Quarterly Report • Aug 15, 2024
Quarterly Report
Open in ViewerOpens in native device viewer


SAMANDREGINN ÁRSHLUTAREIKNINGUR 1.1.-30.6.2024
| Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra | |
|---|---|
| Rekstrarreikningur | |
| Efnahagsreikningur | |
| Eiginfjáryfirlit | |
| Sjóðstreymisyfirlit | |
| Skýringar |
SKEL fjárfestingafélag hf. (hér eftir "SKEL", "félagið") er hlutafélag skráð á Nasdaq Nordic Iceland. SKEL starfar sem fjárfestingafélag, með þann tilgang að skapa verðmæti fyrir hluthafa og aðra haghafa með langtímahugsun að leiðarljósi. Stefna SKEL er að vera umbreytingafjárfestir og þannig veita stuðning og aðstoð við þau félög, stjórnendateymi og frumkvöðla sem ákveðið er að fjárfesta í hverju sinni. Stjórnendur og starfsfólk SKEL styðji þannig samstarfsaðila sína við að fullnýta alla möguleika fyrirtækjanna sem þau stýra, hvort sem um er að ræða rótgróin rekstrarfélög eða góða viðskiptahugmynd.
Samandreginn árshlutareikningur, hér eftir einnig nefndur árshlutareikningur, hefur hvorki verið endurskoðaður né kannaður af endurskoðendum félagsins. Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga, IAS 34.
Félagið uppfyllir þau skilyrði sem sett eru fram í alþjóðlegum reikningsskilastaðli IFRS 10 til þess að flokkast sem fjárfestingafélag. Dóttur- og hlutdeildarfélög flokkast því sem fjárfestingaeignir og ekki er gerður samstæðureikningur. Fjárfestingaeignir og -skuldir eru metnar á gangvirði og er matsbreytingin færð í gegnum rekstrarreikning í samræmi við IFRS 9.
Tekjur af fjárfestingastarfsemi á fyrri helmingi ársins voru 362 millj.kr. (1H 2023: 2.494 millj.kr.) og tap var 314 millj.kr. (1H 2023: hagnaður 2.060 millj.kr.). Samkvæmt efnahagsreikningi 30. júní 2024 námu eignir félagsins 49.136 millj.kr. (31.12.2023: 49.745 millj.kr.) og skuldir 12.534 millj.kr. (31.12.2023: 12.135 millj.kr.) Eigið fé nam 36.602 millj.kr. (31.12.2023: 37.610 millj.kr.) og var eigið fé á hvern hlut 19,5 kr. Eiginfjárhlutfall var 74,5%.
Skráð hlutafé félagsins 30.6.2024 nam 1.878 millj. kr. Atkvæðisrétti í SKEL er þannig háttað að 1 kr. jafngildir 1 atkvæði. Hlutafé félagsins er í einum flokki sem skráður er á Nasdaq og njóta allir hlutir sömu réttinda. Hluthafar félagsins 30.6.2024 voru 1.018 samanborið við 1.029 í lok árs 2023. Tíu stærstu hluthafar félagsins voru:
| Nafnverð hlutafjár | ||
|---|---|---|
| Hluthafi | m.kr. | Eignahlutur |
| Strengur hf. | 969 | 51,6% |
| Frjálsi lífeyrissjóðurinn | 167 | 8,9% |
| Birta lífeyrissjóður | 146 | 7,8% |
| TCA ECDF III Holding S.á.r.l. | 97 | 5,2% |
| NO.9 Investments Limited | 58 | 3,1% |
| Eftirlaunasjóður FÍA | 24 | 1,3% |
| Íslandsbanki hf. | 21 | 1,1% |
| Hofgarðar ehf. | 20 | 1,1% |
| Vátryggingafélag Íslands hf. | 20 | 1,1% |
| Landsbréf - Úrvalsbréf hs. | 15 | 0,8% |
| 10 stærstu hluthafar samtals | 1.538 | 81,9% |
| Aðrir hluthafar (1.008 talsins) | 340 | 18,1% |
| Samtals útistandandi hlutir | 1.878 | 100,0% |
| Eigin hlutir | 0 | 0,0% |
| Heildarhlutafé skv. samþykktum | 1.878 | 100,0% |
Í upphafi árs átti félagið 57.554.742 eigin hluti sem voru keyptir á árinu 2023 í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins. Á aðalfundi SKEL fjárfestingafélags þann 7. mars 2024 var samþykkt að fella niður alla eigin hluti félagsins. Einnig samþykktu hluthafar að greiða arð til hluthafa að fjárhæð 750 milljónum króna. Greiðsla arðs fór fram þann 16. apríl 2024.
Samkvæmt bestu vitneskju stjórnar og forstjóra er það álit þeirra að samandreginn árshlutareikningur félagsins gefi glögga mynd af rekstrarafkomu félagsins á tímabilinu 1.1.2024-30.6.2024, eignum, skuldum og fjárhagsstöðu 30. júní 2024 og breytingu á handbæru fé á tímabilinu. Samkvæmt bestu vitneskju stjórnar og forstjóra er samandreginn árshlutareikningur félagsins í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal IAS 34 og viðbótarkröfur sem koma fram í íslenskum lögum og reglum um ársreikninga skráðra félaga.
