojciech í verksmiðju sem framleiddi gasmæla, viftur og fleiri tæki. Þegar Wojciech er beðinn um að rifja upp komu sína til Íslands í upphafi brosir hann. "Það var verið að endurbyggja Börk NK í Gdansk árið 1997 og Karl Jóhann Birgisson hafði umsjón með því verki. Ég frétti að Karl Jóhann væri að skima eftir fólki til að koma til starfa á Íslandi og mér þótti það spennandi. Ég ræddi við Karl Jóhann og hann upplýsti að hann væri að leita að um það bil tíu manns til að starfa í nýju fiskiðjuveri. Ég ákvað að slá til og fljótlega lagði hópurinn af stað til Íslands. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fór frá Póllandi. Við komum til Neskaupstaðar í niðamyrkri og fengum inni í húsinu Stjörnunni. Við vöknuðum spennt morguninn eftir til að skoða umhverfið. Þá sáum við fallegan bæ, fallegan fjörð og háu tignarlegu fjöllin allt um kring. Þetta var einstök fegurð og við sögðum bara, vá."

Næst er Wojciech spurður um starfið hjá Síldar vinnslunni. "Þegar við komum var síldarvertíð að hefjast og megnið af síldinni sem starfsfólk fiskiðjuversins tók á móti fór til söltunar. Það var saltað í tunnur en ekki mikið fryst, síðar átti það eftir að breytast. Ég var strax mjög ánægður í starfi hjá Síldarvinnslunni. Fiskiðjuverið var afar tæknivætt og þarna kynntist ég afskaplega góðu fólki sem vildi allt fyrir mann gera. Mér leið strax vel í Neskaupstað og einnig í vinnunni. Það hefur verið gaman að fylgjst með þróuninni hjá Síldarvinnslunni. Þar er um að ræða framsækið fyrirtæki sem ávallt er tilbúið að innleiða það sem er nýjast og best. Nú eru 27 ár liðin síðan ég hóf störf hjá Síldarvinnslunni og ég hef verið í Neskaupstað allan þann tíma, að undanskildum tveimur árum þegar ég aðstoðaði bróður minn sem var mikið veikur. Ég fer á sumrin til Póllands til að hitta fólkið mitt og eins fer ég þangað alloft um jól en staðreyndin er sú að mér finnst alltaf gott að koma til baka til Neskaupstaðar og byrja að vinna á ný. Þá vil ég líka nefna sundlaugina í Neskaupstað sem ég sæki reglulega. Ég elska sund og það er frábært að slappa af í lauginni með góðu fólki eftir stífan vinnudag."

Samfélag

Samfélag

Nýr Börkur siglir inn Norðfjörð í fyrsta sinn árið 2021.

34 / 66

Mannauður

Síldarvinnslan hefur sett sér metnaðarfulla stefnu í starfsmannamálum sem miðar að því að skapa vinnuumhverfi sem einkennist af hvatningu, öryggi og góðum samskiptum sem og jöfnum tækifærum.

Félagið vill bjóða starfsfólki upp á:

  • vinnuumhverfi þar sem stjórnendur og starfsfólk vinna að því í sameiningu að auka sífellt öryggi, velferð og árangur
  • trygga vinnu og góða afkomu
  • vinnuumhverfi þar sem fólk er hvatt til að gera sitt besta og efla stöðugt þekkingu sína og færni
  • sveigjanleika og jafnvægi á milli vinnu og einkalífs eins og frekast er unnt
  • samskipti sem einkennast af samráði og virðingu
  • jafnrétti til launa og starfsþróunartækifæra

Á árinu 2023 var fjöldi starfsfólks 739 hjá samstæðunni á Íslandi, þar af 557 karlar og 182 konur. Sjávarútvegurinn hefur oft verið talinn karllægur iðnaður og ef litið er á kynjahlutfall meðal starfsfólks blasir við að karlmenn eru í meirihluta þó hlutföllin séu aðeins jafnari í landvinnslu og á skrifstofu. Síldarvinnslan gerir ávallt sitt besta til að höfða til umsækjenda, óháð kyni, þegar störf losna.

Samfélag

Fræðslufundur um forvarnir

Fræðsla starfsfólks

Í byrjun júní 2023 fékk Vísir Guðbjörgu Kristmundsdóttur náms- og starfsráðgjafa til standa fyrir fræðslu um forvarnir og viðbrögð við einelti og áreiti. Á námskeiðinu var fjallað um samskipti almennt og ábyrgð hvers og eins í tengslum við þau. Þá voru skoðaðar skilgreiningar á einelti og kynferðislegri áreitni, hvað beri að varast og hvers konar samskiptatækni sé til þess fallin að minnka líkur á að einelti eða kynferðisleg áreitni nái að hreiðra um sig. Þessi fræðsla var fyrir allt starfsfólk í landi og var starfsfólki skipt upp í fjóra hópa eftir tungumálum og starfsstöð.

36 / 66

Jafnréttismál og jafnlaunavottun

Félagið hefur sett sér áætlun í jafnréttismálum og leggur áherslu á að fylgja henni eftir. Samstæðan hefur staðist úttekt vottunarfyrirtækja á jafnlaunakerfum sínum frá upphafi. Niðurstaða úttekta hefur sýnt fram á að enginn óútskýrður launamunur er á milli kynjanna.

Persónuvernd

Félagið hefur sett sér persónuverndarstefnu og verklagsreglur um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga til að tryggja að friðhelgi einkalífs fólks sé virt og að meðferð upplýsinga sé í samræmi við lög um persónuvernd. Félagið safnar engum óþarfa upplýsingum um starfsfólk, viðskiptavini eða birgja og gerir ráðstafanir til að tryggja að upplýsingar séu meðhöndlaðar á öruggan hátt. Engin brot eða kvartanir komu fram á síðasta ári sem varða meðhöndlun eða söfnun persónuupplýsinga.

Mannréttindi og kjarasamningar

Síldarvinnslan tryggir að launagreiðslur og réttindamál starfsfólks séu ávallt í samræmi við gildandi kjarasamninga, lög og reglugerðir. Mikill meirihluti starfsfólks er í stéttarfélögum. Síldarvinnslan notar aðeins þjónustu undirverktaka sem bera sambærilega virðingu fyrir réttindum launafólks. Einelti, kynferðisleg eða kynbundin áreitni eða ofbeldi er undir engum kringumstæðum liðið eða umborið á vinnustöðum félagsins, hvorki í samskiptum starfsfólks né í samskiptum við starfsfólk verktaka, samstarfsaðila eða viðskiptavini. Á síðasta ári barst engin tilkynning um einelti hjá félaginu. Hjá félaginu eru í gildi verklagsreglur til að bregðast við einelti, kynferðislegri eða kynbundinni áreitni eða ofbeldi. Félagið hefur sett sér verklagsreglur um verklag við uppljóstrun starfsmanna í samræmi við lög um vernd uppljóstrara. Engar tilkynningar frá uppljóstrurum voru á árinu 2023.

