AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Hampiðjan hf.

Quarterly Report May 23, 2024

6172_10-q_2024-05-23_19cdd07c-2c4b-4a0a-ab8c-c4aae390adb0.pdf

Quarterly Report

Open in Viewer

Opens in native device viewer

Hampiðjan hf.

Samandreginn árshlutareikningur samstæðu 31. mars 2024

Samandreginn árshlutareikningur samstæðu 31. mars 2024

Efnisyfirlit: Bls.

Skýrsla og áritun stjórnar og forstjóra 2
Samandreginn rekstrarreikningur 3
Yfirlit um heildarafkomu 3
Samandreginn efnahagsreikningur 4
Yfirlit um breytingar á eigin fé 5
Samandregið sjóðstreymi 6
Skýringar 7 - 11

Hampiðjan hf. kt. 590169-3079 Skarfagörðum 4 Reykjavík

Skýrsla og áritun stjórnar og forstjóra

Samandreginn árshlutareikningur Hampiðjunnar hf. fyrir tímabilið janúar til mars 2024 er samstæðureikningur Hampiðjunnar hf. og dótturfélaga.

Samkvæmt rekstrarreikningi var hagnaður samstæðunnar á tímabilinu 2.743 þúsund evrur og eigið fé í lok þess 263.222 þúsund evrur en af þeirri upphæð eru 12.655 þúsund evrur hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga. Að öðru leyti vísast til samandregna árshlutareikningsins um rekstur samstæðunnar á tímabilinu og fjárhagsstöðu í lok þess.

Tekjur samstæðu Hampiðjunnar á tímabilinu jukust um 6,4% á milli tímabila og nema 78,3 m. evra samanborið við 73,6 m. evra á sama tímabili árið áður. Rekstrarhagnaður án afskrifta (EBITDA) félagsins hækkaði á milli tímabila um 3% og nemur 8,3 m. evra samanborið við 8,1 m. evra sama tímabil árið áður. Hagnaður samstæðunnar hækkaði á milli tímabila og nam 2,7 m. evra samanborið við 2,2 m. evra á sama tímabili árið 2023.

Í upphafi árs gekk félagið frá kaupum á bréfum minnihlutaeiganda í Swan Net USA og á Hampiðjan nú félagið að fullu. Kaupverðið var greitt á öðrum ársfjórðungi. Í dótturfélaginu Vonin er unnið að uppbyggingu á fullkominni þjónustumiðstöð fyrir fiskeldi á eyjunni Sky í Skotlandi. Þar verður mögulegt að þjónusta fiskeldið, sem er í mikilli uppbyggingu á Skotlandi. Í Danmörku er verið að byggja nýtt netaverkstæði í Skagen. Skagen er ein stærsta uppsjávarhöfn í Evrópu og mun nýja verkstæðið, sem verður tæknilega það fullkomnasta sem í boði er, auka getu okkar til að þjónusta þau skip sem landa þar.

Unnið hefur verið að áframhaldandi endurskipulagningu á starfsemi Mørenot, um er að ræða verkefni sem mun taka töluverðan tíma að ná að fullu fram. Félagið er að skoða framtíðarskipulag á framleiðslu fiskeldiskvía en í dag fer framleiðslan einkum fram á þremur stöðum í Litháen, á Spáni og Póllandi.

Yfirlýsing stjórnar og forstjóra

Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu.

Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að samandreginn árshlutareikningur Hampiðjunnar hf. gefi glögga mynd af eignum, skuldum og fjárhagsstöðu samstæðunnar 31. mars 2024, rekstrarafkomu og breytingu á handbæru fé á tímabilinu 1. janúar til 31. mars 2024.

Það er jafnframt álit okkar að samandregni árshlutareikningurinn geymi glöggt yfirlit um þróun og árangur í rekstri samstæðunnar, stöðu hennar í lok tímabilsins og lýsi helstu áhættuþáttum sem samstæðan býr við.

Stjórn og forstjóri hafa í dag farið yfir samandreginn árshlutareikning samstæðunnar fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2024 og staðfesta hann með undirritun sinni.