Stjórn og forstjóri SKEL fjárfestingafélags hf. hafa í dag fjallað um samandreginn árshlutareikning félagsins fyrir tímabilið 1.1.2024-30.6.2024 og staðfesta hann með undirritun sinni.
Reykjavík, 15. ágúst 2024
Jón Ásgeir Jóhannesson, formaður Birna Ósk Einarsdóttir Guðni Rafn Eiríksson Nanna Björk Ásgrímsdóttir Sigurður Kristinn Egilsson
Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason
| Skýr. | 2024 1.1-30.6. |
2023 1.1.-30.6. |
|
|---|---|---|---|
| Gangvirðisbreyting fjáreigna | ( 767) | 2.065 | |
| Gangvirðisbreyting fjárfestingafasteigna | 269 | 0 | |
| Fjármunatekjur | 8 | 739 | 407 |
| Rekstrartekjur fjárfestingafasteigna | 121 | 23 | |
| Tekjur af fjárfestingastarfsemi | 362 | 2.494 | |
| Aðrar rekstrartekjur | 5 | 38 | 50 |
| Laun og launatengd gjöld | 6 | ( 295) | ( 266) |
| Annar rekstrarkostnaður | 7 | ( 137) | ( 138) |
| Rekstrargjöld fjárfestingafasteigna | ( 18) | ( 4) | |
| ( 412) | ( 357) | ||
| (Rekstrartap) /-hagnaður | ( 50) | 2.137 | |
| Fjármagnsgjöld | 9 | ( 370) | ( 120) |
| (Tap) / Hagnaður fyrir tekjuskatt (EBT) | ( 420) | 2.017 | |
| Tekjuskattur | 106 | 43 | |
| (Tap) / Hagnaður tímabilsins | ( 314) | 2.060 | |
| Hagnaðarhlutur: | |||
| Hagnaður á hlut | ( | 0,17) | 1,06 |
| Þynntur hagnaður á hlut | ( | 0,17) | 1,06 |
| Skýr. | 30.6.2024 | 31.12.2023 | |
|---|---|---|---|
| Eignir | |||
| Handbært fé | 12 | 3.203 | 3.139 |
| Ríkisskuldabréf færð á gangvirði í gegnum rekstrarreikning | 10 | 1.060 | 2.524 |
| Skráð verðbréf færð á gangvirði í gegnum rekstrarreikning | 10 | 8.844 | 9.396 |
| Fjárfestingafasteignir | 10 | 6.382 | 6.107 |
| Aðrar fjáreignir færðar á gangvirði í gegnum rekstrarreikning | 10 | 27.585 | 27.138 |
| Lán og kröfur á tengd félög | 1.263 | 845 | |
| Skammtímakröfur | 14 | 773 | 570 |
| Rekstrarfjármunir | 23 | 23 | |
| Leigueignir | 3 | 4 | |
| Eignir samtals | 49.136 | 49.745 | |
| Eigið fé | |||
| Hlutafé | 1.878 | 1.878 | |
| Yfirverðsreikningur hlutafjár | 2.525 | 2.525 | |
| Bundnir eiginfjárreikningar | 19.075 | 19.517 | |
| Óráðstafað eigið fé | 13.123 | 13.690 | |
| Eigið fé samtals | 13 | 36.602 | 37.610 |
| Skuldir | |||
| Tekjuskattsskuldbinding | 1.786 | 1.892 | |
| Langtímaskuldir vegna fjárfestingafasteigna | 3.765 | 3.526 | |
| Aðrar vaxtaberandi langtímaskuldir | 1.948 | 1.764 | |
| Skuldir við tengd félög | 1.562 | 1.504 | |
| Langtímaskuldir samtals | 9.061 | 8.687 | |
| Skammtímaskuldir við lánastofnanir | 3.221 | 3.004 | |
| Næsta árs afborganir af langtímaskuldum vegna fjárfestingafasteigna | 164 | 147 | |
| Aðrar skammtímaskuldir | 85 | 294 | |
| Leiguskuldbindingar | 4 | 4 | |
| Skammtímaskuldir samtals | 3.473 | 3.449 | |
| Skuldir samtals | 12.534 | 12.135 | |
| Eigið fé og skuldir samtals | 49.136 | 49.745 |
| Hlutafé | Yfirverðs- reikningur hlutafjár |
Lögbundinn varasjóður |
Varasjóður v. kaupréttar- samninga |
Bundinn reikningur |
Óráðstafað eigið fé |
Samtals | |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 30.6.2024 | |||||||
| Eigið fé hluthafa 31.12.2023 | 1.878 | 2.525 | 501 | 197 | 18.818 | 13.690 | 37.610 |
| Hagnaður ársins | ( 314 ) | ( 314 ) | |||||
| Greiddur arður | ( 750 ) | ( 750 ) | |||||
| Innleystar gangvirðisbreytingar | ( 67 ) | 67 | 0 | ||||
| Bundið vegna gangvirðisbreytinga | ( 430 ) | 430 | 0 | ||||
| Bundið vegna kaupréttarsamninga | 56 | 56 | |||||
| Staða 30.6.2024 | 1.878 | 2.525 | 501 | 254 | 18.321 | 13.123 | 36.602 |
| 30.6.2023 | |||||||
| Eigið fé hluthafa 31.12.2022 | 1.936 | 3.210 | 501 | 85 | 13.614 | 14.083 | 33.430 |
| Hagnaður tímabilsins | 2.060 | 2.060 | |||||
| Greiddur arður | ( 600 ) | ( 600 ) | |||||
| Innleystar gangvirðisbreytingar | ( 59 ) | 59 | 0 | ||||
| Bundið vegna gangvirðisbreytinga | 2.065 | ( 2.065 ) | 0 | ||||