Samfélag

Síldarvinnslan svefnvottuð

Um vorið 2023 var að ráðist í að fá svokallaða svefnvottun í samstarfi við fyrirtækið Betri svefn. Verkefnið er hluti af heilsueflingarverkefni Síldarvinnslunnar, sem hófst haustið 2022. Svefnvottunin snýst um fræðslu um svefn, skimun fyrir svefnvanda og aðgang að úrræðum fyrir þá sem glíma við slíkan vanda. Fyrirtæki sem fara í gegnum slíkt ferli fá vottun frá Betri svefni þar sem staðfest er að fyrirtækið hafi sýnt slíkt frumkvæði í svefnmálum. Sérfræðingurinn á bak við svefnvottunina er Norðfirðingurinn Dr. Erla Björnsdóttir. Mikilvægi svefns er sífellt betur staðfest með rannsóknum og æ ljósara verður að ófullnægjandi svefn getur haft fjölþætt neikvæð áhrif á heilsu.

EITT OG ANNAÐ FRÁ 2023

Fræðsla og uppbygging mannauðs

Þekking og hæfni starfsfólks skiptir miklu máli og leggur félagið því áherslu á fræðslustarf. Fræðslustarf er af ýmsu tagi, svo sem nýliðafræðsla, öryggisnámskeið, námskeið tengd heilsu, sérhæfð námskeið fyrir tæknifólk og iðnaðarmenn og reglubundin sí- og endurmenntun á sviði öryggismála sjómanna. Innleiðing á fræðslukerfinu Learncove hófst á árinu 2023 og er þar að finna fjölbreytt fræðsluefni frá Akademias.

Öryggi og slysatíðni

Félagið hefur skilgreint verklag sem á að tryggja öryggi starfsfólks. Verklagið byggir á því að greina áhættu í vinnuumhverfi með skipulegum hætti og bregðast við mögulegum hættum með breytingum á vinnuaðstöðu og/eða verklagi. Í ársbyrjun 2024 réði félagið til starfa öryggisstjóra til að efla enn frekar öryggismál og ekki síður öryggismenningu innan félagsins. Til viðbótar starfar öryggisnefnd á hverjum vinnustað og öryggisfulltrúi leiðir vinnu nefndarinnar. Yfirmenn hverrar deildar bera ábyrgð á því að öryggisreglum sé fylgt, öryggisatvik séu rannsökuð og gripið sé til viðeigandi ráðstafana til að fyrirbyggja hættur. Lykilþættir í því að auka öryggi er fræðsla, eftirfylgni stjórnenda og þátttaka starfsfólks í öryggisumbótum. Síldarvinnslan telur þessar áherslur þegar hafa skilað árangri í bættri öryggisvitund, þó enn megi gera betur. Á skipum félagsins urðu 21 fjarveruslys og 15 slys skráð í landvinnslunni, sem er því miður aukning á milli ára. Ljóst er að félagið mun áfram leggja mikla áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir og markvissa vinnu á sviði öryggismála. Innleiðing á öryggiskerfi Öldunnar á skipum félagsins er liður í því og heldur sú vinna áfram á þessu ári.

Samgöngusamningur

Á árinu bauðst starfsfólki að gera samgöngusamning við félagið og var þetta fjórða árið í röð sem slíkur samningur er gerður. Samningurinn felur í sér að starfsfólk fer gangandi eða hjólandi í vinnuna að minnsta kosti fjóra daga í viku og fær styrk á móti frá fyrirtækinu. Tilgangurinn er einkum tvíþættur. Annars vegar að stuðla að heilsurækt en hins vegar að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Samfélag

Bleikur október og styrkur til Krabbameinsfélagsins

Síldarvinnslan styrkti verkefni Bleiku slaufunnar á árinu 2023 með kaupum á sparihálsmeni Bleiku slaufunnar fyrir allar konur sem starfa hjá samstæðunni. Allur ágóði af sölu Bleiku slaufunnar rann til starfsemi Krabbameinsfélags Íslands og er verkefnið ein af lykilstoðum til að halda úti starfsemi félagsins. Krabbameinsfélagið sinnir afar mikilvægu starfi sem er okkur kært en félagið styður fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra með fjölbreyttum hætti, s.s. með ókeypis ráðgjöf, styrkjum til íslenskrar krabbameinsrannsókna, ýmiss konar fræðslu, með forvarnarstarfi og námskeiðahaldi.

Í tilefni dagsins var konum á öllum starfsstöðvum samstæðunnar fært hálsmenið og boðið upp á bleika köku með kaffinu. Þessi hefð hefur lengi átt fastan sess hjá Síldarvinnslunni og mikil ánægja var með þetta í Grindavík, þar sem konum sem starfa hjá Vísi var fært hálsmenið í fyrsta sinn. Það var ánægjulegt að meirihluti starfsfólks samstæðunnar á öllum starfsstöðvum mættu í bleiku á Bleika deginum til að vekja athygli á átaki Bleiku slaufunnar og sýna þannig samstöðu með öllum konum sem greinst hafa með krabbamein.

EITT OG ANNAÐ FRÁ 2023

Heilsuefling

Félagið vill leggja sitt af mörkum og stuðla að góðri heilsu starfsmanna. Félagið er með samninga við Sjómannaheilsu og Heilsuvernd sem bjóða upp á sérhæfða heilbrigðisþjónustu og ráðgjöf fyrir starfsfólk. Hjúkrunarfræðingur og læknir koma reglulega í heimsókn á starfsstöðvar og er þá hægt að panta viðtöl, fylgjast með blóðþrýstingi og fá ráðgjöf og læknisþjónustu. Félagið hefur hvatt til og greitt fyrir ristilspeglanir starfsmanna eftir 50 ára aldur. Ljóst er að heilsufarsskoðanir og ristilspeglanir hafa þegar bjargað mannslífum og fyrirbyggt alvarleg heilsufarsvandamál og því er slík þjónusta í raun ómetanleg. Félagið greiðir árlega styrki til þeirra starfsmanna sem stunda reglulega hreyfingu. Styrkina má t.d. nýta til kaupa á líkamsræktar- eða sundkortum. Einnig hefur lýðheilsufræðingur haldið námskeið um heilsueflingu og í boði hafa verið lengri námskeið sem miða að lífsstílsbreytingum.

Heldur tryggð við Raufarhöfn

Eyrún Guðmundsdóttir er Raufarhafnarbúi og hefur starfað á rannsóknastofum fiskimjölsverksmiðja í áratugi. Hún starfar nú á rannsóknastofu fiski mjöls verksmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Eyrún hóf störf á rannsóknastofu fiskimjölsverksmiðju SR á Raufar höfn 26. janúar árið 1996. "Ég var búin að vinna í frysti húsinu á Raufarhöfn í um tuttugu ár og mér fannst vera kominn tími til að skipta um vinnustað. Ég sá rann sókna stofustarfið auglýst, sótti um og fékk það. Ég starfaði þarna á rannsóknastofunni þar til verksmiðjan á Raufarhöfn hætti starfsemi árið 2006. Þegar hætt var að vinna mjöl og lýsi á Raufarhöfn hóf ég störf á rannsóknastofu fiskimjölsverksmiðjunnar í Helguvík og þar var ég í hátt í tuttugu ár eða þar til verksmiðjunni var lokað árið 2019. Seinni árin sem ég starfaði í Helguvík fór ég alloft til starfa í fiskimjölsverksmiðjunni á Seyðisfirði og svo fór að lokum að ég tók við rannsóknastofunni þar.