Reykjavík 23. maí 2024

Stjórn:

Vilhjálmur Vilhjálmsson

Kristján Loftsson Auður Kristín Árnadóttir

Loftur Bjarni Gíslason Sigrún Þorleifsdóttir

Forstjóri:

Hjörtur Erlendsson

Rekstrarreikningur samstæðu

Skýr. 1.1. - 31.3
2024
1.1. - 31.3
2023
Sala
Beinn framleiðslukostnaður
78.305
(57.613)
73.586
(52.235)
Framlegð 20.692 21.351
Rekstrarkostnaður 7 (16.065) (16.420)
Rekstrarhagnaður 4.627 4.931
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld
Áhrif af rekstri hlutdeildarfélaga
6 (1.369)
37
(2.154)
43
(1.332) (2.111)
Hagnaður fyrir skatta 3.295 2.820
Tekjuskattur (552) (657)
Hagnaður tímabilsins 2.743 2.163
Skipting hagnaðar
Hluti hluthafa móðurfélagsins
Hluti minnihluta í afkomu dótturfélaga
2.531
212
1.950
213
2.743 2.163
Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut (EUR á hlut) 0,44 0,42
EBITDA 8.303 8.061
Yfirlit um heildarafkomu samstæðu
1.1. - 31.3
2024
1.1. - 31.3
2023
Hagnaður tímabilsins 2.743 2.163
Liðir sem síðar verða færðir í rekstrarreikning
Þýðingarmunur vegna starfsemi erlendra dótturfélaga
(2.650) (456)
Liðir sem verða ekki færðir í rekstrarreikning
Matsbreyting fjárfestingareigna
(214) 11
Heildarafkoma tímabilsins (121) 1.718
Skipting heildarafkomu
Hluti hluthafa móðurfélagsins
Hluti minnihluta
(348)
227
1.528
190
Heildarafkoma tímabilsins (121) 1.718

Skýringar á bls. 7 - 11 eru óaðskiljanlegur hluti þessara samstæðureikningsskila

Efnahagsreikningur samstæðu

Eignir Skýr. 31/3 2024 31/12 2023
Fastafjármunir
Varanlegir rekstrarfjármunir 174.090 169.571
Óefnislegar eignir 76.372 76.854
Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum 1.452 1.415
Fjárfestingareignir 2.077 2.292
Skuldabréf og langtímakröfur 1.140 1.574
Tekjuskattsinneign 1.210 250
256.341 251.956
Veltufjármunir
Birgðir 7 128.123 125.824
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur 8 60.428 59.244
Handbært fé 9 58.227 52.974
246.778 238.042
Eignir samtals 503.119 489.998
Eigið fé og skuldir Skýr. 31/3 2024 31/12 2023
Eigið fé
Hlutafé 6.403 6.403
Yfirverðsreikningur hlutafjár 117.156 117.156
Matsbreytingar og aðrir varasjóðir (3.352) (474)
Annað bundið eigið fé 66.131 62.980
Óráðstafað eigið fé 64.229 69.519
250.567 255.584
Hlutdeild minnihluta 12.655 14.690
Eigið fé samtals 263.222 270.274
Skuldir
Langtímaskuldir
Langtímaskuldir 117.018 120.157
Tekjuskattsskuldbinding 7.817 7.285
124.835 127.442
Skammtímaskuldir
Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir 10 61.045 41.223
Ógreiddir skattar 1.726 3.199
Skuldir við lánastofnanir 52.291 47.860
115.062 92.282
Skuldir samtals 239.897 219.724
Eigið fé og skuldir samtals 503.119 489.998