| Bundið vegna kaupréttarsamninga | 56 | 56 | |||||
| Staða 30.6.2023 | 1.936 | 3.210 | 501 | 141 | 15.621 | 13.537 | 34.946 |
| 2024 1.1.-30.6. |
2023 1.1.-30.6. |
||
|---|---|---|---|
| Rekstrarhreyfingar | |||
| Hagnaður tímabilsins | ( | 314) | 2.060 |
| Leiðrétt fyrir: | |||
| Afskriftir | 3 | 3 | |
| Gangvirðisbreyting fjáreigna og fjárfestingafasteigna | 497 ( | 2.065) | |
| Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld | ( | 369) ( | 287) |
| Tekjuskattur | ( | 106) ( | 43) |
| Aðrir liðir | 105 | 0 | |
| Veltufé til rekstrar án vaxta og tekjuskatts | ( | 184) ( | 331) |
| Breyting á rekstrartengdum eignum og skuldum: | |||
| Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur, breyting | ( | 133) | 128 |
| Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir, breyting | ( | 209) | 148 |
| ( | 342) | 276 | |
| Handbært fé til rekstrar án vaxta og skatta | ( | 526) ( | 55) |
| Innborgaðar vaxtatekjur | ( | 84) | 86 |
| Greidd vaxtagjöld | ( | 201) ( | 74) |
| Handbært fé til rekstrar | ( | 811) ( | 42) |
| Fjárfestingahreyfingar | |||
| Fjárfest í fjárfestingafasteignum | ( | 5) ( | 450) |
| Fjárfesting í dótturfélögum | 0 ( | 2.221) | |
| Fjárfesting í verðbréfum | ( | 2.992) ( | 1.963) |
| Sala verðbréfa | 3.582 | 1.997 | |
| Arður frá fjárfestingaeignum | 581 | 167 | |
| Kröfur á tengd félög og langtímakröfur, breyting | ( | 418) | 317 |
| Fjárfestingahreyfingar | 747 ( | 2.154) | |
| Fjármögnunarhreyfingar | |||
| Greiddur arður | ( | 750) ( | 600) |
| Breyting á langtímalán | 586 | 48 | |
| Skuld við tengd félög | 58 | 1.678 | |
| Skammtímalán, breyting | 233 | 243 | |
| Fjármögnunarhreyfingar | 127 | 1.369 | |
| Lækkun á handbæru fé | 64 ( | 827) | |
| Handbært fé í byrjun árs | 3.139 | 4.731 | |
| Handbært fé í lok tímabils | 3.203 | 3.904 |
SKEL fjárfestingafélag hf. ("félagið") er íslenskt hlutafélag með lögheimili á Íslandi. Skráð heimilisfang er Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík.
Tilgangur félagsins er að starfa sem fjárfestingafélag, þ.e. að ávaxta fé sem hluthafar hafa bundið í starfseminni með fjárfestingum.
Stjórn SKEL fjárfestingafélags hf. samþykkti árshlutareikninginn 15. ágúst 2024.
Helstu reikningsskilaaðferðir sem notaðar eru við gerð þessa samandregins árshlutareiknings eru settar fram hér að neðan. Þeim hefur verið beitt fyrir öll ár sem sýnd eru, nema annað sé tekið fram utan.
Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga, IAS 34. Samandreginn árshlutareikningur hefur hvorki verið endurskoðaður né kannaður af endurskoðendum félagsins. Reikningsskil félagsins byggja á gangvirði í gegnum rekstur.
Gerð samandregins árshlutareiknings í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla krefst þess að stjórnendur taki ákvarðanir, meti og gefi sér forsendur sem hafa áhrif á beitingu reikningsskilaaðferða og birtar fjárhæðir eigna, skulda, tekna og gjalda. Endanlegar niðurstöður kunna að vera frábrugðnar þessu mati.
Mat og forsendur þess eru í stöðugri endurskoðun. Breytingar á reikningshaldslegu mati eru færðar á því tímabili sem breytingin á sér stað og þeim framtíðartímabilum sem breytingarnar hafa áhrif á.
Samandreginn árshlutareikningur er gerður og birtur í íslenskum krónum (ISK), sem er starfrækslugjaldmiðill félagsins. Fjárhæðir eru birtar í milljónum króna nema annað sé tekið fram.
Félagið flokkar fjárfestingar sínar út frá viðskiptamódeli félagsins til að stýra þessum fjáreignum og samningsbundnu sjóðstreymi fjáreignanna. Safni fjáreigna er stýrt og afkoma metin á gangvirðisgrunni. Félagið einbeitir sér fyrst og fremst að gangvirðisupplýsingum og notar þær upplýsingar til að meta afkomu eignanna og taka ákvarðanir. Félagið tilgreinir engin hlutabréf á gangvirði í gegnum aðra heildarafkomu.