Um tíma vann ég að rannsóknastörfum bæði í Helguvík og á Seyðisfirði. Þetta var mögulegt vegna þess að verksmiðjurnar voru gjarnan ekki starfandi samtímis.

Starfið á rannsóknastofunni er bæði fjölbreytt og skemmtilegt en þar fara fram margvíslegar mælingar á mjöli og lýsi. Þetta er í reynd starf sem ég elska og ég myndi örugglega ekki sinna því nema vegna þess hve áhugavert það er. Mér til ánægju hef ég starfað tímabundið á rannsóknastofum í fleiri verksmiðjum. Ég hef til dæmis leyst af á Hornafirði og á Norðfirði og það er alltaf gaman að kynnast nýjum stöðum. Þótt ég hafi hætt að starfa á Raufarhöfn árið 2006 hef ég haldið tryggð við staðinn. Á Raufarhöfn er rólegt og gott að búa og þar er virkilega afslappandi umhverfi. Starfið í fiskimjölsverksmiðjunum er vertíðabundið þannig að mér gefst alltaf góður tími til að dvelja heima á milli vertíða. Ég kann afskaplega vel við að hafa þetta svona. Þetta á virkilega vel við mig."

FÓLKIÐ OKKAR

Samfélagsspor samstæðunnar

Verðmætasköpun félagsins hefur víðtæk samfélagsleg og efnahagsleg áhrif. Samfélagsspor félagsins gefur heildstæða mynd af öllum opinberum gjöldum og sköttum sem greiddir eru til hins opinbera vegna starfsemi félagsins. Síldarvinnslan greiddi 6.303 milljónir kr. í skatta og gjöld árið 2023. Félagið innheimti 4.316 milljónir kr. á árinu af starfsfólki og hluthöfum fyrir ríkissjóð. Samtals nam því samfélagsspor starfseminnar 10.619 milljónir kr.

Heiti Flokkur 2023 2022 2021
Tekjuskattur Greiddir skattar og gjöld 1.863 1.728 1.147
Kolefnisgjald Greiddir skattar og gjöld 315 306 224
Veiðigjald Greiddir skattar og gjöld 1.411 959 532
Gjöld til hafnarsjóða Greiddir skattar og gjöld 446 413 238
Tryggingagjald Greiddir skattar og gjöld 823 743 417
Mótframlag í lífeyrissjóð Greiddir skattar og gjöld 1.240 1.128 612
Önnur gjöld Greiddir skattar og gjöld 205 341 176
Samtals Greiddir skattar og gjöld 6.303 5.618 3.346
Fjármagnstekjuskattur** Innheimtir skattar 800 782 1.384
Staðgreiðsla Innheimtir skattar 3.516 3.201 1.923
Samtals Innheimtir skattar 4.316 3.983 3.307
Samtals Heild 10.619 9.601 6.653

Í milljónum króna

* Í útreikningi samfélagsspors er dótturfélagið Vísir ehf. tekið með allt árið 2022 og 2023. ** Reiknaður er 22% fjármagnstekjuskattur af arðsúthlutun ársins.

Samfélagsspor 2021–2023*

Síldarvinnslan styrkti margvísleg samfélagsverkefni myndarlega á árinu 2023. Mikil áhersla er lögð á að taka þátt í uppbyggingu samfélagsins með veitingu styrkja til góðra málefna og ýmissa samtaka. Hefur þetta verið gert með beinum styrkjum, gjöfum eða kaupum á auglýsingum. Í þessu sambandi má helst nefna styrki til björgunarsveita og Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað en sjúkrahúsið hefur verið styrkt til tækjakaupa og hefur það eflt þjónustu og öryggi íbúa í Neskaupstað og á nærliggjandi svæðum. Síldarvinnslan hefur einnig styrkt starfsemi Verkmenntaskóla Austur lands með kaupum á tækjum sem nýtast í kennslu. Í gegnum tíðina hefur tengingin við nærumhverfið verið mikill styrkur fyrir Síldar vinnsluna. Æskulýðsstarf er styrkt árlega og einnig stakir viðburðir. Íþróttafélög eru styrkt á hverju ári og fer oftar en ekki mesta fjárfram lagið til þess málaflokks. Veittir styrkir á árinu námu 98 milljónum kr., þar af fóru 53 milljónir til íþróttatengdrar starfsemi.

Samfélagsverkefni

Samfélagsstyrkir Síldarvinnslunnar 2023

Styrkir eftir einstökum flokkum m.kr.
Íþróttir 53,3
Menningarmál 10,0
Heilbrigðistengd málefni 9,7
Snjóflóðasöfnun Rótaryklúbbs 8,0
Félagssamtök 6,6
Björgunarsveit 4,9
Menntun 2,6
Menningarmálefni 1,8
Stjórnmál 0,6
Nýsköpun 0,2
Annað 0,2
Samtals 98,0

Samfélag

Nýsköpun og rannsóknir

Síldarvinnslan hefur lagt áherslu á að eiga gott samstarf við menntasamfélagið með þátttöku í ýmsum verkefnum. Verkefnin hafa flest snúið að rannsóknum á sviði sjávarútvegs, matvælaiðnaðar og orku og eru að stórum hluta samstarfsverkefni fyrirtækja og í umsjón Matís eða háskóla. Verkefnin eru langflest fjármögnuð í gegnum samkeppnissjóði, Matvælasjóð (áður AVS), Tækniþróunarsjóð og Nýsköpunarsjóð námsmanna (Rannís). Aðkoma Síldarvinnslunnar hefur að mestu verið fólgin í aðgengi og hráefni. Síldarvinnslan hefur notið góðs af því að Matís starfrækir sérstaka starfsstöð í Neskaupstað og auðveldar það samskipti og samstarf í rannsóknarverkefnum.

Margir háskólanemar hafa unnið að verkefnum sem tengjast starfsemi Síldarvinnslunnar og dótturfélaga. Má þar sem dæmi nefna doktorsverkefni Stefáns Þórs Eysteinssonar um endurhönnun á ferlum við fiskimjöls- og lýsisframleiðslu í samstarfi við Matís og Háskóla Íslands. Í framhaldi af því tók Síldarvinnslan þátt í öðru verkefni sem tengist átu- og magainnihaldi uppsjávarfiska.

Ýmis þróunarverkefni

Ýmis önnur verkefni eru á döfinni og sem fyrr verða þau unnin með öðrum fyrirtækjum og samstarfsaðilum. Á árinu unnu Vísir og Marel að því að skilgreina helstu tækifæri fyrir frekari þróun í bolfiskvinnslu. Almennt má segja að stærstu rannsóknarverkefnin sem Síldarvinnslan vinnur að séu tengd rannsóknum og þróun á fiskimjöli og lýsi. Mögulegt er að framkvæma tilraunir sem tengjast nýrri fiskimjölsverksmiðju á árinu 2024 en árið 2023 fór að stærstum hluta í að koma fyrir búnaði og hefja framleiðsluna. Áherslan á næstunni verður þar af leiðandi á þann hluta og óhjákvæmilega kemur það niður á nýjum verkefnum en skapar jafnframt til áhugaverðar undirstöður til frekari framþróunar, þegar jafnvægi er náð.