Skýringar á bls. 7 - 11 eru óaðskiljanlegur hluti þessara samstæðureikningsskila

Yfirlit um breytingar á eigin fé samstæðu

Hlutafé Yfir-
verðsr.
Matsbr.
og aðrir
varasj.
Annað
bundið
eigið fé
Óráðst.
eigið fé
Hlutd.
minnihl.
Samtals
Staða 1. janúar 2023
Heildarafkoma:
5.498 957 938 54.066 73.880 14.168 149.507
Heildarafkoma jan. til mars 2023 eftir skatta (422) 0 1.758 190 1.526
Hl. í afk. dótturfélaga umfram móttekinn arð 4.286 (4.286) 0
0 0 (422) 4.286 (2.528) 190 1.526
Staða 31. mars. 2023 / 1. apríl 2023
Heildarafkoma:
5.498 957 516 58.352 71.352 14.358 151.033
Heildarafkoma apríl til des. 2023 eftir skatta (990) 0 8.664 1.075 8.749
Hl. í afk. dótturfélaga umfr. móttekinn arð 4.628 (4.628) 0
0 0 (990) 4.628 4.036 1.075 8.749
Eigendur:
Úthlutaður arður til eigenda 1,63 kr. á hlut.
Aukning hlutafjár v. kaupa á dótturfélagi
Aukning hlutafjár innborguð
Kostnaður vegna hlutafjáraukningar
336
569
45.092
72.207
(1.100)
(5.869) (743) (6.612)
45.428
72.776
(1.100)
905 116.199 0 0 (5.869) (743) 110.492
Staða 31. desember 2023 / 1. janúar 2024
Heildarafkoma:
6.403 117.156 (474) 62.980 69.519 14.690 270.274
Heildarafkoma jan. til mars 2024 eftir skatta (2.878) 0 2.531 226 (121)
Hl. í afk. dótturfélaga umfram móttekinn arð 3.151 (3.151) 0
0 0 (2.878) 3.151 (620) 226 (121)
Eigendur:
Úthlutaður arður til eigenda 1,1 kr. á hlut.
Minnihluti, breyting
0 0 0 0 (4.670)
(4.670)
0
(2.261)
(2.261)
(4.670)
(2.261)
(6.931)
Staða 31. mars 2024
6.403 117.156 (3.352) 66.131 64.229 12.655 263.222

Sjóðstreymi samstæðu

Skýr. 1.1. - 31.3
2024
1.1. - 31.3
2023
Rekstrarhreyfingar
Rekstrarhagnaður 4.627 4.931
Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi:
Afskriftir 3.676 3.130
EBITDA 8.303 8.061
Söluhagnaður varanlegra rekstrarfjármuna (28) (48)
Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum 9.233 (4.813)
Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta 17.508 3.200
Innborgaðir vextir 904 70
Innborgaður arður 35 0
Greiddir vextir (3.182) (2.133)
Greiddir skattar (2.486) (2.411)
Handbært fé frá rekstri 12.779 (1.274)
Fjárfestingahreyfingar
Kaup og sala varanlegra rekstrarfjármuna (8.877) (4.265)
Kaup og sala óefnislegra eigna (954) (66)
Fjárfesting í dótturfélögum 0 (1.589)
Handbært fé frá fjárfestingum (til fjárfestinga) (9.831) (5.920)
Fjármögnunarhreyfingar
Bankalán, breyting 2.507 5.330
Handbært fé frá fjármögnun (til fjármögnunar) 2.507 5.330
Hækkun (lækkun) á handbæru fé 5.455 (1.864)
Handbært fé í byrjun ársins 9 52.974 12.503
Gengismunur vegna handbærs fjár (202) (315)
Handbært fé frá keyptu dótturfélagi 0 7.139
Handbært fé í lok tímabilsins 58.227 17.463

Skýringar

1. Almennar upplýsingar

Meginstarfsemi samstæðu Hampiðjunnar hf. og dótturfélaga er framleiðsla og sala á fullbúnum veiðarfærum og íhlutum þeirra. Félagið er hlutafélag og starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög.

Hampiðjan hf. er með heimilisfesti á Íslandi. Heimilisfang er skráð að Skarfagörðum 4 í Reykjavík.

Félagið er skráð á Aðalmarkað Nasdaq á Íslandi.

Stjórn félagsins samþykkti þessi reikningsskil 23. maí 2024.

2. Reikningsskilaaðferðir

Helstu reikningsskilaaðferðir sem beitt var við gerð þessara reikningsskila eru tilgreindar hér á eftir. Þessum aðferðum var beitt á samræmdan hátt á bæði árin sem sett eru fram, nema annað sé tekið fram.

