AI Terminal

MODULE: AI_ANALYST
Interactive Q&A, Risk Assessment, Summarization
MODULE: DATA_EXTRACT
Excel Export, XBRL Parsing, Table Digitization
MODULE: PEER_COMP
Sector Benchmarking, Sentiment Analysis
SYSTEM ACCESS LOCKED
Authenticate / Register Log In

Hampiðjan hf.

Interim / Quarterly Report Aug 29, 2024

6172_ir_2024-08-29_805da1ef-e382-442a-824e-b8b9dda24e58.pdf

Interim / Quarterly Report

Open in Viewer

Opens in native device viewer

Hampiðjan hf.

Samandreginn árshlutareikningur samstæðu 30. júní 2024

Samandreginn árshlutareikningur samstæðu 30. júní 2024

Efnisyfirlit: Bls.

Skýrsla og áritun stjórnar og forstjóra 2
Samandreginn rekstrarreikningur 3
Yfirlit um heildarafkomu 3
Samandreginn efnahagsreikningur 4
Yfirlit um breytingar á eigin fé 5
Samandregið sjóðstreymi 6
Skýringar 7 - 13

Hampiðjan hf. kt. 590169-3079 Skarfagörðum 4 Reykjavík

Samandreginn árshlutareikningur Hampiðjunnar hf. fyrir tímabilið janúar til júní 2024 er samstæðureikningur Hampiðjunnar hf. og dótturfélaga.

Samkvæmt rekstrarreikningi var hagnaður samstæðunnar á tímabilinu 8.158 þúsund evrur og eigið fé í lok þess 269.628 þúsund evrur en af þeirri upphæð eru 12.614 þúsund evrur hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga. Að öðru leyti vísast til samandregna árshlutareikningsins um rekstur samstæðunnar á tímabilinu og fjárhagsstöðu í lok þess. Stjórn félagsins tók þá ákvörðun um að falla frá könnunaráritun á 6 mánaða reikningsskil félagsins.

Tekjur samstæðu Hampiðjunnar á tímabilinu lækkuðu lítillega eða um 0,6% á milli tímabila og nema 165,1 m. evra samanborið við 166,2 m. evra á sama tímabili árið áður. Rekstrarhagnaður án afskrifta (EBITDA) félagsins lækkaði á milli tímabila um 5,8% og nemur 20,1 m. evra samanborið við 21,3 m. evra sama tímabil árið áður. Hagnaður samstæðunnar hækkaði á milli tímabila og nam 8,2 m. evra samanborið við 7,9 m. evra á sama tímabili árið 2023.

Í upphafi árs gekk félagið frá kaupum á bréfum minnihlutaeiganda í Swan Net USA og á Hampiðjan nú félagið að fullu. Kaupverðið var greitt að fullu á öðrum ársfjórðungi. Í dótturfélaginu Vonin er unnið að uppbyggingu á fullkominni þjónustumiðstöð fyrir fiskeldi á eyjunni Sky í Skotlandi. Þar verður mögulegt að þjónusta fiskeldið, sem er í mikilli uppbyggingu á Skotlandi. Einnig hefur verið lokið við byggingu á aðstöðu fyrir þurrkun og íburð í fiskeldiskvíar í Færeyjum. Sú aðstaða ætti að geta fullnægt þörf á slíkri þjónustu í Færeyjum. Í Danmörku er verið að leggja lokahönd á byggingu á glæsilegu nýju netaverkstæði í Skagen sem er ein stærsta uppsjávarhöfn í Evrópu. Netaverkstæðið verður formlega opnað í byrjun september. Í byrjun ágúst tilkynnti félagið um kaup á norska félaginu FiiZK Protection AS sem er leiðandi í framleiðslu á lúsapilsum í Noregi. Félagið er spennandi viðbót í þjónustuframboð Hampiðjunnar til fiskeldisfyrirtækja. Vörur félagsins munu vera aðgengilegar hjá öllum dótturfélögum Hampiðjunnar. Búist er við að kaupin gangi að fullu í gegn í byrjun september.

Unnið hefur verið að áframhaldandi endurskipulagningu á starfsemi Mørenot, um er að ræða verkefni sem mun taka töluverðan tíma að ná að fullu fram. Félagið er að skoða framtíðarskipulag á framleiðslu fiskeldiskvía en í dag fer framleiðslan einkum fram á þremur stöðum í Litháen, á Spáni og Póllandi. Á tímabilinu lauk kaupverðsútdeilingu vegna kaupa á Mørenot sem gekk í gegn í febrúar 2023.