Skuldabréfaeignir félagsins eru að stærstum hluta seljanlegar og skráðar á verðbréfamörkuðum og geta verið keyptar og seldar eftir aðstæðum hverju sinni. Þær eru keyptar í þeim tilgangi að ávaxta lausafé og nýta tækifæri sem skapast geta á markaði frekar en að innheimta samningsbundið greiðsluflæði. Þar af leiðandi eru fjárfestingar í skuldabréfum metnar á gangvirði í gegnum rekstrarreikning.
Afleiðusamningar eru færðir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning.
Kaup og sala fjárfestinga eru færð á viðskiptadegi – dagsetningin sem félagið skuldbindur sig til að kaupa eða selja fjárfestinguna. Fjáreignir, fjárskuldir og afleiður á gangvirði í gegnum rekstrarreikning eru upphaflega færðar á gangvirði. Viðskiptakostnaður er gjaldfærður um leið og til hans er stofnað.
Fjáreignir eru afskráðar þegar réttur til að taka á móti sjóðstreymi úr fjáreignunum er liðinn eða hefur verið fluttur og félagið hefur flutt frá sér í meginatriðum alla áhættu og ávinning af eignarhaldinu.
Eftir upphaflega skráningu eru allar fjáreignir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning metnar á gangvirði. Hagnaður og tap sem stafar af breytingum á gangvirði fjáreigna eða fjárskulda á gangvirði í gegnum rekstrarreikning eru settar fram í yfirliti yfir heildarafkomu undir liðnum Gangvirðisbreytingar fjáreigna á því tímabili sem áhrifin koma fram.
Gangvirði er það verð sem fengist fyrir að selja eign eða eiga í viðskiptum með afleiður í skipulegum viðskiptum milli markaðsaðila á matsdegi. Gangvirði fjáreigna sem ekki er verslað með á virkum markaði er ákvarðað með matsaðferðum. Sjá nánari umfjöllun um gangvirðismat og matsaðferðir í skýringu 3.2.
Tilfærslur á milli stiga gangvirðisstigveldisins telst hafa átt sér stað í upphafi reikningsskilatímabilsins.
Aðrar kröfur eru upphaflega færðar á gangvirði og eru síðan metnar á afskrifuðu kostnaðarverði. Önnur kröfustaða er geymd til innheimtu.
Á hverjum uppgjörsdegi skal félagið meta framlag í afskriftarreikning á fjárhæð sem jafngilda væntanlegu útlánatapi út líftíma kröfunnar ef útlánaáhætta hefur aukist verulega frá upphaflegri skráningu. Hafi útlánaáhættan ekki aukist verulega á uppgjörsdegi frá upphaflegri skráningu skal framlagið jafngilda 12 mánaða væntu útlánatapi. Verulegir fjárhagserfiðleikar gagnaðila, líkur á að mótaðili fari í gjaldþrot eða fjárhagslega endurskipulagningu og vanskil á greiðslum eru allt taldar vera vísbendingar um möguleg útlánatöp. Ef útlánaáhættan eykst að því marki að færa þarf kröfu niður þá reiknast vaxtatekjur miðað við brúttó bókfært verð leiðrétt fyrir niðurfærslu. Veruleg aukning á útlánaáhættu er skilgreind af stjórnendum sem hvers kyns krafa sem er komin meira en 30 dögum fram yfir gjalddaga. Sérhver krafa sem er komin meira en 90 dögum eftir gjalddaga er varúðarfærð.
Fjáreignum og -skuldum er jafnað saman og samanlögð fjárhæð færð í efnahagsreikning þegar lagalegur réttur til að jafna fjárhæðunum er fyrir hendi og ætlunin er að gera upp viðskiptin á jöfnuðum grunni (net basis) eða innleysa eignina og gera upp skuldina samtímis. Skuldajöfnunarrétturinn má ekki vera háður atburðum í framtíðinni og verður að vera til staðar í venjulegum rekstri og ef um vanskil eða gjaldþrot félagsins eða gagnaðila er að ræða.
Handbært fé nær yfir innlán í banka og aðrar skammtímafjárfestingar á virkum markaði með gjalddaga innan þriggja mánaða eða skemur.
Vextir eru færðir með aðferð virkra vaxta. Til vaxtatekna teljast vextir af handbæru fé. Vextir af fjáreignum á gangvirði í gegnum rekstrarreikning innihalda vexti af skuldabréfum.
Arðstekjur eru færðar þegar réttur til greiðslu er staðfestur, líklegt er að efnahagslegur ávinningur tengdur arðinum renni til félagsins og hægt er að meta fjárhæð arðsins með áreiðanlegum hætti.
Viðskiptakostnaður er kostnaður sem fellur til við að afla fjáreigna eða fjárskulda á gangvirði í gegnum rekstrarreikning. Þau fela í sér gjöld og þóknanir sem greiddar eru til ráðgjafa, miðlara og söluaðila. Viðskiptakostnaður er færður í rekstrarreikning sem kostnaður þegar til hans stofnast.