2.1 Grundvöllur reikningsskila

Samandreginn árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar hf. fyrir tímabilið janúar til mars 2024 er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga IAS 34 eins og hann hefur verið staðfestur af Evrópusambandiu og viðbótarkröfur í lögum um ársreikninga. Samandregni árshlutareikningurinn inniheldur ekki allar þær upplýsingar sem krafist er í fullbúnum ársreikningi og ætti því að lesa með hliðsjón af ársreikningi samstæðunnar fyrir árið 2023.

3. Mikilvæg atriði sem varða reikningshaldslegt mat

Skráning eigna og skulda með tilliti til næsta fjárhagsárs er byggð á mati samstæðunnar. Stöðugt er farið yfir slíkt mat með hliðsjón af reynslu og öðrum þáttum svo sem framtíðarvæntingum sem taldar eru eðlilegar miðað við aðstæður. Slíkt reikningshaldslegt mat er í eðli sínu sjaldan nákvæmlega í samræmi við raunverulega niðurstöðu.

4. Starfsþáttayfirlit

Rekstrarstarfsþættir

Rekstrarstarfsþáttur er aðgreinanlegur hluti samstæðunnar vegna ólíkra efnislegra eða landfræðilegra þátta sem eru mótaðir af stýringu og eftirliti stjórnenda samstæðunnar. Samstæðan skilgreinir starfsemina í sex starfsþætti.

Starfsþáttur 1. Starfsemi Hampiðjunnar sem er yfirstjórn samstæðunnar, endursala og fjárfestingar. Starfsemi
Hampidjan Baltic í Litháen, sem er verksmiðjuframleiðsla á netum, köðlum og ofurtógi.
Starfsþáttur 2. Starfsemi veiðarfærafélagana í Swan Net Gundry á Írlandi og tengdra félaga ásamt Jackson Trawls
og Jackson Offshore Supply í Skotlandi.
Starfsþáttur 3. Starfsemi veiðarfærafélagsins Cosmos Trawl og dótturfélaganna Nordsötrawl og Strandby Net.
Starfsþáttur 4. Starfsemi veiðarfærafélaganna Hampidjan New Zealand, Hampidjan Canada, Hampidjan USA og
dótturfélagsins Swan net USA, Hampidjan Australia, Hampiðjan Ísland, Voot,
Fasteignafélagsins
Miðhúsa, Hampiðjan TorNet og Hampiðjan Offshore.
Starfsþáttur 5. Starfsemi veiðarfærafélagsins P/F Von og dótturfélaganna P/F Vónin, Vónin Refa, Qalut Vónin, Vónin
Lithuania, Vónin Canada, Vónin Ísland og Volu Ventis.
Starfsþáttur 6. Starfsemi eignarhaldsfélagsins Mørenot Holding AS og veiðarfærafélaganna Mørenot Aquaculture AS,
Mørenot Denmark, Poldan Nets, Mørenot Mediterranean, Mørenot Baltic, Mørenot Canada, Mørenot
Fishery AS, Mørenot Island, North American Fishing Supplies, Mørenot China, China Trading.
Starfsemi fasteignafélaganna Mørenot Eiendom I, Mørenot Eigendom II og Mørenot Eiendom III
ásamt starfsemi Hampidjan Advant AS.

