Quarterly Report • Aug 29, 2024
Quarterly Report
Open in ViewerOpens in native device viewer

Samandreginn árshlutareikningur samstæðu 1. janúar - 30. júní 2024

| 2 |
|---|
| 3 |
| 4 |
| 5 - 6 |
| 7 |
| 8 |
| 9 - 15 |
Síldarvinnslan hf. Kennitala 570269-7479 Hafnarbraut 6, Neskaupstað
Samstæða Síldarvinnslunnar hf. er í dag með öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemin á yfir 60 ára reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Samstæðan er ein sú stærsta á Íslandi í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á Íslandi.
Samstæðan samanstendur af móðurfélaginu Síldarvinnslunni hf. og dótturfélögum sem eru í lok tímabilsins Bergur-Huginn ehf., Bergur ehf., Fóðurverksmiðjan Laxá hf., Fjárfestingafélagið Vör ehf., Vísir ehf., Sjávarmál ehf., Daðey ehf., Mar Guesthouse ehf., Samvís ehf., Vísir Gmbh., Þorvís ehf., Deutsche Salzfich - Union Gmbh. og Pytheas Seafood P.C.
Samkvæmt rekstrarreikningi námu rekstrartekjur samstæðunnar 141,7 milljónum dollara á tímabilinu og hagnaður af rekstrinum nam 9,3 milljónum dollara. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 1.043,3 milljónum dollara í lok tímabilsins.
Eigið fé samstæðunnar nam 620,4 milljónum dollara í lok tímabilsins en þar af var hlutdeild minnihluta í eigin fé samstæðunnar 3,2 milljónir dollara. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 59,5% í lok tímabilsins.
Stjórn Síldarvinnslunnar hf. hefur samþykkt beiðni Samherja hf. um að kaup félagsins á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood ehf. gangi til baka. Tilkynnt var um kaupin 26. september í fyrra með hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Sjá nánar skýringu 9.
Áframhaldandi starfsemi og rekstrargrundvöllur í Grindavík er til skoðunar en við mat á því skiptir öryggi starfsfólks og vátryggingarvernd miklu máli. Það er ljóst að sú röskun sem orðið hefur á starfsemi Vísis hefur valdið tjóni í formi tapaðrar framlegðar. Unnið er að þvi að móta framtíðarstefnumörkun fyrir reksturinn. Sjá nánar skýringu 9.
Samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar er gerður til samræmis við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af Evrópusambandinu og viðbótarkröfur í lögum ársreikninga. Árshlutareikningurinn hefur hvorki verið endurskoðaður né kannaður af endurskoðendum samstæðunnar.
Samkvæmt bestu vitneskju er það álit stjórnar og framkvæmdastjóra að samstæðureikningurinn gefi glögga mynd af rekstrarafkomu samstæðunnar fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2024, eignum, skuldum og fjárhagsstöðu hennar þann 30. júní 2024. Jafnframt er það álit stjórnar og framkvæmdastjóra að árshlutareikningurinn og skýrsla stjórnar geymi glöggt yfirlit um þróun og árangur í rekstri samstæðunnar, stöðu hennar og lýsi helstu áhættuþáttum sem samstæðan býr við.
Stjórn og framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. staðfesta hér með árshlutareikning samstæðunnar fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2024 með undirritun sinni.
Neskaupstaður, 29. ágúst 2024.
Anna Guðmundsdóttir
Þorsteinn Már Baldvinsson
Stjórnarformaður Baldur Már Helgason Meðstjórnandi Meðstjórnandi
Erla Ósk Pétursdóttir
Gunnþór Ingvason Forstjóri Meðstjórnandi Meðstjórnandi
Guðmundur Rafnkell Gíslason
| Annar ársfjórðungur | Fyrri árshelmingur | ||||
|---|---|---|---|---|---|
| Skýringar | 2024 1.4-30.6 |
2023 1.4-30.6 |
2024 1.1-30.6 |
2023 1.1-30.6 |
|
| Rekstrartekjur | |||||
| Seldar vörur | 60.065.991 | 79.516.215 | 141.346.575 | 210.985.398 | |
| Hagnaður af sölu eigna | 272.386 | 34.682 | 363.023 | 44.561 | |
| 60.338.377 | 79.550.897 | 141.709.598 | 211.029.959 | ||
