Interim / Quarterly Report • Aug 29, 2024
Interim / Quarterly Report
Open in ViewerOpens in native device viewer
Samandreginn árshlutareikningur samstæðu 30. júní 2024
| Skýrsla og áritun stjórnar og forstjóra | 2 |
|---|---|
| Samandreginn rekstrarreikningur | 3 |
| Yfirlit um heildarafkomu | 3 |
| Samandreginn efnahagsreikningur | 4 |
| Yfirlit um breytingar á eigin fé | 5 |
| Samandregið sjóðstreymi | 6 |
| Skýringar | 7 - 13 |
Hampiðjan hf. kt. 590169-3079 Skarfagörðum 4 Reykjavík
Samandreginn árshlutareikningur Hampiðjunnar hf. fyrir tímabilið janúar til júní 2024 er samstæðureikningur Hampiðjunnar hf. og dótturfélaga.
Samkvæmt rekstrarreikningi var hagnaður samstæðunnar á tímabilinu 8.158 þúsund evrur og eigið fé í lok þess 269.628 þúsund evrur en af þeirri upphæð eru 12.614 þúsund evrur hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga. Að öðru leyti vísast til samandregna árshlutareikningsins um rekstur samstæðunnar á tímabilinu og fjárhagsstöðu í lok þess. Stjórn félagsins tók þá ákvörðun um að falla frá könnunaráritun á 6 mánaða reikningsskil félagsins.
Tekjur samstæðu Hampiðjunnar á tímabilinu lækkuðu lítillega eða um 0,6% á milli tímabila og nema 165,1 m. evra samanborið við 166,2 m. evra á sama tímabili árið áður. Rekstrarhagnaður án afskrifta (EBITDA) félagsins lækkaði á milli tímabila um 5,8% og nemur 20,1 m. evra samanborið við 21,3 m. evra sama tímabil árið áður. Hagnaður samstæðunnar hækkaði á milli tímabila og nam 8,2 m. evra samanborið við 7,9 m. evra á sama tímabili árið 2023.
Í upphafi árs gekk félagið frá kaupum á bréfum minnihlutaeiganda í Swan Net USA og á Hampiðjan nú félagið að fullu. Kaupverðið var greitt að fullu á öðrum ársfjórðungi. Í dótturfélaginu Vonin er unnið að uppbyggingu á fullkominni þjónustumiðstöð fyrir fiskeldi á eyjunni Sky í Skotlandi. Þar verður mögulegt að þjónusta fiskeldið, sem er í mikilli uppbyggingu á Skotlandi. Einnig hefur verið lokið við byggingu á aðstöðu fyrir þurrkun og íburð í fiskeldiskvíar í Færeyjum. Sú aðstaða ætti að geta fullnægt þörf á slíkri þjónustu í Færeyjum. Í Danmörku er verið að leggja lokahönd á byggingu á glæsilegu nýju netaverkstæði í Skagen sem er ein stærsta uppsjávarhöfn í Evrópu. Netaverkstæðið verður formlega opnað í byrjun september. Í byrjun ágúst tilkynnti félagið um kaup á norska félaginu FiiZK Protection AS sem er leiðandi í framleiðslu á lúsapilsum í Noregi. Félagið er spennandi viðbót í þjónustuframboð Hampiðjunnar til fiskeldisfyrirtækja. Vörur félagsins munu vera aðgengilegar hjá öllum dótturfélögum Hampiðjunnar. Búist er við að kaupin gangi að fullu í gegn í byrjun september.
Unnið hefur verið að áframhaldandi endurskipulagningu á starfsemi Mørenot, um er að ræða verkefni sem mun taka töluverðan tíma að ná að fullu fram. Félagið er að skoða framtíðarskipulag á framleiðslu fiskeldiskvía en í dag fer framleiðslan einkum fram á þremur stöðum í Litháen, á Spáni og Póllandi. Á tímabilinu lauk kaupverðsútdeilingu vegna kaupa á Mørenot sem gekk í gegn í febrúar 2023.
Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu.
Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að samandreginn árshlutareikningur Hampiðjunnar hf. gefi glögga mynd af eignum, skuldum og fjárhagsstöðu samstæðunnar 30. júní 2024, rekstrarafkomu og breytingu á handbæru fé á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2024.
Það er jafnframt álit okkar að samandregni árshlutareikningurinn geymi glöggt yfirlit um þróun og árangur í rekstri samstæðunnar, stöðu hennar í lok tímabilsins og lýsi helstu áhættuþáttum sem samstæðan býr við.
Stjórn og forstjóri hafa í dag farið yfir samandreginn árshlutareikning samstæðunnar fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2024 og staðfesta hann með undirritun sinni.