5. Starfsþáttayfirlit, framhald

Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Milli
Janúar til mars 2024 (1) (2) (3) (4) (5) (6) viðskipti Samtals
Rekstrartekjur 10.076 5.937 5.363 17.558 21.750 28.885 (11.264) 78.305
Beinn framl.kostn (8.614) (4.414) (4.305) (13.560) (15.637) (21.864) 10.781 (57.613)
1.462 1.523 1.058 3.998 6.113 7.021 20.692
Rekstrarkostnaður (2.025) (1.005) (396) (2.602) (3.622) (6.897) 482 (16.065)
Rekstrarhagnaður (-tap) (563) 518 662 1.396 2.491 124 4.627
Sem hlutfall af rekstrartekjum -6% 9% 12% 8% 11% 0% 6%
Fjármunat. (fjármagnsgj.) (399) 45 (47) (407) (313) (248) (1.369)
Hlutdeildarafkoma 37 0 0 0 0 0 37
Tekjuskattur 220 (112) (134) (168) (426) 68 (552)
Hagnaður (tap) tímabils. (705) 451 481 821 1.752 (56) 2.743
Afskriftir fastafjármuna 590 131 163 430 840 1.522 3.676
Kaup/sala fastafjármuna (692) (425) (1.671) (297) (5.882) (864) (9.831)
EBITDA 27 648 825 1.826 3.331 1.646 8.303
Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Milli
Janúar til mars 2023 (1) (2) (3) (4) (5) (6) viðskipti Samtals
Rekstrartekjur 11.724 6.677 4.502 20.028 20.296 23.756 (13.397) 73.586
Beinn framl.kostn (9.519) (4.855) (3.601) (15.887) (14.593) (16.662) 12.882 (52.235)
2.205 1.822 901 4.141 5.703 7.094 21.351
Rekstrarkostnaður (3.242) (966) (399) (2.814) (3.054) (6.461) 516 (16.420)
Rekstrarhagnaður (-tap) (1.037) 856 502 1.327 2.649 633 4.931
Sem hlutfall af rekstrartekjum -9% 13% 11% 7% 13% 3% 7%
Fjármunat. (fjármagnsgj.) (1.079) 9 (37) (458) (248) (341) (2.154)
Hlutdeildarafkoma 43 0 0 0 0 0 43
Tekjuskattur 279 (140) (101) (170) (484) (41) (657)
Hagnaður (tap) tímabils. (1.794) 725 364 699 1.917 251 2.163
Afskriftir fastafjármuna 587 106 171 384 693 1.189 3.130
Kaup/s. fastafjármuna (234) (248) (36) (1.249) (1.632) (932) (4.331)
EBITDA (449) 962 673 1.710 3.342 1.823 8.061
Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Milli-
(1) (2) (3) (4) (5) (6) viðskipti Samtals
31/3 2024
Fastafjármunir 66.086 15.550 14.431 23.127 80.527 80.037 (23.417) 256.341
Veltufjármunir 66.079 16.992 10.118 53.627 52.372 67.818 (20.228) 246.778
Langtímaskuldir 64.072 801 6.006 19.926 17.046 40.542 (23.558) 124.835
Skammtímaskuldir 42.342 2.800 6.072 24.666 31.391 27.876 (20.085) 115.062
31/12 2023
Fastafjármunir 66.031 15.163 12.931 23.260 75.653 81.749 (22.831) 251.956
Veltufjármunir 65.601 17.082 9.742 54.775 50.276 62.410 (21.844) 238.042
Langtímaskuldir 64.955 800 5.713 20.283 16.950 41.571 (22.830) 127.442
Skammtímaskuldir 35.337 3.079 4.961 24.187 26.232 20.329 (21.843) 92.282
6. Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 2024 2023
Fjármunatekjur
Vaxtatekjur 1.028 73
Fenginn arður 35 0
Gengismunur 809 1.550
1.872 1.623
Fjármagnsgjöld
Vaxtagjöld (3.241) (3.777)
(3.241) (3.777)
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) nettó (1.369) (2.154)

7. Birgðir

Birgðir greinast þannig: 2024 2023
Net, kaðlar, járnavara, veiðarfæri og aðrar afurðir 121.160 117.908
Vörur í vinnslu 3.818 4.184
Hráefni fyrir hlera, neta- og kaðlaframleiðslu 3.145 3.732
128.123 125.824

Birgðir eru færðar niður vegna aldurs um 3,2 milljón evrur í efnahagsreikningi samstæðunnar. Um áramótin voru voru birgðir færðar niður um 3,4 milljón evrur.