Reiðufé sem félagið leggur fram að veði er flokkað sem handbært fé og tilgreint sem bundið reiðufé í skýringu 11. Hvað varðar önnur veð en reiðufé, þar sem veðhafi á rétt samkvæmt samningi eða venju til að selja eða endurveðsetja eignina, þá eru þær tilgreindar í skýringu 9.
Félagið hefur gert samninga um kaup á 50 íbúðum til viðbótar í Stefnisvogi sem verða færðar í efnahag félagsins þegar þær verða afhentar. Einnig hefur félagið gengist í ábyrgð vegna leigu á húsnæði eins dótturfélags. Heildarfjárhæð skuldbindinga utan efnahags voru 5,2 ma.kr.
Stjórnendur skilgreina félagið sem einn starfsþátt og birtir félagið því ekki starfsþáttayfirlit.
Félagið greiðir iðgjöld vegna starfsmanna sinna til sjálfstæðra iðgjaldatengdra lífeyrissjóða. Félagið ber enga ábyrgð á skuldbindingum sjóðanna. Iðgjöldin eru gjaldfærð í rekstrarreikningi meðal launa og launatengdra gjalda eftir því sem þau falla til.
Gangvirði kaupréttarsamninga við starfsmenn er metið á samningsdegi og verður gjaldfært meðal launa og launatengdra gjalda á því tímabili sem starfsmennirnir ávinna sér kauprétti. Mótfærsla er færð á sérstakan lið meðal eigin fjár. Árleg gjaldfærsla er leiðrétt með tilliti til fjölda kauprétta sem vænst er að ávinnast. Gangvirði kaupréttarsamninga er metið með Black-Scholes aðferðinni. Við matið eru notaðar forsendur um gengi hlutabréfa á matsdegi, gengi í kaupréttarsamningum, vænt flökt á gengi hlutabréfa, gildistíma samninganna, væntar arðgreiðslur og áhættulausa vexti (byggt á ríkisverðbréfum).
Gangvirði fjáreigna og skulda sem verslað er með á virkum mörkuðum miðast við skráð markaðsverð við lokun viðskipta á lokadegi tímabilsins. Félagið notar síðasta markaðsverð fyrir bæði fjáreignir og fjárskuldir. Ef umtalsverð hreyfing á gangvirði verður eftir lokun viðskipta fram að miðnætti á lokadegi tímabilsins, verður matsaðferðum beitt til að ákvarða gangvirði.
Fjárfestingarfasteignir félagsins voru metnar af óháðum þriðja aðila og byggði verðmatið annarsvegar á nýlegum viðskiptaverðum með sambærilegar eignir og hins vegar sjóðstreymismati.
Gangvirði fjáreigna og skulda sem ekki er verslað með á virkum markaði er ákvarðað með því að nota verðmatsaðferðir. Félagið notar margvíslegar aðferðir og gefur sér forsendur sem byggja á markaðsaðstæðum. Verðmatsaðferðir sem notaðar eru fyrir óstaðlaða fjármálagerninga eins og valrétti, gjaldeyrisskiptasamninga og aðrar afleiður, fela í sér notkun á sambærilegum nýlegum viðskiptum á armslengdar grundvelli, tilvísun í aðra gerninga sem eru í meginatriðum eins, greining á núvirtu sjóðstreymi, verðlagningarlíkönum valrétta og öðrum verðmatsaðferðum sem almennt eru notaðar af markaðsaðilum með það að markmiði að nýta markaðsupplýsingar sem mest og treysta eins lítið og mögulegt er á sértækar upplýsingar.
Verðmatslíkön eru alltaf mat eða nálgun á verðmæti sem ekki er hægt að ákvarða með vissu og matsaðferðir sem notaðar eru endurspegla kannski ekki að fullu alla þætti sem skipta máli fyrir stöðuna sem félagið tekur. Verðmat er því leiðrétt, þar sem við á, til að taka tillit til viðbótarþátta, þar á meðal lausafjáráhættu og mótaðilaáhættu.
Félagið notar þrepaskiptingu til þess að skýra mismunandi flokka við mati á gangvirði. Þrepin eru skilgreind á eftirfarandi hátt:
Þrep 1: Skráð verð (óbreytt) á virkum markaði fyrir samskonar eignir og skuldir.
Fjárfestingar þar sem verðmæti miðast við skráð markaðsverð á virkum mörkuðum og eru því flokkuð í 1. stig, eru skráð hlutabréf og ríkisskuldabréf. Félagið aðlagar ekki skráð verð fyrir þessa gerninga.
Þrep 2: Aðrar forsendur en skráð verð samkvæmt fyrsta þrepi sem hægt er að greina fyrir eignina eða skuldina, ýmist beint (þ.e. verð) eða óbeint (þ.e. afleidd af verði).
Fjármálagerningar sem átt er í viðskiptum með á mörkuðum sem ekki eru taldir vera virkir en eru metnir á grundvelli skráðs markaðsverðs, tilboða söluaðila eða annarra verðmatsaðferða sem stutt er af sjáanlegum breytum eru flokkaðir í 2. þrep. Þar sem 2. stigs fjárfestingar innihalda stöður sem ekki er verslað með á virkum mörkuðum og/eða eru háðar yfirfærslutakmörkunum, getur verðmat verið aðlagað til að endurspegla óseljanleika og/eða óframseljanleika, sem eru almennt byggðar á tiltækum markaðsupplýsingum.