Reykjavík 29. ágúst 2024
Stjórn:
Vilhjálmur Vilhjálmsson
Loftur Bjarni Gíslason Sigrún Þorleifsdóttir
Forstjóri:
Hjörtur Erlendsson
Kristján Loftsson Auður Kristín Árnadóttir
| Skýr. | 1.4. - 30.6 2024 |
1.4. - 30.6 2023 |
1.1. - 30.6 2024 |
1.1. - 30.6 2023 |
|
|---|---|---|---|---|---|
| Sala | 86.867 | 92.654 | 165.172 | 166.240 | |
| Beinn framleiðslukostnaður | (62.995) | (69.083) | (120.608) | (121.318) | |
| Framlegð | 23.872 | 23.571 | 44.564 | 44.922 | |
| Rekstrarkostnaður | 6 | (15.343) | (15.332) | (31.408) | (31.752) |
| Rekstrarhagnaður | 8.529 | 8.239 | 13.156 | 13.170 | |
| Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld | 5 | (2.044) | (1.515) | (3.413) | (3.669) |
| Áhrif af rekstri hlutdeildarfélaga | 119 (1.925) |
43 (1.472) |
156 (3.257) |
86 (3.583) |
|
| Hagnaður fyrir skatta | 6.604 | 6.767 | 9.899 | 9.587 | |
| Tekjuskattur | (1.189) | (1.056) | (1.741) | (1.713) | |
| Hagnaður tímabilsins | 5.415 | 5.711 | 8.158 | 7.874 | |
| Skipting hagnaðar | |||||
| Hluti hluthafa móðurfélagsins Hluti minnihluta í afkomu dótturfélaga |
5.059 356 |
5.082 629 |
7.590 568 |
7.032 842 |
|
| 5.415 | 5.711 | 8.158 | 7.874 | ||
| Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut (EUR á hlut) | 0,87 | 1,10 | 1,30 | 1,61 | |
| EBITDA | 11.798 | 13.274 | 20.101 | 21.335 | |
| Yfirlit um heildarafkomu samstæðu | |||||
| 1.4. - 30.6 2024 |
1.4. - 30.6 2023 |
1.1. - 30.6 2024 |
1.1. - 30.6 2023 |
||
| Hagnaður tímabilsins | 5.415 | 5.711 | 8.158 | 7.874 | |
| Liðir sem síðar verða færðir í rekstrarreikning Þýðingarmunur vegna starfsemi erlendra dótturfélaga |
1.249 | (980) | (1.401) | (1.436) | |
| Liðir sem verða ekki færðir í rekstrarreikning |
| Matsbreyting fjárfestingareigna | 3 | (27) | (211) | (16) |
|---|---|---|---|---|
| Heildarafkoma tímabilsins | 6.667 | 4.704 | 6.546 | 6.422 |
| Skipting heildarafkomu | ||||
| Hluti hluthafa móðurfélagsins | 6.373 | 4.026 | 6.025 | 5.554 |
| Hluti minnihluta | 294 | 678 | 521 | 868 |
| Heildarafkoma tímabilsins | 6.667 | 4.704 | 6.546 | 6.422 |
Skýringar á bls. 7 - 13 eru óaðskiljanlegur hluti þessara samstæðureikningsskila
| Eignir | Skýr. | 30/6 2024 | 31/12 2023 |
|---|---|---|---|
| Fastafjármunir | |||
| Varanlegir rekstrarfjármunir | 6 | 174.788 | 169.571 |
| Óefnislegar eignir | 7 | 76.642 | 76.854 |
| Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum | 1.521 | 1.415 | |
| Fjárfestingareignir | 2.083 | 2.292 | |
| Skuldabréf og langtímakröfur | 1.103 | 1.574 | |
| Tekjuskattsinneign | 1.247 | 250 | |
| 257.384 | 251.956 | ||
| Veltufjármunir | |||
| Birgðir | 125.055 | 125.824 | |
| Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur | 8 | 68.078 | 59.244 |
| Handbært fé | 9 | 48.820 | 52.974 |
| 241.953 | 238.042 | ||
| Eignir samtals | 499.337 | 489.998 | |
| Eigið fé og skuldir | 30/6 2024 | 31/12 2023 | |
| Eigið fé | |||
| Hlutafé | 6.403 | 6.403 | |
| Yfirverðsreikningur hlutafjár | 117.156 | 117.156 | |
| Matsbreytingar og aðrir varasjóðir | (2.040) | (474) | |
| Annað bundið eigið fé | 66.846 | 62.980 | |
| Óráðstafað eigið fé | 68.649 | 69.519 | |
| 257.014 | 255.584 | ||
| Hlutdeild minnihluta | 12.614 | 14.690 | |
| Eigið fé samtals | 269.628 | 270.274 | |
| Skuldir | |||
| Langtímaskuldir | |||
| Langtímaskuldir | 117.536 | 120.157 | |
| Tekjuskattsskuldbinding | 7.857 | 7.285 | |
| 125.393 | 127.442 | ||
| Skammtímaskuldir | |||
| Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir | 10 | 46.453 | 41.223 |
| Ógreiddir skattar | 3.878 | 3.199 | |
| Skuldir við lánastofnanir | 53.985 | 47.860 | |
| 104.316 | 92.282 | ||
| Skuldir samtals | 229.709 | 219.724 | |
| Eigið fé og skuldir samtals | 499.337 | 489.998 |