Yfirlýsing stjórnar og forstjóra

Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu.

Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að samandreginn árshlutareikningur Hampiðjunnar hf. gefi glögga mynd af eignum, skuldum og fjárhagsstöðu samstæðunnar 30. júní 2024, rekstrarafkomu og breytingu á handbæru fé á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2024.

Það er jafnframt álit okkar að samandregni árshlutareikningurinn geymi glöggt yfirlit um þróun og árangur í rekstri samstæðunnar, stöðu hennar í lok tímabilsins og lýsi helstu áhættuþáttum sem samstæðan býr við.

Stjórn og forstjóri hafa í dag farið yfir samandreginn árshlutareikning samstæðunnar fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2024 og staðfesta hann með undirritun sinni.

Reykjavík 29. ágúst 2024

Stjórn:

Vilhjálmur Vilhjálmsson

Loftur Bjarni Gíslason Sigrún Þorleifsdóttir

Forstjóri:

Hjörtur Erlendsson

Kristján Loftsson Auður Kristín Árnadóttir

Rekstrarreikningur samstæðu

Skýr. 1.4. - 30.6
2024
1.4. - 30.6
2023
1.1. - 30.6
2024
1.1. - 30.6
2023
Sala 86.867 92.654 165.172 166.240
Beinn framleiðslukostnaður (62.995) (69.083) (120.608) (121.318)
Framlegð 23.872 23.571 44.564 44.922
Rekstrarkostnaður 6 (15.343) (15.332) (31.408) (31.752)
Rekstrarhagnaður 8.529 8.239 13.156 13.170
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld 5 (2.044) (1.515) (3.413) (3.669)
Áhrif af rekstri hlutdeildarfélaga 119
(1.925)
43
(1.472)
156
(3.257)
86
(3.583)
Hagnaður fyrir skatta 6.604 6.767 9.899 9.587
Tekjuskattur (1.189) (1.056) (1.741) (1.713)
Hagnaður tímabilsins 5.415 5.711 8.158 7.874
Skipting hagnaðar
Hluti hluthafa móðurfélagsins
Hluti minnihluta í afkomu dótturfélaga
5.059
356
5.082
629
7.590
568
7.032
842
5.415 5.711 8.158 7.874
Grunnhagnaður og þynntur hagnaður á hlut (EUR á hlut) 0,87 1,10 1,30 1,61
EBITDA 11.798 13.274 20.101 21.335
Yfirlit um heildarafkomu samstæðu
1.4. - 30.6
2024
1.4. - 30.6
2023
1.1. - 30.6
2024
1.1. - 30.6
2023
Hagnaður tímabilsins 5.415 5.711 8.158 7.874
Liðir sem síðar verða færðir í rekstrarreikning
Þýðingarmunur vegna starfsemi erlendra dótturfélaga
1.249 (980) (1.401) (1.436)
Liðir sem verða ekki færðir í rekstrarreikning
Matsbreyting fjárfestingareigna 3 (27) (211) (16)
Heildarafkoma tímabilsins 6.667 4.704 6.546 6.422
Skipting heildarafkomu
Hluti hluthafa móðurfélagsins 6.373 4.026 6.025 5.554
Hluti minnihluta 294 678 521 868
Heildarafkoma tímabilsins 6.667 4.704 6.546 6.422

Skýringar á bls. 7 - 13 eru óaðskiljanlegur hluti þessara samstæðureikningsskila

Efnahagsreikningur samstæðu

Eignir Skýr. 30/6 2024 31/12 2023
Fastafjármunir
Varanlegir rekstrarfjármunir 6 174.788 169.571
Óefnislegar eignir 7 76.642 76.854
Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum 1.521 1.415
Fjárfestingareignir 2.083 2.292
Skuldabréf og langtímakröfur 1.103 1.574
Tekjuskattsinneign 1.247 250
257.384 251.956
Veltufjármunir
Birgðir 125.055 125.824
Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur 8 68.078 59.244
Handbært fé 9 48.820 52.974
241.953 238.042
Eignir samtals 499.337 489.998
Eigið fé og skuldir 30/6 2024 31/12 2023
Eigið fé
Hlutafé 6.403 6.403
Yfirverðsreikningur hlutafjár 117.156 117.156
Matsbreytingar og aðrir varasjóðir (2.040) (474)
Annað bundið eigið fé 66.846 62.980
Óráðstafað eigið fé 68.649 69.519
257.014 255.584
Hlutdeild minnihluta 12.614 14.690
Eigið fé samtals 269.628 270.274
Skuldir
Langtímaskuldir
Langtímaskuldir 117.536 120.157
Tekjuskattsskuldbinding 7.857 7.285
125.393 127.442
Skammtímaskuldir
Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir 10 46.453 41.223
Ógreiddir skattar 3.878 3.199
Skuldir við lánastofnanir 53.985 47.860
104.316 92.282
Skuldir samtals 229.709 219.724
Eigið fé og skuldir samtals 499.337 489.998