| Rekstrargjöld | |||||
| Kostnaðarverð seldra vara Laun, aflahlutir og |
31.650.592 | 34.219.334 | 69.459.895 | 94.062.729 | |
| annar starfsmannakostnaður | 19.504.615 | 22.111.447 | 41.322.812 | 51.836.181 | |
| Annar rekstrarkostnaður | 2.613.826 | 2.104.736 | 5.150.796 | 4.455.923 | |
| 53.769.033 | 58.435.517 | 115.933.503 | 150.354.833 | ||
| Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) | 6.569.344 | 21.115.380 | 25.776.095 | 60.675.126 | |
| Afskriftir fastafjármuna | 4 | 5.497.146 | 4.417.747 | 10.169.490 | 9.363.282 |
| Rekstrarhagnaður | 1.072.198 | 16.697.633 | 15.606.605 | 51.311.844 | |
| Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) | |||||
| Vaxtatekjur og verðbætur | 1.253.057 | 1.350.680 | 2.623.206 | 1.881.968 | |
| Vaxtagjöld og verðbætur | (5.141.117) | (5.428.815) | (10.574.191) | (9.864.529) | |
| Gengismunur | 600.738 | 1.751.748 | 1.580.810 | 5.306.944 | |
| Tekjur af verðbréfum | |||||
| og afleiðusamningum | 1.964.189 | 3.359.639 | 2.943.849 | 4.106.885 | |
| (1.323.133) | 1.033.252 | (3.426.326) | 1.431.268 | ||
| Áhrif af rekstri hlutdeildarfélaga | (1.986.772) | (1.168.138) | (432.964) | 260.313 | |
| (1.986.772) | (1.168.138) | (432.964) | 260.313 | ||
| (Tap) hagnaður fyrir tekjuskatt | (2.237.707) | 16.562.747 | 11.747.315 | 53.003.425 | |
| Tekjuskattur | 302.950 | (3.341.768) | (2.413.522) | (10.254.882) | |
| (Tap) hagnaður tímabilsins | (1.934.757) | 13.220.979 | 9.333.793 | 42.748.543 | |
| (Tap) hagnaður skiptist á eftirfarandi hátt: | |||||
| Eigendur félagsins | (1.900.937) | 13.139.486 | 9.146.530 | 42.313.977 | |
| Hlutdeild minnihluta | (33.820) | 81.493 | 187.263 | 434.566 | |
| (1.934.757) | 13.220.979 | 9.333.793 | 42.748.543 | ||
| (Tap) hagnaður á hlut | |||||
| Hagnaður eigenda félagsins | |||||
| á útistandandi hlut | (0,0010) | 0,0070 | 0,0050 | 0,0237 | |
| Starfsþáttayfirlit | 3 |
Ársfjórðungsyfirlit 10
| 2024 1.4-30.6 1.1-31.3 |
2023 1.4-30.6 |
2024 1.1-30.6 1.1-31.3 |
2023 1.1-30.6 |
|
|---|---|---|---|---|
| (Tap) hagnaður tímabilsins | (1.934.757) | 13.220.979 | 9.333.793 | 42.748.543 |
| Önnur heildarafkoma Liðir sem síðar munu verða endurflokkaðir yfir rekstur: |
||||
| Þýðingarmunur vegna eignarhluta í félögum | (3.390.731) | (4.293.064) | (10.143.528) | (10.152.644) |
| Heildarafkoma tímabilsins | (5.325.488) | 8.927.915 | (809.735) | 32.595.899 |
| Heildarafkoma skiptist á eftirfarandi hátt: Eigendur félagsins |
(5.180.573) | 8.857.617 | (803.263) | 32.054.221 |
| Hlutdeild minnihluta | (144.915) (5.325.488) |
70.298 8.927.915 |
(6.472) (809.735) |
541.678 32.595.899 |
| Eignir | Skýringar | 30.6.2024 | 31.12.2023 |
|---|---|---|---|
| Fastafjármunir | |||
| Óefnislegar eignir: | |||
| Fiskveiðiheimildir | 494.733.389 | 502.329.577 | |
| 494.733.389 | 502.329.577 | ||
| Rekstrarfjármunir: | |||
| Varanlegir rekstrarfjármunir | 4 | 232.996.787 | 237.392.125 |
| Fastafjármunir í smíðum | 0 | 2.675.669 | |
| Leiguréttindi | 2.409.621 | 2.593.158 | |
| 235.406.408 | 242.660.952 | ||
| Fjárfestingar: | |||
| Eignarhlutar í hlutdeildarfélögum | 136.658.792 | 141.416.328 | |
| Eignarhlutar í öðrum félögum | 2.764.321 | 2.816.428 | |
| Skuldabréfaeign | 64.760 | 66.134 | |
| 139.487.873 | 144.298.890 | ||
| Fastafjármunir samtals | 869.627.670 | 889.289.419 | |
| Veltufjármunir | |||
| Birgðir | 5 | 67.513.564 | 86.181.577 |
| Viðskiptakröfur | 6 | 21.095.733 | 35.353.442 |
| Aðrar skammtímakröfur | 9.482.746 | 6.414.094 | |
| Handbært fé | 75.540.509 | 81.650.166 | |
| 173.632.552 | 209.599.279 | ||
| Veltufjármunir samtals | 173.632.552 | 209.599.279 | |
| Eignir samtals | 1.043.260.222 | 1.098.888.698 |