Skýringar á bls. 7 - 13 eru óaðskiljanlegur hluti þessara samstæðureikningsskila
| Hlutafé | Yfir- verðsr. |
Matsbr. og aðrir varasj. |
Annað bundið eigið fé |
Óráðst. eigið fé |
Hlutd. minnihl. |
Samtals | |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Staða 1. janúar 2023 Heildarafkoma: |
5.498 | 957 | 938 | 54.066 | 73.880 | 14.168 | 149.507 |
| Heildarafkoma jan. til júní 2023 eftir skatta Hl. í afk. dótturfélaga umfram móttekinn arð |
(1.477) | 0 5.220 |
7.033 (5.220) |
866 | 6.422 0 |
||
| 0 | 0 | (1.477) | 5.220 | 1.813 | 866 | 6.422 | |
| Eigendur: Úthlutaður arður til eigenda 1,63 kr. á hlut |
(5.869) | (531) | (6.400) | ||||
| Minnihluti, breyting Aukning hlutafjár v. kaupa á dótturfélagi Aukning hlutafjár innborguð Kostnaður vegna hlutafjáraukningar |
336 569 |
45.092 72.207 (1.100) |
(133) | (133) 45.428 72.776 (1.100) |
|||
| 905 | 116.199 | 0 | 0 | (5.869) | (664) | 110.571 | |
| Staða 30. júní 2023 / 1. júlí 2023 Heildarafkoma: |
6.403 | 117.156 | (539) | 59.286 | 69.824 | 14.370 | 266.500 |
| Heildarafkoma júlí til des. 2023 eftir skatta Hl. í afk. dótturfélaga umfr. móttekinn arð |
65 | 0 3.694 |
3.389 (3.694) |
399 | 3.853 0 |
||
| 0 | 0 | 65 | 3.694 | (305) | 399 | 3.853 | |
| Eigendur: Úthlutaður arður til minnihluta |
(79) | (79) | |||||
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | (79) | (79) | |
| Staða 31. desember 2023 / 1. janúar 2024 Heildarafkoma: |
6.403 | 117.156 | (474) | 62.980 | 69.519 | 14.690 | 270.274 |
| Heildarafkoma jan. til júní 2024 eftir skatta Hl. í afk. dótturfélaga umfram móttekinn arð |
(1.566) | 0 3.866 |
7.591 (3.866) |
521 | 6.546 0 |
||
| Eigendur: | 0 | 0 | (1.566) | 3.866 | 3.725 | 521 | 6.546 |
| Úthlutaður arður til eigenda 1,1 kr. á hlut. Minnihluti, breyting |
(4.595) | (336) (2.261) |
(4.931) (2.261) |
||||
| 0 | 0 | 0 | 0 | (4.595) | (2.597) | (7.192) | |
| Staða 30. júní 2024 | 6.403 | 117.156 | (2.040) | 66.846 | 68.649 | 12.614 | 269.628 |
| Skýr. | 1.1. - 30.6 2024 |
1.1. - 30.6 2023 |
|
|---|---|---|---|
| Rekstrarhreyfingar | |||
| Rekstrarhagnaður Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi: |
13.156 | 13.170 | |
| Afskriftir | 6.945 | 8.165 | |
| EBITDA | 20.101 | 21.335 | |
| Söluhagnaður varanlegra rekstrarfjármuna | (67) | (59) | |
| Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum | 1.097 | (10.948) | |
| Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta | 21.131 | 10.328 | |
| Innborgaðir vextir | 1.679 | 351 | |
| Innborgaður arður | 35 | 38 | |
| Greiddir vextir | (6.488) | (3.769) | |
| Greiddir skattar | (2.877) | (2.628) | |
| Handbært fé frá rekstri | 13.480 | 4.320 | |
| Fjárfestingahreyfingar | |||
| Kaup og sala varanlegra rekstrarfjármuna | (11.755) | (7.757) | |
| Kaup og sala óefnislegra eigna | (960) | (470) | |
| Fjárfesting í dótturfélögum | (2.412) | (1.589) | |
| Handbært fé frá fjárfestingum (til fjárfestinga) | (15.127) | (11.625) | |
| Fjármögnunarhreyfingar | |||
| Bankalán, breyting | 2.481 | (14.057) | |
| Innborguð aukning á hlutafé | 0 | 71.676 | |
| Arður greiddur til hluthafa Arður greiddur til minnihluta |
(4.595) (429) |
(5.870) (530) |
|
| Handbært fé frá fjármögnun (til fjármögnunar) | (2.543) | 51.219 | |
| Hækkun (lækkun) á handbæru fé | (4.190) | 43.914 | |
| Handbært fé í byrjun ársins | 10 | 52.974 | 12.503 |
| Gengismunur vegna handbærs fjár | 36 | (637) | |
| Handbært fé frá keyptu dótturfélagi | 0 | 7.139 | |
| Handbært fé í lok tímabilsins | 48.820 | 62.919 |
Meginstarfsemi samstæðu Hampiðjunnar hf. og dótturfélaga er framleiðsla og sala á fullbúnum veiðarfærum og íhlutum þeirra. Félagið er hlutafélag og starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög.