Hér á eftir verða nefnd nokkur af þeim verkefnum sem unnið hefur verið að hjá samstæðunni:

Rauða gullið

Nýsköpunarverkefni Síldarvinnslunnar og Háskóla Íslands sem ber vinnuheitið "Rauða gullið" hefur verið í gangi undanfarin ár og er nú á lokametrunum. Meginmarkmið verkefnisins er að fullvinna astaxanthínríkt lýsi úr rauðátu sem berst á land sem aukahráefni eða sem meðafli við veiðar á makríl. Verkefnið fékk styrk úr Matvælasjóði árið 2021 en mikil vinna var lögð í kortlagningu á rauðátu við Ísland og mögulega nýtingu á henni. Styrkumsókn Síldarvinnslunnar til Matvælasjóðs byggði á þeirri forvinnu. Síldarvinnslan hefur tekið þátt í verkefninu með því að safna saman rauðáturíkum hliðarstraumum við fullvinnslu á makríl í fiskiðjuveri sínu en sérstökum söfnunarbúnaði var komið upp vegna verkefnisins. Prófaðar hafa verið þrjár mismunandi vinnsluaðferðir við framleiðslu á umræddu lýsi: hitameðhöndlun án ensíma, með ensímum og í þriðja lagi, aðskiljun án hita. Heildarheimtur af hverri aðferð verða metnar og gerðar gæðagreiningar og stöðuleikapróf á hinu framleidda lýsi. Verkefninu lýkur á árinu 2024 og unnið er að lokaskýrslu til Matvælasjóðs.

Prótein framleitt úr hliðarstraumi makríls

Eins og undanfarin ár er Síldarvinnslan þátttakandi í verkefni sem snýst um að framleiða fiskiprótein úr hliðarstraumi makríls. Markmið verkefnisins er að framleiða fiskpróteinhýdrólýsöt (FPH) úr hliðarstraumum sem falla til við vinnslu makríls, og meta fýsileika þess að nota þau í startfóður fyrir laxeldi, sem og til manneldis. Á síðustu árum hefur mikil áhersla verið lögð á nýtingu hliðarstraums úr bolfiski en minni áhersla hefur verið lögð á uppsjávartegundir. Makríll er ein mikilvægasta uppsjávartegundin við Ísland og fellur til mikið magn hliðarstraums (hausar, innyfli og afskurðir) við vinnslu hans. Þessir hliðarstraumar hafa hingað til einungis verið nýttir til framleiðslu á fiskimjöli og lýsi og eru því miklir möguleikar fyrir hendi á að auka verðmæti þeirra. Samstarfsaðilar eru Fóðurverksmiðjan Laxá, Matís og Háskóli Íslands og er verkefnið fjármagnað af Matvælasjóði. Verkefnið er vel á veg komið og er unnið að lokaskýrslu til Matvæðasjóðs um þessar mundir.

Þróun öryggisstjórnunarkerfis

Í febrúar 2023 var Vísir fyrsta útgerðin á Íslandi til að taka þátt í notendaprófun á Öldu öryggisstjórnunar-, þjálfunar- og fræðslukerfi fyrir sjómenn og fiskiskip. Árið á undan höfðu skipsstjórnendur og sjómenn Vísis tekið þátt í undirbúningi og þróun á kerfinu. Í kjölfarið tók Síldarvinnslan og sex aðrar útgerðir þátt í notendaprófunum. Í lok árs fjárfestu Síldarvinnslan og Vísir ásamt átta útgerðum í kerfinu þar sem markmiðið er að nútímavæða öryggisstjórnun til sjós með stafrænum lausnum.

Lengi til sjós en lífið er meira en sjómennska

Ríkharður Zoëga Stefánsson er Reykvíkingur sem kom fyrst til Vestmannaeyja fjórtán ára gamall. Hann fór aftur til Reykjavíkur til að ljúka námi en síðan var hið snarasta haldið til Eyja á ný og Ríkharður hefur búið í Vest mannaeyjum frá 1975. Í fyrstu starfaði hann hjá Ísfélaginu en árið 1977 fór hann á sjó í fyrsta sinn á gömlu Vestmannaey. Síðan gerðist Ríkharður verkstjóri hjá Ísfélaginu. Sjórinn togaði þó og árið 1979 fór hann á Klakkinn og þaðan á ný á Vestmannaey. Þegar Bergur-Huginn, félag Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns, festi kaup á Bergey færði hann sig yfir á hana. Ríkharður réði sig svo á Smáey árið 1997 og síðan þá hefur hann verið hjá Bergi-Hugin og hefur hugsað sér að klára sjómannsferilinn þar.

Þegar Ríkharður er spurður hvernig honum líki á sjónum segir hann: "Ég er búinn að vera 45 ár á sjó hjá sama fyrirtækinu sem segir bara það að ég kann vel við mig þar. Nú er ég kokkur á Bergi og nýt mín vel í starfinu. Ég er örugglega frekar íhaldssamur kokkur og býð upp á hefðbundinn íslenskan mat. Það er til dæmis fiskur fjórum sinnum í viku."

Þegar Ríkharður er spurður um hvaða breytingar hafi átt sér stað þegar Síldarvinnslan festi kaup á Bergi-Hugin árið 2012 stendur ekki á svari. "Það breyttist ýmislegt og um jákvæðar breytingar er að ræða. Þegar Síldarvinnslan festi kaup á félaginu jókst kvótinn og laun okkar sjómannanna hækkuðu. Ég man að við vorum í aðgerð úti á sjó þegar við fengum fréttirnar um að Síldarvinnslan væri búin að festa kaup á útgerðinni og margir í áhöfninni urðu mjög áhyggjufullir. Allar áhyggjur reyndust þó óþarfar og það hefur allt gengið afskaplega vel eftir að Síldarvinnslan kom til sögunnar. Það er gott að vinna hjá þessu fyrirtæki og mér líður einstaklega vel í starfi. Nú er ég 65 ára og á því ekki mörg ár eftir á sjónum. Einhvern tímann kemur að því að maður þurfi að hægja á sér. Það er líka full ástæða til að minnast þess að lífið er meira en sjómennska. Ég hef reynt að láta gott af mér leiða og til dæmis tekið þátt í félagsstörfum sjómanna. Ég hef verið varaformaður Sjómannafélagsins Jötuns og mér hlotnaðist sá heiður að skrifa undir kjarasamninga sjómanna nú í febrúar. Ég er sannfærður um að það séu góðir samningar. Ég hef einnig átt sæti í sjómannadagsráði hér í Eyjum í um tuttugu ár og ég held að enginn annar hafi átt sæti jafn lengi í ráðinu. Það er svo skemmtilegt að vinna við hátíðarhöld sjómannadagsins að ég tími ekki að hætta. Fyrir utan þetta er ég í Kiwanis og er einnig virkur tóm stundamálari. Lífið býður upp á svo margt fyrir utan vinnuna."