8. Viðskiptakröfur og aðrar kröfur

Viðskiptakröfur og aðrar kröfur greinast þannig: 2024 2023
Viðskiptakröfur 55.748 55.544
Niðurfærsla viðskiptakrafna (1.519) (1.537)
Viðskiptakröfur nettó í lok tímabils 54.229 54.007
Skuldabréf og aðrar kröfur 7.339 6.811
Viðskiptakröfur og aðrar kröfur í lok tímabils 61.568 60.818
Þar af langtímakröfur (1.140) (1.574)
60.428 59.244

Viðskiptakröfur eru færðar niður um 1.519 þúsund evrur í efnahagsreikningi samstæðunnar og greinist niðurfærslureikningurinn á eftirfarandi hátt:

2024 2023
Niðurfærsla í byrjun árs 1.537 1.015
Niðurfærsla viðskiptakrafna frá keyptu dótturfélagi 0 412
Endanlega tapaðar kröfur á tímabilinu (133) (50)
Breyting niðurfærslu á tímabilinu 115 160
1.519 1.537

9. Handbært fé

2024 2023
Handbært fé í banka sem reiðufé og aðrar skammtímafjárfestingar 58.227 52.974
58.227 52.974

10. Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir

Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir greinast þannig: 2024 2023
Viðskiptaskuldir 52.290 39.844
Ógreiddur arður til hluthafa 4.670 0
Ógreitt vegna kaupa á minnihluta Swan Net USA 2.665 0
Aðrar skammtímaskuldir 1.420 1.379
61.045 41.223

11. Árshlutayfirlit*

Rekstur samstæðunnar greinist þannig á árshluta:

jan-mars
2024
okt. - des.
2023
júl. -sept.
2023
apr. - jún.
2023
jan-mars
2023
okt. - des.
2022
Rekstrartekjur 78.305 74.984 80.900 92.654 73.586 54.654
Rekstrargjöld án afskrifta (70.002) (67.989) (71.683) (79.380) (65.525) (47.141)
Rekstrarhagnaður án afskrifta (EBITDA) 8.303 6.995 9.217 13.274 8.061 7.513
Afskriftir (3.676) (1.522) (4.393) (5.035) (3.130) (2.080)
Rekstrarhagnaður (EBIT) 4.627 5.473 4.824 8.239 4.931 5.433
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (1.332) (4.601) (154) (1.472) (2.111) (2.092)
Hagnaður fyrir skatta 3.295 872 4.670 6.767 2.820 3.341
Tekjuskattur (552) (493) (1.177) (1.056) (657) (724)
Hagnaður árshluta 2.743 379 3.493 5.711 2.163 2.617

*Fjárhæðir í árshlutayfirlitum eru óendurskoðaðar.

12. Önnur mál

Þann 22. mars 2024 var samþykkt á aðalfundi félagsins að greiða arð 1,1 kr. á hlut. Greiðsludagur arðsins er áætlaður í 23. viku og hefur ógreiddur arður að fjárhæð 4.670 þúsund evra verið skuldfærður í efnahagsreikningi samstæðunnar þann 31.3.2024.