Hampiðjan hf. er með heimilisfesti á Íslandi. Heimilisfang er skráð að Skarfagörðum 4 í Reykjavík.
Félagið er skráð á Aðalmarkað Nasdaq á Íslandi.
Stjórn félagsins samþykkti þessi reikningsskil 29. ágúst 2024.
Helstu reikningsskilaaðferðir sem beitt var við gerð þessara reikningsskila eru tilgreindar hér á eftir. Þessum aðferðum var beitt á samræmdan hátt á bæði árin sem sett eru fram, nema annað sé tekið fram.
Samandreginn árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar hf. fyrir tímabilið janúar til júní 2024 er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga IAS 34 eins og hann hefur verið staðfestur af Evrópusambandiu og viðbótarkröfur í lögum um ársreikninga. Samandregni árshlutareikningurinn inniheldur ekki allar þær upplýsingar sem krafist er í fullbúnum ársreikningi og ætti því að lesa með hliðsjón af ársreikningi samstæðunnar fyrir árið 2023.
Skráning eigna og skulda með tilliti til næsta fjárhagsárs er byggð á mati samstæðunnar. Stöðugt er farið yfir slíkt mat með hliðsjón af reynslu og öðrum þáttum svo sem framtíðarvæntingum sem taldar eru eðlilegar miðað við aðstæður. Slíkt reikningshaldslegt mat er í eðli sínu sjaldan nákvæmlega í samræmi við raunverulega niðurstöðu.
Rekstrarstarfsþáttur er aðgreinanlegur hluti samstæðunnar vegna ólíkra efnislegra eða landfræðilegra þátta sem eru mótaðir af stýringu og eftirliti stjórnenda samstæðunnar. Samstæðan skilgreinir starfsemina í sex starfsþætti.
| Starfsþáttur 1. | Starfsemi Hampiðjunnar sem er yfirstjórn samstæðunnar, endursala og fjárfestingar. Starfsemi Hampidjan Baltic í Litháen, sem er verksmiðjuframleiðsla á netum, köðlum og ofurtógi. |
|---|---|
| Starfsþáttur 2. | Starfsemi veiðarfærafélagana í Swan Net Gundry á Írlandi og tengdra félaga ásamt Jackson Trawls og Jackson Offshore Supply í Skotlandi. |
| Starfsþáttur 3. | Starfsemi veiðarfærafélagsins Cosmos Trawl og dótturfélaganna Nordsötrawl og Strandby Net. |
| Starfsþáttur 4. | Starfsemi veiðarfærafélaganna Hampidjan New Zealand, Hampidjan Canada, Hampidjan USA og dótturfélagsins Swan net USA, Hampidjan Australia, Hampiðjan Ísland, Voot, Fasteignafélagsins Miðhúsa, Hampiðjan TorNet og Hampiðjan Offshore. |
| Starfsþáttur 5. | Starfsemi veiðarfærafélagsins P/F Von og dótturfélaganna P/F Vónin, Vónin Refa, Qalut Vónin, Vónin Lithuania, Vónin Canada, Vónin Ísland og Volu Ventis. |
| Starfsþáttur 6. | Starfsemi eignarhaldsfélagsins Mørenot Holding AS og veiðarfærafélaganna Mørenot Aquaculture AS, Mørenot Denmark, Poldan Nets, Mørenot Mediterranean, Mørenot Baltic, Mørenot Canada, Mørenot Fishery AS, Mørenot Island, North American Fishing Supplies, Mørenot China, China Trading. Starfsemi fasteignafélaganna Mørenot Eiendom I, Mørenot Eigendom II og Mørenot Eiendom III ásamt starfsemi Hampidjan Advant AS. |
| Starfsþ. | Starfsþ. | Starfsþ. | Starfsþ. | Starfsþ. | Starfsþ. | Milli | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| Janúar til júní 2024 | (1) | (2) | (3) | (4) | (5) | (6) | viðskipti | Samtals |
| Rekstrartekjur | 23.264 | 12.714 | 10.926 | 39.048 | 44.631 | 59.654 | (25.065) | 165.172 |
| Beinn framl.kostn | (19.253) | (9.254) | (8.269) | (30.102) | (32.780) | (45.050) | 24.100 | (120.608) |
| 4.011 | 3.460 | 2.657 | 8.946 | 11.851 | 14.604 | 44.564 | ||
| Rekstrarkostnaður | (3.924) | (1.994) | (1.247) | (5.170) | (7.013) | (13.023) | 963 | (31.408) |
| Rekstrarhagnaður (-tap) | 87 | 1.466 | 1.410 | 3.776 | 4.838 | 1.581 | 13.156 | |