Skýringar á bls. 7 - 13 eru óaðskiljanlegur hluti þessara samstæðureikningsskila

Yfirlit um breytingar á eigin fé samstæðu

Hlutafé Yfir-
verðsr.
Matsbr.
og aðrir
varasj.
Annað
bundið
eigið fé
Óráðst.
eigið fé
Hlutd.
minnihl.
Samtals
Staða 1. janúar 2023
Heildarafkoma:
5.498 957 938 54.066 73.880 14.168 149.507
Heildarafkoma jan. til júní 2023 eftir skatta
Hl. í afk. dótturfélaga umfram móttekinn arð
(1.477) 0
5.220
7.033
(5.220)
866 6.422
0
0 0 (1.477) 5.220 1.813 866 6.422
Eigendur:
Úthlutaður arður til eigenda 1,63 kr. á hlut
(5.869) (531) (6.400)
Minnihluti, breyting
Aukning hlutafjár v. kaupa á dótturfélagi
Aukning hlutafjár innborguð
Kostnaður vegna hlutafjáraukningar
336
569
45.092
72.207
(1.100)
(133) (133)
45.428
72.776
(1.100)
905 116.199 0 0 (5.869) (664) 110.571
Staða 30. júní 2023 / 1. júlí 2023
Heildarafkoma:
6.403 117.156 (539) 59.286 69.824 14.370 266.500
Heildarafkoma júlí til des. 2023 eftir skatta
Hl. í afk. dótturfélaga umfr. móttekinn arð
65 0
3.694
3.389
(3.694)
399 3.853
0
0 0 65 3.694 (305) 399 3.853
Eigendur:
Úthlutaður arður til minnihluta
(79) (79)
0 0 0 0 0 (79) (79)
Staða 31. desember 2023 / 1. janúar 2024
Heildarafkoma:
6.403 117.156 (474) 62.980 69.519 14.690 270.274
Heildarafkoma jan. til júní 2024 eftir skatta
Hl. í afk. dótturfélaga umfram móttekinn arð
(1.566) 0
3.866
7.591
(3.866)
521 6.546
0
Eigendur: 0 0 (1.566) 3.866 3.725 521 6.546
Úthlutaður arður til eigenda 1,1 kr. á hlut.
Minnihluti, breyting
(4.595) (336)
(2.261)
(4.931)
(2.261)
0 0 0 0 (4.595) (2.597) (7.192)
Staða 30. júní 2024 6.403 117.156 (2.040) 66.846 68.649 12.614 269.628

Sjóðstreymi samstæðu

Skýr. 1.1. - 30.6
2024
1.1. - 30.6
2023
Rekstrarhreyfingar
Rekstrarhagnaður
Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi:
13.156 13.170
Afskriftir 6.945 8.165
EBITDA 20.101 21.335
Söluhagnaður varanlegra rekstrarfjármuna (67) (59)
Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum 1.097 (10.948)
Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta 21.131 10.328
Innborgaðir vextir 1.679 351
Innborgaður arður 35 38
Greiddir vextir (6.488) (3.769)
Greiddir skattar (2.877) (2.628)
Handbært fé frá rekstri 13.480 4.320
Fjárfestingahreyfingar
Kaup og sala varanlegra rekstrarfjármuna (11.755) (7.757)
Kaup og sala óefnislegra eigna (960) (470)
Fjárfesting í dótturfélögum (2.412) (1.589)
Handbært fé frá fjárfestingum (til fjárfestinga) (15.127) (11.625)
Fjármögnunarhreyfingar
Bankalán, breyting 2.481 (14.057)
Innborguð aukning á hlutafé 0 71.676
Arður greiddur til hluthafa
Arður greiddur til minnihluta
(4.595)
(429)
(5.870)
(530)
Handbært fé frá fjármögnun (til fjármögnunar) (2.543) 51.219
Hækkun (lækkun) á handbæru fé (4.190) 43.914
Handbært fé í byrjun ársins 10 52.974 12.503
Gengismunur vegna handbærs fjár 36 (637)
Handbært fé frá keyptu dótturfélagi 0 7.139
Handbært fé í lok tímabilsins 48.820 62.919

Skýringar

1. Almennar upplýsingar

Meginstarfsemi samstæðu Hampiðjunnar hf. og dótturfélaga er framleiðsla og sala á fullbúnum veiðarfærum og íhlutum þeirra. Félagið er hlutafélag og starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög.