| Eigið fé og skuldir | Skýringar | 30.6.2024 | 31.12.2023 |
|---|---|---|---|
| Eigið fé | |||
| Hlutafé | 15.122.610 | 15.122.610 | |
| Yfirverðsreikningur hlutafjár | 126.764.582 | 126.764.582 | |
| Annað bundið eigið fé | 55.249.152 | 63.370.670 | |
| Óráðstafað eigið fé | 420.088.683 | 436.036.960 | |
| 617.225.027 | 641.294.822 | ||
| Hlutdeild minnihluta | 3.172.780 | 3.179.252 | |
| 620.397.807 | 644.474.074 | ||
| Skuldir | |||
| Langtímaskuldir og skuldbindingar: | |||
| Skuldir við lánastofnanir | 7 | 258.107.529 | 254.572.356 |
| Leiguskuldbinding | 1.217.902 | 1.363.348 | |
| Tekjuskattsskuldbinding | 104.784.196 | 104.112.190 | |
| 364.109.627 | 360.047.894 | ||
| Skammtímaskuldir: | |||
| Skuldir við lánastofnanir | 7 | 17.676.544 | 2.561.814 |
| Næsta árs afborganir af langtímaskuldum | 7 | 6.487.756 | 47.538.882 |
| Reiknaðir skattar tímabilsins | 218.074 | 18.028.190 | |
| Viðskiptaskuldir | 12.068.716 | 13.111.842 | |
| Aðrar skammtímaskuldir | 21.390.285 | 11.191.778 | |
| Skuldir við tengd félög | 8 | 911.413 | 1.934.224 |
| 58.752.788 | 94.366.730 | ||
| Skuldir samtals | 422.862.415 | 454.414.624 | |
| Eigið fé og skuldir samtals | 1.043.260.222 | 1.098.888.698 |
| Hlutafé | Yfirverðs- reikningur |
Annað bundið eigið fé |
Óráðstafað eigið fé |
Hlutdeild minnihluta |
Eigið fé samtals |
|
|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. janúar - 30. júní 2023: | ||||||
| Staða í ársbyrjun | 15.122.610 | 126.764.582 | 38.733.766 | 402.096.549 | 2.541.465 | 585.258.972 |
| Heildarafkoma: | ||||||
| Hagnaður tímabilsins | 42.313.977 | 434.566 | 42.748.543 | |||
| Þýðingarmunur Bundinn |
(10.259.756) | 107.112 | (10.152.644) | |||
| - hlutdeildarreikningur | 9.429.151 | (9.429.151) | 0 | |||
| - gangvirðisreikningur | (708) | 708 | 0 | |||
| 0 | 0 | (831.313) | 32.885.534 | 541.678 | 32.595.899 | |
| Eigendur: | ||||||
| Greiddur arður | (25.340.203) | (25.340.203) | ||||
| Staða í lok tímabils | 15.122.610 | 126.764.582 | 37.902.453 | 409.641.880 | 3.083.143 | 592.514.668 |
| Yfirverðs- | Annað bundið | Óráðstafað | Hlutdeild | Eigið fé | ||
| Hlutafé | reikningur | eigið fé | eigið fé | minnihluta | samtals | |
| 1. janúar - 30. júní 2024: | ||||||
| Staða í ársbyrjun | 15.122.610 | 126.764.582 | 63.370.670 | 436.036.960 | 3.179.252 | 644.474.074 |
| Heildarafkoma: | ||||||
| Hagnaður tímabilsins | 9.146.530 | 187.263 | 9.333.793 | |||
| Þýðingarmunur Bundinn |
(9.949.793) | (193.735) | (10.143.528) | |||
| - hlutdeildarreikningur | 1.830.187 | (1.830.187) | 0 | |||
| - gangvirðisreikningur | (1.912) | 1.912 | (0) | |||
| 0 | 0 | (8.121.518) | 7.318.255 | (6.472) | (809.735) | |
| Eigendur: | ||||||
| Greiddur arður | (23.266.532) | (23.266.532) | ||||
| 0 | 0 | 0 | (23.266.532) | 0 | (23.266.532) | |
| Staða í lok tímabils | 15.122.610 | 126.764.582 | 55.249.152 | 420.088.683 | 3.172.780 | 620.397.807 |
Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. vegna rekstrarársins 2023 var haldinn 21. mars 2024. Á aðalfundinum samþykktu hluthafar tillögu stjórnar um að greiða hluthöfum arð að fjárhæð 3.200 milljónir kr. (23,3 milljónir USD) sem jafngildir 1,73 krónum á hlut (2023: 1,86 króna á hlut). Arðurinn var greiddur þann 26. mars 2024.
Há fjárhæð þýðingarmunar á tímabilinu er vegna dótturfélagsins Vísis ehf. og hlutdeildarfélagsins Arctic Fish. Félögin gera bæði upp í evrum (EUR). Vegna þessa er færður neikvæður þýðingarmunur að fjárhæð USD 5,3 milljónir vegna Vísis ehf. og USD 3,7 milljónir vegna hlutdeildarfélagsins Arctic Fish. Jafnframt er neikvæður þýðingarmunur vegna annarra dóttur- og hlutdeildarfélaga samtals fjárhæð USD 1,0 milljón.