| Sem hlutfall af rekstrartekjum | 0% | 12% | 13% | 10% | 11% | 3% | 8% | |
| Fjármunat. (fjármagnsgj.) | (830) | 80 | (96) | (752) | (694) | (1.121) | (3.413) | |
| Hlutdeildarafkoma | 105 | 0 | 0 | 0 | 51 | 0 | 156 | |
| Tekjuskattur | 226 | (285) | (287) | (517) | (823) | (55) | (1.741) | |
| Hagnaður (tap) tímabils. | (412) | 1.261 | 1.027 | 2.507 | 3.372 | 405 | 8.158 | |
| Afskriftir fastafjármuna | 1.093 | 268 | 315 | 876 | 1.753 | 2.640 | 6.945 | |
| Kaup/sala fastafjármuna | (1.359) | (793) | (3.209) | (336) | (5.595) | (1.423) | (12.715) | |
| EBITDA | 1.179 | 1.734 | 1.725 | 4.650 | 6.591 | 4.222 | 20.101 | |
| Starfsþ. | Starfsþ. | Starfsþ. | Starfsþ. | Starfsþ. | Starfsþ. | Milli | ||
| Janúar til júní 2023 | (1) | (2) | (3) | (4) | (5) | (6) | viðskipti | Samtals |
| Rekstrartekjur | 24.160 | 13.085 | 9.812 | 42.396 | 43.554 | 60.042 | (26.809) | 166.240 |
| Beinn framl.kostn | (19.622) | (9.430) | (7.614) | (33.228) | (31.834) | (45.323) | 25.733 | (121.318) |
| 4.538 | 3.655 | 2.198 | 9.168 | 11.720 | 14.719 | 44.922 | ||
| Rekstrarkostnaður | (5.331) | (2.028) | (926) | (5.711) | (5.988) | (12.845) | 1.077 | (31.752) |
| Rekstrarhagnaður (-tap) | (793) | 1.627 | 1.272 | 3.457 | 5.732 | 1.874 | 13.170 | |
| Sem hlutfall af rekstrartekjum | -3% | 12% | 13% | 8% | 13% | 3% | 8% | |
| Fjármunat. (fjármagnsgj.) | (2.103) | 44 | (135) | (904) | (438) | (133) | (3.669) | |
| Hlutdeildarafkoma | 86 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 86 | |
| Tekjuskattur | 523 | (293) | (248) | (389) | (1.057) | (249) | (1.713) | |
| Hagnaður (tap) tímabils. | (2.287) | 1.378 | 889 | 2.164 | 4.237 | 1.492 | 7.874 | |
| Afskriftir fastafjármuna | 1.112 | 250 | 336 | 837 | 1.371 | 4.259 | 8.165 | |
| Kaup/s. fastafjármuna | (610) | (368) | (110) | (2.796) | (2.512) | (1.831) | (8.227) | |
| EBITDA | 323 | 1.877 | 1.608 | 4.293 | 7.102 | 6.132 | 21.335 | |
| Starfsþ. | Starfsþ. | Starfsþ. | Starfsþ. | Starfsþ. | Starfsþ. | Milli- | ||
| (1) | (2) | (3) | (4) | (5) | (6) | viðskipti | Samtals | |
| 30/6 2024 | ||||||||
| Fastafjármunir | 69.040 | 15.898 | 15.822 | 22.878 | 79.463 | 80.490 | (26.207) | 257.384 |
| Veltufjármunir | 61.865 | 17.751 | 9.053 | 56.705 | 54.589 | 67.480 | (25.490) | 241.953 |
| Langtímaskuldir | 63.389 | 721 | 8.757 | 22.492 | 17.207 | 39.179 | (26.352) | 125.393 |
| Skammtímaskuldir | 36.916 | 4.245 | 3.702 | 24.037 | 33.412 | 27.351 | (25.347) | 104.316 |
| 31/12 2023 | ||||||||
| Fastafjármunir | 66.031 | 15.163 | 12.931 | 23.260 | 75.653 | 81.749 | (22.831) | 251.956 |
| Veltufjármunir | 65.601 | 17.082 | 9.742 | 54.775 | 50.276 | 62.410 | (21.844) | 238.042 |
| Langtímaskuldir | 64.955 | 800 | 5.713 | 20.283 | 16.950 | 41.571 | (22.830) | 127.442 |
| Skammtímaskuldir | 35.337 | 3.079 | 4.961 | 24.187 | 26.232 | 20.329 | (21.843) | 92.282 |
| 5. Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) | 2024 | 2023 |
|---|---|---|
| Fjármunatekjur | ||
| Vaxtatekjur | 1.875 | 243 |
| Fenginn arður | 35 | 38 |
| Gengismunur | 1.151 | 1.774 |
| 3.061 | 2.055 | |
| Fjármagnsgjöld Vaxtagjöld |
(6.474) | (5.724) |
| (6.474) | (5.724) | |
| Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) nettó | (3.413) | (3.669) |
| Fasteignir | Vélar, áhöld og tæki |
Samtals | |
|---|---|---|---|
| Staða 1. janúar 2023 | |||
| Kostnaðarverð | 103.286 | 61.012 | 164.298 |