Hampiðjan hf. er með heimilisfesti á Íslandi. Heimilisfang er skráð að Skarfagörðum 4 í Reykjavík.

Félagið er skráð á Aðalmarkað Nasdaq á Íslandi.

Stjórn félagsins samþykkti þessi reikningsskil 29. ágúst 2024.

2. Reikningsskilaaðferðir

Helstu reikningsskilaaðferðir sem beitt var við gerð þessara reikningsskila eru tilgreindar hér á eftir. Þessum aðferðum var beitt á samræmdan hátt á bæði árin sem sett eru fram, nema annað sé tekið fram.

2.1 Grundvöllur reikningsskila

Samandreginn árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar hf. fyrir tímabilið janúar til júní 2024 er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga IAS 34 eins og hann hefur verið staðfestur af Evrópusambandiu og viðbótarkröfur í lögum um ársreikninga. Samandregni árshlutareikningurinn inniheldur ekki allar þær upplýsingar sem krafist er í fullbúnum ársreikningi og ætti því að lesa með hliðsjón af ársreikningi samstæðunnar fyrir árið 2023.

3. Mikilvæg atriði sem varða reikningshaldslegt mat

Skráning eigna og skulda með tilliti til næsta fjárhagsárs er byggð á mati samstæðunnar. Stöðugt er farið yfir slíkt mat með hliðsjón af reynslu og öðrum þáttum svo sem framtíðarvæntingum sem taldar eru eðlilegar miðað við aðstæður. Slíkt reikningshaldslegt mat er í eðli sínu sjaldan nákvæmlega í samræmi við raunverulega niðurstöðu.

4. Starfsþáttayfirlit

Rekstrarstarfsþættir

Rekstrarstarfsþáttur er aðgreinanlegur hluti samstæðunnar vegna ólíkra efnislegra eða landfræðilegra þátta sem eru mótaðir af stýringu og eftirliti stjórnenda samstæðunnar. Samstæðan skilgreinir starfsemina í sex starfsþætti.

Starfsþáttur 1. Starfsemi Hampiðjunnar sem er yfirstjórn samstæðunnar, endursala og fjárfestingar. Starfsemi
Hampidjan Baltic í Litháen, sem er verksmiðjuframleiðsla á netum, köðlum og ofurtógi.
Starfsþáttur 2. Starfsemi veiðarfærafélagana í Swan Net Gundry á Írlandi og tengdra félaga ásamt Jackson Trawls
og Jackson Offshore Supply í Skotlandi.
Starfsþáttur 3. Starfsemi veiðarfærafélagsins Cosmos Trawl og dótturfélaganna Nordsötrawl og Strandby Net.
Starfsþáttur 4. Starfsemi veiðarfærafélaganna Hampidjan New Zealand, Hampidjan Canada, Hampidjan USA og
dótturfélagsins Swan net USA, Hampidjan Australia, Hampiðjan Ísland, Voot,
Fasteignafélagsins
Miðhúsa, Hampiðjan TorNet og Hampiðjan Offshore.
Starfsþáttur 5. Starfsemi veiðarfærafélagsins P/F Von og dótturfélaganna P/F Vónin, Vónin Refa, Qalut Vónin, Vónin
Lithuania, Vónin Canada, Vónin Ísland og Volu Ventis.
Starfsþáttur 6. Starfsemi eignarhaldsfélagsins Mørenot Holding AS og veiðarfærafélaganna Mørenot Aquaculture AS,
Mørenot Denmark, Poldan Nets, Mørenot Mediterranean, Mørenot Baltic, Mørenot Canada, Mørenot
Fishery AS, Mørenot Island, North American Fishing Supplies, Mørenot China, China Trading.
Starfsemi fasteignafélaganna Mørenot Eiendom I, Mørenot Eigendom II og Mørenot Eiendom III
ásamt starfsemi Hampidjan Advant AS.