Samfélag

Hraðar hendur við pökkun á laxi í Grindavík

Í janúar tók Vísir í fyrsta skipti að sér pökkun á heilum slægðum eldislaxi. Hugmyndin að verkefninu kom fyrst upp á milli jóla og nýárs árið 2022 þegar Arctic Fish var að leita að nýjum verktökum til pökkunar á eldislaxi. Eftir skoðun og uppdrátt að vinnslutilhögun var ákveðið að fara af stað með verkefnið hjá Vísi í Grindavík. Undirbúningur fyrir verkefnið tók tólf daga og voru 28 manns ráðin tímabundið til að sinna verkefninu. Í hópi starfsfólks voru m.a. tíu flóttamenn frá Úkraínu.

Pökkunin hófst formlega í Grindavík þann 26. janúar og stóð til 22. febrúar. Í heildina var 1.345 tonnum af laxi pakkað í 263.128 pakkningar á tímabilinu. Unnið var á tveimur vöktum en samgöngutruflanir settu þó strik í reikninginn, sem orsakaði hráefnisleysi á köflum.

Vinnslan gekk vel og verkefnið bæði óvenjulegt og skemmtilegt.

Pökkun á laxi í Grindavík fyrir Arctic Fish

EITT OG ANNAÐ FRÁ 2023

Samfélag

Þróun mynd- og litrófsgreiningarspálíkans

Síldarvinnslan er þátttakandi í verkefni sem snýr að því að þróa spálíkan sem gerir fiskimjölsframleiðendum kleift að fá hraðvirka, hagkvæma og nákvæma greiningu á gæðum fiskimjöls sem innihaldsefnis í laxafóðri með einfaldri litrófsgreiningu (e. near-infrared spectroscopy/NIR). Markmið verkefnisins er að meta gæði fiskimjöls sem innihaldsefnis í fiskeldisfóðri með því að tengja NIR litrófs- og myndgreiningargögn við vöxt og meltanleika í laxeldi. Þróun á slíku líkani fyrir íslenska fiskimjölsframleiðendur mun veita þeim betri upplýsingar um eiginleika afurða þeirra og styrkir í leiðinni sölu- og markaðssetningu.

Litrófsgreiningarspálíkönin munu einnig gera fiskimjölsframleiðendum kleift að meta og bæta eigin afurðir til innra gæðaeftirlits. Verkefnið verður unnið á tveimur árum, þar sem fyrst verða framkvæmdar vaxtar- og meltanleikatilraunir á yfir 20 tegundum fiskeldisfóðurs í laxeldi og síðan verða niðurstöðurnar nýttar til að þróa líkanið.

Samstarfsaðilar Síldarvinnslunnar eru Félag íslenskra fiskimjölsframleiðanda, Eskja, Ísfélagið og Háskóli Íslands og er verkefnið fjármagnað af Matvælasjóði.

Hefur kynnst Grænlandi og grænlensku samfélagi

Aldís Stefánsdóttir er fædd á Reykhólum í Barðastrandasýslu og alin upp í Búðardal. Hún á hins vegar rætur austur á landi, en móðir hennar var Norðfirðingur og faðir hennar frá Vopnafirði. Aldís fluttist til Neskaupstaðar árið 1986 og fór þá að starfa hjá Landsbankanum. Árið 1999 hóf hún síðan störf á skrifstofu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Aldís segir svo frá störfum sínum á skrifstofunni: "Ég byrjaði strax í almennu bókhaldi og það hefur ávallt verið drjúgur hluti minna starfa. Árið 2009 hóf ég að sinna sérstöku verkefni sem var að annast allt bókhald fyrir grænlenska útgerðarfélagið Polar Pelagic. Síldarvinnslan á 33% hlut í þessu grænlenska félagi en það gerir út tvö uppsjávarveiðiskip, Polar Amaroq og Polar Ammassak. Flestir yfirmenn á skipunum eru íslenskir en stór hluti áhafnanna eru Grænlendingar.

Það hefur verið lærdómsríkt og gott að eiga samskipti við grænlensku sjómennina og ég hef líka heimsótt Grænland og fengið að kynnast grænlensku samfélagi dálítið. Heimahöfn skipanna er Tasiilaq sem er um 2.000 manna bær á austurströnd Grænlands og þennan bæ hef ég heimsótt mér til mikillar ánægju. Segja má að eini vandinn við að starfa fyrir Polar Pelagic séu breytingar sem stundum eiga sér stað á græn lenskum lögum og reglum varðandi bókhald en ég hef gott fólk til að fylgjast með slíkum breytingum. Nú hef ég starfað í ein 25 ár á skrifstofu Síldarvinnslunnar og mér hefur líkað það afar vel. Það hafa átt sér stað veru legar breytingar á þessum starfstíma mínum og ég er búin að fara í gegnum allmargar uppfærslur á tölvu kerfum. En þrátt fyrir allar breytingarnar er starfið í grund vallaratriðum það sama – bókhald er alltaf bókhald."

Síldarvinnslan og samfélagið 2001–2023

2012
------
  • ⊲ Forvarnarverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar
  • ⊲ Síldarvinnslan tekur þátt í kaupum á nýju sneiðmynda-

tæki fyrir Fjórðungssjúkra-

húsið í Neskaupstað

2013

  • ⊲ Rafvæðing fiskimjölsverksmiðjunnar í Neskaupstað
  • ⊲ Sjávarútvegsskóli Síldarvinnslunnar stofnaður
  • ⊲ Verkmenntaskóli Austurlands styrktur til að koma upp hermi til vélstjórnarkennslu

2014

⊲ Verkmenntaskóli Austurlands styrktur til að koma upp Fab Lab

-

2001
Umhverfisverðlaun

Fjarðabyggðar
2002
Umhverfisverðlaun

Landsambands íslenskra
útvegsmanna
Hvatningarverðlaun

þróunarfélags Austurlands
2011
2016

2015
Síldarvinnslan fær Umhverfis

verðlaun Fjarðabyggðar
Síldarvinnslan styrkir endur

bætur á Norðfjarðarflugvelli
og malbikun hans í samstarfi
við SÚN, ríkið og Fjarðabyggð
Síldarvinnslan fær MCS
vottun fyrir síldveiðar
Síldarvinnslan fær Mennta
sprota atvinnulífsins árið
2015 fyrir að hafa staðið
sig vel á sviði fræðslu- og
menntamála
2018
Síldarvinnslan fær

jafnlaunavottun fyrst
sjávarútvegsfyrirtækja
2020
Síldarvinnslan gefur út sam

félagsskýrslu í fyrsta sinn
2021

2017

⊲ LungA skólinn á Seyðisfirði fær gamla netagerðarhús Síldarvinnslunnar að gjöf undir starfsemi skólans

⊲ Landtenging skipa við fiskiðjuver Síldarvinnslunnar í Neskaupstað tekin í notkun

2022

  • ⊲ Síldarvinnslan tekur þátt í að reisa íbúðir í Neskaupstað
  • ⊲ Styrkur er veittur til hjálparstarfs í Úkraínu

2023

⊲ Síldarvinnslan afhenti 8 m.k. í snjóflóðasöfnun í Neskaupstað

Umhverfi

Umhverfi

55 / 66

Umhverfi

Góð umgengni um auðlindir og náttúru á að vera sameiginlegt markmið allra. Þeir fiskistofnar sem Síldarvinnslan veiðir úr eru háðir umhverfisskilyrðum í hafinu. Göngumynstur og ástand einstakra fiskistofna getur breyst með breyttu hitastigi sjávar eða öðrum umhverfistengdum breytingum. Rekstur Síldarvinnslunnar á því mikið undir því að gengið sé um umhverfið á sjálfbæran og ábyrgan hátt.