| 2024 | 2023 | ||
|---|---|---|---|
| Skýringar | 1.1-30.6 | 1.1-30.6 | |
| Rekstrarhreyfingar | |||
| Hreint veltufé frá rekstri | |||
| Rekstrarhagnaður tímabilsins | 15.606.605 | 51.311.844 | |
| Rekstrarliðir sem ekki hafa áhrif á fjárstreymi: | |||
| Afskriftir | 4 | 10.169.490 | 9.363.282 |
| Aðrir liðir | (363.024) | (19.638) | |
| Veltufé frá rekstri án vaxta og skatta | 25.413.071 | 60.655.488 | |
| Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur, lækkun (hækkun) | 12.091.501 | 108.917 | |
| Birgðir, lækkun (hækkun) | 18.373.140 | (23.082.437) | |
| Skammtímaskuldir, (lækkun) hækkun | (3.189.697) | 9.815 | |
| Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta | 52.688.015 | 37.691.783 | |
| Innborgaðir vextir og arðstekjur | 1.179.540 | 1.775.331 | |
| Greiddir vextir | (10.209.235) | (7.895.827) | |
| Aðrir fjármunaliðir | 2.932.032 | 3.392.126 | |
| Greiddir skattar | (7.230.449) | (5.308.109) | |
| Handbært fé frá rekstri | 39.359.903 | 29.655.304 | |
| Fjárfestingahreyfingar | |||
| Keyptir varanlegir rekstrarfjármunir | 4 | (4.980.426) | (3.571.252) |
| Fjárfest í fastafjármunum í smíðum | 0 | (9.066.100) | |
| Seldir varanlegir rekstrarfjármunir | 618.252 | 31.784 | |
| Handbært fé dótturfélags vegna samruna | 0 | (130) | |
| Arður frá hlutdeildarfélögum | 114.723 | 130.192 | |
| Keyptir eignarhlutar í öðrum félögum | (18.108) | 0 | |
| (4.265.559) | (12.475.506) | ||
| Fjármögnunarhreyfingar | |||
| Afborganir langtímaskulda | 7 | (32.973.872) | (15.971.921) |
| Greiddur arður | (23.266.532) | (25.340.203) | |
| Breyting á skammtímaskuldum við lánastofnanir | 15.348.801 | 3.663.219 | |
| (40.891.603) | (37.648.905) | ||
| (Lækkun) hækkun á handbæru fé | (5.797.259) | (20.469.107) | |
| Handbært fé í byrjun árs | 81.650.166 | 77.289.688 | |
| Áhrif gengisumreiknings dótturfélaga | (312.398) | 503.895 | |
| Handbært fé í lok tímabils | 75.540.509 | 57.324.476 | |
Síldarvinnslan hf. (,,félagið") er íslenskt hlutafélag og er lögheimili þess að Hafnarbraut 6, Neskaupstað. Árshlutareikningur samstæðunnar hefur að geyma árshlutareikning félagsins og dótturfélaga þess, sem vísað er til í heild sinni sem ,,samstæðunnar" og til einstakra félaga sem ,,samstæðufélaga". Aðalstarfsemi félagsins er rekstur fiskvinnslu og útgerð.
Árshlutareikningur samstæðunnar var samþykktur á stjórnarfundi félagsins þann 29. ágúst 2024.
Samandreginn árshlutareikningur samstæðu Síldarvinnslunnar hf. fyrir tímabilið janúar til júní 2024 er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga IAS 34. Samandregni árshlutareikningurinn inniheldur ekki allar þær upplýsingar sem krafist er í ársreikningi og ætti því að lesa með hliðsjón af ársreikningi samstæðunnar fyrir árið 2023.
Helstu reikningsskilaaðferðir sem beitt var við gerð þessara reikningsskila eru þær sömu og beitt var við gerð ársreiknings samstæðunnar fyrir árið 2023. Þessum aðferðum var beitt á samræmdan hátt á bæði árin sem sett eru fram, nema annað sé tekið fram.
Við gerð árshlutareiknings samstæðu þurfa stjórnendur, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla, að taka ákvarðanir, meta og draga ályktanir sem hafa áhrif á eignir og skuldir á reikningsskiladegi, upplýsingar í skýringum og tekjur og gjöld. Við mat og ályktanir er byggt á reynslu og ýmsum öðrum þáttum sem taldir eru viðeigandi og mynda grundvöll þeirra ákvarðana sem teknar eru um bókfært verð eigna og skulda sem ekki liggur fyrir með öðrum hætti. Þó svo að matið sé samkvæmt bestu vitund stjórnenda geta raunveruleg verðmæti þeirra liða sem þannig eru metnir reynst önnur en niðurstaða samkvæmt matinu.
Rekstrarstarfsþættir eru skilgreindir í samræmi við eðli rekstrar og innri skýrslugjöf samstæðunnar. Samstæðan skilgreinir hjá sér tvo starfsþætti, Útgerð og Landvinnslu . Aðrir starfsþættir falla undir liðinn Annað .