4. Starfsþáttayfirlit, framhald

Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Milli
Janúar til júní 2024 (1) (2) (3) (4) (5) (6) viðskipti Samtals
Rekstrartekjur 23.264 12.714 10.926 39.048 44.631 59.654 (25.065) 165.172
Beinn framl.kostn (19.253) (9.254) (8.269) (30.102) (32.780) (45.050) 24.100 (120.608)
4.011 3.460 2.657 8.946 11.851 14.604 44.564
Rekstrarkostnaður (3.924) (1.994) (1.247) (5.170) (7.013) (13.023) 963 (31.408)
Rekstrarhagnaður (-tap) 87 1.466 1.410 3.776 4.838 1.581 13.156
Sem hlutfall af rekstrartekjum 0% 12% 13% 10% 11% 3% 8%
Fjármunat. (fjármagnsgj.) (830) 80 (96) (752) (694) (1.121) (3.413)
Hlutdeildarafkoma 105 0 0 0 51 0 156
Tekjuskattur 226 (285) (287) (517) (823) (55) (1.741)
Hagnaður (tap) tímabils. (412) 1.261 1.027 2.507 3.372 405 8.158
Afskriftir fastafjármuna 1.093 268 315 876 1.753 2.640 6.945
Kaup/sala fastafjármuna (1.359) (793) (3.209) (336) (5.595) (1.423) (12.715)
EBITDA 1.179 1.734 1.725 4.650 6.591 4.222 20.101
Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Milli
Janúar til júní 2023 (1) (2) (3) (4) (5) (6) viðskipti Samtals
Rekstrartekjur 24.160 13.085 9.812 42.396 43.554 60.042 (26.809) 166.240
Beinn framl.kostn (19.622) (9.430) (7.614) (33.228) (31.834) (45.323) 25.733 (121.318)
4.538 3.655 2.198 9.168 11.720 14.719 44.922
Rekstrarkostnaður (5.331) (2.028) (926) (5.711) (5.988) (12.845) 1.077 (31.752)
Rekstrarhagnaður (-tap) (793) 1.627 1.272 3.457 5.732 1.874 13.170
Sem hlutfall af rekstrartekjum -3% 12% 13% 8% 13% 3% 8%
Fjármunat. (fjármagnsgj.) (2.103) 44 (135) (904) (438) (133) (3.669)
Hlutdeildarafkoma 86 0 0 0 0 0 86
Tekjuskattur 523 (293) (248) (389) (1.057) (249) (1.713)
Hagnaður (tap) tímabils. (2.287) 1.378 889 2.164 4.237 1.492 7.874
Afskriftir fastafjármuna 1.112 250 336 837 1.371 4.259 8.165
Kaup/s. fastafjármuna (610) (368) (110) (2.796) (2.512) (1.831) (8.227)
EBITDA 323 1.877 1.608 4.293 7.102 6.132 21.335
Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Starfsþ. Milli-
(1) (2) (3) (4) (5) (6) viðskipti Samtals
30/6 2024
Fastafjármunir 69.040 15.898 15.822 22.878 79.463 80.490 (26.207) 257.384
Veltufjármunir 61.865 17.751 9.053 56.705 54.589 67.480 (25.490) 241.953
Langtímaskuldir 63.389 721 8.757 22.492 17.207 39.179 (26.352) 125.393
Skammtímaskuldir 36.916 4.245 3.702 24.037 33.412 27.351 (25.347) 104.316
31/12 2023
Fastafjármunir 66.031 15.163 12.931 23.260 75.653 81.749 (22.831) 251.956
Veltufjármunir 65.601 17.082 9.742 54.775 50.276 62.410 (21.844) 238.042
Langtímaskuldir 64.955 800 5.713 20.283 16.950 41.571 (22.830) 127.442
Skammtímaskuldir 35.337 3.079 4.961 24.187 26.232 20.329 (21.843) 92.282
5. Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 2024 2023
Fjármunatekjur
Vaxtatekjur 1.875 243
Fenginn arður 35 38
Gengismunur 1.151 1.774
3.061 2.055
Fjármagnsgjöld
Vaxtagjöld
(6.474) (5.724)
(6.474) (5.724)
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) nettó (3.413) (3.669)
Fasteignir Vélar, áhöld
og tæki
Samtals
Staða 1. janúar 2023
Kostnaðarverð 103.286 61.012 164.298
Uppsafnaðar afskriftir (24.895) (31.231) (56.126)
Bókfært verð 78.391 29.781 108.172
Hreyfingar árið 2023
Bókfært verð í byrjun árs 2023 78.391 29.781 108.172
Nýir leigusamningar 2.753 1.359 4.112
Gengismunir (4.000) 258 (3.742)
Viðbætur vegna kaupa á dótturfélögum 43.249 14.681 57.930
Viðbætur 9.556 12.445 22.001
Selt og aflagt (728) (4.676) (5.404)
Afskriftir (6.681) (6.817) (13.498)
Bókfært verð í lok ársins 2023 122.540 47.031 169.571
Staða 1. janúar 2024
Kostnaðarverð 171.191 116.332 287.523
Uppsafnaðar afskriftir (48.651) (69.301) (117.952)
Bókfært verð 122.540 47.031 169.571
Hreyfingar árið 2024
Bókfært verð í byrjun árs 2024 122.540 47.031 169.571
Nýir leigusamningar 864 79 943
Gengismunir (412) (408) (820)
Viðbætur 9.181 3.487 12.668
Kaupverðsútdeiling 452 0 452
Selt og aflagt (1.467) (112) (1.579)
Afskriftir (3.389) (3.058) (6.447)
Bókfært verð í lok tímabilsins 127.769 47.019 174.788
Staða 30. júní 2024
Kostnaðarverð 178.644 115.838 294.482
Uppsafnaðar afskriftir (50.875) (68.819) (119.694)
Bókfært verð 30.6.24 127.769 47.019 174.788
Afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna greinast á eftirfarandi hátt í rekstrarreikningi:
2024 2023
Framleiðslukostnaður 4.766 10.333
Annar rekstrarkostnaður 1.681 3.165