Kolefnisspor Síldarvinnslunnar

Tonn kolefnisígildi

Uppsjávarskip Bolfiskskip Fiskimjölsverksmiðjur 3.796 24.646 12.241 17.267 20.113 26.013 32.322 27.696 27.957 54.628 73.777 67.580 2021 2022 2023

56 / 66

Samfélag

Troll endurheimt af hafsbotni

Áhöfnin á Blængi NK náði í janúar 2023 að endurheimta troll af hafsbotni á Kötluhrygg suður af landinu. Trollið hafði tapaðst í veiði ferð skipsins tveimur mánuðum áður. Eftir að skipið missti veiðar færið í nóvember 2022 var reynt að ná því upp og voru tilraunir til þess gerðar í um einn og hálfan sólarhring án árangurs. Í ljósi þess að veiðarfæratjón af þessu tagi er bæði slæmt umhverfislega og einnig fjárhagslega – var ákveðið að láta smíða öfluga slæðu í Neskaupstað til að ná trollinu upp.

Sigurður Hörður Kristjánsson skipstjóri á Blængi NK sagði í samtali í frétt á vef Síldarvinnslunnar að takmarkaðrar bjartsýni hafi gætt í upphafi þar sem trollið var á erfiðum stað á 280–290 faðma dýpi.

Í janúar var Blængur kominn aftur á Kötluhrygg og veður var gott. Í fimmtu tilraun tókst að koma slæðunni að trollinu og að lokum að ná því um borð í skipið með öllum nemum sem því fylgdu. Áhöfn Blængs var að vonum ánægð með hvernig til tókst enda umhverfisog fjárhagslega mikill ávinningur af þessari óvenjulegu björgun.

Olíunotkun og rafmagnsvæðing verksmiðja

Þegar starfsemi Síldarvinnslunnar er skoðuð og umhverfisáhrif félagsins greind er ljóst að langstærsti einstaki umhverfisþáttur starfseminnar er eldsneytisnotkun fiskiskipa samstæðunnar. Á árum áður notuðu fiskimjölsverksmiðjur félagsins mikið eldsneyti við keyrslu en eldsneytisnotkun hefur dregist saman eftir umfangsmiklar fjárfestingar í rafvæðingu verksmiðjanna. Engu að síður er það sorgleg staðreynd að undanfarin ár hefur olíunotkun verksmiðjanna aukist verulega á ný sökum skorts á raforku. Þó samdráttur sé í olíunotkun verksmiðjanna á síðasta ári er notkunin engu að síður talsvert meiri en hún hefði þurft að vera ef ekki hefði komið til skerðingar á afhendingu rafmagns. Eldsneytisnotkun verksmiðjanna var 4,5 milljón lítrar á síðasta ári samanborið við 7,4 milljón lítra árið 2022. Strax í upphafi árs 2024 sjáum við fram á að þurfa að keyra verksmiðjunnar á olíu fyrri hluta ársins.

Félagið fylgist vel með orkunotkun skipaflotans og er reynt að lágmarka olíunotkun eins og mögulegt er. Það breytir því ekki að göngumynstur einstakra stofna, aflabrögð og ekki síst veðurfar hefur mikil áhrif á hversu langt þarf að sækja á miðin hverju sinni. Sérstaklega hafa þessar ytri aðstæður mikil áhrif á veiðar úr deilistofnum, líkt og uppsjávartegundunum makríl, kolmunna, síld og loðnu. Þótt hröð tækniþróun eigi sér nú stað í rafvæðingu í samgöngum er sú þróun komin skemur á veg í vélbúnaði fiskiskipa. Þetta kann að breytast á komandi árum eftir því sem tæknibreytingum vindur fram.

Umhverfisvæn landtenging sett um borð.

Alltaf gengið illa að beisla mig á skrifstofu

Kjartan Viðarsson er fæddur og uppalinn í Grindavík og segist vera Grindvíkingur í húð og hár. Hann gegnir nú starfi útgerðarstjóra Vísis og hefur svo sannarlega nægum verkefnum að sinna. "Ég byrjaði á sjó hjá Vísi 16 ára gamall. Þá var ég á Hrungni á netum. Síðan var ég á fleiri Vísisbátum. Um tíma var ég á Sighvati á línu og á Mána á humri. Svo kom að því að ég byrjaði að starfa hjá Vélsmiðju Grindavíkur og þá vann ég mikið við viðhald Vísisbáta. Segja má að alla mína starfsævi hafi ég verið tengdur Vísi með einum eða öðrum hætti. Í kringum aldamót tók ég síðan við starfi útgerðarstjóra fyrirtækisins og hef gegnt því síðan. Þegar ég tók við útgerðarstjórastarfinu átti Vísir tíu skip en nú gerir fyrirtækið út fimm skip. Þróunin hefur verið mikil hjá Vísi á undanförnum árum og ég tel allar þær breytingar vera jákvæðar. Vísir hefur eignast gömul skip sem þurfa töluvert viðhald, með einni undantekningu; Páll Jónsson var smíðaður fyrir Vísi og kom nýr árið 2019. Sumir þessara gömlu báta hafa verið endursmíðaðir og má þar sem dæmi nefna Sighvat og Fjölni. Það er í mínum verkahring að hugsa um allt sem að skipunum snýr, eins og viðhald og veiðarfæri, og það er alltaf meira en nóg að gera.

Það breyttist margt þann 10. nóvember síðastliðinn þegar Grindavík var rýmd. Ég hef verið svolítið reittur síðan. Ég þeytist um á bílnum enda heimahöfnin ekki lengur til staðar. Ég hef skrifstofuaðstöðu í Reykjavík en er afskaplega lítið þar. Í sannleika sagt hefur alltaf gengið illa að beisla mig á skrifstofu. Ég er í miklum og góðum tengslum við skipstjórana og vélstjórana á bátunum og tek allss kyns ákvarðanir í samstarfi við þá. Útgerðin er með varahlutalager í Grindavík en hann er ekki stór. Við höfum ekki flutt lagerinn enda erum við alltaf á leiðinni heim. Útgerðarstjórastarfið er erilsamt en fjölbreytt og skemmtilegt og aldrei verkefnaskortur. Þegar Síldarvinnslan festi kaup á Vísi urðu sumir dálítið óvissir og kvíðnir en ég held að allur kvíði sé gjörsamlega horfinn. Vísir styrktist með kaupum Síldarvinnslunnar á fyrirtækinu og ég tel að í þeim hremmingum sem við Grindvíkingar erum að ganga í gegnum skipti miklu máli að eiga sterkt bakland."