| Jöfnunar | ||||||
|---|---|---|---|---|---|---|
| 1.1.-30.6. 2023 | Útgerð | Landvinnsla | Annað | Eigin afli | færslur | Samtals |
| Seldar vörur Hagnaður af |
90.456.112 | 173.257.272 | 19.820.730 | (65.164.584) | (7.384.132) | 210.985.398 |
| sölu eigna | 0 | 714 | 43.847 | 0 | 0 | 44.561 |
| Kostnaðarverð | ||||||
| seldra vara Laun, aflahlutir og |
29.031.108 | 120.149.178 | 17.431.159 | (65.164.584) | (7.384.132) | 94.062.729 |
| annar starfsm.kostn. | 33.131.180 | 14.706.318 | 3.998.683 | 0 | 0 | 51.836.181 |
| Annar rekstrarkostn. | 1.153.106 | 539.154 | 2.763.663 | 0 | 0 | 4.455.923 |
| Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir |
27.140.718 | 37.863.336 | (4.328.928) | 0 | 0 | 60.675.126 |
| Afskriftir fastafjármuna Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) Áhrif af rekstri hlutdeildarfélaga Tekjuskattur Hagnaður tímabilsins |
(5.792.957) | (3.303.497) | (266.828) | 0 | 0 | (9.363.282) 1.431.268 260.313 (10.254.882) 42.748.543 |
| Fjárfestingar | (112.633) | (11.552.690) | (972.029) | 0 | 0 | (12.637.352) |
| Rekstrarfjármunir Óefnislegar eignir, óskiptar Aðrar eignir, óskiptar Skuldir, óskiptar |
131.174.099 | 104.421.596 | 6.827.131 | 0 | 0 | 242.422.826 494.929.549 321.730.111 (466.567.818) |
| Jöfnunar | ||||||
|---|---|---|---|---|---|---|
| Útgerð | Landvinnsla | Annað | Eigin afli | færslur | Samtals | |
| 1.1.-30.6. 2024 | ||||||
| Seldar vörur Hagnaður af |
67.871.860 | 103.207.371 | 27.718.885 | (43.829.908) | (13.621.633) | 141.346.575 |
| af sölu eigna | 0 | 54.048 | 308.975 | 0 | 0 | 363.023 |
| Kostnaðarverð | ||||||
| seldra vara | 25.012.610 | 76.157.683 | 25.741.143 | (43.829.908) | (13.621.633) | 69.459.895 |
| Laun, aflahlutir og | ||||||
| annar starfsm.kostn. | 27.008.705 | 10.834.752 | 3.479.355 | 0 | 0 | 41.322.812 |
| Annar rekstrarkostn. | 938.548 | 1.427.212 | 2.785.036 | 0 | 0 | 5.150.796 |
| Rekstrarhagnaður | ||||||
| fyrir afskriftir | 14.911.997 | 14.841.773 | (3.977.674) | 0 | 0 | 25.776.095 |
| Afskriftir fastafjármuna | (5.923.548) | (4.007.501) | (238.442) | 0 | 0 | (10.169.490) |
| Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) | (3.426.326) | |||||
| Áhrif af rekstri hlutdeildarfélaga | (432.964) | |||||
| Tekjuskattur | (2.413.522) | |||||
| Hagnaður tímabilsins | 9.333.793 | |||||
| Fjárfestingar | (37.021) | (3.210.800) | (1.732.605) | 0 | 0 | (4.980.426) |
| Rekstrarfjármunir Óefnislegar eignir, óskiptar Aðrar eignir, óskiptar Skuldir, óskiptar |
118.359.517 | 109.738.565 | 7.308.326 | 0 | 0 | 235.406.408 494.733.389 313.120.425 (422.862.415) |
Rekstrarfjármunir felast í varanlegum rekstrarfjármunum og fjárfestinga í smíðum. Leiguréttindi eru jafnframt flokkuð meðal rekstrarfjármuna. Varanlegir rekstrarfjármunir sundurliðast þannig:
| Fasteignir | Skip og | Verksmiðju | ||
|---|---|---|---|---|
| og lóðir | fylgihlutir | vélar og tæki | Samtals | |
| Í lok tímabils 30.6.2024: | ||||
| Bókfært verð í ársbyrjun | 50.409.095 | 123.966.641 | 63.016.388 | 237.392.125 |
| Viðbót tímabilsins | 1.959.292 | 37.021 | 2.771.858 | 4.768.171 |
| Bókfært verð seldra eigna | (192.910) | 0 | (26.369) | (219.279) |
| Flutt af fastafjármunum í smíðum | 2.675.670 | 0 | 0 | 2.675.670 |
| Áhrif gengisbreytinga | (407.167) | (968.052) | (208.905) | (1.584.122) |
| Afskriftir | (1.043.052) | (5.799.492) | (3.193.233) | (10.035.777) |
| Bókfært verð í lok tímabils | 53.400.928 | 117.236.118 | 62.359.739 | 232.996.787 |
| Fasteignir | Skip og | Verksmiðju | ||
| og lóðir | fylgihlutir | vélar og tæki | Samtals | |
| Bókfært verð í lok tímabils 30.06.2024 greinist þannig: | ||||
| Kostnaðarverð | 103.301.510 | 195.300.600 | 157.206.008 | 455.808.118 |
| Afskrifað samtals | (49.900.582) | (78.064.482) | (94.846.269) | (222.811.333) |
| Bókfært verð í lok tímabils | 53.400.928 | 117.236.118 | 62.359.739 | 232.996.785 |
| Afskriftahlutfall á ári | 0-6% | 4-10% | 6-20% | |
| Afskriftir greinast þannig: | 1.1.-30.6.2024 | 1.1.-30.6.2023 | ||
| Afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna | 10.035.777 | 9.229.682 | ||
| Afskriftir leiguréttinda og geymsluhólfa | 133.713 | 133.600 | ||
| 10.169.490 | 9.363.282 |
Birgðir greinast þannig: 30.6.2024 31.12.2023
| Hráefni | 5.798.013 | 3.766.778 |
|---|---|---|
| Fullunnar afurðabirgðir | 48.631.709 | 69.125.675 |
| Rekstrarvörur | 4.407.361 | 4.418.574 |
| Veiðarfæri | 8.676.481 | 8.870.550 |
| 67.513.564 | 86.181.577 |
Fullunnar afurðabirgðir voru að kostnaðarverði 48,6 milljónir dollara þann 30.06.2024 samanborið við 69,1 milljónir dollara þann 31.12.2023. Að mati stjórnenda mun skilaverð fullunninna afurðabirgða í lok tímabils nema allt að 55,1 milljónum dollara í samanburði við 87,6 milljónir dollara í lok árs 2023.