7. Óefnislegar eignir

Viðskipta Aðrar
vild Einkaleyfi óefnislegar Samtals
Staða 1. janúar 2023
Kostnaðarverð 45.247 1.114 3.729 50.090
Uppsafnaðar afskriftir (350) (1.065) (1.921) (3.336)
Bókfært verð 44.897 49 1.808 46.754
Hreyfingar árið 2023
Bókfært verð í byrjun árs 2023 44.897 49 1.808 46.754
Gengismunir (448) 0 (334) (782)
Viðbætur vegna kaupa á dótturfélögum 17.468 0 11.496 28.964
Viðbætur 452 0 2.910 3.362
Selt og aflagt 0 0 (862) (862)
Afskriftir 0 (21) (561) (582)
Bókfært verð í lok árs 2023 62.369 28 14.457 76.854
Staða 1. janúar 2023
Kostnaðarverð 62.720 1.114 24.499 88.333
Uppsafnaðar afskriftir (351) (1.086) (10.042) (11.479)
Bókfært verð 62.369 28 14.457 76.854
Hreyfingar árið 2024
Bókfært verð í byrjun árs 2024 62.369 28 14.457 76.854
Gengismunir (244) 0 (480) (724)
Viðbætur 94 0 1.441 1.535
Kaupverðsútdeiling 3.147 0 (3.600) (453)
Selt og aflagt 0 0 (72) (72)
Afskriftir 0 (20) (478) (498)
Bókfært verð í lok tímabilsins 65.366 8 11.268 76.642
Staða 30. júní 2024
Kostnaðarverð 65.717 1.114 21.987 88.818
Uppsafnaðar afskriftir (351) (1.106) (10.719) (12.176)
Bókfært verð í lok tímabilsins 65.366 8 11.268 76.642
Afskriftir óefnislegra eigna greinast á eftirfarandi hátt í rekstrarreikningi:
2024 2023
Framleiðslukostnaður 201 235
Annar rekstrarkostnaður 297 347
498 582

7. Óefnislegar eignir frh.

Virðisrýrnunarpróf vegna viðskiptavildar:

Viðskiptavild er skipt á fjárskapandi einingar samstæðunnar (CGU) og er skilgreind með sama hætti og starfsþættir félagsins sbr. skýringu nr. 4.

Endurheimtanleg fjárhæð fjárskapandi rekstrareininga er ákvörðuð miðað við útreikning á notkunarvirði. Tekið er tillit til skilgreiningar á hinni fjárskapandi einingu sem viðskiptavildinni fylgir við mat á virðisrýrnun hennar og undirliggjandi fastafjármuna og veltufjármuna. Útreikningar byggja á áætluðu fjárstreymi fyrir næstu 5 ár, ásamt eilífðarvirði út frá þeim tíma. Gerð er vegin nafnverðskrafa á fjárflæði en um er að ræða ávöxtunarkröfu sem til samræmis við uppruna fjárstreymisins, er gert miðað við mynd þess fjárstreymis sem um ræðir.