Kolefnisspor

Losun hjá fyrirtækinu af völdum kælimiðla var 420 tonn af kolefnisígildum á árinu. Síldarvinnslan notar lítið af HFC kælimiðlum og því er losun frá þessum þætti lítil í samanburði við heildarlosun í starfseminni. Greint kolefnisspor af starfsemi Síldarvinnslunnar var 67.580 tonn af CO2-ígildum árið 2023. Árið 2022 var greint kolefnisspor Síldarvinnslunnar 73.777 tonn af kolefnisígildum svo samdráttur milli ára er rúmlega 6 þúsund tonn af CO2-ígildum eða 8% á milli ára. Þegar rýnt er í tölur Síldarvinnslunnar kemur í ljós að aukning er í losun frá skipum félagsins sem nemur 1.572 tonnum af kolefnisígildum en aukningin liggur fyrst og fremst í fjölgun úthaldsdaga hjá bolfiskskipum félagsins. Losun frá fiskimjölsverksmiðjum félagsins dróst saman um 7.873 tonn af CO2-ígildum milli ára. Þrátt fyrir þennan samdrátt er losunin um 7.035 tonnum af CO2-ígildum meiri en hún hefði verið ef nægt aðgengi hefði verið að rafmagni.

Áhersla á sparneytin skip

Við endurnýjun fiskiskipaflotans hjá Síldarvinnslunni hefur verið lögð áhersla á sparneytin skip og ekki síður að skip félagsins séu keyrð á hagkvæman hátt og olíunotkun lágmörkuð. Með stærri og nýrri skipum sem geta borið meiri afla að landi næst hagkvæmni í eldsneytisnotkun á hvert veitt tonn. Það sést greinilega þegar borin er saman olíunotkun Barkar, sem hóf veiðar árið 2021, við eldri skip félagsins, að hann er hagkvæmari.

Fiskveiðar

Til að tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofna þarf að umgangast fiskveiðiauðlindina af ábyrgð og virðingu. Aukin áhersla hefur verið lögð á að stýra veiðum með það að markmiði að hámarka verðmæti afla frekar en að hámarka veitt magn. Samstæðan gerði út fjórtán fiskiskip árið 2023, fjögur uppsjávarskip, fjóra ísfisktogara, fimm línubáta og einn frystitogara. Veiði skipa Síldarvinnslunnar jókst á milli ára um 1.887 tonn. Heildareldsneytisnotkun fiskveiðiflotans var 19,6 milljónir lítrar sem er aukning um 0,6 milljón lítra milli ára. Skip félagsins losuðu 53.735 tonn af CO2-ígildum árið 2023.

Mest var losun hjá uppsjávarskipum en hún nam 27.957 tonnum af kolefnisígildum sem er aukning um 261 tonn. Á móti kemur að veiði upppsjávarskipanna jókst um 600 tonn og er því losun á veitt tonn sambærileg milli ára eða 0,14. Aflabrögð á síðasta ári voru góð en skip félagsins veiddu meira af kolmunna en árið 2022 en minna af loðnu. Loðnuveiðar fara fram nálægt landi á meðan kolmunnaveiðar

fara oftar en ekki fram í erlendri lögsögu. Aflasamsetning skipanna skiptir því miklu máli þegar skoðuð er olíunotkun á veitt tonn. Það er því í raun athyglisvert að þessi mælikvarði haldist óbreyttur milli áranna 2022 og 2023.

Losun ísfisktogara jókst um 376 tonn af kolefnisígildum milli ára en veiði jókst jafnframt um 190 tonn. Þegar losun skipanna er skoðuð sem hlutfall af veiddu tonni þá hækkar hún lítillega og fer úr 0,62 í 0,63 CO2-ígildi á veitt tonn. Losun á frystitogaranum Blængi jókst milli ára og skýrist það af auknu úthaldi en samhliða því jókst afli mikið. Losun á veitt tonn lækkaði úr 1,24 CO2-ígildi á veitt tonn í 1,21 CO2-ígildi. Línuskip félagsins losuðu 5.201 tonn af kolefnisígildum eða 0,38 CO2-ígildi á hvert veitt tonn en það var 0,37 CO2-ígildi árið áður. Heildarafli allra skipa Síldarvinnslunnar var 234.066 tonn á árinu, þar af var afli uppsjávarskipa 195 þúsund tonn.

Hjá Síldarvinnslunni í rúma hálfa öld

Sigurður Karl Jóhannsson hóf störf hjá Síldarvinnslunni tólf ára gamall. Þegar hann var fjórtán ára hófst sjómanns ferillinn og í sumar hefur hann verið á Síldarvinnslu skipum í 53 ár. Sigurður segir svo frá sjómannsferlinum. "Ég byrjaði sem hálfdrættingur á skut togaranum Barða sumarið 1971. Barði var fyrsti skuttogari landsmanna og gekk erfiðlega að manna hann. Þess vegna fengum við strákarnir pláss. Menn höfðu takmarkaða trú á skuttogurum í upphafi en það átti sem betur fer eftir að breytast. Árið 1973 fór ég síðan yfir á Bjart en hann var spánýr Japanstogari og allt þar um borð þótti ákaflega fínt. Á Bjarti var ég til ársins 1988. Fyrstu fjögur árin mín á sjó var ég alltaf sjóveikur. Ég var meira að segja sjóveikur í blíðu og ældi eins og múkki. Þetta skyggði mjög á upphaf sjómannsferilsins en að því kom að þetta lagaðist og síðan hef ég aldrei fundið fyrir sjóveikinni. Af Bjarti lá leiðin á Börk, sem gjarnan var nefndur Stóri-Börkur. Á Berki var ég til ársins 2010 en þá var skipt yfir á Beiti og þaðan yfir á Börk, sem er sama skip og nú heitir Barði, árið 2014. Nú er ég síðan á Berki sem kom nýr til landsins árið 2021 og er stórglæsilegt skip í alla staði. Ég er stundum að velta fyrir mér þeim breytingum sem orðið hafa á aðbúnaði og vinnuaðstöðu um borð í fiskiskipum á þeirri rúmlega hálfu öld sem ég hef verið á sjón. Breytingarnar eru stórkostlegar og sjómannsstarfið orðið allt annað en var. Ég hef aldrei notið þess eins mikið að vera á sjó og einmitt nú síðustu árin. Þegar við erum með fullfermi á núverandi Berki er skipið ekki alltof hlaðið en til dæmis á Stóra-Berki í gamla daga var allt á svarta kafi þegar komið var í hann og menn að vinna hundblautir við erfiðar aðstæður. Í nýju skipunum er áhersla lögð á að koma með gott hráefni að landi. Aflinn er kældur um borð og stærð skipanna gerir það einnig að verkum að þau fara miklu betur með aflann en eldri skipin gerðu. Framfarirnar eru ótvíræðar. Síðan ber að nefna að á uppsjávarveiðiskipum Síldarvinnslunnar eru tvöfaldar áhafnir þannig að sjómenn á þeim fá möguleika á að njóta fjölskyldulífs í ríkari mæli en áður þekktist. Þegar allt þetta er skoðað sjá allir að sjómannsstarfið er miklu eftirsóknarverðara nú en áður."