Birgðir samstæðunnar á reikningsskiladegi eru metnar á kostnaðarverði/framleiðsluverði í lok tímabilsins og byggir m.a. á útreikningum um framlegð og öðrum viðeigandi forsendum.
| Viðskiptakröfur greinast þannig: | 30.6.2024 | 31.12.2023 |
|---|---|---|
| Almennar viðskiptakröfur | 9.246.234 | 10.210.004 |
| Viðskiptakröfur á tengd félög | 12.474.464 | 25.565.821 |
| Niðurfærsla vegna krafna sem kunna að tapast | (624.965) | (422.383) |
| 21.095.733 | 35.353.442 |
Kröfur á tengda aðila eru tilgreindar með viðskiptakröfum í efnahagsreikningi en kröfurnar eru allar tilkomnar vegna reglubundinna viðskipta. Á meðal krafna á tengda aðila er krafa á sölufyrirtækið Ice Fresh Seafood ehf. Á bak við kröfuna eru fjölmargar kröfur sölufyrirtækisins á aðila í ýmsum löndum. Samkvæmt samningi milli Síldarvinnslunnar og sölufyrirtækisins ber Síldarvinnslan útlánaáhættuna verði greiðslufall hjá endanlegum skuldara að kröfunni.
Viðskiptakröfur eru færðar niður til að mæta almennri áhættu sem fylgir kröfueign félagsins. Hér er ekki um endanlega afskrift að ræða heldur er myndaður niðurfærslureikningur, sem mæta á þeim kröfum sem kunna að tapast og er hann dreginn frá eignfærðum viðskiptakröfum í efnahagsreikningi.
| Breytingar á niðurfærslu viðskiptakrafna greinist þannig: | 30.6.2024 | 31.12.2023 |
|---|---|---|
| Staða í ársbyrjun | (422.383) | (809.847) |
| Breyting á niðurfærslu | (211.413) | 399.764 |
| Tapaðar viðskiptakröfur á árinu | 0 | 1.040 |
| Áhrif gengisbreytinga | 8.830 | (13.340) |
| Staða í lok tímabils | (624.965) | (422.383) |
Samstæðan fylgir fyrirmælum alþjóðlegs reikningsskilastaðals IFRS 9 um niðurfærslu viðskiptakrafna. Viðskiptakröfur eru færðar niður með einfaldri aðferð og byggir matið á sögulegum gögnum um tapsreynslu ásamt því að horft er til efnahagslegra umhverfisþátta á reikningsskiladegi, og væntinga til framtíðar, að svo miklu leyti sem það er heimilt samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.
| Langtímaskuldir við lánastofnanir greinast þannig: | 30.6.2024 | 31.12.2023 |
|---|---|---|
| Skuldir í USD | 147.780.423 | 150.989.876 |
| Skuldir í EUR | 98.741.083 | 131.984.804 |
| Skuldir í GBP | 4.398.786 | 4.549.380 |
| Skuldir í NOK | 10.561.901 | 11.052.178 |
| Skuldir í JPY | 3.113.092 | 3.535.000 |
| 264.595.285 | 302.111.238 | |
| Afborganir næstu 12 mánaða | (6.487.756) | (47.538.882) |
| Langtímaskuldir í lok tímabils | 258.107.529 | 254.572.356 |
| Afborganir af langtímaskuldum greinast þannig: | Skuldir við lánastofnanir |
|
| Afborganir næstu 12 mánaða | 6.487.756 | |
| Afborganir á árinu 2025-2026 | 9.385.598 | |
| Afborganir á árinu 2026-2027 | 200.820.058 | |
| Afborganir á árinu 2027-2028 | 42.354.818 | |
| Afborganir á árinu 2028-2029 | 1.387.047 | |
| Afborganir síðar | 4.160.009 | |
| 264.595.285 | ||
| Langtímaskuldir samtals USD 264.595.285, koma þannig fram í efnahagsreikningi: | 30.6.2024 | |
| Afborganir næstu 12 mánaða , færðar meðal skammtímaskulda | 6.487.756 | |
| Afborganir með gjalddaga eftir eitt ár eða síðar | 258.107.530 | |
| 264.595.285 | ||
| Breyting á langtímaskuldum greinist þannig: | 30.6.2024 | 31.12.2023 |
| Langtímaskuldir í upphafi árs | 302.111.238 | 285.775.606 |
| Tekin langtímalán | 0 | 86.328.686 |
| Afborganir langtímalána | (32.973.872) | (73.721.274) |
| Gengis- og þýðingarmunur | (4.542.081) | 3.728.220 |
| Langtímaskuldir í lok tímabils | 264.595.285 | 302.111.238 |
| Hluti langtímaskulda er háður sérstökum viðmiðunum um eigið fé, framlegð og skuldsetningarhlutfall. Í lok tímabils stóðust allir skilmálar lánasamninga. |
Skammtímaskuldir við lánastofnanir greinast þannig:
| 30.6.2024 | 31.12.2023 | |
|---|---|---|
| Skuldir í EUR | 17.676.544 | 2.561.814 |
| 17.676.544 | 2.561.814 |