Áætluð framlegð er eins og stjórnendur hafa ákvarðað hana miðað við fyrri árangur og væntingar þeirra um markaðsþróun. Afvöxtunarstuðlarnir endurspegla sérstaka áhættu sem tengist tengdum starfsþáttum.

Kaupverðsútdeiling:

Starfsþáttur 6. er starfsemi Mørenot samstæðunnar sem kemur inn í samstæðu Hampiðjunnar frá og með 1. febrúar 2023. Samstæðan hafði 12 mánuði frá yfirtökudegi til að útdeila yfirverði tengdum kaupunum á virðisskapandi einingar innan Mørenot, þeirri vinnu lauk á tímabilinu þar sem yfirverði félagsins var skipt niður sjóðsskapandi einingar.

8. Viðskiptakröfur og aðrar kröfur

Viðskiptakröfur og aðrar kröfur greinast þannig: 2024 2023
Viðskiptakröfur 63.391 55.544
Niðurfærsla viðskiptakrafna (1.532) (1.537)
Viðskiptakröfur nettó í lok tímabils 61.859 54.007
Skuldabréf og aðrar kröfur 7.322 6.811
Viðskiptakröfur og aðrar kröfur í lok tímabils 69.181 60.818
Þar af langtímakröfur (1.103) (1.574)
68.078 59.244

Viðskiptakröfur eru færðar niður um 1.532 þúsund evrur í efnahagsreikningi samstæðunnar og greinist niðurfærslureikningurinn á eftirfarandi hátt:

2024 2023
Niðurfærsla í byrjun árs 1.537 1.015
Niðurfærsla viðskiptakrafna frá keyptu dótturfélagi 0 412
Endanlega tapaðar kröfur á tímabilinu (122) (50)
Breyting niðurfærslu á tímabilinu 117 160
1.532 1.537

9. Handbært fé

2024 2023
Handbært fé í banka sem reiðufé og aðrar skammtímafjárfestingar 48.820 52.974
48.820 52.974

10. Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir

Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir greinast þannig: 2024 2023
Viðskiptaskuldir 44.994 39.844
Aðrar skammtímaskuldir 1.459 1.379
46.453 41.223

11. Árshlutayfirlit

Rekstur samstæðunnar greinist þannig á árshluta:

apr.-jún.
2024
jan-mars
2024
okt. - des.
2023
júl. -sept.
2023
apr. - jún.
2023
jan-mars
2023
Rekstrartekjur 86.867 78.305 74.984 80.900 92.654 73.586
Rekstrargjöld án afskrifta (75.069) (70.002) (67.989) (71.683) (79.380) (65.525)
Rekstrarhagnaður án afskrifta (EBITDA) 11.798 8.303 6.995 9.217 13.274 8.061
Afskriftir (3.269) (3.676) (1.522) (4.393) (5.035) (3.130)
Rekstrarhagnaður (EBIT) 8.529 4.627 5.473 4.824 8.239 4.931
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (1.925) (1.332) (4.601) (154) (1.472) (2.111)
Hagnaður fyrir skatta 6.604 3.295 872 4.670 6.767 2.820
Tekjuskattur (1.189) (552) (493) (1.177) (1.056) (657)
Hagnaður árshluta 5.415 2.743 379 3.493 5.711 2.163

12. Önnur mál

Þann 22. mars 2024 var samþykkt á aðalfundi félagsins að greiða arð 1,1 kr. á hlut. Arðurinn var að fjárhæð 4.670 þúsund evra var greiddur á tímabilinu.