| Uppsafnaðar afskriftir | (24.895) | (31.231) | (56.126) |
| Bókfært verð | 78.391 | 29.781 | 108.172 |
| Hreyfingar árið 2023 | |||
| Bókfært verð í byrjun árs 2023 | 78.391 | 29.781 | 108.172 |
| Nýir leigusamningar | 2.753 | 1.359 | 4.112 |
| Gengismunir | (4.000) | 258 | (3.742) |
| Viðbætur vegna kaupa á dótturfélögum | 43.249 | 14.681 | 57.930 |
| Viðbætur | 9.556 | 12.445 | 22.001 |
| Selt og aflagt | (728) | (4.676) | (5.404) |
| Afskriftir | (6.681) | (6.817) | (13.498) |
| Bókfært verð í lok ársins 2023 | 122.540 | 47.031 | 169.571 |
| Staða 1. janúar 2024 | |||
| Kostnaðarverð | 171.191 | 116.332 | 287.523 |
| Uppsafnaðar afskriftir | (48.651) | (69.301) | (117.952) |
| Bókfært verð | 122.540 | 47.031 | 169.571 |
| Hreyfingar árið 2024 | |||
| Bókfært verð í byrjun árs 2024 | 122.540 | 47.031 | 169.571 |
| Nýir leigusamningar | 864 | 79 | 943 |
| Gengismunir | (412) | (408) | (820) |
| Viðbætur | 9.181 | 3.487 | 12.668 |
| Kaupverðsútdeiling | 452 | 0 | 452 |
| Selt og aflagt | (1.467) | (112) | (1.579) |
| Afskriftir | (3.389) | (3.058) | (6.447) |
| Bókfært verð í lok tímabilsins | 127.769 | 47.019 | 174.788 |
| Staða 30. júní 2024 | |||
| Kostnaðarverð | 178.644 | 115.838 | 294.482 |
| Uppsafnaðar afskriftir | (50.875) | (68.819) | (119.694) |
| Bókfært verð 30.6.24 | 127.769 | 47.019 | 174.788 |
| Afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna greinast á eftirfarandi hátt í rekstrarreikningi: | |||
| 2024 | 2023 | ||
| Framleiðslukostnaður | 4.766 | 10.333 | |
| Annar rekstrarkostnaður | 1.681 | 3.165 | |
| Viðskipta | Aðrar | |||
|---|---|---|---|---|
| vild | Einkaleyfi | óefnislegar | Samtals | |
| Staða 1. janúar 2023 | ||||
| Kostnaðarverð | 45.247 | 1.114 | 3.729 | 50.090 |
| Uppsafnaðar afskriftir | (350) | (1.065) | (1.921) | (3.336) |
| Bókfært verð | 44.897 | 49 | 1.808 | 46.754 |
| Hreyfingar árið 2023 | ||||
| Bókfært verð í byrjun árs 2023 | 44.897 | 49 | 1.808 | 46.754 |
| Gengismunir | (448) | 0 | (334) | (782) |
| Viðbætur vegna kaupa á dótturfélögum | 17.468 | 0 | 11.496 | 28.964 |
| Viðbætur | 452 | 0 | 2.910 | 3.362 |
| Selt og aflagt | 0 | 0 | (862) | (862) |
| Afskriftir | 0 | (21) | (561) | (582) |
| Bókfært verð í lok árs 2023 | 62.369 | 28 | 14.457 | 76.854 |
| Staða 1. janúar 2023 | ||||
| Kostnaðarverð | 62.720 | 1.114 | 24.499 | 88.333 |
| Uppsafnaðar afskriftir | (351) | (1.086) | (10.042) | (11.479) |
| Bókfært verð | 62.369 | 28 | 14.457 | 76.854 |
| Hreyfingar árið 2024 | ||||
| Bókfært verð í byrjun árs 2024 | 62.369 | 28 | 14.457 | 76.854 |
| Gengismunir | (244) | 0 | (480) | (724) |
| Viðbætur | 94 | 0 | 1.441 | 1.535 |
| Kaupverðsútdeiling | 3.147 | 0 | (3.600) | (453) |
| Selt og aflagt | 0 | 0 | (72) | (72) |
| Afskriftir | 0 | (20) | (478) | (498) |
| Bókfært verð í lok tímabilsins | 65.366 | 8 | 11.268 | 76.642 |
| Staða 30. júní 2024 | ||||
| Kostnaðarverð | 65.717 | 1.114 | 21.987 | 88.818 |
| Uppsafnaðar afskriftir | (351) | (1.106) | (10.719) | (12.176) |
| Bókfært verð í lok tímabilsins | 65.366 | 8 | 11.268 | 76.642 |
| Afskriftir óefnislegra eigna greinast á eftirfarandi hátt í rekstrarreikningi: | ||||
| 2024 | 2023 | |||
| Framleiðslukostnaður | 201 | 235 | ||
| Annar rekstrarkostnaður | 297 | 347 | ||
| 498 | 582 |
Virðisrýrnunarpróf vegna viðskiptavildar:
Viðskiptavild er skipt á fjárskapandi einingar samstæðunnar (CGU) og er skilgreind með sama hætti og starfsþættir félagsins sbr. skýringu nr. 4.