Samstæðan er í dreifðri eignaraðild. Tengdir aðilar samstæðunnar eru hlutdeildarfélög, stjórnir félaga í samstæðunni, framkvæmdastjóri, nánir fjölskyldumeðlimir fyrrgreindra aðila og aðilar sem hafa veruleg áhrif sem stórir hluthafar í félaginu. Upplýsingar varðandi tengda aðila eru eftirfarandi:
| Árið 2023 | Seldar vörur og þjónusta |
Keyptar vörur og þjónusta |
Viðskipta- kröfur |
Viðskipta skuldir |
|---|---|---|---|---|
| Hlutdeildarfélög | 10.704.259 | 13.881.915 | 2.219.430 | 511.300 |
| Hluthafar félagsins og félög í þeirra eigu | 144.127.491 | 37.357.309 | 23.346.391 | 1.422.924 |
| 154.831.751 | 51.239.224 | 25.565.821 | 1.934.224 | |
| Seldar vörur | Keyptar vörur | Viðskipta- | Viðskipta | |
| Tímabilið 1. janúar - 30. júní 2024 | og þjónusta | og þjónusta | kröfur | skuldir |
| Hlutdeildarfélög | 4.197.483 | 4.284.402 | 1.734.023 | 396.670 |
| Hluthafar félagsins og félög í þeirra eigu | 44.369.619 | 12.581.044 | 10.740.441 | 514.743 |
| 48.567.102 | 16.865.446 | 12.474.464 | 911.413 |
Kröfur á tengda aðila eru tilkomnar vegna hefðbundinna viðskipta og eru því tilgreindar meðal viðskiptakrafna.
Þann 2. júní sl. samþykkti stjórn Síldarvinnslunnar hf. beiðni Samherja hf. um að kaup félagsins á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood ehf. gangi til baka.
Tilkynnt var um kaupin 26. september í fyrra með hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Ákvörðun stjórnar Síldarvinnslunnar hf. er tekin með hagsmuni félagsins í huga. Er það ekki síst vegna viðamikilla verkefna í kringum starfsemi Vísis ehf. í Grindavík. Er það mat stjórnar Síldarvinnslunnar hf. að farsælast sé um þessar mundir að beina athygli og orku stjórnenda að brýnni verkefnum í bolfiskhluta starfseminnar. Þegar félagið sér fyrir endann á þeim verður unnt að taka fyrirkomulag sölu- og markaðsmála aftur til skoðunar.
Jarðhræringar sem og eldsumbrot hafa haldið áfram á Reykjanesskaganum í nálægð við Grindavík en dótturfélagið Vísir ehf. er með frystihús og saltfiskvinnslu í Grindavík. Nú síðast byrjaði að gjósa fimmtudagskvöldið 22. ágúst. Starfssemi hófst aftur í húsnæði félagsins um hádegi daginn eftir.
Samþykkt voru lög á Alþingi um uppkaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík en lögin tóku ekki til atvinnuhúsnæðis. Fasteignafélagið Þórkatla sem er í eigu ríkisins hefur nú keypt mikinn meirihluta alls íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Ljóst er að rekstur er ekki einfaldur í bæjarfélagi án íbúa. Auk óvissunar um framhald atburðanna.
Í júní sl. voru samþykkt lög um Afurðasjóð Grindavíkurbæjar til að bregðast við gati í tryggingarvernd hvað varðar óbeint tjón á matvælum af völdum hamfara í bænum. Þrátt fyrir þetta ríkir óvissa um lagatúlkanir sem snerta vátryggingarvernd við þær aðstæður sem ríkja á svæðinu.
Gripið var til bráðabirgðaaðgerða til að tryggja vinnslu á saltfiski til að bregðast við óvissunni í Grindavík. Hófst vinnsla í Cuxhaven í Þýskalandi um miðbik janúar sl. og í byrjun febrúar sl. var ein framleiðslulína flutt í húsnæði Síldarvinnslunnar í Helguvík til vinnslu þar. Starfsemi hófst á ný í saltfiskvinnslu Vísis í apríl sl. og í frystihúsi félagsins í maí. Samhliða því var dregið úr bráðabirgðaaðgerðum í Cuxhaven og Helguvík.
Í febrúar sl. voru 130 starfsmenn teknir af launaskrá hjá Vísi og settir yfir á úrræði ríkisins vegna náttúrhamfaranna sem gilda út ágúst. Ráðningarsamband helst þó áfram. Hluti starfsmanna er aftur kominn á launaskrá Vísis ehf en 33 starfsmönnum var sagt upp störfum í maí. Úrræði ríkisins rennur út nú í lok ágústmánaðar.
Áframhaldandi starfsemi og rekstrargrundvöllur í Grindavík er til skoðunar en við mat á því skiptir öryggi starfsfólks og vátryggingarvernd miklu máli.