Þrep 3: Forsendur sem notaðar eru við mat eignar eða skuldar eru ekki byggðar á fáanlegum markaðsupplýsingum (ógreinanlegar upplýsingar).
Fjárfestingar sem flokkast innan 3. stigs hafa umtalsverðar ógreinanlegar breytur, þar sem viðskipti með þau eru fátíð. Þriðja stigs gerningarnir innihalda hlutabréf fyrirtækja og fjárfestingaeigna. Þar sem sjáanleg verð eru ekki tiltæk fyrir þessi verðbréf hefur félagið notað matsaðferðir til að fá fram gangvirði.
Verðmat 3. stigs eigna er endurskoðað á sex mánaða fresti eða oftar ef þurfa þykir. Metið er hversu viðeigandi breytur verðmatslíkansins eru, sem og matsniðurstaðan með ýmsum matsaðferðum og aðferðum sem almennt eru viðurkenndar sem staðlaðar. Við val á heppilegasta verðmatslíkaninu er haft í huga niðurstöður hvaða líkans hafa í gegnum tíðina verið best í takt við raunveruleg markaðsviðskipti.
Við mat á gangvirði stærstu óskráðu félaganna í eigu SKEL er stuðst við sjóðstreymisgreiningu (e. Discounted Cash Flow, DCF) og bæði notað frjálst fjárstreymi til fyrirtækis (e. Free Cash Flow to Firm, FCFF) og arðgreiðslulíkan (e. Dividend Discount Model, DDM). Gangvirðismatið er byggt á rekstraráætlun stjórnenda hvers félags. Spástærðir eru margar hverjar byggðar á raunbreytingu undirliggjandi stærða og í kjölfarið er innbyggt verðbólguálag áhættulausra vaxta notað sem mat á framtíðarverðbólgu í fjárstreymi, sérstöku fyrirtækjaálagi bætt við ávöxtunarkröfu eigin fjár sem tekur m.a. mið af seljanleika félaganna, óvissu um framgang rekstraráætlana og ýmsum óvissuþáttum í rekstrarumhverfi félaganna. Ofangreindar forsendur og tölur geta haft veruleg áhrif á niðurstöður verðmata. Verðmöt óskráðra eigna eru framkvæmdar af óháðum þriðja aðila sem eru sérfræðingar í verðmötum fyrirtækja. Í þeim tilfellum þegar hægt er að finna nýlegt viðskiptaverð í viðskiptum við ótengda aðila þá er miðað við slíkt verð frekar en niðurstöður verðmata.
Skráð hlutabréf og skuldabréf eru flokkuð í þrepi 1 og eru samtals 9.904 m.kr. virði. Aðrar eignir eru flokkaðar í þrepi 3.
Stjórnendur gera áætlanir og gefa sér forsendur um framtíðina. Matið sem af þessu leiðir mun sjaldan jafngilda nákvæmlega raunverulegum niðurstöðum. Áætlanir og forsendur sem eru sérstaklega viðkvæmar fyrir breytingum og geta valdið verulegri leiðréttingu á bókfærðu verði eigna og skulda eru útlistuð hér að neðan.
Gangvirði verðbréfa sem ekki eru skráð á virkum markaði getur verið ákvarðað af félaginu með því að nota þekktar verðmatsaðferðir. Þar sem engin markaðsgögn eru tiltæk getur félagið metið stöður með eigin líkönum, sem eru byggð á verðmatsaðferðum og aðferðum sem almennt eru viðurkenndar sem staðlaðar í greininni. Líkönin sem notuð eru til að ákvarða gangvirði eru yfirfarin og endurskoðuð reglulega af starfsfólki hjá SKEL fjárfestingafélagi. Líkönin sem notuð eru fyrir skuldabréf eru byggð á hreinu núvirði áætlaðs framtíðarsjóðstreymis, leiðrétt eftir því sem við á fyrir lausafjárstöðu og lánsfjár- og markaðsáhættuþáttum.
Líkönin nota greinanleg gögn, að því marki sem unnt er. Stjórnendur þurfa þó að beita mati fyrir breytur sem ekki eru greinanlegar á markaði. Breytingar á forsendum um þessa þætti gætu haft áhrif á skráð gangvirði fjármálagerninga. Næmni fyrir ógreinanlegum gögnum byggist á væntingum stjórnenda um mögulegar breytingar á þessum gögnum, að teknu tilliti til sögulegra sveiflna og mats á framtíðarhreyfingum á markaði.
Ákvörðun um hvað teljist "greinanlegt" krefst verulegs mats félagsins. Félagið lítur svo á að greinanleg gögn séu markaðsgögn sem eru aðgengileg, dreift reglulega eða uppfærð, áreiðanleg og sannreynanleg, ekki séreign og veitt af óháðum aðilum sem taka virkan þátt í viðkomandi markaði.