Endurheimtanleg fjárhæð fjárskapandi rekstrareininga er ákvörðuð miðað við útreikning á notkunarvirði. Tekið er tillit til skilgreiningar á hinni fjárskapandi einingu sem viðskiptavildinni fylgir við mat á virðisrýrnun hennar og undirliggjandi fastafjármuna og veltufjármuna. Útreikningar byggja á áætluðu fjárstreymi fyrir næstu 5 ár, ásamt eilífðarvirði út frá þeim tíma. Gerð er vegin nafnverðskrafa á fjárflæði en um er að ræða ávöxtunarkröfu sem til samræmis við uppruna fjárstreymisins, er gert miðað við mynd þess fjárstreymis sem um ræðir.
Áætluð framlegð er eins og stjórnendur hafa ákvarðað hana miðað við fyrri árangur og væntingar þeirra um markaðsþróun. Afvöxtunarstuðlarnir endurspegla sérstaka áhættu sem tengist tengdum starfsþáttum.
Kaupverðsútdeiling:
Starfsþáttur 6. er starfsemi Mørenot samstæðunnar sem kemur inn í samstæðu Hampiðjunnar frá og með 1. febrúar 2023. Samstæðan hafði 12 mánuði frá yfirtökudegi til að útdeila yfirverði tengdum kaupunum á virðisskapandi einingar innan Mørenot, þeirri vinnu lauk á tímabilinu þar sem yfirverði félagsins var skipt niður sjóðsskapandi einingar.
| Viðskiptakröfur og aðrar kröfur greinast þannig: | 2024 | 2023 |
|---|---|---|
| Viðskiptakröfur | 63.391 | 55.544 |
| Niðurfærsla viðskiptakrafna | (1.532) | (1.537) |
| Viðskiptakröfur nettó í lok tímabils | 61.859 | 54.007 |
| Skuldabréf og aðrar kröfur | 7.322 | 6.811 |
| Viðskiptakröfur og aðrar kröfur í lok tímabils | 69.181 | 60.818 |
| Þar af langtímakröfur | (1.103) | (1.574) |
| 68.078 | 59.244 |
Viðskiptakröfur eru færðar niður um 1.532 þúsund evrur í efnahagsreikningi samstæðunnar og greinist niðurfærslureikningurinn á eftirfarandi hátt:
| 2024 | 2023 | |
|---|---|---|
| Niðurfærsla í byrjun árs | 1.537 | 1.015 |
| Niðurfærsla viðskiptakrafna frá keyptu dótturfélagi | 0 | 412 |
| Endanlega tapaðar kröfur á tímabilinu | (122) | (50) |
| Breyting niðurfærslu á tímabilinu | 117 | 160 |
| 1.532 | 1.537 |
| 2024 | 2023 | |
|---|---|---|
| Handbært fé í banka sem reiðufé og aðrar skammtímafjárfestingar | 48.820 | 52.974 |
| 48.820 | 52.974 |
| Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir greinast þannig: | 2024 | 2023 |
|---|---|---|
| Viðskiptaskuldir | 44.994 | 39.844 |
| Aðrar skammtímaskuldir | 1.459 | 1.379 |
| 46.453 | 41.223 |
Rekstur samstæðunnar greinist þannig á árshluta:
| apr.-jún. 2024 |
jan-mars 2024 |
okt. - des. 2023 |
júl. -sept. 2023 |
apr. - jún. 2023 |
jan-mars 2023 |
|
|---|---|---|---|---|---|---|
| Rekstrartekjur | 86.867 | 78.305 | 74.984 | 80.900 | 92.654 | 73.586 |
| Rekstrargjöld án afskrifta | (75.069) | (70.002) | (67.989) | (71.683) | (79.380) | (65.525) |
| Rekstrarhagnaður án afskrifta (EBITDA) | 11.798 | 8.303 | 6.995 | 9.217 | 13.274 | 8.061 |
| Afskriftir | (3.269) | (3.676) | (1.522) | (4.393) | (5.035) | (3.130) |
| Rekstrarhagnaður (EBIT) | 8.529 | 4.627 | 5.473 | 4.824 | 8.239 | 4.931 |
| Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) | (1.925) | (1.332) | (4.601) | (154) | (1.472) | (2.111) |
| Hagnaður fyrir skatta | 6.604 | 3.295 | 872 | 4.670 | 6.767 | 2.820 |
| Tekjuskattur | (1.189) | (552) | (493) | (1.177) | (1.056) | (657) |
| Hagnaður árshluta | 5.415 | 2.743 | 379 | 3.493 | 5.711 | 2.163 |
Þann 22. mars 2024 var samþykkt á aðalfundi félagsins að greiða arð 1,1 kr. á hlut. Arðurinn var að fjárhæð 4.670 þúsund evra var greiddur á tímabilinu.