Það er ljóst að sú röskun sem orðið hefur á starfsemi Vísis hefur valdið tjóni í formi tapaðrar framlegðar. Stjórnendur telja hins vegar rekstrarhæfi félagsins og samstæðunnar ekki vera í hættu. Unnið er að þvi að móta framtíðarstefnumörkun fyrir reksturinn.
Vísir ehf. á 25% hlut í nýsköpunarfyrirtækinu Marine Collagen ehf. í Grindavík. Félagið sagði upp öllum starfsmönnum félagsins nema framkvæmdastjóranum í sumar. Húsnæði fyrirtækisins er ónothæft. Óvissa er um rekstrargrundvöll og rekstrarhorfur ekki góðar. Eignarhluti Vísis ehf. í Marine Collagen ehf. er eignfærður á rúmlega 0,5 milljónir dollara.
Einnig á Vísir ehf. 50% hlut í Haustaki hf. Haustak hf. hefur orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna skorts á hráefni sem rekja má til jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Hlutdeild Vísis ehf. í afkomu Haustaks á tímabilinu er neikvæð að fjárhæð 0,4 milljónir dollara. Eignarhluti Vísis ehf. í Haustaki hf. auk víkjandi láns til félagsins er eignfærður á rúmlega 0,7 milljónir dollara.
Rekstur samstæðunnar á árinu 2023 greinist þannig eftir ársfjórðungum:
| 4 F | 3 F | 2 F | 1 F | ||
|---|---|---|---|---|---|
| 2023 | 2023 | 2023 | 2023 | Samtals | |
| Seldar vörur | 86.111.487 | 106.827.513 | 79.516.215 | 131.469.183 | 403.924.398 |
| Hagnaður af sölu eigna | 710.338 | 21.609 | 34.682 | 9.879 | 776.508 |
| Rekstrartekjur | 86.821.825 | 106.849.122 | 79.550.897 | 131.479.062 | 404.700.906 |
| Kostnaðarverð seldra vara | 35.266.568 | 43.537.591 | 34.219.334 | 59.843.395 | 172.866.888 |
| Laun, aflahlutir | |||||
| annar starfsmannakostnaður | 23.720.771 | 25.187.271 | 22.111.447 | 29.724.734 | 100.744.223 |
| Annar rekstrarkostnaður | 2.434.524 | 2.440.016 | 2.104.736 | 2.351.187 | 9.330.463 |
| Rekstrargjöld | 61.421.863 | 71.164.878 | 58.435.517 | 91.919.316 | 282.941.574 |
| Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir | 25.399.962 | 35.684.244 | 21.115.380 | 39.559.746 | 121.759.332 |
| Afskriftir fastafjármuna | 7.410.491 | 4.459.597 | 4.417.747 | 4.945.535 | 21.233.370 |
| Rekstrarhagnaður | 17.989.471 | 31.224.647 | 16.697.633 | 34.614.211 | 100.525.962 |
| Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) | (5.628.628) | (1.731.804) | 1.033.252 | 398.016 | (5.929.164) |
| Áhrif af rekstri hlutdeildarfélaga | 557.210 | (3.208.710) | (1.168.138) | 1.428.451 | (2.391.187) |
| Hagnaður fyrir tekjuskatt | 12.918.053 | 26.284.133 | 16.562.747 | 36.440.678 | 92.205.611 |
| Tekjuskattur | (2.296.695) | (6.218.252) | (3.341.768) | (6.913.114) | (18.769.829) |
| Hagnaður tímabilsins | 10.621.358 | 20.065.881 | 13.220.979 | 29.527.564 | 73.435.782 |
Rekstur samstæðunnar á árinu greinist þannig eftir ársfjórðungum:
| 2 F | 1 F | ||
|---|---|---|---|
| 2024 | 2024 | Samtals | |
| Seldar vörur | 60.065.991 | 81.280.584 | 141.346.575 |
| Hagnaður af sölu eigna | 272.386 | 90.637 | 363.023 |
| Rekstrartekjur | 60.338.377 | 81.371.221 | 141.709.598 |
| Kostnaðarverð seldra vara | 31.650.592 | 37.809.303 | 69.459.895 |
| Laun, aflahlutir og | |||
| annar starfsmannakostnaður | 19.504.615 | 21.818.197 | 41.322.812 |
| Annar rekstrarkostnaður | 2.613.826 | 2.536.970 | 5.150.796 |
| Rekstrargjöld | 53.769.033 | 62.164.470 | 115.933.503 |
| Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir | 6.569.344 | 19.206.751 | 25.776.095 |
| Afskriftir fastafjármuna | 5.497.146 | 4.672.344 | 10.169.490 |
| Rekstrarhagnaður | 1.072.198 | 14.534.407 | 15.606.605 |
| Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) | (1.323.133) | (2.103.193) | (3.426.326) |
| Áhrif af rekstri hlutdeildarfélaga | (1.986.772) | 1.553.808 | (432.964) |
| Hagnaður fyrir tekjuskatt | (2.237.707) | 13.985.022 | 11.747.315 |
| Tekjuskattur | 302.950 | (2.716.472) | (2.413.522) |
| Hagnaður tímabilsins | (1.934.757) | 11.268.550 | 9.333.793 |
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.