13. Yfirlit yfir félög í samstæðu

Eignarhluti
í eigu
Eignarhluti
í eigu
Nafn félags Staðsetning Starfsemi samstæðu minnihluta
Hampidjan Baltic UAB Litháen Veiðarfæraefnisfrl. 100%
Hampidjan Australia Ltd Ástralía Veiðarfæragerð 80% 20%
Hampidjan New Zealand Ltd Nýja Sjáland Veiðarfæragerð 100%
Hampidjan Canada Ltd Kanada Veiðarfæragerð 100%
Hampidjan USA Inc Bandaríkin Eignarhaldsfélag 100%
Swan Net USA, dótturfélag Hampidjan USA Inc Bandaríkin Veiðarfæragerð 100%
Cosmos Trawl A/S Danmörk Veiðarfæragerð 100%
Strandby Net A/S, dótturfélag Cosmos Trawl A/S Danmörk Veiðarfæragerð 80% 20%
Swan Net Gundry Ltd (SNG) Írland Veiðarfæragerð 65% 35%
Costal Cages, dótturf. SNG Írland Veiðarfæragerð 65% 35%
Swan Net East Coast Services, dótturfélag SNG Bandaríkin Veiðarfæragerð 65% 35%
Hampiðjan Ísland ehf Ísland Veiðarfæragerð 100%
Hampiðjan Russia Ltd Rússland Sölufélag 60% 40%
Voot ehf. Ísland Sölufélag 68% 32%
Fasteignafélagið Miðhús ehf Ísland Fasteignafélag 53% 47%
Hampidjan TorNet SA Spánn Veiðarfæragerð 100%
P/F Von Færeyjar Eignarhaldsfélag 99% 1%
P/F Vónin, dótturfélag P/F Von Færeyjar Veiðarfæragerð 100%
Vonin Canada Ltd, dótturfélag P/F Vónin Kanada Veiðarfæragerð 100%
Qalut Vonin, dótturfélag P/F Vónin Grænland Veiðarfæragerð 75% 25%
Vónin Ísland ehf, dótturfélag P/F Vónin Ísland Veiðarfæragerð 100%
Volu Ventis ApS, dótturfélag P/F Vónin Danmörk Vöruþróun 100%
Vónin Refa AS, dótturfélag P/F Von Noregur Veiðarfæragerð 100%
Heroy Terminal AS, dótturfélag Vónin Refa AS Noregur Fasteignafélag 100%
UAB Vónin Lithuania, dótturfélag P/F Von Litháen Veiðarfæragerð 100%
Vonin Scotland, dótturfélag P/F Von Skotland Veiðarfæragerð 100%
Jackson Trawls Ltd Skotland Veiðarfæragerð 80% 20%
Jackson Offshore Supply Ltd Skotland Sölufélag 80% 20%
Hampiðjan Offshore ehf. Ísland Sölufélag 100%
Mørenot Holding AS Noregur Eignarhaldsfélag 100%
Mørenot Fishery AS, dótturf. Mørenot Holding AS Noregur Veiðarfæragerð 100%
Mørenot Aquaculture AS, dótturf. Mørenot Holding AS Noregur Veiðarfæragerð 100%
Hampidjan Advant AS, dótturf. Mørenot Holding AS Noregur Veiðarfæragerð 100%
Mørenot Eiendom I AS, dótturf. Mørenot Fishery Noregur Fasteignafélag 100%
Mørenot Eiendom II AS, dótturf. Mørenot Fishery Noregur Fasteignafélag 100%
Mørenot Eiendom III AS, dótturf, Mørenot Aquaculture Noregur Fasteignafélag 100%
Mørenot Denmark AS, dótturf. Mørenot Aquaculture Danmörk Veiðarfæragerð 100%
Poldan Nets, dótturfélag Mørenot Denmark AS Pólland Veiðarfæragerð 100%
Mørenot Baltic, dótturf. Mørenot Fishery AS Litháen Veiðarfæragerð 100%
Mørenot China, dótturf. Mørenot Fishery AS Kína Veiðarfæragerð 100%
Mørenot China Trading, dótturf. Mørenot Fishery Kína Veiðarfæragerð 100%
Morenot Korea Co. Ltd., dótturf. Mørenot Fishery S Kórea Veiðarfæragerð 100%
Mørenot Canada, dótturf. Mørenot Aquaculture Kanada Veiðarfæragerð 100%
Mørenot Mediterranean, dótturf. Mørenot Aquaculture Spánn Veiðarfæragerð 100%
Mørenot Island, dótturf. Mørenot Fishery Ísland Veiðarfæragerð 90% 10%

Hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfélaga í lok tímabilsins er 12,6 milljónir evra. Af þeirri fjárhæð er hluti minnihluta í Swan Net Gundry ltd. 6,6 milljónir evra. Aðrir hlutar minnihluta eru í Cosmos Trawl A/S, P/F Von, Hampidjan Australia, Voot ehf, Fasteignafélaginu Miðhús ehf., Jackson Trawls Ltd og Jackson Offshore Supply Ltd.

Swan Net Gundry Ltd á Írlandi er eina félagið innan samstæðunnar sem telst vera með minnihluta sem er verulegur fyrir samstæðuna. Upplýsingar um efnahag og rekstur félagsins koma fram í skýringu nr. 4 um starfsþætti, starfsþáttur 2.

Talk to a Data Expert

Have a question? We'll get back to you promptly.