Umhverfi

Starfsstöðvar í landi

Stærsta aðgerðin sem félagið hefur ráðist í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í landvinnslu á síðustu árum er rafvæðing í fiskimjölsverksmiðjunum. Í dag er mögulegt að keyra verksmiðjuna í Neskaupstað alfarið á rafmagni og olía er eingöngu notuð sem varaafl ef skortur er á rafmagni eða truflanir á afhendingu raforku. Á Seyðisfirði á eftir að rafvæða verksmiðjuna að fullu og notar hún því enn olíu að hluta til við keyrslu. Á árinu voru fiskimjölsverksmiðjurnar keyrðar með 63,2% endurnýjanlegum orkugjöfum samanborið við 46,2% árið 2022. Hlutfall endurnýjanlegrar orku við framleiðslu í Neskaupstað var 81,5% en 34,0% á Seyðisfirði. Raforkunotkun allra starfsstöðva félagsins var 104.716 megavattstundir á árinu 2023 og jókst milli ára um 17.433 megavattsstundir. Meirihluti orkunnar sem notuð er á starfsstöðvum félagsins er endurnýjanleg. Félagið rak tvær fiskimjölsverksmiðjur á árinu, í Neskaupstað

og á Seyðisfirði. Hráefnismóttaka í verk-

smiðjunum var 261 þúsund tonn, orkukræfni framleiðslunnar var 130.805 megavattstundir og var notað 0,50 MWh á hvert hráefnistonn.

Í uppsjávarvinnslunni í Neskaupstað var tekið á móti 61.097 tonnum af hráefni og notaðar 9.311 megavattstundir af raforku á árinu. Í bolfiskvinnslu félagsins á Seyðisfirði var tekið á móti 2.068 tonnum af hráefni og notaðar 994 megavattstundir af raforku við framleiðsluna.

Í fiskvinnslunum í Grindavík var tekið á móti 16.450 tonnum af hráefni á árinu og notaðar 3.460 megavattstundir af raforku við framleiðsluna. Í frystigeymslunni í Neskaupstað voru notaðar 4.937 megavattstundir af raforku á árinu. Í fóðurverksmiðjunni Laxá voru notaðar 2.770 megavattstundir af raforku. Eldsneytisnotkun bifreiða og annarra tækja á árinu var 101.149 lítrar.

63 / 66

Endurvinnsla og sorphirða

Á árinu var haldið áfram að bæta flokkun á sorpi og skráningu þess, bæði í landvinnslu og um borð í fiskiskipum Síldarvinnslunnar. Skipin koma með allan úrgang flokkaðan til hafnar og er hann meðhöndlaður samkvæmt svokallaðri Marpolreglugerð. Hvert skip heldur sorpdagbók og skilar upplýsingum til hafnaryfirvalda þegar í land er komið.

Samkvæmt Marpolreglugerðinni má ekki henda lífrænum úrgangi í hafið nema hann sé kvarnaður. Heildarmagn úrgangs árið 2023 var 1.016.431 kg og þar af voru 691.269 kg flokkuð eða 67,9%. Flokkunarhlutfall hefur aukist hjá félaginu undanfarin ár og skráning verið bætt. Mikil aukning á sorpi á milli áranna 2023 og 2022 skýrist ekki síst vegna framkvæmda í fiskimjölsverksmiðjunni í Neskaupstað. Eins hefur félagið undanfarin ár verið að fara í gegnum mikið af gömlum veiðarfærum. Þetta átaksverkefni er liður í að flokka og endurnýta eldri veiðarfæri og lýkur því á árinu 2024.

Hlutfall flokkaðs úrgangs

Umhverfisbókhald samstæðunnar*

Kolefnisuppgjör Eining 2023 2022 2021 Veiði Eining 2023 2022 2021
Umfang 1 tCO2í 66.213 72.455 53.385 Veiði ísfisktogara tonn 17.706 17.516 14.974
Umfang 2 tCO2í 796 686 987 Veiði uppsjávarskipa tonn 195.200 194.605 144.932
Umfang 3 tCO2í 572 636 256 Veiði frystitogara tonn 7.366 6.634 6.631
Kolefnisspor, heild tCO2í 67.580 73.777 54.628 Veiði línuskipa tonn 13.794 13.424
Aukning/samdráttur í losun milli ára -8% 35% 17% Heildarveiði tonn 234.066 232.179 166.537
Orkunokun vegna notkunar kWh 257.889.265 284.011.694 209.697.594
jarðefnaeldsneytis Eldsneytisnotkun skipaflota
Raforkunotkun kWh 104.716.023 87.282.951 112.127.916 Eldsneytisnotkun ísfisktogara lítr. 4.122.192 3.983.949 3.362.453
Orka frá heitu vatni til húshitunar kWh 3.000.420 2.427.316 2.997.366 Orkukræfni (kWh) kWh 42.628.254 42.628.254 35.978.247
Heildarorkunotkun kWh 365.605.708 373.721.961 324.822.876 Olíunotkun/veitt tonn (VT) lítr./VT 233 227 225
Eldsneytisnotkun bifreiða og tækja lítr. 101.149 221.305 53.318 Losun GHL ísfisktogara tCO2í 11.212 10.836 9.146
Eldsneytisnotkun fiskmjölsverksmiðja lítr. 4.500.422 7.394.720 1.395.726 Losun GHL/veitt tonn (VT) tCO2í/VT 0,63 0,62 0,61
Eldsneytisnotkun uppsjávarskipa lítr. 10.278.395 10.182.328 11.883.137
Hlutfall endurnýjanlegrar orku % 29% 24% 35% Orkukræfni (kWh) kWh 108.950.910 108.950.910 127.149.566
Hlutfall endurnýjanlegrar raforku % Olíunotkun/veitt tonn (VT) lítr./VT 53 52 82
Hlutfall jarðefnaeldsneytis % 70,54% 76,00% 64,56% Losun GHL uppsjávarskipa tCO2í 27.957 27.696 32.322
Heildarnotkun á neysluvatni m3 1.061.431 1.119.497 236.627 Losun GHL/veitt tonn (VT) tCO2í/VT 0,14 0,14 0,22
Eldsneytisnotkun frystitogara lítr. 3.288.036 3.014.052 2.927.375
Myndun úrgangs og úrvinnsla Orkukræfni (kWh) kWh 32.250.356 32.250.356 31.322.913
Flokkaður úrgangur kg 691.269 418.536 328.015 Olíunotkun/veitt tonn (VT) lítr./VT 454 454 441
Óflokkaður úrgangur kg 326.692 297.350 146.332 Losun GHL frystitogara tCO2í 8.943 8.198 7.961
Heildarmagn úrgangs kg 1.017.961 715.886 474.347 Losun GHL /veitt tonn (VT) tCO2í/VT 1,21 1,24 1,20
Eldsneytisnotkun línuskipa lítr. 1.912.432 1.842.603
Orkukræfni (kWh) kWh 20.463.025 19.715.852
Olíunotkun/veitt tonn (VT) lítr./VT 139 137
Losun GHL línuskipa tCO2í 5.202 5.012
Losun GHL /veitt tonn (VT) tCO2í/VT 0,38 0,37
*Gögn, tölur og útreikningar vegna umhverfislegra þátta Vísis voru reiknuð inn í umhverfisbókhald Heildareldsneytisnotkun skipaflotans lítr. 19.601.055 19.022.932 18.172.965

samstæðu Síldarvinnslunnar miðað við allt árið 2022. Þetta var gert til að auðvelda samanburð milli ára.

Síldarvinnslan hf. Mars 2024

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.