Stjórnin telur íslensku krónuna vera þann gjaldmiðil sem best sýnir efnahagsleg áhrif undirliggjandi viðskipta, atburða og aðstæðna. Krónan er gjaldmiðillinn sem félagið mælir frammistöðu sína í og tilkynnir um afkomu sína.
| 5. | Aðrar rekstrartekjur | ||
|---|---|---|---|
| Aðrar rekstrartekjur greinast þannig: | 1.1.-30.6.24 | 1.1.-30.6.23 | |
| Tekjur vegna stjórnarsetu | 26 | 25 | |
| Aðrar tekjur | 12 | 25 | |
| Aðrar rekstrartekjur samtals | 38 | 50 | |
| 6. | Laun og launatengd gjöld | ||
| Laun og launatengd gjöld greinast þannig: | |||
| 1.1.-30.6.24 | 1.1.-30.6.23 | ||
| Laun | 123 | 113 | |
| Gjaldfærsla vegna kaupréttasamninga og keyptra starfsréttinda | 93 | 98 | |
| Mótframlag í lífeyrissjóð | 31 | 24 | |
| Önnur laun og launatengd gjöld | 48 | 30 | |
| Laun og launatengd gjöld samtals | 295 | 266 | |
| Meðalfjöldi starfsmanna umreiknað í heilsársstörf | 6,5 | 6,5 | |
| 7. | Annar rekstrarkostnaður | ||
| Annar rekstrarkostnaður greinist þannig: | 1.1.-30.6.24 | 1.1.-30.6.23 | |
| Aðkeypt lögfræðiaðstoð og önnur þjónusta | 40 | 56 | |
| Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður | 42 | 25 | |
| Húsnæðiskostnaður | 7 | 18 | |
| Skráningarkostnaður og annar tengdur kostnaður | 25 | 19 | |
| Upplýsingatækni | 7 | 15 | |
| Aðkeypt ráðgjöf og þjónusta vegna kaupa og sölu á eignum | 15 | 1 | |
| Afskriftir rekstrarfjármuna og óefnislegra eigna | 2 | 3 | |
| Annar rekstrarkostnaður samtals | 137 | 138 | |
| 8. | Fjármunatekjur | 1.1.-30.6.24 | 1.1.-30.6.23 |
| Arðstekjur | 67 | ||
| 581 | |||
| Vaxtatekjur af handbæru fé | 85 | 158 | |
| Vextir af kröfum og skuldabréfum | 72 | 167 | |
| Gengismunur | 0 739 |
15 407 |
|
| 9. | Fjármagnsgjöld | ||
| 1.1.-30.6.24 | 1.1.-30.6.23 | ||
| Vaxtagjöld | 370 | 92 | |
| Önnur fjármagnsgjöld | 0 | 28 | |
| 370 | 120 | ||
| 10. | Eignir færðar á gangvirði í gegnum rekstur | ||
| Eignir færðar á gangvirði í gegnum rekstur sundurliðast þannig: | |||
| 30.6.2024 | 31.12.2023 | ||
| Gangvirði | Gangvirði | ||
| Ríkisskuldabréf færð á gangvirði í gegnum rekstrarreikning | 1.497 | ||
| RIKB 24 0415 | 0 | ||
| RIKS 26 0216 | 1.060 1.060 |
1.027 2.524 |
| Kaldalón hf. (30.6.2024: 15,37%) 2.840 3.000 Skagi hf. (30.6.2024: 8,23%) 2.339 2.681 Önnur skráð verðbréf færð á gangvirði í gegnum rekstrarreikning 3.666 3.715 8.844 9.396 Aðrar óskráðar fjáreignir færðar á gangvirði í gegnum rekstrarreikning Styrkás hf. (63,4%) 9.684 9.697 Orkan IS ehf. (100%) 9.652 9.173 Gallon ehf. (100%) 2.903 2.839 Heimkaup ehf. (81%) 3.138 3.931 Önnur óskráð félög 2.208 1.498 27.585 27.138 Fjárfestingafasteignir færðar á gangvirði í gegnum rekstrarreikning Íbúðarhúsnæði 5.277 4.968 Atvinnuhúsnæði 1.105 1.139 6.382 6.107 Heildareignir færðar á gangvirði í gegnum rekstur 43.871 45.165 |
Skráð verðbréf færð á gangvirði í gegnum rekstrarreikning | |
|---|---|---|
Eftirfarandi fjárfestingaeignir eru nýttar sem trygging vegna veðlána að fjárhæð 9.098 m.kr. 30.6.2024:
| Eignir | Bókfært verð |
|---|---|
| Fasteignir | 6.097 |
| Kaldalón hf. | 2.840 |
| Skagi hf. | 2.339 |
| Aðrar skráðar eignir | 2.024 |
| 13.300 |
Orkan IS ehf. er fyrirtæki á neytendamarkaði. Orkan rekur eldsneytisstöðvar auk þess að selja vetni, metan og bjóða hraðhleðslu. Orkan á að fullu Löður ehf. Orkan á eignarhlut í Heimkaup, Blæ ehf., áður Íslenska Vetnisfélagið, (50%) og Straumlind ehf. (34%).