| Eignarhluti í eigu |
Eignarhluti í eigu |
|||
|---|---|---|---|---|
| Nafn félags | Staðsetning | Starfsemi | samstæðu | minnihluta |
| Hampidjan Baltic UAB | Litháen | Veiðarfæraefnisfrl. | 100% | |
| Hampidjan Australia Ltd | Ástralía | Veiðarfæragerð | 80% | 20% |
| Hampidjan New Zealand Ltd | Nýja Sjáland | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Hampidjan Canada Ltd | Kanada | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Hampidjan USA Inc | Bandaríkin | Eignarhaldsfélag | 100% | |
| Swan Net USA, dótturfélag Hampidjan USA Inc | Bandaríkin | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Cosmos Trawl A/S | Danmörk | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Strandby Net A/S, dótturfélag Cosmos Trawl A/S | Danmörk | Veiðarfæragerð | 80% | 20% |
| Swan Net Gundry Ltd (SNG) | Írland | Veiðarfæragerð | 65% | 35% |
| Costal Cages, dótturf. SNG | Írland | Veiðarfæragerð | 65% | 35% |
| Swan Net East Coast Services, dótturfélag SNG | Bandaríkin | Veiðarfæragerð | 65% | 35% |
| Hampiðjan Ísland ehf | Ísland | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Hampiðjan Russia Ltd | Rússland | Sölufélag | 60% | 40% |
| Voot ehf. | Ísland | Sölufélag | 68% | 32% |
| Fasteignafélagið Miðhús ehf | Ísland | Fasteignafélag | 53% | 47% |
| Hampidjan TorNet SA | Spánn | Veiðarfæragerð | 100% | |
| P/F Von | Færeyjar | Eignarhaldsfélag | 99% | 1% |
| P/F Vónin, dótturfélag P/F Von | Færeyjar | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Vonin Canada Ltd, dótturfélag P/F Vónin | Kanada | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Qalut Vonin, dótturfélag P/F Vónin | Grænland | Veiðarfæragerð | 75% | 25% |
| Vónin Ísland ehf, dótturfélag P/F Vónin | Ísland | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Volu Ventis ApS, dótturfélag P/F Vónin | Danmörk | Vöruþróun | 100% | |
| Vónin Refa AS, dótturfélag P/F Von | Noregur | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Heroy Terminal AS, dótturfélag Vónin Refa AS | Noregur | Fasteignafélag | 100% | |
| UAB Vónin Lithuania, dótturfélag P/F Von | Litháen | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Vonin Scotland, dótturfélag P/F Von | Skotland | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Jackson Trawls Ltd | Skotland | Veiðarfæragerð | 80% | 20% |
| Jackson Offshore Supply Ltd | Skotland | Sölufélag | 80% | 20% |
| Hampiðjan Offshore ehf. | Ísland | Sölufélag | 100% | |
| Mørenot Holding AS | Noregur | Eignarhaldsfélag | 100% | |
| Mørenot Fishery AS, dótturf. Mørenot Holding AS | Noregur | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Mørenot Aquaculture AS, dótturf. Mørenot Holding AS | Noregur | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Hampidjan Advant AS, dótturf. Mørenot Holding AS | Noregur | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Mørenot Eiendom I AS, dótturf. Mørenot Fishery | Noregur | Fasteignafélag | 100% | |
| Mørenot Eiendom II AS, dótturf. Mørenot Fishery | Noregur | Fasteignafélag | 100% | |
| Mørenot Eiendom III AS, dótturf, Mørenot Aquaculture | Noregur | Fasteignafélag | 100% | |
| Mørenot Denmark AS, dótturf. Mørenot Aquaculture | Danmörk | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Poldan Nets, dótturfélag Mørenot Denmark AS | Pólland | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Mørenot Baltic, dótturf. Mørenot Fishery AS | Litháen | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Mørenot China, dótturf. Mørenot Fishery AS | Kína | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Mørenot China Trading, dótturf. Mørenot Fishery | Kína | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Morenot Korea Co. Ltd., dótturf. Mørenot Fishery | S Kórea | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Mørenot Canada, dótturf. Mørenot Aquaculture | Kanada | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Mørenot Mediterranean, dótturf. Mørenot Aquaculture | Spánn | Veiðarfæragerð | 100% | |
| Mørenot Island, dótturf. Mørenot Fishery | Ísland | Veiðarfæragerð | 90% | 10% |
Hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga í lok tímabilsins er 12,6 milljónir evra. Af þeirri fjárhæð er hluti minnihluta í Swan Net Gundry ltd. 6,6 milljónir evra. Aðrir hlutar minnihluta eru í Cosmos Trawl A/S, P/F Von, Hampidjan Australia, Voot ehf, Fasteignafélaginu Miðhús ehf., Jackson Trawls Ltd og Jackson Offshore Supply Ltd.
Swan Net Gundry Ltd á Írlandi er eina félagið innan samstæðunnar sem telst vera með minnihluta sem er verulegur fyrir samstæðuna. Upplýsingar um efnahag og rekstur félagsins koma fram í skýringu nr. 4 um starfsþætti, starfsþáttur 2.
Building tools?
Free accounts include 100 API calls/year for testing.
Have a question? We'll get back to you promptly.