13. Yfirlit yfir félög í samstæðu

Eignarhluti Eignarhluti
í eigu í eigu
Nafn félags Staðsetning Starfsemi samstæðu minnihluta
Hampidjan Baltic UAB Litháen Veiðarfæraefnisfrl. 100%
Hampidjan Australia Ltd Ástralía Veiðarfæragerð 80% 20%
Hampidjan New Zealand Ltd Nýja Sjáland Veiðarfæragerð 100%
Hampidjan Canada Ltd Kanada Veiðarfæragerð 100%
Hampidjan USA Inc Bandaríkin Eignarhaldsfélag 100%
Swan Net USA, dótturfélag Hampidjan USA Inc Bandaríkin Veiðarfæragerð 100%
Cosmos Trawl A/S Danmörk Veiðarfæragerð 100%
Strandby Net A/S, dótturfélag Cosmos Trawl A/S Danmörk Veiðarfæragerð 80% 20%
Swan Net Gundry Ltd (SNG) Írland Veiðarfæragerð 65% 35%
Costal Cages, dótturf. SNG Írland Veiðarfæragerð 65% 35%
Swan Net East Coast Services, dótturfélag SNG Bandaríkin Veiðarfæragerð 65% 35%
Hampiðjan Ísland ehf Ísland Veiðarfæragerð 100%
Hampiðjan Russia Ltd Rússland Sölufélag 60% 40%
Voot ehf. Ísland Sölufélag 68% 32%
Fasteignafélagið Miðhús ehf Ísland Fasteignafélag 53% 47%
Hampidjan TorNet SA Spánn Veiðarfæragerð 100%
P/F Von Færeyjar Eignarhaldsfélag 99% 1%
P/F Vónin, dótturfélag P/F Von Færeyjar Veiðarfæragerð 100%
Vonin Canada Ltd, dótturfélag P/F Vónin Kanada Veiðarfæragerð 100%
Qalut Vonin, dótturfélag P/F Vónin Grænland Veiðarfæragerð 75% 25%
Vónin Ísland ehf, dótturfélag P/F Vónin Ísland Veiðarfæragerð 100%
Volu Ventis ApS, dótturfélag P/F Vónin Danmörk Vöruþróun 100%
Vónin Refa AS, dótturfélag P/F Von Noregur Veiðarfæragerð 100%
Heroy Terminal AS, dótturfélag Vónin Refa AS Noregur Fasteignafélag 100%
UAB Vónin Lithuania, dótturfélag P/F Von Litháen Veiðarfæragerð 100%
Vonin Scotland, dótturfélag P/F Von Skotland Veiðarfæragerð 100%
Jackson Trawls Ltd Skotland Veiðarfæragerð 80% 20%
Jackson Offshore Supply Ltd Skotland Sölufélag 80% 20%
Hampiðjan Offshore ehf. Ísland Sölufélag 100%
Mørenot Holding AS Noregur Eignarhaldsfélag 100%
Mørenot Fishery AS, dótturf. Mørenot Holding AS Noregur Veiðarfæragerð 100%
Mørenot Aquaculture AS, dótturf. Mørenot Holding AS Noregur Veiðarfæragerð 100%
Hampidjan Advant AS, dótturf. Mørenot Holding AS Noregur Veiðarfæragerð 100%
Mørenot Eiendom I AS, dótturf. Mørenot Fishery Noregur Fasteignafélag 100%
Mørenot Eiendom II AS, dótturf. Mørenot Fishery Noregur Fasteignafélag 100%
Mørenot Eiendom III AS, dótturf, Mørenot Aquaculture Noregur Fasteignafélag 100%
Mørenot Denmark AS, dótturf. Mørenot Aquaculture Danmörk Veiðarfæragerð 100%
Poldan Nets, dótturfélag Mørenot Denmark AS Pólland Veiðarfæragerð 100%
Mørenot Baltic, dótturf. Mørenot Fishery AS Litháen Veiðarfæragerð 100%
Mørenot China, dótturf. Mørenot Fishery AS Kína Veiðarfæragerð 100%
Mørenot China Trading, dótturf. Mørenot Fishery Kína Veiðarfæragerð 100%
Morenot Korea Co. Ltd., dótturf. Mørenot Fishery S Kórea Veiðarfæragerð 100%
Mørenot Canada, dótturf. Mørenot Aquaculture Kanada Veiðarfæragerð 100%
Mørenot Mediterranean, dótturf. Mørenot Aquaculture Spánn Veiðarfæragerð 100%
Mørenot Island, dótturf. Mørenot Fishery Ísland Veiðarfæragerð 90% 10%

Hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga í lok tímabilsins er 12,7 milljónir evra. Af þeirri fjárhæð er hluti minnihluta í Swan Net Gundry ltd. 6,6 milljónir evra. Aðrir hlutar minnihluta eru í Cosmos Trawl A/S, P/F Von, Hampidjan Australia, Voot ehf, Fasteignafélaginu Miðhús ehf., Jackson Trawls Ltd og Jackson Offshore Supply Ltd.

Swan Net Gundry Ltd á Írlandi er eina félagið innan samstæðunnar sem telst vera með minnihluta sem er verulegur fyrir samstæðuna. Upplýsingar um efnahag og rekstur félagsins koma fram í skýringu nr. 5 um starfsþætti, starfsþáttur 2.

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.