Heimkaup ehf. rekur heimkaup.is., 10 verslanir undir merkjum Orkunnar, 10-11, Extra og Prís. Einnig á Heimkaup hluti í félögum í veitingarekstri undir vörumerkjunum Brauð og co. og Sbarro og 100% hlut í Lyfjaval ehf. rekur apótek undir eigin vörumerki sem og netverslun með lyf og tengdar vörur.
Styrkás hf. er móðurfélag utan um 100% eignarhluti í Skeljungi ehf., Kletti sölu og þjónustu ehf. og Stólpa Gámum ehf.
Skeljungur sinnir sölu og þjónustu við fyrirtæki með eldsneyti, efnavöru og áburð.
Klettur er leiðandi í sölu og þjónustu vinnuvéla, aflvéla, rafstöðva, lyftara, rafgeyma, hleðslukrana, hjólbarða, vöruflutninga- og hópferðabíla, gíra og skrúfubúnaðar. Klettur er umboðsaðili fyrir Caterpillar (CAT) og Scania á Íslandi.
Stólpi Gámar ehf. er leiðandi í gáma- og húseiningalausnum fyrir atvinnulífið og einstaklinga, gámaviðgerðum og tjónaþjónustu fyrir tryggingafélög.
Gallon ehf. á og rekur orkuinnviði, þ.e. sex birgðastöðvar í Reykjavík, á Akureyri, Eskifirði, Reyðarfirði og í Vestmannaeyjum. Birgðatankar félagsins eru 36 og geymslurými fyrir um 90 milljón lítra af eldsneyti. Gallon ehf. á 25% eignarhlut í EBK ehf.
Framvirkir samningar eru skuldbinding til að kaupa eða selja fjármálagerning í framtíðinni á ákveðnu verði.
Eftirfarandi eru stöður undirliggjandi eignar og skuldar framvirkra samninga í lok árs:
| Eign | 30.6.2024 | 31.12.2023 |
|---|---|---|
| Skuldabréfaafleiður | 0 | 545 |
| Söluréttarsamningur | 0 | 335 |
| Gjaldeyrisafleiður | 3.955 | 0 |
| 3.955 | 880 | |
| Skuld | ||
| Skuldabréfaafleiður | 0 | 521 |
| Söluréttarsamningur | 0 | 419 |
| Gjaldeyrisafleiður | 3.879 | 0 |
| 3.879 | 940 | |
| Gangvirði opinna framvirkra samninga | 77 | ( 60) |
| 2024 | 2023 | |
|---|---|---|
| Handbært fé á bankareikningum | 2.862 | 2.975 |
| Bundið handbært fé | 341 | 164 |
| 3.203 | 3.139 |
Útgefið hlutafé félagsins nam í lok tímabilsins 1.878 milljónum króna samkvæmt samþykktum þess (2023: 1.936 milljónir króna). Eitt atkvæði fylgir hverjum einnar krónu hlut í félaginu.
Yfirverðsreikningur hlutafjár sýnir það sem hluthafar félagsins hafa greitt umfram nafnverð hlutafjár sem félagið hefur selt.
Samkvæmt lögum um hlutafélög skal félagið binda 25% af nafnverði hlutafjár í varasjóði, sem ekki má nota til að greiða hluthöfum arð. Við færslu í lögbundinn varasjóð skal ráðstafa 10% af hagnaði ársins þar til 10% af nafnverði hlutafjár er náð og eftir það 5% af hagnaði ársins þar til 25% af nafnvirði hlutafjár er náð. Eftir það er ekki krafist frekari færslu í lögbundinn varasjóð.
Færa skal sömu fjárhæð vegna matsbreytingar á fjáreignum tilgreindum á gangvirði af óráðstöfuðu eigin fé á gangvirðisreikning á meðal eigin fjár sem óheimilt er að úthluta arði af að teknu tilliti til skattáhrifa eftir því sem við á.
Leysa skal gangvirðisreikning upp til jafns við framkomnar breytingar á viðkomandi eign eða skuldbindingu þegar hún er seld eða innleyst eða forsendur fyrir matsbreytingu eru ekki fyrir hendi.
Áætlaður kostnaður vegna kaupréttarsamninga er gjaldfærður yfir ávinnslutímabil kaupréttanna, með mótfærslu á varasjóð á meðal eigin fjár. Við nýtingu eða niðurfellingu kauprétta er varasjóður endurflokkaður á óráðstafað eigið fé.
Óráðstafað eigið fé sýnir uppsafnaðan hagnað félagsins að frádregnu framlagi í lögbundinn varasjóð og arðgreiðslum. Óráðstöfuðu eigin fé er unnt að ráðstafa til hluthafa í formi arðgreiðslna.
| 14. Skammtímakröfur |
||
|---|---|---|
| Skammtímakröfur greinast þannig: | 30.6.2024 | 31.12.2023 |
| Viðskiptakröfur | 102 | 36 |
| Kröfur á hið opinbera | 87 | 59 |
| Næsta árs afborgun langtímakrafna | 385 | 385 |
| Aðrar kröfur | 162 | 40 |
| Fyrirfram greiddur kostnaður | 37 | 50 |
| Aðrar skammtímakröfur í lok ársins | 773 | 570 |

Sími 444-3040 [email protected]
Kalkofnsvegur 2 101 Reykjavík
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.